Þjóðviljinn - 16.11.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.11.1956, Blaðsíða 7
Föstudagur 16. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Sviðsmyiid úr „Það er aldrei að vita“ Leikfélag Beykjavikur Þnð er nldrei ab vitíi eítir Bernard Shaw Leikstjóri: Gunnar R. Hansen Leikfélag Reykjavíkur minn- ist aldarafmælis Bernards Shaw, hins umdeilda snillings sem var mest leikskáld með enskumælandi þjóðum á síð- ari tímum, mikill spekingur, vígfimur baráttumaður, óvið- jafnanlegur háðfugl, skarp- skyggn og óvæginn ástungu- maður. Val félagsins er auð- velt að skilja, ,,Það er aldrei að vita“ er meðal gáskamestu og vinsælustu hlátursleika skáldsins, verk sem jafnan 'hlýtur að vekja ósvikna kát- inu og einlæga gleði í hönd- um góðra leikara. Þegar rætt er um lífsspeki skáldsins, tækni og æðstu stefnumið er hins léttfleyga gamans að vísu í engu getið, en fáir leik- ir eru auðugri að óstýrilátu fjöri og glettni, hnitmiðuðum og óvæntum tilsvörum, neista- flugi sannrar kímni. Og á- deiluskáldið Bernard Shaw lætur ekki heldur að sér hæða, hann skopast óspart að hleypidómum og hégiljum nítjándu aldar, auðhyggju, fáránlegum stéttamun, óskor- uðu föðurvaldi, og heldur merki hins frjálsa uppeldis hátt á lofti. Leikurinn var saminn fyrir sextíu árum og viðhorfin í mörgu breytt á okkar dögum — konur hafa öðlast jafnrétti og börn og unglingar aukið frelsi; en ætli sumir mæni ekki þrátt fyrir alit löngunaraugum til hins horfna tíma? Leikurinn gerist í gistihúsi á enskum baðstað rétt fyrir aldamót. Þar segir frá hug- rakkri og gáfaðri kvenrétt- indakonu sem hljóp frá manni sínum fyrir átján árum og hittir hann loks á ný, þar er greint frá ástum og eilífri bar- áttu kynjanna — nei, svo undarlega lítið er sjálft efni leiksins að ógerningur er að lýsa í stuttu máli, slíkt ágrip hlyti að verða harla aumkun- arvert og ólæsilegt með öllu. Þar ber margt fólk og ólíkt fyrir augu, skýrt mótaðar og skemmtilegar andstæður; það er sönn ánægja að kynnast því öllu og svíkur engan. 'Einn þeirra er gamli þjónn- inn, hinn hvíthærði vitringur sem er öðrum ríkari að djúp- um mannlegum skilningi, góð- vild og sálarró. Þessi ágæti öldungur er Brynjólfur Jó- hannesson og mun vart of- mælt að hann beri af öðrum í þessum leik. Svo eðlilegur og látlaus er leikur hans að áreynslu verður hvergi vart, hann lýsir hjartagæzku og góðlyndi hins reynda alþýðu- manns, auðmýkt hans og ó- skeikulli háttvísi af þeirri ljúfmannlegu kímni og nær- færni sem aldrei bregzt; það er torvelt að ímynda sér inni- legri og fallegri túlkun á hinu fræga hlutverki. Hjónunum er ágæta vel borgið í höndum snjallra leik- enda, Guðbjargar Þorbjarn- ardóttur og Þorsteins Ö. Step- hensen, þau eru áhrifamiklar og skýrar andstæður, gerólík í útliti og framgöngu, skap- lyndi og skoðunum. Leikur Guðbjargar er einlægur og gerhugsaður og gæddur þeirri hógværð og hæversku sem einkennir hana, hún er mann- úðleg og mild í framkomu og tali, eins og Shaw segir sjálfur, kvenleg, fíngerð og fríð sýnum. Þótt hún mætti verða nokkru skörulegri í tali á stöku stað rata orð hennar beint til áheyrenda, og eng- inn þarf að efast um hug- prýði og góðar gáfur hinnar einbeittu kvenréttindakonu. Þorsteinn er tvímælalaust á réttum stað sem faðirinn for- smáði, búinn hæfilega stór- karlalegu gervi og þunglama- legu göngulagi og hreyfing- um, hrjúfur, harðráður og skapbráður, maður sem telur sig miklum órétti beittan og reynist erviður sér og öðr- um; og vel lýsir leikarinn duldri þrá hans eftir um- hyggju og ástríki. Fyndnastur er leikur Þorsteins í fyrsta þætti, en jafnan staðgóður og traustur. Ærið vandasöm eru hlut- verk elskendanna ungu, Helgu Bachmann og Helga Skúlason- ar. Þó að samleikur þeirra sé dálítið misjafn varð hið andríka einvígi víðast skemmtilegt og fyndið í hönd- um hinna vopnfimu og geð- feldu leikenda. Helga lýsir á- stríðuþunga og kuldalegri framkomu, stolti og reisn hinnar menntuðu kvenrétt- indastúlku af mikilli staðfestu og alvöru — glæsileg ung kona, hrein og bein. Vonlaus barátta hennar gegn tilfinn- ingum og ást á að vera tví- þætt, alvarleg og mjög skop- leg í senn, en hinni skoplegu hlið kynnumst við miður í túlkun Helgu, enda vart á annarra færi en mjög reyndra leikkvenna. — Tannlækninum unga er það á herðar lagt að vera öllum öðrum skarpari að gáfum, fæddur sigurvegari sem allir vegir eru færir. Það tekst Helga Skúlasyni varla, þótt bæði sé hann skýrlegur og skarpleitur og lýsi kæru- leysi og framhleypni, ævin- týraþrá og ljúfmennsku hins unga manns af öryggi og góðri kímni. Þegar á allt er litið hefur Helgi aldrei leikið betur en í þetta sinn, mark- viss og skemmtileg túlkun hans ber glöggt vitni um þá kímnigáfu, fjör og snerpu sem hinn ungi og þróttmikli leikari á yfir að ráða. Tvíburarnir, þessir ómót- stæðilegu galgopar og óra- belgir, eru réttilega faldir kornungum leikendum, Krist- ínu Önnu Þórarinsdóttur og Birgi Brynjólfssyni. Þau eru furðulega lík í útliti og hátt- um, samvalin og samtaka, ör af æsku og ærslum, óstýrilát og mikil fyrir sér, en geðþekk og heilbrigð engu að síður; skemmtilegur og fjörmikill leikur beggja vann þegar í stað allra hugi. Kristín Anna er efnileg leikkona á sýnilegu þroskaskeiði og hefur tæpast leikið jafn vel áður, hún er ekki aðeins spaugsöm og spræk, hún birtir líka skap- gerð hinnar ungu stúlku, ger- ir það lýðum Ijóst að hún er spillt af of miklu dálæti. Birg- ir Brynjólfsson hefur aðeins farið með örsmá hlutverk fyrr; en nú og er þetta í rauninni frumraun hans. Hann skortir að vonum framsögn hins æfða leikara, en er furðulega ör- uggur í hrej'fingum og fasi og virðist efni í góðan skop- leikara, gæddur upprunalegri leikgleði og ósviknu fjöri. Loks er að geta tveggja lögmanna er koma nokkuð við sögu. Annar er maður skarp- vitur, hinn fremur treggáfað- ur; en báðir eins hátíðlegir og hinni virðulegu stétt sæm- ir. Guðjón Einarsson er búinn hnittilegu og vönduðu gervi, og þótt framsögn hans og framgöngu sé margvíslegra bóta vant tekst honum að draga upp sennilega mynd hins heiðarlega en atkvæða- litla og lítt gefna málfærslu- manns. Jón Sigurbjörnsson er í öllu andstæða hans sem vera ber, og nær ágætum tökum á sínum manni, myndugur og óskaplega valdsmannslegur; karlmennska hans, þróttur og snjöll þrumuraust koma hon- um að góðu haldi. Gunnar R. Hansen á heiður skilinn fyrir smekkvísa svið- setningu og vandaða leik- stjóm, glöggan skilning á hverju máli. Hér ræður leik- gleðin ríkjum og hraðinn og fjörið í leiknum er mjög í anda hins aldargamla meist- ara. Leiktjaldamálarinn Gunn- ar Bjarnason hefur einnig skilað góðu verki. Stofa tann- læknisins er raunar næsta hversdagsleg og ekki verð sér- stakrar athygli, en veitinga- pallur gistihússins er haglega gerður og yfir sviðinu hrein- leiki og birta. Fallegust er setustofan og ber vitni um alúð og góðan smekk, vistleg, hlýleg og glæsileg í senn. Búningarnir eru gerðir af hagleik og sögulegri ná- kvæmni. Sumum orðaleikjum og til- svörum Shaws er ómögulegt að ná, en þýðing Einars Braga Sigurðssonar er rituð á góðu máli og furðulega nákvæm ef þess er gætt að hún er flýtisverk, og sá flýtir ekki þýðandanum að kenna. Of mikið ber á notkun framtíðar í stað nútíðar, jafnvel á við- kvæmustu stöðum, og óþarft er að ganga framhjá þýðingu Guðmundar skólaskálds á Locksley Hall. Leiknum var fagnað með þeim kostum og kynjum sem beztar gerast í Iðnó, tilsvörin týndust oftlega í hlátrinum. Ýmsum mun þykja Leikfélag- ið ærið síðbúið að þessu sinni, en það fer óneitanlega vel af stað. Og það er fyrir mestu. A. Hj. Bækur Setbergs Framhald af 12. síðu. ráð fyrir að hið 3. og síðasta komi út á næsta ári. 1 sýnisbók íslenzkra smá- sagna á 20. öld eru 25 sögur, og eru þær valdar af 5 ritdóm- urum við dagblöðin í Reykja- vík. Elzta sagan er Fyrirgefn- ing, eftir Einar H. Kvaran, ea hin yngsta mun vera Gatan í rigningu, eftir Ástu Sigurðar- dóttur. Bókin er 287 bls. að lengd. Nánari grein mun gerð fyrir bókinni hér í blaðinu á sunnudaginn, og skal því ekki haft langt mál um hana i dag. Kvenleg fegurð er að veru- legu leyti „gerð eftir þýzkri snyrtibók Frau ohne Alter eft- ir Olga Tsehechowa. Þessi ís- lenzka útgáfa er þó stytt, stað- færð og ýmsu bætt við, sem á sérstaklega við íslenzkar konur og íslenzka staðhætti", segir ;frú Ásta Johnsen í formála bókarinnar, en hún hefur ann- azt ritstjórn bókarinnar, svo sem segir á titilblaði, en Her- steinn Pálsson þýddi. Bókin er röskar 200 bls. með geisilegum fjölda mynda, og sýndist blaða- manninum bókin vera. einhver hin fegursta sem hér hefur sézt; hefur ekkert verið sparað til að gera hana sem bezt úr garði. Vonandi skrifar einhver falleg stúlka um Kvenlega feg- urð í Þjóðviljann innan tíðar. Þá eru tvö hefti af ævintýr- um Andersens, en Setberg gaf önnur tvö út í fyrra; og er hér um að ræða útgáfu í tilefni af 150 ára afmæli meistarans í fyrra. 1 heftunum eru þessi fimm ævintýri: Pápi veit, hvað hann syngur; Prinsessan á bauninni, Það er alveg áreiðan- legt, Nýju fötin keisarans, Hans klaufi. Bækurnar eru prentaðar í Danmörku, og myndirnar hefur gert maður að nafni Gustav Hjortlund. Atli Már Árnason hefur teiknað kápur á allar bækunar, en þær eru prentaðar í Odda. Helgi Skúlason og Helga Bachmann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.