Þjóðviljinn - 29.09.1956, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 29.09.1956, Qupperneq 3
— Laugardagur 29. september 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Yfir Dö manns sóttu námskeið Þjóð- dansafélags Reykjavíknr sl. vetur Vetrarstarf félagsins hefst n.k. miðvikud. Vetrarstarfsemi Þjóðdansafélags Reykjavíkur hefst miðvikudaginn 3. okt. Starfsemi félagsins verður að mestu leyti til húsa í Skátaheimilinu við Snorrabraut. Kennsla fer fram á miðvikudögum. Sl. vetur sóttu yfir 400 manns námskeið félagsins, þar af 130 börn. Mörgum, bæði foörnum og fullorðnum, þurfti að vísa frá vegna takmarkaðs liúsnæðis. Virðist allt benda til þess að svo verði einnig í vet- ur. Þó mun félagið reyna allt sem hægt er til að útvega hús- næði til viðbótar annarsstaðar. Er því nauðsynlegt að börn og fullorðnir, sem áður hafa æft hjá félaginu, svo og byrjendur, láti innrita sig sem fyrst. Kennsla verður með svipuð- um hætti og áður. Byrjendum í yngstu flokkum barna verður fyrst og fremst kennt að hreyfa sig eftir hljómfalli, ein- földustu dansspor og léttir foarnadansar. Eldri börn og- unglingar læra auk þess gömlu dansana, íslenzka og erlenda þjóðdansa. Lögð verður sérstök áherzla á að efla unglingaflokkinn. Mjög erfitt hefur verið að fá hentugan tíma fyrir ungling- ana, en nú verður reynt að foæta úr því. Reynslan hefur sýnt að unglingarnir, drengir jafnt og stúlkur, hafa mikla ánægju af dönsum þeim, sem kenndir eru, auk þess sem þau öðlast örugga undirstöðu undir dansmennt og skemmtanalíf fullorðinsáranna. Þýðingarmik- ið atriði er að drengir séu með scrax frá byrjun. Til þess að drengirnir séu ekki miður sín, einkum í fyrstu, er nauðsyn- legt að þeir séu ekki í minni- hluta. Ágætt er að kunningjar leikfélagar eða skólafélagar komi saman, auðveldar það eina erfiðleikann í dansnáminu, en það er að byrja að koma sér af stað. Þess má geta að oft hafa örfáir drengir, jafnvel 3—4, haldið út hvert námskeiðið eft- ir annað með stórum hópi stúlkna. Slíkt myndu drengir ekki gera ef þeir hefðu ekki ánægju af dönsunum og áhuga fyrir kennslunni. Takist að efla þátttöku drengja í samræmi við þátt- töku stúlkna er fenginn grund- völlur fyrir heilbrigðum skemmtunum unglinga hlið- stæðum danskvöldum Þjóð- dansafélagsins, þar sem allir dansa og skemmta sér vel, en enginn situr hjá. I barna- og unglingaflokkun- um er auk danskennslunnar lögð sérstök áherzla á að kenna börnum háttprýði og góða framkomu. Sem undanfarin ár verða sér- stök námskeið fullorðinna fyrir foyrjendur í gömlu dönsunum. Þessi námskeið hafa reynzt sér- lega vinsæl og verið mjög fjöl- sótt. Athyglisvert er að á þess- um námskeiðum hafa karlmenn oft verið í miklum meirihluta, gagnstætt því sem hefur verið í flokkum barna og unglinga. Framhaldsflokkar verða í gömlu dönsunum og léttum þjóðdönsum. Einnig verður framhaldsflokkur í íslenzkum og erlendum þjóðdönsum. Reynt mun að koma upp sér- stökum hjónaflokki, en enn er óvíst um húsnæði. Þá hafa komið fram óskir frá starfs- hópum um sérstök námskeið, sem vonandi verður hægt að sinna, þótt seinna verði á vetr- inum. Sérstakur sýningarflokkur verður starfandi allan vetur- inn. Eins og undanfarin ár verð- ur kennslugjöldum mjög í hóf stillt. Börn greiða kennslugjald fyrir allan veturinn, en full- orðnir greiða fyrir hvert nám- skeið. Þá geta þeir sem sótt hafa eitt eða fleiri námskeið hjá félaginu greitt sérstakt árs- gjald og notið kennslu allan veturinn. Kynningar- og skemmtikvöld félagsins verða fimmta hvern miðvikudag og gefst þá þeim sem áður hafa æft hjá félaginu tækifæri til að rifja upp og þátttakendum og félagsmönn- um tækifæri til að skemmta sér og koma með gesti. Félagar í Þjóðdansafélagi Reykjavíkur geta allir orðið. Félagsgjald er mjög lágt, kr. 20,00 fyrir fullorðna. Félags- menn geta sótt allar skemmt- anir félagsins og auk þess fá þeir ókeypis aðgang að sér- stökum skemmtifundi félagsins. Flugfélag Islands flytur norska íþróttamenn Flugfélag íslands mun á næstunni flytja hóp norskra fþróttamanna frá Osló til Prag. Er hér um að ræða landslið Norðmanna í frjálsum íþrótt- um, sem heyja ætlar landsleik við Tékka um miðjan næsta mánuð. Verða um 60 manns í förinni, en ráðgert er að fljúga frá Osló 11. október. Flugfélag Islands gegg ný- lega frá samningum um leigu- flugferð þessa, en þetta mun vera í fyrsta skipti, sem íslenzk flugvél flýgur til Austur-Ev- rópu. Síminn er 50 ára í dag Landssími íslands er 50 ára í dag. Hinn 29. september 1906 var skeytasambandið milli Reykjavíkur og útlanda opnaö. Fyrsta skeytið til íslands var þó sent til Seyð- isfjarðar 31. ágúst sumarið 1906. Vinna við lagningu símans á leiðinni, svo Jóhannes Jó- frá Seyðisfirði til Reykjavíkur ! hannesson bæjarfógeti sendi hófst í maí um vorið. Það voru j konungi skeytið fyrir hönd ráð- norskir verkfræðingar sem ■ herra. stjórnuðu verkinu og 220 Norð- menn unnu að lagningu símans, auk nokkurra Dana og íslend- inga. Fyrsta skeytið með sæsíman- um til Seyðisfjarðar var sent 31. ágúst um sumarið. Var ætlunin að Hannes Hafstein ráðherra sendi konungi fyrsta skeytið er héðan færi, en hann varð veðurtepptur á varðskipi MikiS aðsókn að Nómsflokk< um Reykjavíkur í vetur Síðasti innritunardagur er í dag Námsflokkar Reykjavíkur taka til starfa nú um mánaðamótin og er síðasti innritunardagur í dag. Innritun í námsflokkana fer fram í Miðbæjarskólanum (1. kennslustofu). Verður tekið við umsóknum um námsvist í flokk- unum frá kl. 2—7 í dag og kl. 8—9 í kvöld. Aðsókn að flokkunum er með mesta móti að því er Ágúst Sig- urðsson forstöðumaður Náms- flokkanna skýrði blaðinu frá í gær. Hafa 2 menn unnið að inn- ritun í flokkana undanfarin kvöld og varla haft undan. Námstilhögun verður svipuð í vetur og verið hefur. Ilelzta ný- lunda í starfi flokkanna er upp- lestrarkennsla Lárusar Pálsson- ar, en hana hefur Sigurður Skúlason haft á hendi undan- Leikfélag Reykjavíkur sýnir leikrit eftir Shaw í október En byrjar leikárið á miðvikudaginn með sýningu á Kjarnorku og kvenhylli Leikfélag Reykjavíkur hefur leikárið aö þessu sinni með sýningu á gamanleik Agnars Þórðarsonar, Kjarnorku og kvenhylli, er sýndur var í fyrravetur við eindæma aðsókn. Tvö leikrit er nú þegar farið að æfa: You never can tell, eftir Shaw, og Sailor, beware, eftir King og Cary. farna vetur. Af nýjum náms- greinum má nefna norsku og sænsku og auk þess er í ráði að kenna færeysku ef næg þátttaka fæst. Tónlistarskólinn settur á mánudag Tónlistarskólinn í Reykjavík verður settur n.k. mánudag. Skólinn verður fullskip- aður í vetur, enda er aðsókn að honum stöðug't vaxandi. Reykjavík komst svo í skeytasamband 29. sept. um haustið. Var þá að sjálfsögðu mikið um hátíðir í Reykjavík. Forberg, hinn norski verk- fræðingur, sem hafði á hendi yfirstjórn á lagningu símans var skipaður forstjóri sím- stöðvarinnar, og gerðist hann síðar stjórnandi símamála á ís- landi. Eins og flesta mun reka minni til var mikil andstaða og hlægilegur uppsteitur gegn lagningu símans til Islands. Nú er kominn sími út á hvert landshorn og á hvern bæ í fjöl- mörgum sveitum, — og enginn vill vera án símans. Símamenn munu hvarvetna um land minnast þessa merka afmælis. Úthlutun skömmt- unarseðla Úthlutun skömmtunarseðla fyr- ir næstu 3 mánuði fer fram 1 Góðtemplarahúsinu (uppi) n.k. mánudag, þriðjudag og miðviku- dag, 1.—3. október kl. 10—5 dag- lega. Seðlarnir verða eins og áður afhentir gegn framvísun stofna af núgildandi skömmtun- arseðlum. Jón Sigurbjörnsson, formað- maður Leikfélagsins, Edda Kvaran og Helga Valtýsdóttir skýrðu fréttamönnum frá þessu í gær. Fyrsta sýningin á Kjarn- orku og kvenhylli verður á miðvikudaginn, og verða leik- endur hinir sömu og í fyrra- vetur. Gert er ráð fyrir að frum- sýning á gamanleik Shaws, sem enn hefur ekki hlotið íslenzkt nafn, verði seint í októbermán- uði; þýðinguna hefur Einar Bragi gert. Leikstjóri verður Gunnar Hansen, en leikendur þessir: Helgi Skúlason, Helga Baekmann, Þorsteinn Ö Steph- ensen, Brynjólfur Jóhannesson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Guðjón Einarsson og Birgir Brynjólfsson. Lesendur vita deili á öllum þessum leikend- um, nema Birgi, sem er ungur maður, sonur Brynjólfs Jó- hannessonar. I sumar var minnzt 100 ára afmælis Shaws, og er verk eftir hann texið til meðferðar í til- efni af afmælinu. Enski gamanleikurinn Sailor, beware, verður svo tekinn til sýningar; og eru helztu leik- endur þessir: Emilía Jónasdótt- ir, Brynjólfur Jóhannesson, Þóra Friðriksdóttir, Guðmund- ur Pálsson, Áróra Halldórs- dóttir, Sigríður Hagalín, Nína Sveinsdóttir, Árni Tryggvason og Steindór Hjörleifsson. Leik- stjóri verður Jón Sigurbjörns- son. Hinn 11. janúar í vetur verð- ur Leikfélag Reykjavíkur 60 ára, og mun efnt til sérstakr- ar sýningar af því tilefni. En nánari ákvarðanir hafa ekki verið teknar enn sem komið er. Hverju svaraði Garðar Jónsson? Alþýðublaðið er næsta brjóstumkennamegt síðustu daga. Síður blaðsins æpa hver gegn annarri. Ein þeirra styður ríkisstjórnina, þótt með hangandi hendi sé, önn- ur er í harðvítugri stjórnarandstöðu við hlið íhaldsins o.s.frv. Útkoman er sú að lesendur blaðsins vita ekki sitt rjúkandi ráð um raunverulega afstöðu þess eða Al- þýðuflokksins. Þessi tvískinnungur kemur t.d. greinilega fram í blaði inu í gær. í rammagrein á forsíðu er sá sannleikur sagð-. ur afdráttarlaust að haft hafi verið fullt samráð við stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur áður en bráða- birgðalögin um festingu verðlags og vísitölu voru gef- in út, eins og stjórnir annarra verkalýðsfélaga. Á 7. síðu sama blaðs er svo yfirlýsingu holað niður frá formanni Sjómannafélagsins. Þar segir m.a. á þessa leið: „Ég hafði ekki lýst yfir samþykki minu við verðfest- ingarlögin við nokkurn mann, en hefði þó mælt með þeim á félagsfundi, ef fengizt ihefði að fara með það á fund“. Hér rekst hvað á annað. Á fyrstu síðu er viðurkennt að „fullt samráð“ hafi verið haft við stjórn Sjómanna- félagsins um setningu laganna en á sjöundu síðu þrætir Garðar Jónsson fyrir að hafa lýst yfir samþykki sínu „við nokkurn mann“. Á það að gilda sem afsökun fyr- ir þeirri liðveizlu sem stjórn Sjómannafélagsins veitti í- haldinu á síðasta félagsfundi og frægt er orðið að endemum. En þar sem fyrir liggur vottorð Alþýðublaðsins um að fullt samráð hafi verið haft við stjórn Sjómannafé- lagsins væri ekki úr vegi að Garðar Jónsson upplýsti hverju hann svaraði til þegar forseti Alþýðusambands- ins ræddi málið við hann, úr því hann þrætir nú fyrir að hafa lýst samþykki sínu við setningu laganna. A.m.k. sá hluti sjómannastéttarinnar sem tekur kaup sitt í hlut af afla mun veita því nána athygli á hvern hátt svar formanns Sjómannafélagsins fellur við þess- ari spurningu. Vonandi hefur maðurinn ekki staðið orð- laus og án þess að hafa nokkra skoðun á málinu?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.