Þjóðviljinn - 29.09.1956, Qupperneq 9
s
jLaugardagur 29. september 1956 — 2. árgangur — 35 tölublað
Orðsendingar
Unnur og ína. Við
þökkum bréfið og
myndirnar. Það er ekki
alveg víst að við get-
um sent ykkur þennan
texta, sem þið óskið
eftir. Við eigum eftir
að athuga það svolítið.
Skólavarðan. Við höf-
um fengið fyrstu und-
irtektimar viðvíkjandi
því að ný skólavarða
Hnerrinn
Árni (mætir klæðskera
á götunni): Má ég ekki
bjóða yður í nefið?
Klæðskerinn: Jú,
þakka yður fyrir, þegar
við emm búnir að tala
dálítið um reikninginn
okkar, — síðast hlupuð
þér burtu meðan ég var
að hnerra.
iáð íara milli staura
Við yfirheyrslu spurði
lögreglumaðurinn:
Hvernig stóð á því
að þú rakst á staurinn,
sástu hann ekki eða
hvað?
Hinn ölvaði? Jú, ég
held svo sem að ég hafi
séð hann, ég sá meira
að segja. tvo og ætlaði
að komast á milli
þeirra.
Pósthólfið
Mig langar til að
ikomast í bréfasamband
við strák á aldrinum
11—12 ára.
Gústaf Sæland,
Sjónarhóli, Biskups-
tungum, Árnessýslu.
yrði reist á stað hinnar
frægu skólavörðu á
Skólavörðuholtinu, sem
rifin var. Þessi ummæli
vo.ru að vísu munnleg, |
en benda í þá átt að;
ýmsir vildu ræða málið.
Og vonandi heyrist eitt-
hvað frá ykkur, þegar j
skólarnir eru byrjaðir I
Málshættir
Sjálfs er höndin hollust.
Þjóð veit þá þrír vita.
Mjór er mikils vísir.
Hefur hver til síns á-
gætis nokkuð.
Aftans híður óframs
sök.
Garður er granna sætt-
ir.
I hug kemur meðan
mælir.
Hver er höfimdurinn?
Hver er höfundur kvæðisins, sem hefst
á þessu erindi?
Móðir. Ég sigli minn sjó fram á haust.
Til suðurs hver fold er í kafi. —
En Sóley rís úti, sveipuð laust
í svellgljá og kvöldroða trafi.
Hér á að draga nökkvann í naust.
Nú er ég kominn af hafi.
Úr hvaða íslendingasögu skyldi þessi
frásögn vera:
„ . . . Þá fór ha’nn í hrott úr dalnum og
gekk suður þvers af jöklinum og kom þá
að norðan að miðjurn Skjaldbreið. Reisti
hann þar upp hellu og klappaði á rauf
og sagði svo, ef maður legði auga sitt við
raufina á hellunni, að þá mætti sjá í gil
það, sem fellur úr Þórisdal, Síðan fór
liann suður um land“.
Hver er höfundur þessarar visu og í
hvaða hvaða ljóði er hún:
Spordrjúgur Sprengisandur, —
og spölur er út á haf;
háifa leið hugurinn ber mig;
það liallar norður af.
Ritstjóri: Gunnar M. Magnúss — Utgefandi: ÞjóSviljinn
llf vswnw®
Getraun og minnisraun
Þegar skólamir eru
nú teknir til starfa,
beinist athygli ykkar
skólanemenda fyrst og
fremst að námsgreinum
skólans og verkefnum,
sem ykkur eru lögð. Við
ætlum nú að setja fram,
bæði til gagns og gam-
ans spurningar um ýmis
atriði úr sögu þjóðar
okkar og lands. Þið
hafið gott af að leiða
liugann að þessu, það er
beinlínis í sambandi við
námið. En við setjum
verkefnið fram í spurn-
ingum um tvö hliðstæð
ártöl í senn. Okkur
hefur virzt það töluvert
gott til minnis að hafa
L O G N
Leggur reyki beint upp
bæja,
blæ ég finn ei nokkurn
anda;
en í sjónum gegnum-
glæja
gömul fjöll á höfði
standa.
Grímur Thomsen.
slíkar upprifjanir. Og
nú koma spurningarn-
ar:
Hvaða minnisverðir
atburðir. í Islandssög-
unni gerðist árin 1711
og 1811; — 1262 og
1662; 1851 og 1951; -
1402 og 1602; — 87^ i
og 1874; — 1118 og!
1918; — 930 og 1930:
1241 og 1941; — 1703
og 1903; — 1107 og:
1807; — 1133 og 1833;!
— 1805 og 1905; — j
1816 og 1916; — 1835
og 1935; — 1745 og
1945.
Við ætlum nú ekki að
halda lengra áfram að
sinni, en vonumst til
þess að þið spreytið
ykkur á ráðningunum.
En það ætti reyndar
ekki að vera mjög erf-
itt fyrir þá lesendur
Óskastundarinnar, sem
hafa fylgzt með blaðinu
frá byrjun. Við höfum
nefnilega verið að ræða
þessa atburði og svör
finnast öll í Óskastund-
inni. En nú megið þið
ekki fletta upp í blöð-
unum ykkar fyrr en þið
eruð búin að leggja
höfuðið í bleyti og
reyna til hins ítrasta,
hvort þið munið ekki
atburðina, sem tengdir
eru við ártölin. Meira í
næsta blaði.
Nýtízkudama XVII.
Vinkonur tvær sendu
okkur bréf í sameiningu
og tvær myndir af
tízkudömum. Þær eru
úr Hraungerðishreppn-
um, og Hafnarfirði. Við
bi'rtum nú myndina af
tízkudömunni í Hraun-
gerðishreppnum, eftir
Framhald á 3 síðu.
RITSTJÓRI: FRÍMANN HELGASON
Stöðugar truflanir á mótum og leikjum
vegna þess að dómararir mæta ekki
Fyrir nokkru var vikið að
þeirri óreiðu sem ríkir hér
varðandi dómara í knatt-
spyrnu. Var skorað á dómara-
félagið og KRR, sem ber bak-
ábyrgðina á dómarafélaginu,
að kippa þessu í lag.
Það virðist sem þessir menn
séu ekki alveg vakandi á verð-
inum, því síðan á þetta var
bent, hefur það komið fyrir
hvað eftir annað að dómarar
hafa ekki komið til leikja sem
þeir hafa átt að dæma. Um
fyrri helgi kom ekki dómari
sem átti að dæma þriðja flokk.
Á þann leik var skráður sem
dóinari Kristján Friðsteinsson.
Á 2 fl. leik sem auglýstur
hafði verið kom ekki dómari;
skráður var sem dómari Karl
Bergmann. Nokkrir drengjanna
urðu að fá frí úr vinnu til þess
að koma til leiks og töpuðu
þannig vinnulaunum. Um síð-
ustu helgi var auglýstur leikur
í fyrsta flokki. Skráður dómari
var Sæmundur Gíslason og
íkom ekki, en því var bjargað
með því að láta mann sem ekki
hafði lokið dómaraprófi dæma.
í þessari viku var auglýstur
leikur í öðrum flokki; þar var
skráður dómari Sigurgeir Guð-
mannsson. Dómarinn kom ekki.
Fenginn var piltur, sem ekki
hafði dómarapróf, eftir nokkra
stund. I fyrsta lagi var vegna
myrkurs of seint að láta leik-
inn byrja kl. 7, og í öðru lagi
var ekki forsjá í því að byrja
15 mín. eftir þann tírna. Þó er
byrjað en ekki hægt að Ijúka
nema öðrum hálfleiknum vegna
myrkurs, svo enn verður að
boða þessa menn til leiks.
Vera má að fleiri forföll hafi
átt sér stað, en þetta er allt
nokkuð. Það væri sannarlega
gaman fyrir knattspyrnumenn
bæjarins að vita hver ber
ábyrgð á þessu; hvort KRR og
KDR hafi rætt þetta mál, með
það í huga að leysa það; hvort
það sé tilfellið að dómarar neiti
að vinna þessi skyldustörf;
hvort knattspyrnufélögin í bæn-
um líti svo á að þeim komi
knattspyrnudómarafélagið ekk-
ert við?
frestað
Laugardagur 29. september 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (9
Manchester estn elst
Bæjakeppninni í knattspyrnu
milli Reykjavíkur og Akra-
ness hefur nú verið frestað
að beiðni Akurnesinga.
Ákveðið hafði verið að
keppnin færi fram á íþrótta-
vellinum á morgun, eins og
áður hefur verið skýrt frá,
en seint í fyrrakvöld sendu
Akurnesingar KRR tilmæli
um að kappleiknum yrði
frestað til 20. okt. nk. vegna
veikinda og meiðsla nokk-
urra leikmanna þeirra. Það
verður því engin bæjakeppni
á morgun, þess í stað leika
KR og Valur til úrslita i
Reykjavíkurmótinu og mæta
nú þessir gömlu keppinautar
til leiks í þriðja sinn á 7
dögum.
Um síðustu helgi voru sett
mörg mörk í ensku deilda-
keppninni og nokkur óvænt úr-
slit urðu. Manchester City og
Manchester Un. áttust við um
þessa helgi og fóru leikar svo,
sem allir þóttust vita, að Man-
chester Un. sigraði með 2:0.
Leeds fylgir Manch. fast eftir
og munar einu stigi á félög-
unum, en Luton hefur einum
leik fleira. Arsenal lék við
Sheffield á velli Sheffield og
vann óvænt með 4:2.
Tom Finney skoraði annað
mark Preston í leiknum við
Portsmouth, en hann endaði
2:2:. Það kom líka á óvart að
Everton skyldi vinna Sunder-
land en Everton er í þriðja
sæti neðan frá.
1. deild
Maneh. U. 9 7 2 0 23-10 16
Leeds 10 712 20-1115
Tottenham 9 612 28-14 13
Birmingham 9 612 24-13 13
Burnley 10 4 4 2 16-12 12
Blackpool 9 6 0 3 27-2112
Bolton 10 514 16-15 11
Luton 9 513 18-19 11
Sheffield W. 10 4 2 4 26-22 10
Newcastle 9 4 2 3 11-19 19
Aston Villa 9 3 3 3 13-11 9
Wolves 9 414 21-18 9
Preston 10 415 20-19 9
Arsenal 10 415 17-18 9
W. Bromwich 9 3 2 4 15-17 8
Sunderland 9 315 24-20 7
Cardiff 10 2 3 5 15-23 7
Chelsea 9 235 5-11 7
Manch. City 10 2 2 612-20 6
Everton 10 2 1 7 12-26 5
Charlton 10 2 1 7 13-29 5
Portsmouth 9 1 2 6 14-21 4
2. deild
* Leicester 10 6 3 1 26-17 15
Nottingham 9 6 2 1 27-13 14
Sheffield U. 9 5 2 2 25-15 12
Doncaster 10 4 4 2 18-12 12
Stoke 10 5 2 3 22-16 12
West Ham 9 4 3 2 14- 8 11
Bristol R. 10 5 1 4 24-17 11
Lincoln 9 4 3 2 16-14 11
Huddersfield 10 5 1 4 16-18 11
Swansea 9 5 0 4 24-21 10
Middlesbro 10 3 4 3 18-17 10
Fulham 10 5 0 5 21-20 10
Liverpool 9 2 5 2 14-14 9
Barnsley 9 3 2 4 17-22 8
Grimsby 10 3 1 6 13-14 7
Blackburn 9 3 1 5 18-22 7
Port Vale 8 2 3 3 12-16 7
Bristol C. 10 2 3 5 15-23 7
Leyton O. 9 2 3 4 13-23 7
; Bury 10 2 2 6 16-26 6
:Notts C. 9 1 3 5 14-26 5
Rotherham 8 1 2 5 7-16 4
oí
AVNAtSUÓí.