Þjóðviljinn - 29.09.1956, Qupperneq 10
2
Draumur
Þorsteins Egilssonar
(Kafli úr Gunnlaugssögu Ormstungu)
Þorsteinn hét maður,
hann var Egilsson
Skallagrímssonar.Kveld-
úlfssonar hersis úr
Noregi; en Ásgerður
hét móðir Þorsteins og
var Bjarnardóttir. Þor-
steinn bjó á Borg í
Borgarfirði. Hann var
auðugur að fé og höfð-
ingi mikill, vitur maður
og hógvær og hófsmað-
ur um alia hluti. Eng-
inn var hann afreks-
maður um vöxt eða afl,
sem Egill faðir hans, en
þó var hann hið mesta
afarmenni og vinsæll af
allri alþýðu. Þorsteinn
var vænn maður, hvítur
á hár og eygður manna
bezt.
Eitt sumar er það
Nýfiizkudama
Framhald af 1. síðu.
Unni Karlsdóttur, hina
geymum við þangað til
seinna. Þetta hefur lík-
lega verið teiknað af
blómarósinni í sláttar-
lok. Við héldum ekki að
þær væru svona laus-
klæddar fyrir austan,
en svona er þetta nú
samt eftir myndinni að
dæmá. Sennilega er
þetta á laugardags-
kvöldi og piltarnir
hafa boðið upp á dans-
leik. Og falleg er hún
úr Hraungerðishreppn-
um.
sagt, að skip kom af
hafi í Gufárós. Berg-
finnur er nefndur stýri-
maður fyrir skipinu,
norrænn að ætt, auðug-
ur að fé og heldur við
aldur. Hann var vitur
maður. Þorsteinn bóndi
reið til skips, og réð
jafnan mestu, hver
kaupstefna var, og svo
var enn. Austmenn vist-
uðust, en Þorsteinn tók
við stýrimanninum, fyr-
ir því að hann beiddist
þ&ngað.
Bergfinnur var fátal-
aður um veturinn, en
Þorsteinn veitti honum
vel. Austmaðurinn henti
mikið gaman að draum-
um.
Um vorið einn dag
ræddi Þorsteinn um við
Bergfinn, ef hann vildi
ríða með honum upp
undir Valfell. Þar var
þá þingstaður þeirra
Borgfirðinga. En Þor-
steini var sagt, að falln-
ir væru búðarveggir
hans. Austmaðurinn
kvaðst það víst vilja,
og riðu þeir heiman um
daginn tveir saman, og
húskarlar Þorsteins, þar
til er þeir koma upp
undir Valfell, til bæjar
þess er að Grenjum
heitir
Þar bjó einn maður
félítill er Atli hét; hann
var landseti Þorsteinns,
og beiddi Þorsteinn
Atla, að hann færi til
starfs með þeim og hefði
pál og reku. Hann gerði
svo. Og er þeir komu til
búðatóttanna, þá tóku
þeir til starfa allir og
færðu út veggina. Veð-
ur var heitt af sólu, og
varð þeim Þorsteini og
Austmanni erfitt. Og er
þeir höfðu fært út vegg-
ina, þá settist Þorsteinn
niður og Austmaður í
búðartóttina, og sofnaði
Þorsteinn og lét illa í
svefni. Austmaður sat
hjá honum og lét hann
njóta draums síns, og
er hann vaknaði, var
honum erfitt orðið.
Austmaður spurði, hvað
hann hefði dreymt, er
hann lét svo illa í
svefni. Þorsteinn svar-
aði:
„Ekki er mark að
draumum“.
Og er þeir riðu heim
um kveldið, þá spyr
Austmaður, hvað Þor-
stein hefði dreymt. Þor-
steinn segir:
„Ef ég segi þér
Framh. á 3 síðu.
Á sjávarbotni
Hlutverk okkar
Við höfum geymt síð- og mjög fallegri rit-
an '16. ágúst eitt kær-j lönd og undir stendur
komið bréf, sem við aðeins: Velunnari. Við
teljum rétt að birta,! þökkum honum kærlega
þar sem segja má að
það sé til okkar allra,
sem leggjum einhvern
skerf í blaðið okkar.
Bréfið er með skýrri
Llfur him-
insins
Hinn blái litur him-
insins stafar af því, að
sameindir loftsins hafa Vissulega talar þú við
bréfið, en það er á
þessa lund:
„Kæra Óskastund.
Eg ætla ekki að
skrifa langt bréf, að-
eins segja við þig eftir-
farandi. Hafðu það hug-
fast, að þú hefur stóru
hlutverki að gegna,
bæði gagnvart börnun-
um og blaðinu, sem þú
hefur alizt upp hjá.
þann eiginleika að dreifa
sólarljósinu. Þegar ljós
fellur á hlut, sendir
hann frá sér ljós, en það
er ,,dreift“ Ijós. Ef svo
væri ekki, mundum við
ekki sjá aðra hluti en
þá, sem eru sjálflýsandi.
Sameindir loftsins end-
urvarpa tiltölulega
miklu bláu ljósi, þegar
hvítt sólarljós fellur á
þær. Þetta er ástæðan
fyrir því að himininn
verður blár og f jöll virð-
ast í fjarska blá á lit-
inn.
fleiri en þínir nánustu
vita, þess verður maður
áskynja í sumarferða-
lögunum. Sannfærður er
ég um það, að ef þú
færð þau laun, sem þú
verðskuldar, og vandar
orðfar þitt, efni og
túlkun, ástundar
skemmtan og fræðslu
og gleymir ekki að birt-
ast regiuiega, eigi
sjaldnar en þú hefur
gert, þá mun sannast
að þitt verk er ekki
unnið fvrir gýg, — það
mun sannr> fölskvalaus
tilhlökkun þinna ungu
lesenda -— til komu
þinnar, Óskastundar-
innar, allrs þeirra, sem
hasarblöðin haúa ekki
afvegaleitt Einnig mun
sannast, nð þú munt
geta orðið, ef þú ert
kröfuhörð við sjálfa
þig, einn al'ra bezti og
jákvæðasti fulltrúi
blaðsins, út á við, fjær
og nær . . . . “
Ráðning á gátunni í síð-
asta blaði:
IIESTSKÓNAGLINN.
Draumurinn
Framhald af 2. síðu.
drauminn, þá skaltu
ráða hann sem hann er
til“.
Austmaður kveðst a
það mundu hætta.
(Framh. í næsta blaði)
Ævintýri eftir Björn Árnason, 9 ára,
Reykjavík
Einu sinni voru kon- kóngsdóttirin niður í
fjöru. Þá sá hún fisk-
ungur og drottning í
ríki sínu Þau áttu sér
dóttur forkunnar fríða.
Hún hét Svanhvít. Þó
víða væri leitað fannst
ekki fríðari mær en
Svanhvít kóngsdóttir.
Það var einu sinni,
þegar kóngsdóttir var
niðri í fjöru, þá sá hún
fisk, sem vildi ólmur
komast upp á land, eins
og hann vildi segja:
Dreptu mig, dreptu mig.
— Hún vildi ekki drepa
hann, en ef hann kæmi
hingað á morgun þá
dræpi hún hann.
Næsta morgun kom
irn, sem hún sá í gær.
Hún hljóp niður eftir
og drap hann. En allt
í einu hvarf fiskurinn
og stóð hjá henni ung-
ur konungssonur.
„Eg er fiskurinn, sem
þú drapst, — þá var
ég í álögum, en nú hef-
ur þú levst mig úr þeim
og nú skulum við gifta
okkur. Þau fór heim
til fiöður Svanhvítar og
sögðu honum frá þessu
öllu, og þau giftust og
áttu böm og buru og er
þessi saga ekki lengri.
10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 29. september 1956 —
Albert Emstein
Framhald af 7. síðu
áliti og hleypidómum annarra
manna, og ekki þurft að freist-
ast til að reisa sálarró mína á
svo ótryggum grundvelli".
Hvernig á því stóð að
Einstein varð frægur
17’ngum manni hefði
ÁJ getað komið verr
að verða frægur en Einstein.
enda sóttist hann aldrei eftir
því. Hann sagði mér að sig
hefði frá upphafi langað til að
mega sitja hjá og taka engan
þátt í lífsbaráttunni. En frægð-
ína hlaut hann, líklega hina
mestu, sem vísindamanni hef-
ur hlotnazt. Oft furðaði ég mig
á þvi, þegar við vorum saman,
að hann skyldi verða svo
snemma frægur, en á fyrstu
samvistarárum okkar voru kenn-
ingar hans ekki farnar að hafa
hagnýta þýðingu. Það var rit
hans um afstæðiskenninguna,
sem gerði hann frægan. Var það
vegna þess, að kenningar hans
hefðu áhrif á heimspekina?
Ekki held ég það. Orku-
skammtakenningin hefur haft
jafnmikil og liklega meiri á-
hrif á heimspekina, en þó eru
höfundar hennar miklu minna
þekktir en Einstein. Ástæðum-
ar til þess að hann varð svo
frægur meðal almennings, sem
raun varð á, hljóta að hafa
verið margar, og að líkindum
af þjóðfélagslegum rótum runn-
ar. Þessa frægð á Einstein ekki
því að þakka, sem hann stuðl-
aði að hagnýtingu kjarnork-
unnar. Frægð hans hófst árið
1919 og hefur farið vaxandi
síðan.
Afstæðis-
kenningin
Fimm árum áður
hafði hann full-
komnað hina miklu uppgötvun
sína, afstæðiskenninguna, hina
almennu og hina sérstöku. Það
má lýsa einni af niðurstöðum
hinnar almennu afstæðiskenn-
ingar á þennan hátt. Séu teknar
myndir af himinhvolfinu við
sólmyrkva og síðan við venju-
leg skilyrði, ber þeim ekki
alveg saman. Aðdráttaraflsvæði
sólarinnar breytir stefnu ljós-
geislanna lítið eitt og þess-
vegna koma fram þessi frávik
á myndunum. Kenningin sagði
ekki einungis fyrir, að það yrði
munur, heldur einnig hve mik-
ill hann yrði. Vísindaleiðangr-
ar voru sendir frá Englandi
til Suður-Afríku og Ameríku,
sem sönnuðu þessa kenningu.
Þá hófst hin mikla frægðar-
alda. Hún hefur aukizt æ síð-
an og álitið er að hún muni
fara vaxandi í framtíðinni. Það
mætti virðast, að kenning sem
segir fyrir um atburð, sem er
jafn fjarlægur daglegu lífi manna
og stjörnurnar, sem hann er
bundinn við, mundi illa nægja
til að afla höfundi sínum
frægðar meðal almennings. En
sú varð þó raunin á. Og ástæð-
unnar mun vera að leita í við-
horfum manna á árunum eft-
ir lok fyrri heimsstyrjaldarinn-
ar.
Friðarþráin
TTenni var nýlokið.
•*■■■■ Mönnum var far-
ið að leiðast logið hatur, á-
stæðulaus manndráp og erjur
milli ríkisstjórna. Flestir ósk-
uðu friðar og vildu ekki vita af
af styrjöldinni. Þessvegna gripu
menii feginshugar þessa frétt
utan frá stjör.nugeiminum, ut-
ar og ofar meiðingum og morð-
um. Og ekki spillti það að þessi
sönnun hafði fengizt við sam-
starf milli fyrrverandi óvina-
þjóða: Þýzkur vísindamaður
hafði sett fram kenninguna, en
enskir stjörnufræðingar sönn-
uðu hana. Styrjöldinni var ekki
fyrr lokið en komin var á sam-
vinna milli vísindamanna ó-
vinaþjóðanna. Þetta sýndist
mörgum vera friðarboði. Það
virðist svo sem friðarþrá mann-
kynsins sé undirrót að frægð
Einsteins meðal almennings.
Það er ekki heiglum hent
að taka lieimsfrægð eins og
ekkert sé. En þetta gat Ein-
stein. Það kom af því hve tamt
honum var að einangra sig.
Frægðin gerði ekki annað en
ónáða hann, ef hún fór í bága
við þetta. Hann mundi sjaldn-
ast eftir því, að hann var fræg-
ur. Hvar sem hann fór vakti
hann athygli, jafnvel í Prince-
ton, svo við forðuðumst fjöl-
förnu göturnar, en þræddum
akurstíga og fáfamar hliðar-
götur. Þá bar það við einu
sinni, að bíll var stöðvaður rétt
hjá okkur, miðaldra kona kom
út með myndavélina sina, og
baðst leyfis til að taka af hon-
um mynd. Því játaði hann óð-
ara.
Hann staldraði við andartak,
meðan hún var að taka mynd-
ina, en síðan tók hann upp
þráðinn þar sem við höfðum
hætt, og svo virtist sem hann
steingleymdi þessu atviki þegar
í stað.
Við fórum einu sinni í kvik-
myndahús í Princeton til að
sjá mynd sem fjallaði um ævi-
sögu Zola, en þá er við höfðum
keypt aðgöngumiðana, sáum
við að sýningin átti ekki að
hefjast fyrr en eftir fjórðung
stundar. Einstein stakk upp á
að við færum á göngu. Ég
sagði við vörzlumanninn um
leið og við fórum út: Við kom-
um aftur eftir fáeinar mínútur.
Þá varð Einstein áhyggju-
fullur og sagði í einfeldni sinni:
Við erum búnir að láta af
hendi aðgöngumiðana. Haldið
þér að þér þekkið okkur þegar
við komum aftur?
Maðurinn hélt, að hann væri
að gera að gamni sínu og svar-
aði: Eg býst við því, prófessor
Einstein. Meðan á sýningunni
stóð, datt mér í hug, að ég
myndi einhverntíma sjá ævi-
sögu Einsteins á kvikmynd,
sem væri eins raunsönn og
þessi var.
Eins og
englasöngur
Spænska borgara-
styrjöldin geisaði
einmitt um þetta leyti. Einstein
------—----------------------
var ljós þýðing hennar, og
hann sá í hendi sér, að undir
úrslitum hennar væri framtíð
Spánar komin, og ekki aðeina
Spánar, heldur mannkynsins
alls, Ég man eftir glampanum
í augum hans, þegar ég sagði
honum, að frétzt hefði, að lýð-
veldisherinn hefði sótt fram.
Þetta hljómar eins og engla-
söngur, sagði hann, undarlega
hrærður. En rétt á eftir vor-
um við íarnir að fást við jöfn-
urnar okkar, og við það hvarf
okkur allt annað.
Ég var seinn að skilja, að
einangrun hans var skýringin á
ýmsu í framferði hans. Ég er
alveg sannfærður um það, að
Einstein hefur ekkert fundizt
til um það að fá Nóbelsverð-
launin.
Fábreyttar
þarfir
TJinstein gerði sér með
■^ ýmsu móti far um
að viðhalda einangrun sinni.
Til dæmis las hann aldrei
greinar um sjálfan sig. Einu
sinni las ég upphátt fyrir hann.
grein um hann, sem hafði ver-
ið prentuð í fjöldamörgum evr-
ópskum blöðum, meðal annars
frönskum og pólskum. En greiíl
þessi ‘var hinn fáránlegasti
þvættingur og hvergi rétt sag't
frá. Hann hlustaði að vísu á
mig, en virtist annars liugar
og fann ekkert skoplegt í þessu,
og ekkert skildi hann í því að
ég skyldi geta hent gaman að
greininni. Prófessor einn í
Princeton sagði svo við mig:
Framhald á 11. síðu