Þjóðviljinn - 27.09.1956, Page 7
fam
Fimmtudagur 27. september 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Bríet Bjarnhéðinsdóttir
Aldarminning
í dag minnast íslenzkar kon-
ur aldarafmæli Bríetar
Bjarnhéðinsdóttur, brautryðj-
andans og merkastrar forustu-
konu kvenréttindahreyfjngar-
innar hér á landi og ritstjóra
Kvennablaðsins í aldarfjórð-
ung. Þótt nafn hennar beri
hátt í sögu þjóðarinnar í dag
munu komandi kynslóðir eiga
eftir að hafa dýpri skilning á
Starfi hennar og líta á það frá
stærri sjónarhól en gert hefur
verið til þessa. Því starfi braut-
rvðjandans má líkja við must-
arðskom hið umtalaða sem
verður að laufmikilli og himin-
gnæfandi eik þá aldir líða.
Nútíma konan, sem nýtur á-
vaxtanna af baráttu íslenzku
kvenréttindahreyfingarinnar og
lítur á pólitískt og menningar-
legt jafnrétti við karlmenn jafn
sjálfsagt og andrúmsloftið sem
hún dregur að sér, mætti minn-
ast þess á þessum sögulega
degi að ekki eru ýkja margir
áratugir síðan ein af ágætustu
konum þjóðar okkar, mannúð-
arkonunni Ólafíu Jóhannsdótt-
ur, sem fyrst bjó sig undir að
ganga menntabrautina af kon-
um síðari alda og vildi fá að
taka fjórðabekkjar próf upp
í Latínuskólann, var neitað um
það á þeim forsendum að hún
var kona. Og er það ekki einna
líkast ævintýrasögn að ung
húnvetnsk alþýðustúlka skuli á
seinni fjórðungi nítjándu aldar
kveðja sér hljóðs, fyrst í blaða-
grein og tveim árum seinna í
opinberum fyrirlestri, og krefj-
ast menningarlegs jafnréttis
íyrir íslenzku konuna á öld
sem þótti „ósómi“ að kona liti
í bók og eitthvað í átt við inn-
anlands uppreisn að kona kæmi
fram á opinberum vettvangi.
Það var eitt af fyrstu baráttu-
málum frú Bríetar og sam-
herja hennar í Kvenréttinda-
félagi íslands að berjast fyrir
sama rétti kvenna sem karla
til mennta í skólum landsins
og til ailra embætta með sömu
launum. En jafnréttið varð að
lögum 1911 eins og kunnugt
or.
Frú Bríet Bjamhéðinsdóttir
cr fædd að Haukagili í Vatns-
dal 27. sept. 1856, en ólst upp
hjá foreldrum sínum að Böðv-
arshólum í Vesturhópi. Bríet
var elzt af fjórum systkinum.
Á tvítugsaldri missti hún föð-
ur sinn. Fór hún þá að vinna
fyrir sér í vist, önnur úrræði
biðu ekki á þeim tímum ungra
stúlkna sem þurftu að sjá fyr-
ir sér sjáifar. Hún var einn vet-
ur við nám á kvennaskólanum
á Laugalandi í Eyjafirði, gerð-
ist siðan heimiliskennari á
Húsavík í nokkur misseri og
vann fyrjr sér í kaupavinnu á
sumrin. Kringum 1880 fór hún
til Reykjavíkur og átti þar
heima þar. til hún andaðist 16.
mjarz 1940.
Áður en frú Bríet fór að
íájta til sín taka opinberlega
fór snemma orð af henni sem
mikilli gáfukonu, en uppreisn-
arandi hennar gagnvart mis-
rétti og þjóðfélagslegri kúgun
kynsystra sinna kom einnig
fljótt í ljós ásamt sterkri rétt-
lætiskennd. Laufey dóttir
hennar segir á einum stað að
grein sem móðir hennar birti
í Fjallkonunni 1885 um hag og
réttindi kvenna, hafi hún skrif-
að á rúmfjöl á hné sínu heima
í baðstofunni á Böðvarshóli
þegar hún var 17 ára.
Þessi Fjallkonugrein var
fyrsta blaðagreinin sem prent-
uð var á íslandi eftir konu.
Var prentað til skýringar með
fyrirsögninni: eftir unga stúlku
í Reykjavík, og vakti grein
þessi að vonum mikið umtal
og athygli, en þó var undrun-
in og umtalið meira þegar Brí-
et hálfu öðru ári síðar auglýsti
fyrirlestur í Góðtemplarahús-
inu í Reykjavík, 30. desember
1887: Um frelsi og menntun
kvenna, og var það einnig í
fyrsta skipti sem kona hélt
opinberan fyrirlestur á íslandi.
í þessum fyrirlestri krafðist
Bríet jafnréttis karla og
kvenna, eggjaði konur að taka
upp baráttu fyrir rétti sínum.
Hún vissi að sú barátta mundi
verða hörð við aldagamla for-
dóma og almenningsálit og hún
kemur strax .að því í upphafi
fyrirlestursins: Það er til
tvennskonar almennt álit, það
sem byggist á heimsku og
hleypidómum, einstrengingsskap,
vanafestu, hlutdrægni, öfund
og jafnvel illgirni, en undir það
álit gef ég mig ekki, heldur
geng framhjá því — og það
álit sem byggt er á skynsemi,
drengskap, óhlutdrægni og
mannúð, og þeim dómi skal ég
fúslega hlíta hvernig sem hann
fellur.
Með fyrirlestri þessum hófst
fyrir alvöru barátta frú Bríet-
ar fyrir ; mannréttindum ís-
lenzku konunnar og síðan hef-
ur nafn hennar og persónuleiki
verið í augum almennings tákn
kvenréttindabaráttimnar fram
á þennan dag, jafnvel þótt
margar ágætis konur hafi lagt
þar hönd á plóginn og eigi stór-
an þátt í þeim mörgu sigrum
sem unnizt hafa. En það var
Bríet sem var kjörin til að
sigla miklu skipi mikinn byr
og hún var sú sem andúð,
mótspyrna og spott og hæðnis-
hlátrar andstæðinganna bitn-
uðu fyrst og fremst á. En heit-
strengingu sinni var hún trú
til æviloka, að hopa aldrei fyr-
ir heimsku og hleypidómum
samtíðar sinnar.
<
Það hefur oft verið bent á
að starf frú Bríetar í kven-
réttindamálunum hafi verið tví-
þætt, að vekja íslenzkar kon-
ur til meðvitundar um rétt
sinn og skyldur í þjóðfélaginu
og benda þeim á hverju þeim
bæri að berjast fyrir, og i öðru
lagi baráttan við valdhafana
fyrir jafnréttiskröfunum. Bezta
tækið í þeirri baráttu var
Kvennablað hennar, en fyrsta
tölublað þess kom út 21. febrú-
ar 1895.
Á þessum síðasta tug aldar-
innar voru mikil umbrot í
þjóðfélaginu, konur voru fam-
ar að láta allmikið til sín taka
og kvenréttindabaráttan ná-
tengd baráttunni fyrir sjálf-
stæði landsins. Sama ár og
Kvennablaðið hóf göngu sína
kom út kvennablaðið Framsókn
austur á Seyðisfirði, ritstjórar
voru mæðgurnar Sigríður og
Ingibjörg Skaftason og hafði
það kvenréttindi og bindindis-
mál á stefnuskrá sinni. Hið
íslenzka kvenfélag var stofnað
sem kvenréttindafélag árið áð-
ur þótt það hætti fljótt að vinna
að þeim málum, en safnaði
3500 undirskriftum kvenna
undir áskorun til Alþingis um
kosningarétt kvenna og kjör-
gengi 1895.
Kvennablað frú Bríetar ræddi
Bríet Bjarnhéðinsdóttir
í fyrstu aðallega þau mál er
snertru heimilin, bar fram kröf-
ur um húsmæðramenntun
kvenna, ræddi uppeldis- og
menningarmál, en þó birtust í
blaðinu kvenréttindagreinar frá
upphafi og þegar Framsókn
hætti að koma út, ákvað frú
Bríet að gera það að kvenrétt-
indablaði og getur hún þess á
einum stað að það hafi jafnan
verið bezt vopnið sem Kven-
réttindafélag íslands hafði fyr-
ir sig að bera.
Árið 1904 ferðaðist frú Bríet
til Noregs, Svíþjóðar og Dan-
merkur og kjmntist kvenrétt-
indakonum þessar,a landa sem
þá höfðu myndað með sér
kvenréttindafélög og voru að-
ilar að hinu heimskunna
kvennasambandi „Intemational
Woman Suffrage" sem var
stofnað í Berlin 1903. Hinn 27.
janúar 1907 var svo Kvenrétt-
indafélag fslands stofnað fyrir
forgöngu Bríetar Bjarnhéðins-
dóttur og var hún formaður fé-
lagsins til 1926.
Þáttur Kvenréttindafé'lags-
ins í réttindamálum kvenna
er svo kunnur að óþarfi er að
rifj.a hann upp hér. Margar af
hugsjónum þeim sem báru uppi
kvenréttindahreyfinguna hafa
rætzt á tuttugustu öldinni og
fært konum dýrmæt réttindi,
kosningaréttinn, rétt til náms
og menntunar. En baráttu
kvenna fyrir launajafnrétti,
sem er jafngömul kvenréttinda-
hreyfingunni, er enn ekki lokið,
og meðan konur fá ekki söilu
laun fyrir sömu vinnu er ekki
hægt að tala um að sömu
mannréttindi ríki í þjóðfélag-
inu milli kynjanna. Kveðjuorð
frú Bríetar til kaupenda
Kvennablaðsins, þegar hún af
fjárhagsástæðum v,arð að
hætta að láta það koma út,
eiga erindi til íslenzkra kvenna
þann dag í dag: Það verður
hlutverk yngri kynslóðarinnar
að taka upp það sem eftir er
af kvenréttindamálunum, og
koma þessu öllu í það horf
sem vakað hefur fyrir oss eldri
konunum. Við höfum viljað, að
konurnar hefðu bæði rétt og
skyldu til að vinna með karl-
mönnum á öllum sviðum þjóð-
félagsins með sömu skilyrðum
og þeir í öllum greinum. Og
við höfum trúað því að það
mundi bæta þjóðfélagsskipun-
ina.......Ef við göngum upp
á hátt fjall þar sem ekkert
skyggir fyrir útsýnið, þá verð-
ur sjóndeildarhringurinn óend-
anlega víður og fjarri. Þannig
er því farið með hugsjónirnar.
Þær standa aldrei í stað.
í því eru framfarirnar fólgn-
ar að ná hugsjónum, koma
þeim í framkvæmd, vaxa með
þeim og yfir þær, og eignast
aðrar nýjar, ennþá víðtækari,
fegurri og háleitari. Það er
þetta, sem við verðum allar
að skilja og vinna að á kom-
andi tímum.
Þegar gengið er upp Amt-
mannsstíginn og beygt til hægri
handar komum við að hús-
inu númer 18 1 Þingholtsstræti,
tvílyftu húsi, klæddu báru-
járni, sem lætur ekki mikið
yfir sér, en vegfarandinn sem*
fer þarna um man stundum
eftir að þarna er eigi að síð-
ur merkur sögustaður aldar-
innar. Þarna bjó Bríet Bjarn-
héðinsdóttir um hálfa öld, fyrst
með manni sínum Valdimar
Ásmundssyni, ritstjóra Fjall-
konunnar, og síðan sem ekkja
með bömum sínum tveimur,
Héðni og Laufeyju. Þar var
Kvenréttindafélag íslands
stofnað 1907. Þar var afgreiðsla
kvennablaðs hennar. Þar komu
konur saman á sínum tíma
að ræða stofnun verkakvenna-
félags til að bæta launakjör
verkakvenna og 1914 var svo
verkakvennafélagið Framsókn
stofnað að tilhlutun Kvenrétt-
indafélagsins. Lestrarfélag
kvenna í Reykjavík er einnig
sprottið upp úr lesstofu þeirri
er K.R.F.Í. beitti sér fyrir á
fyrstu formennskuárum Bríet-
ar. Straumar og stefnur tuttug-
ustu aldarinnar hafa mætzt
þarna og áhrifin frá húsinu
í Þmgholtsstræti 18 munu
seint fyrnast í sögu okkar.
Þóra Vigfúsdóttir
Samstillt alþýða er
ósigrandi afl
Tveir mánuðir eru nú liðnir frá
því að vinstri flokkarnir tóku
höndum saman um stjórn þjóð-
arskútunnar. Tveir mánuðir eru
ekki langur timi, en greinilega
hefur þó komið í ljós, að meiri
vilji er nú hjá valdhöfunum til
að aðhafast eitthvað til raun-
hæfra úrbóta í efnahagsmálun-
um og þjóðinni til hagsbóta en
áður var, og stjórnin hefurþeg-
ar gert það lýðum ljóst, að
stefnuskrá hennar er tekin al-
varlega, en hefur ekki aðeins
Verið sett fram til að sýnast,
svo sem oft hefur viljað brenna
við.
Samstarfið innan ríkisstjórnar-
innar hefur einnig gengið vel og
árekstralaust til þessa, en það
sannar, að vilji er fyrir hendi
til að vinna saman þjóðinni til
gagns. Munu allir óska að svo
haldist áfram. Sundrung vinstri
aflanna hefur ævinlega reynzt
til ills eins, en vatn á myllu
aíndstæðinga alþýðunnar.
Eitt af fyrstu, verkum stjom-
^rinn'ar yar að sétja hömlur við
því, að íbúðarhúsnæði væri
tekið til annarra nota, þar sem
skortur er húsnæðis. Skömmu
síðar voru sett verðfestingar-
lögin, til þess að stöðva dýrtíð-
arflóðið, svo að vinnufriður
gæfist til að rannsaka og und-
irbúa væntanlegar aðgerðir í
efnahagsmálum þjóðarinnar. Þá
hefur fyrir nokkru verið sett
á laggirnar nefnd, sem undir-
búa skal áætlun um fram-
kvæmdir í landinu á næstu ár-
um með það fyrir augum, að
næg vinna sé jafnan fyrir hendi
fyrir alla, sem vinna vilja, og
atvinnutæki séu sem haganleg-
ast staðsett með tilliti tjl af-
komu fólksins í öllum lands-
hlutum.
Ekkert af þessu hefði verið
gert, ef íhaldsmennirnir hefðu
setið áfram í ráðherrastólunum.
Allar framannefndar aðgerðir
eru fyrst og fremst miðaðar við
afkomu og lífsmöguleika ial—
þýðu manna, en allar tillögur og
gerðir íhaldsins eru jafinan
miðaðar við fámenna forrétt-
indastétt.
Framhald á 10. síðu