Þjóðviljinn - 16.11.1956, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.11.1956, Blaðsíða 2
2) r ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 16. nóvember 1956 í dag; er föstudagurinn 16. nóvember. Othmarus. — — 312. dagur ársins. — Tungl í hásuðri kl. 23.05. —i Árdégisháflaeði kl. 3.49. Síðdegisháflæði ki. 16.07. Föstudagur 16. nóvember Fastir liðir eins l ■og venjulega. Kl. 13.15 Lesin dag- skrá næstu viku. \ \ 18.30 Framburðar- kennsla í frönsku. 18.50 létt lög. 19.10 Þingfréttir. — Tónleikar. 20.30 Daglegt mál (Grímur Helgason kand. mag.). 20.35 Kvöldvaka: a) Guðmundur Þor- láksson kand. mag. talar um íerðir íslenzkra farfugla. b) Kristinn Guðmundsson skáld les kvæði. c) Kórar úr Kirkjukóra- sambandi Suður-Þingeyjarpróf- astsdæmis syngja (Hljóðritað að Skjólbrekku í Mývatnssveit í júní s.l.). d) Ólafur Þorvaldsson þingvjjrður flytur erindi: Upp- grónir þjóðvegir. 22.10 Þýtt og endursagt: Ástir og landráð. — Frá Erlendi Nikulássyni; síðari hluti (Helgi Hjörvar). 22.35 Tón- leikar: Björn R. Einarsson kynn- ir djassplötur. 23.15 Dagskrárlok. Firmakeppni Bridgesambands íslands Önnur umferð firmakeppninnar verður spiluð næstkomandi sunnudag, 18. þ. m., en ekki á ■þriðjudaginn eins og áður var tilkynnt. Ráðning skákþrautarinnar Við byrjum á að leiðrétta viliu í stöðumyndinni: það stóð drottn- ing á e7, en átti vitaskuld að vera kóngur. Svo er liausnin þannig: 1. Bal—f6 g7xf6 2. Ke7—f8 f6—f5 3. Rh6—f7v og mát. Lárétt: 1 tímabil 3 bókstafur 6 bókstafur 8 grasgeiri 9 ákvað 10 iþróttafélag 12 tónn 13 100% 14 ung 15 tvíhljóði 16 viður 17 handlegg Lóðrétt: 1 níðing 2 flatmagaði 4 afturendi 5 hirðuleysingjanum 7 þolir 11 heitur 15 ryk Ráðning síðustu krossgátu: Lárétt: 1 gil 3 br.a 6 rá 8 óu 9 hring 10 Na 12 ,al 13. dropi 14. af 15 mó 16 rif 17 mýs Lóðrétt 1 grandar 2 iá 4 róna 5 augljós 7 kropp 11 arfi 15 mý DAGSKRA Alþingis Sameinað þing föstudaginn kl. IV2 miðdegis. 1. Öryrkjaaðstoð, þáltill. — FTvernig ræða skuli. 2. Hafnargerðir, þáltill. — Hvern ig ræða skuli. 3. Endurskoðun varnarsamnings- ins, þáltill. — Ein umr. 4. Samninganefnd um varnar- samninginn, þáltill. — Ein umr. Næturvarzla er í Ingólfsapóteki í Fischer- sundi, sími 1330. Safnaða rkvöld vaka 1 Óháða söfnuðinum verður í kvöld í Breiðfirðipgabúð, hefst kl. 8.30 Skemmtiatriði, rætt um kirkjusmíðina. „Systrafélagið Alfa“ Eins og auglýst var í blaðinu í gær, heldur Systrafélagið Alfa sinn árlega basar sunnudaginn 18. nóvember í Félagsheimili verzlunarmanna — Vonarstræti 4. Verður basarinn opnaður kl. 2 stundvíslega. ^ Þar verður mikið um hlýjan ull- arfatnað baraa, og einnig verð- ur ýmislegt, sem hentugt gæti orðið til jólagjafa eða annarra tækifærisgjafa. — Félag þetta er líknarfélag svo sem kunnugt er og verður fé því, sem inn kem- ur fyrir vörurnar, ráðstafað til bágstaddra. Allir eru velkomnir. FLUGFÉLAG ÍSLANDS Millilandaflug: Millilandaflugvél- in Sólfaxi fer til Glasgow kl. 8.30 í dag. Vtenfanleg aft- ur til Reykjavíkur kl. 19.45 í kvöld. Millilandaflugvélin Gull- faxi fer til Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 8.30 í fyrramálið. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar, Fagurhólsmýrar, Horna- fjarðar, ísafjarðar, Kirkjubæjar- klausturs og Vestmannaeyja. Á morgun er ásetlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Blöndu- óss, Egilsstaða, ísafjarðar, Sauð- árkróks, Vestmannaeyja og Þórs- hafnar. LOFTLEIÐIR Edda er væntanleg í fyrramálið kl. 6.00—7.00 frá New York, fer kl. 9.00 áleiðis til Gautaborgar, Kaupmannahafnar og Hamborg- ar. Iljónaband Síðastliðinn laugardag gaf séra Emil Björnsson saman í hjóna- band ungfrú Ástu Lóu Einars- dóttur frá Krosshúsum í Grinda- vík, og Benóný Benediktsson, frá Þórkötlustöðum i Grindavík. Heimili brúðhjónanna verður að Þórkötlustöðum. Garðs apótck er opið daglega frá kl. 9 árdegis til kl. 20 síðdegis, nema á laug- ardögum kl. 9—16 og sunnu- dögum kl. 13—16. “Trá hófninni* Eimskip: Brúarfoss fer frá Rostokk í dag áleiðis til Hamborgar og Reykja- víkur. Dettifoss fór frá Gdynia í fyrradag áleiðis til Hamborgar pg Reykjavíkur. Dettifoss fór frá Gdynia í fyrradag áleiðis til Hamborgar og Reykjavíkur. Fjallfoss fór frá Hafnarfirði í gær til Vestmannaeyja; heldur þaðan til Rotterdam og Ham- borgar. Goðafoss kemur til Reykjavíkur árdegis í dag frá Kotka. Gullfoss fer frá Kaup- mannahöfn á morgun áleiðis til Leith og Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá Reykjavík í gærkvöld til Vestmannaeyja og áfram í hring- ferð austur um land. Reykjafoss kemur til Reykjavíkur árdegis á morgun frá Hamborg. Tröllafoss fór frá Reykjavík 7. þ. m. áleið- is til New York. Tungufoss fór frá Ólafsfirði í gær til Siglu- fjarðar, Raufarhafnar, Seyðis- fjarðar, Norðfjai'ðar og Eski- fjarðar; heldur þaðan til Sví- þjóðar. Straumey fór í fyrradag frá Hull áleiðis til Reykjavíkur. Vatnajökull lestar í Hamborg á morgun fil Reykjavikur. Sambandsskip: Hvassafell er í Stettin, fer þaðan væntanlega á morgun áleiðis til Flekkefjord og Reykjavíkur. Arnarfell fer í kvöld frá Reykja- vík til Keflavíkur. Jökulfell fer í dag frá Reykjavík til Vestur- og Norðurlandshafna. Dísarfell fór í gær frá Siglufirði áleiðis til Hangö og Valkom. Litlafell fer í dag frá Faxaflóa til Austurlands- hafna. Helgafell fer í dag frá Cork til Avonmouth og Ham- borgar. Hamrafell væntanlegt til Batum 19. þ. m. ítikisskip Hekla er væntanleg til Reykja- víkur í dag að austan úr hring- ferð. Herðubreið er á Austfjörð- um á norðurleið. Þyrill er í Reykjavík. Baldur fer frá Reykjavík í dag til Snæfellsnes- hafna og Hvammsfjarðar. Ásúlf- ur er væntanlegur til Reykja- vikur í dag frá Hornafirði. Söluturninn við Arnarliól hefur nú til sölu nýjustu blöðin af Mjölni frá Siglufirði og Verka- manninum frá Akureyri. Þetta eru aðalleikendurnir, Alida Valli og Jean Marais, í frönsk-ítölsku myndinni Aðeins einu sinni, sem Sijörnu- bíó sýnir um þessar mundir. Myndin gerist aðallega í seinustu styrjöld og lýsir aðskilnaði ungra elskenda og endurfundum fullorðins fólks. HRINGUmNN LOKAST Við höfum rekizt á þessa óskalista í sænsku blaði, og nú skulum við hugleiða að hvaða leyti þeir muni eiga við' hérna hjá okkur. Við verð- um aðeins að reikna með því frá upphafi að „hún“ og „hann“ séu sæmilega á vegi stödd í efnalegum skilningi. HIJN: 5 ára: brúðu. 10 ára: hatt eins og hún Gerða á. 15 ára: danskjól. 20 ára: herra sem á bil — má vera notaður. (Hvor?!). 25 ára: herra með bíl — módel næsta árs. 30 ára: meiri heimilispen- inga. 35 ára: megrunarkúr, án þess TónlistarbJað- ið, 2. tbl. 1. ár- gangs, er ný- komið út og hefur borizt Þjóðviljan- um. Á forsíðu er mynd ,af Hljóip- skálanum og lúðrasveitarmönn- um að æfingu framan við hann. Gunnar Egilsson skrifar ÚrRúss- landsreisu. Þá er nafnlaus grein: Gluggað í gamla dagbók. Þá er viðtal við Gunnar Ormslev heim- kominn. Síðan er þátturinn ad lib, af ýmsu tagi. Jón Þórarins- son ritar greinina: Hvemig er sinfóníuhljómsveit skipuð? Boðn- ir eru velkomnir 2 þýzkir hljóð- færaleikarar í Sinfóníusveitina. Svavar Gests skrifar í dúr og moll. Grein er um K. K, sextett- inn. Gunnar Egilsson skrifar um Aðbúnað sinfóníuhljómsveitar- innar. Sagt er frá aðalfundi FIM, og margt fleira er í blaðinu sem er skemmtilegt að frágangi og hið eigulegasta. Útgefandi er Fé- lag íslenzkra hljóðfæj-aleikara. Valtýr Stefánsson birtir gamalt við- tal við Tómas Guðmundsson I nýju hefti Stefnis, og segir Mogginn s.I. þriðjudag að viðtalið „sýni, hvilikur meistari Valtýr er í við- tölum“. Viðtalíð hefst á því að Valtýr kveður Tómas hafa lieim- sótt sig „aldrei þessu vant“, og segir síðan: „Tómas talaði um alla heima og geima, en ég skaut inn í orði og orði eins og blaðamanni ber. Ekki svo að skilja, að ég ætlaði að skrifa neitt af því sem hann sagði. EN ÞEGAR EG VAKNAÐINOKKRU EFTIR AÐ HANN VAR FARINN (Ieturbreyting vor), þá rifjaðist eitt og ánnað upp fyrir mér. . .“ Valtýr hefur þá sofnað meðan Tómas talaði, og er ekki ofsög- um sagt af meistaraskap manns- ins „í viðtölum“. Langar að fá íslenzk frímerki fyrir bandarísk Það hefur skrifað okkur maður í New York og beðið okkur að nefna nafn sitt. Hann er frí- merkj-asafnari, en selur þó hvorki né kaupir frimerki. Hann hefur mikinn áhuga á að eignast íslenzk frímerki og býður á móti góða „seríu“ bandarískra fri- merkja. Við vonum að einhver frímerkjamaður vilji sinna ósk hans, og hér er nafn mannsins og heimilisfang: Mr. H. C. Blanksten 175 West 93rd Street New York 25, N. Y. — U. S. A. ■ XX X HfiNKIH vd fozt msm að svelta. ■ 40 ára: að börnin fengju hærri einkunnir. 45 ára: að þetta endi ekki með gjaldþroti. 50 ára: að hún Stína fái góð- an mann. 55 ára: hárlitunarvökva sem eitthvert gagn er í. 60 ára: að maður mætti nú bara byrja á öllu að nýju. HANN: 5 ára: rugguhest. 10 ára: reiðhjól með hand- bremsu. 15 ára: meiri peninga. 20 ára: ökuskírteini. 25 ára: launahækkun. 30 ára: eigin bíl — má vera notaður. 35 ára: betri bíl — og aðeins flunkunýjan. 40 ára: sjálfstæða vinnu. 45 ára: 50 þúsund kr. á einni viku. 50 ára: góðan lögfræðing við gjaldþrotaskiptin. 55-ára: reiðhjól — má vei'a notað. 60 ára: að maður mætti nú bara byrja á öllu að nýju. Stúlkumar á skrifstofunni höfðu öðru hvoru brotið upp á því við piparsveininn, sem vann þar líka, að hann ætti nú að gifta sig; en hann hafði ævinlega þvertekið fyrir það. Svo kom hann einn morgun til vinnunnar, rauðeygður og syfjulegur — og sagði: — Eg óskaði þess í nótt að ég væri giftur. — Aha, sögðu stúlkurnar í kór. — Jú, ef ég væri giftur, þá ætti konan mín saumavél. Og ef hún ætti saumavél, þá ætti hún líka olíu til að smyrja hana. Og ef hún ætti ölíu, þá hefði ég tekið hana og borið á hjörurnar útihurðinni sem hélt fyrir mér vöku í alla nótt með bölvuðu ekkisen marrinu....... Happdrætti Fjáreigendafélags Reykjavíkur Dregið hefur verið hjá borgar- fógeta í happdrætti Fjáreigenda- félags Reykjavíkur og hlutu eft- irfarandi númer vinning: 2272: Reiðhestur; 3935: tvö lömb; 2448: tvö lörnb; 5375: ein ær. Á eftirtalin númer féllu samskonar vinningar; eitt lamb á hvert: 4499; 2683; 4895; 6269; 3405; 5858; 1503; 3615; 1627; 5067; 1879; 6916; 3678; 1852; 312; 6848. Upplýsingar um vinningana gef- ur Ingimundur Gestsson í síma 1217. Farsóttir í Reykjavík vikuna 21.—27. okt. 1956, sam- kvæmt skýrslum 19 (19) starf- andi lækna. Ilálsbólga ............. 98 (51) Kvefsótt .............. 166 (87) Iðrakvef ............... 26 (20) Influensa ............... 4 ( 0) Kveflungnabólga ......... 6 ( 0) Skarlatssótt ........... 1 ( 4) Munnangur ................ 3(2) Hlaupabóla ........... 1 ( 5,)' Mengiserting .............. 2(0) Mænusótt, án lömunar 1(0) (Frá skrifstofu borgarlæknis) Farsóttir í Reykjavík vikuna 28. 10.—3. 11. 1956, sam- kvæmt skýrslum 14 (19) starf- andi lækna. Hálsbólga ............ 52 ( 98) Kvefsótt ............. 80 (166) Iðrakvef ................ 8 ( 26) Kveflungnabólga ........ 3 ( 6)' Skarlatssótt ............. 1(1) Mænusótt, án lömunar 1(1) (Frá skrifstofu borgarlæknis)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.