Þjóðviljinn - 07.10.1956, Síða 7
Sunnudagur 7. október 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (T
Leikritið er táknrænt verk
og dæmisaga, prédikun um
frið og sátt manna milli, en
spádómurinn alkunnur og forn
og sóttur í sjálfa Völuspá,
frægasta kvæði á íslenzku:
„Bræður munu berjast, og að
bönum verðast". — Komung-
ur bóndi og barnalegur leggst
til hvíldar úti á hlaði í heitu
sólskini með Eddu í hönd og
dreymir drauma válega og
stóra, lifir alla harmsögu
mannkynsins á skammri
stundu. Hann sér sköpun ver-
aldar, himintungla og jarðar,
hann lítur, „hina eilífu mann-
veru“ í gervi foreldra sinna og
tengdaforeldra, skynjar undr-
un þeirra og fögnuð á morgni
lífsins, strit og sult og erjur um
aldaraðir — skyggnist inn í
hræðilega framtíð, hinztu ör-
lög hins fáráða mannkyns.
Hræðslan læsist um heim all-
an sem eldur brennandi, menn-
Imir skiptast í fjandsamleg-
ar fylkingar og hlaða á milli
sín víggarð svo háan að nær
til himins. Hatrið og óttinn ná
hámarki, sprengjunum bann-
vænu er kastað og eldingin
mikla brennir allt til ösku;
jörðin er auð og tóm sem í ár-
daga. Og bóndinn ungi vaknar
af vondum draumi, ringlaður
og sárfeginn og margs vísari en
áður — nú skilur hann fyrst
ómetanlega blessun friðar, ör-
yggis og sátta, lítur frá sér
numinn yfir hina grænu jörð,
kýs að berjast fyrir betri og
bjartari heimi.
Friðarþrá höfundarins verður
ekki í efa dregin, heilbrigðar
skoðafiír ög góður vilji. En það
eitt stoðar ekki, það er lýðum
ljóst allt frá leikbyrjun að
hann veldur hvergi nærri hinu
voldúga og torvelda viðfangs-
efni, kiknar undir of þungri
byrði; verk hans er í engu
samboðið hinu mikla kvæði.
Til þess að skapa listaverk úr
Framháld af 6. síðu.
ur unnið mikil afrek nú á
rösku ári. Hann varð efstur á
stóru rhóti i Júgóslavíu, annar
á móti í Stokkhólmi um jólin,
síðan sigraði hann Friðrik í
einvígi, vann með yfirburðum
dönsku meistarakeppnina, varð
efstur á alþjóðamóti á Spáni
á síðastliðnu sumri, og nær
nú beztum árangri á 1. borði
á ólympíumóti. Og í viðbót
lauk hann fyrrihlutaprófi í
verkfræði frá Hafnarháskóla í
vor. Honum var svo veittur
stórmeistaratitill í lok mótsins,
og varð sú ráðstöfun vinsæl.
Þetta er kraftastrákur, kátur
og skemmtilegur, en hann fer
svolítið í taugarnar á sumum
löndum sínum. Okkur féll ljóm-
ándi vel við hann.
— Meistari allra þessara
meistárá — hvernig hugnaðist
ykkúrhann?
— Botvinnik er ákaflega geð-
felldúr maður, hægur í fram-
komú, yfirlætislaus og lætur
lítið á sér bera. Hann er feikna-
lega gagnrýninn á sjálfan sig.
Þegár hann var búinn að vinna
norska skákmeistarann Vestöl,
fór hann með hann afsíðis,
fékk sér skákborð, raðaði upp
mönnunum, og lék skákina
upp á nýtt fyrir Vestöl, með
skýringum: hvar þeim báðum
hefði orðið á í messunni, hvar
VestÖl héfði leikið alvarlega
af sér, hvár hann sjálfur hefðl
géýá'ð1 léikið betur. Þannig er
allt :.hans æði. Hann er ger-
Úr 2. atriði leiksins. Benedikt Árnason, Hildur Kalman, Margrét Guðmundsdóttir,
Ólafur Jónsson, Róbert Arnfinnsson og Herdís Þorvaldsdóttir.
svo algildu efni þarf skáld-
gáfu, skýra og rökvissa hugs-
un, hugarflug, málsnilld og
kynngi orða. En sjónleikur
Tryggva Sveinbjömssonar er
ósköp flatneskjulegur, stirðlega
saminn og þungur í vöfum, og
tæpast skáldlegri né djúptæk-
ari en hversdagsleg ræða eða
blaðagrein um markmið Sam-
einuðu þjóðanna; það er ærið
leiðigjarnt að heyra sífellt
staglazt á sjálfsögðum hlut-
um. Þótt víða sé Ijóst hvað
fyrir höfundinum vakir, eru
átökin ruglingsleg, óskýr og
máttvana, orðræðumar lang-
dregnar, smekklausar og þreyt-
andi, og á sannri kímni örlar
hvergi. Sjálf skipan leiksins
er lítt vænleg til sigurs, en þar
er oftast um að ræða tal
tveggja manna — önnur hjón-
in ræðast við á meðan hin
hverfa frá eða sofa hinum meg-
sneyddur öllu sem ber keim af
stórbokkaskap. Botvinnik er
meðalmaður á hæð, skarpleitur,
byrjaður að grána í vöngum.
Hann er verkfræðingur að
menntun og atvinnu. Kona
hans var eitt sinn ballettdans-
mær. — Smisloff er mikill
vexti, miklu opnari og léttari
í framgöngu en Botvinnik.
— Viðureign Ungverja og
Rússa?
— Hún varð einkar söguleg,
og lauk henni með tapi hinna
síðarnefndu sem aldrei hafa
lotið í lægra haldi fyrr fyrir
neinum andstæðingi. Barcsa
vann Smisloff á 2. borði, en
hinar skákirnar þrjár urðu
jafntefli. Botvinnik átti mjög
erfitt tafl við Szabo, hvað eft-
ir annað átti hann aðeins einn
leik; en fann hann raunar
alltaf! Yfirleitt komu Ungverj-
ar á óvænt. Hingað til hafa
Júgóslavar oftast orðið að
berjast við Argentínumenn um
2. sætið, en nú urðu þeir að
berjast við Ungverja. Þeir
mörðu sigurinn, en Argentínu-
menn hröpuðu niður í 4. sæti.
Það var einnig mikið afrek af
Austurríkismönnum að verða
efstir í B-riðli — ekki sízt
þegar þess er gætt hvernig
þeir byrjuðu: töpuðu fyrir Sví-
um með 4 gegn engum.
— Hvar verður næsta ól-
ympíumót?
•— Sennilega í Bandaríkjun-
um, eftir tvö ár. Bandarískir
skákmenn sóttU ekki þetta mót.
in á sviðinu, og í tveimur at- eða manngerðir, og þó virðist
riðum af sex tala sonurinn og höfundur ætla að aðgreina þær
dóttirin ein; með slíkum að- í fyrstu: önnur hjónin eru Ijós
Þjóðleikhúsið
1
Spárfómurinn
eftir Tryggva Sveinbjörnsson
Leikstjóri: Indriði Waage
ferðum er næsta torvelt að
skapa hreyfingu og líf. Um eig-
inlegar mannlýsingar er ekki
að ræða, enda eru persónurnar
tákn, fremur en einstaklingar
Það voru þó ekki pólitískar1
ástæður, heldur skorti þá fé'
til fararintnar; það er víst'
kreppa hjá skáksambandinu1
þeirra.
— Hvað er næst fyrir hjá'
íslenzkum skákmönnum?
— Haustmót Taflfélags <
Reykjavíkur stendur núna yf-
ir, en Reykjavíkurmótið hefst,
upp úr nýári. Þeir sem sóttu i
ólympíumótið hverfa nú lað,
námi sínu eða starfi. Seint í,
vetur munu Rússar efna til,
skákmóts, sem þeir bjóða ung-(
um skákmeisturum til; og er(
ekki ósennilegt að Friðriki,
verði boðið þangað.
Guðmundur Arnlaugsson bið-
ur að lokum fyrir þakkir skák-,
mannanna til íslenzku sendi-,
herrahjónanna í Moskvu, fyrir,
góðar móttökur og mikla vin-
semd. Og allra síðast segir
hann af gistingu í Helsinki:
— Þegar við komum þangað,
með lestinni að austan, voru,
öll hótel yfirfull í borginni. En,
finnskir skákmenn komu á
stöðina til að taka á móti lönd-
um sínum er kepptu í Moskvu.'
Og þegar það kom á daginn að ‘
við mundum hvergi geta feng-'
ið inni um nóttina, bauð einn'
þeii-ra, Kaila, fyrrverandi Norð-
urlandameistari í skák, okkur'
öllum heim til sín; og gistum <
við hjá honum um nóttina í<
bezta yfirlæti. Við minntumst í <
spaugi tugthússins í Hastings,',
sem þeir Ingi og Friðrik gistu ,
um jólin í fyrra. B. B.
yfirlitum, góðgjörn og hjarta-
hrein, hin dökk á brún og brá,
valdasjúk og tortryggin, an
sá munur þurrkast út áður en
varir. Spyrja má hvað hjú þessi
eigi í raun og veru að tákna
— æsi og jötna, Kain og Abel,
hvíta menn og þeldökka, naz-
ista og andfásista, austrænar
þjóðir og vestrænar, hver veit?
Og garðurinn mikli, er hann
borðveggur ása, járntjaldið
fræga eða aðeins tákn óttans?
" Hjónin ræða um ást og hatur
í tíma og ótíma, þau kúga böm
sín og fjötra, en börnin hata
þau og fyrirlíta á móti — allt
virðist þetta lítt rökstutt og
mjög á reiki, en höfundurinn
kann auðvitað svör við öllum
spumingum og veit sínu viti.
Málið á leiknum er hversdags-
legt og einfalt og óvíða stór-
hneykslanlegt, þótt út af bregði,
leikritið er frumsamið á dönsku
og ber þess merki. Barnalegast
alls er tal ungu hjónanna í lok-
in og raunar endir leiksins all-
ur.
Óhætt mun að fullyrða að
leikararnir geri skyldu sína, en
við afrekum sízt að búast í
slíku leikriti; athyglin hlýtur
fremur að beinast að sviðsetn-
ingu, tjpldum og búningum,
verki Indriða Waage ogLothars
Grunds, en samvinna þeirra
hefur áður borið góðan ávöxt.
Leikstjórinn hefur sýnilega
reynzt hlutverki sinu trúr,
reynt að skera af verstu agnú-
ana, birta sem skýrast boðskap
höfundarins; sviðsetning hans
er nýtízk, rökleg og jafnan.
sjálfri sér samkvæm. Á ein-
" staká stað virðist hann helzti
hrifinn af hinni ytri tækni —
i upphafi leiksins svífa reiki-
stjömurnar yfir sviðið drykk-
langa stund, frá vinstri til
hægri, frá hægri til vinstri, og
sjálf kjarnorkusprengingin virt-
ist aldrei ætla að taka enda; áð
öðru leyti er sá hraði í leikn-
um sem ætlazt er til. Það er
bæði óvenjulegt og ánægjulegt
að hljómsveitargryfjan skuli
notuð, en raunar ekki knýj-
andi nauðsyn á þessum stað.
Engu minni er hlutur Lothars
Grunds, þótt honum hafi ekki
tekizt að leysa vandamál garðs-
ins mikla til fulls. Hugkvæmni,
gott litaval, fallegt handbragð
og örugg formkennd einkenna
leiktjöld hans, en þau eru
hvorttveggja í senn, stílfærð
og stílhrein, og þarf ekki ann-
að en minna á skóginn og fjöll-
in í öðru atriði; og ágætt sam-
ræmi er í öllum búnaði sviðs-
ins. Margir búninganna geta
orkað tvímælis, en skemmtileg-
ir eru þeir í allri sinni fjöl-
breytni, flestir óháðir tíð og
tíma, sumir fallegir, aðrir í-
burðarmiklir eða kynlegir. Lot-
har Grund er í öllu maður nú-
tímans og kemur hér fram sem
þroskaður og skapandi lista-
maður.
Leikendurnir eru ekki öf-
undsverðir af lífvana hlutverk-
um, þeir verða tíðast að hrópa
og kveina, mæla fram innan-
tóm orð. Róbert Arnfinnsson
e'r Ólafur, hvíti eiginmaðurinn,
og leikur hans traustur og
hófsamlegur eftir föngum og
furðumikill sannfæringarkraft-
ur í orðum hans; fornmanns-
gervið í öðru atriði fer honum
vel. Herdís Þorvaldsdóttir er
María og sómir sér vel við hlið
manns síns, báðum tekst að
bregða nokkurri fegurð yfir
upphaf leiksins, morgun hins
fyrsta dags. Benedikt Árnason
er Björn, hinn þeldökki maður,
ef til vill ekki nógu þreklegur
og sannfærandi í orðum, en
leikur af öryggi og góðri tækni,
og líklegt þykir mér að hinn
ungi leikari hafi þroskazt af
glímunni við hið vanþakkláta
hlutverk. Hildur Kalman leik-
'Ur Ragnhildi konu hans af ó-
sviknum þrótti, en þar eru
helzt drög að mannlýsingu i
leiknum. Gervi Hildar og fram-
koma hæfa vel hlutverkinu,
og hún lýsir skýrt óg skörulega
kaldlyndi og fláttskap hinnar
valdasjúku konu, en raddbeit-
ingu hennar er bóta vant,
einkum þegar öldurnar eiga að
rísa sem hæst.
Loks eru sonurinn og dóttir-
in, hinir lítt þroskuðu fulltrú-
ar friðar og heilbrigðrar skyn-
semi. Það er nægur innileiki
í rödd Margrétar Guðmunds-
dóttur, hún er knáleg og grönn
og leikandi létt, og byrjandinn
Ólafur Jónsson nákvæmlega
eins barnalegur og ungæðisleg-
ur og gert er ráð fyrir í leikn-
um. Hinn kornungi leikari er
geðfelldur í sjón og raun, hik-
laus og skýr í máli, en um
hæfileika hans og framtíð verð-
ur lítið ráðið af þessu hlut-
verki.
Áhorfendur tóku sýningunni
af venjulegri kurteisi, en lófa-
klappið í lokin var í daufara
lagi. Mörgum mun hafa orðið
hugsað til niðurlægingar leik-
ræns skáldskapar á landi hér,
en verk þetta bar sigur af
hólmi í leikritakeppni sem öll-
um er kunnugt; en stundum er
það verðlaunað sem ekki er
launavert.
Á. Hj.