Þjóðviljinn - 16.11.1956, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.11.1956, Blaðsíða 5
Föstudagur 16. nóvember 1956 — ÞJQÐVILJINN — (5 Æfintýrið í Egyptalandi lellir Bretland og Frakkland endanlega nr tölu stórvelda Samstarf Vesturveldanna kemst aldrei í samt lag aftur -- Þegjandi samkomulagi Bandaríkjamanna og Sovétríkjanna spáð í Washington Fréttamönnum í höíuðborgum beggja vegna Atlanzhafsins ber saman um að það komi æ skýr- ar í Ijós með hverjum degi sem líður, hversu af- ’drifarík árás Bretlands og Frakklands á Egyptaland ætli að verða fyrir framvindu heimsviðburðanna. Þeir sem gagnkunnugastir eru á æðstu stöðum í Washington fullyrða að atburðir þessir séu í þann veginn að gerbreyta afstöðu Bandaríkjastjórnar, bæði til bandamanna sinna í Vestur-Evrópu og höf- 'uðandstæðingsins, Sovéríkjanna. Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu hefur formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkja- þings, Walter George, .fellt þann dóm að með árásinni á Egyptaland haf i Bretar og Frakkar greitt Atlanzhafs- bandalaginu rothögg. Fréttamenn í Washington taka ekM eins djúpt í árinni og þessi tilvoraandi fulltrúi Eisenhowers i yfirstjórn A- bandalagsins í París, en lieim ber saman um að samstarf Vestinrveldanna liafi orðið fyrir óbætanlegu áfalli. Þetta viðhorf kemur glöggt fram í skrifum kunnustu frétta manna tveggja mikilmetnustu blaða Bandaríkjanna í Wash- ington. A ýmsu von Marguerite Higgins segir í New York Herald Tribiuie: „Úrslitakostirnir sem Bret- land og Frakkland sendu Eg- yptum hafa komið af stað keðjuverkun, sem hver svo sem endirinn verður hlýtur að raska um alla framtíð því valdajafnvægi sem ríkt hefur i heiminum síðan heimsstyrjöld- inni síðari lauk. Ákvörðun Bretlands og Frakklands að ganga í berhögg við vilja Bandarikjastjórnar þýðir auðvitað ekki að „banda- lagið, mikla“ sé úr sögunni, en það getur aldrei framar kom- ist í samt lag aftur. Ektó svo að skilja að menn búist tóð því að eftir þessa síð- ustu atburði falli allt í ljíifa löð með Bandaríkjunum og Sovétríkjunum, en framvegis verða menn að vera viðbúnir enn kymlegri atburðuin en þeim sem gerðust á dögunum, þegar Bandaríkin og Sovétríkin stóðu hlið við hlið í Öryggisráðinu gagnvart neitunarvaldi Bret- lands ©g Frakklamds.“ Sjálísblekking 1 New York Times ritar JameS Reston, aðalfréttaritari blaðsins í Washington, á svip- aða lund. Hann kemst svo að orði að dapurleg atburðarás síðustu vikna hafi orðið til þess að Vesturveldin verði nú ekki einungis að taka afstöðu sína til Sovétríkjanna heldur einnig hvert til annars til end- urskoðunar. í Washington fá menn enn ekki skilið, hvað kom Bret- landi og Frakklandi til að grípa til vopna, segir Reston ennfremur. Jafnframt hefur Bandaríkjastjórn áhyggjur af vaxandi áhrifum Sovétríkjanna á Súezsvæðinu og um allt hið olíuauðuga flæmi við Miðjarð- arhafsbotn. Reiðin yfir aðför- um Sovétríkjanna í Ungverja- landi hefur ekki megnað að eyða heizkjunni í garð Bret- lands og Frakklands. Þessir síðustu atburðir hafa, segir Reston, eytt að minnsta kosti einni sjálfsblekkingu, þeirri að jafna megi með gerð- um hlut ágreining Vesturveld- anna vestan og austan Atlanz- hafsins um hagsmuni Breta og Frakka á gömlu nýlendusvæð- unum. Bandaríkjastjórn neitar að vera hieð þegar þannig erfar- ið að, sé henni ekki boðið að vera með þegar lagt er upp hefur hún enga löngun til að taka þátt í nauðlendingunni. Bandaríkjastjórn er þeirrar skoðunar að hér eftir verði að taka tiílit til þess í samstarfi Vesturveldanna að í sumum málum og sumum hlutum heimsins fari hagsmunir henn- ar og hagsmunir stjóraanna í London og París ekki saman. Séð frá London Annar af kunnustu fréttarit- urum New York Times, Drew Middléton í London, leggur svipað mat á afleiðingar at- burða síðustu vikna og starfs- bróðir hans í Washington: „Hollusta Bretlands við bandalagið við Bandaríkin hefur beðið mildnn hnekki við atburði síðustu þriggja mánaða,“ segir Middleton. „Hvað syo sem forustumenn Bandaríkjanna Bretlands og Frakklands gera til að reyna að koma aftur á einingu og trausti milli ríkjanna þriggja, er það undir hælinn lagt að Bretar geti framar treyst eins skilyrðislaust á samúð og að- stoð Bandaríkjanna og þeir hafa gert síðasta áratuginn. Þetta segja embættismenn og stjómmálamenn hér meira af hryggð en réiði.“ ^ Sovétríkin hafa náð öruggri fótfestu Fréttaritari danska ríkisút- varpsins í Bandaríkjunum, Christian Winther, hefur gert hlustendum eftirfarandi grein fyrir viðhorfi Bandaríkja- manna til síðustu heimsvið- burða: I Wasliington viðurkenna menn að Sovétríkin eru búin að ná öruggri fótfestu í lönd- unum við Miðjarðarhafsbotn og að þau verða ekki hrakin þaðan nema með þriðju heims- styrjöldinni. Bandaríkin verða héðan í frá að fylgja stefnu sem gerir þeim fært að varð- veita áhrif sín í löndum Araba en jafnframt koma fram við Sovétríkin eins og meðeiganda. heim allan mikið umhugsunar- efni að þessi tvö ríki í samein- ingu hafa ekki einu sinni getað komið jafn vanmegna ríki og lEgyptalandi á kné. ★ Þegjandi sam- komulag Annað höfuðatriði er þetta: Viðsjárnar hafa ekki bundið endi á þá tilhneigingu, sem gætt hefur bæði í Washington og Moskva, að Bandaríkin og Sovætríkin komist sín á milli að einhverskonar þegjandi sam- komulagi um að koma á nokk- urskonar heimspólitísku yfir- Fundur Öryggisráðsins um árásina á Egyptaland, par sem Bandaríkin og Sovétríkin stóðu saman og Bretland og Frakkland svöruðu með pví að beita neitunarvaldi til að hindra að ályktunartillaga bandaríska fulltrúans nœði fram að ganga. m ■r_ r •Jt Alsír tapað Frökkum Frakkar verða nú að greiða fyrir mistök sin með því að láta Alsír af hendi. Framtíð þess er nú orðin lykilvandamál, sem leysa verður á næstu mánuðum, og ekki kemur nema ein lausn til greina. Þrátt fyrir tal um að endur- nýja verði gagnkvæmt traust milU stjórnanna í Washington, London og París, finna menn á sér að ekki sé hægt að búast við að vináttan komist í sama horf. Sambúð Bandaríkjanna og Vestur-EvTÓpu getur ineð engu móti konúzt í saint lag. ^ Bretland ekki lengur stórveldi Þegar raunsæismennirnir í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu leitast við að gera upp reikningana í alþjóðamálum, nú eftir að bráðasta hættan virðist afstaðin í Egyptalandi og Ung- verjalandi, er það helzta niður- staða þeirra að sannast hafi að hvorki Bretland né Frakkland séu lengur stórveldi. Allir hafa vitað síðan í stríðslok að þann- ig var komið fyrir Frakklandi, en það hefur komið á 'óvart að sama máli gegnir um Bretland. Það mun vera mönnum um valdi, sem haldi bæði meðal- stónun og smáum óróaseggjum í skefjum. Síðan Eisenhoweer og Krúsjoff hittust í Genf í fyrra hafa bæði Bandaríkin og Sovétríkin unnið að því smátt og smátt að ryðja úr vegi tálm- unum fyrir slíku gagnkvæmu samkomulagi. Nú eru forseta- kosningarnar afstaðnar og næstu þrjú ár munu þeir sem ráða bandarískri utanríkis- stefnu hafa miklu frjálsari hendur en hingað tii við að leita raunhæfra lausna á deilu- málunum í heiminum. Hættuástandið síðasta hálfan mánuðinn hefur blásið nýju lífi í viðleitnina til að koma á var- anlegu samkomulagi milli Washington og Moskva. I Washington viðurkenna menn nú að Sovétríkin séu búin að ná fótfestu við Miðjarðarhafs- botn með aðstöðu sinni í Eg- yptalandi. Það myndi kosta þriðju heimsstyrjöldina ef reynt væri að hrekja Sovétríkin úr þessu nýja virki í arabaríkjun- um. 'Jz Hvorugt lætur draga sig út í stríð Hvorki Sovétríkin né Banda- ríkin munu láta máttarminni bandamönnum sínum líðast það að draga sig út í þriðju heims- styrjöldina. 1 Washington gera menn sér ljóst að ef hættu- ástandið dregst á langinn, og ef Bandaríkin ganga lengra í stuðningi við Bretland »og Frakkland en að hjálpa þeim að hjarga sínu á þurrt, myndi það verða til þess að reka ar- abaríkin, og að öllum líkindum enn fleiri ríki í Asíu, fyrir fullt og allt yfir í herbúðir Sovét- ríkjanna. Við því mega Banda- ríkin ekki. Þau verða hér eftir að fylgja stefnu sem gerir þeim fært að halda áhrifum, og lielzt úrslita- áhrifum, í arabaríkjunum Oig öðrum löndum Asíu, en þau verða að sætta sig við að Soy- étríkin hafi þar- einnig áhrifa- aðstöðu. Þessu verður ekki komið í kring nema með ráðum sem ganga munu nærri Bret- landi, og þó einkum Frakk- landi. Þeir aðilar sem þetta er haft eftir álíta að Bretar séu nógu skynsamir til að sjá að hags- munir þeirra krefjast þess að þeir reyni nú að bjarga því sem bjargað verður af vináttu- tengslum sínum við arabisk ríki. Frakkar verða að sætta sig við að láta Alsír af hendi. Framtíð þess er orðin eitt þýð- ingarmesta viðfangsefni heims- málanna. ^ Kuldi í garð bandamanna Loks er þriðja atriðið. Hvað sem líður tali um að forn vin- átta milli Washington, London og París verði endurnýjuð og að alþjóðlegt samstarf Vestur- veldanna verði að fá nýja mynd og nýtt inntak, þarf enginn að ætla að hægt verði að byrja aftur þar sem frá var horfið. Ef til vill verða það afdrifarík- ustu afleiðingar hættuástands- ins, þégar til lengdar lætur, að utanríkisstefna Bandaríkjanna gerist hörkulegri og lausari við óskadrauma. Þetta mun koma fram í mannaskiptunum sem nú standa fyrir dyrum í forastu handarískra utanríkismála. Bretlandi og Frakklandi verð- ur sagt, að nú verði þau að finna lausn á útistöðunum seni þau eiga í víðsvegar um Asíu og Afriku og við Miðjarðar- hafsbotn. Kuldalegt afsvar Bandaríkja- stjórnar við uppástungu Edens og Mollets, uin að þeir flygju hingað vestur til að koma því í samt lag sem gengið hafði úr skorðum, sýnir livað í vændum er. Þeir sem ráða utanríkis- stefnu Bandaríkjanna munu: telja sig hafa frjálsari hendur hér eftir en lúngað til til að leita lausnar á viðkvæmum deilumálum á alþjóðavettvangi, lausna sem ekki munu falla stjórnum Bretlands og Frakk- Framhald á 11. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.