Þjóðviljinn - 16.11.1956, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.11.1956, Blaðsíða 12
ar ræir bsifinpr og brotfför éthersins vlð fuiltrúa verkamanna Titó kennir rangri stefnu sumra sovét- leiStoga um uppreisnina i Ungver'ialandi Úfvarpiö 1 Búdapest skýrði frá þvi í gær að Kadar forsætisráðherra hefði átt fund með verkamannaráði, sem farið hefði með umboð verkamanna í fjðlda verk- smiðja. Nefndin skýrði Kadar frá því að það væri vilji verkamanna að komið yrði á margra fiokka kerfi í stjórnmálalífi iandsins og hið sósialistiska hagkerfi varðveitt. Efna yrði til kosninga innan skamms, sovézkt herlið ætti að verða á brott úr landinu og Nagy bæri forsætisráðherraembættið á ný. Kadar svaraði, að hann væri fylgjandi frjálsum kosningum, þar sem flokkar byðu fram hver gegn öðrum. Menn yrðu að gera sér Ijóst að úrsiitin gætu orðið þau að fylgjendur sósíalismans Bandaríkjastjórn sakar Breta og Frakka um svik Bandaríska landvarnaráðuneyt- neytið lýsti yfir í gær að stjórn- ir Bretlands og Frakklands hefðu gerzt sekar um samningsrof með því að beita vopnum sem þær hefðu fengið að gjöf frá Bandaríkjunum í árásinni á Egyptaland. Bretland og Frakk- Iand hefðu skuldbundið sig til að nota bandarísk gjafavopn einungis til að verja það svæði sem A-bandalagssáttmálinn nær yfir. yrðu undir, en þeir mættu ekki setja það fyrir sig heldur berjast því betur fyrir málstað sínum. Þá hét Kadar því að engum yrði refsað fyrir þátttöku í hinni voldugu alþýðuhreyfingu, s?m steypt hefði stjóm Gerös. Hann lýsti yfir að sovézku her- yfirvöldin hefðu lofað því að enginn Ungverji skyldi fluttur úr landi, Hvað sovézku hersveit- irnar snerti msmdu samningar um brottför þeirra hefjast þeg- ar röð og reglu hefði verið kom- ið á. Kadar kvaðst vel skilja kröf- una um að Ungverjaland yrði hlutlaust, en það væri tómt mál um að tala meðan við lýði væru gagnbyltingaröfl sem ekki myndu virða hlutleysið. Hvað Nagy snerti væri hann fús til að ræða við hann ef hann yfirgæfi erlenda sendiráðið þar sem hann hefðist nú við. Nagy er sagður hafa ]ýst yfir að hann eigi ekkert vantalað við Kadar. Hungursneyð fyriv dyrum Kadar hét á verkamannanefnd- ina að gera sér ljóst að ef verk- föllum væri haldið áfram myndi af því hljótast verðbólga og hungursneyð. Engan tíma mætti missa. Svo gæti farið að eftir eina eða tvær vikur yrði Ung- þjðÐmiiNt! Föstudagur 16. nóvember 1956 — 21. árgangur —- 262. tölúbl. íhaldið játar aðild sína að sknlsláfunum: Morgunblaðið kveinkar sér undan því al réttarrannsðkn skuli haíin Hingað til hefur íhaldið forðazt að láta blöð sín verja opinberlega ofbeldisverkin og skrílslætin sem framin voru fyrir framan sovétsendiráðið 7. nóv. sl. Það er eins og Morgunblaðið hafi grunað að almenningur væri ekkert hrifinn af þeirri ,,samúð“ sem birtist í hávaða og hrópum, árásum og ofbeldi við friðsama vegfarendur, grjótkasti á glugga erlends sendiráðs og niðurskurði og þjófnaði á fána þess. Af þessum orsökum hefur Morgunblaðið haft hægt um sig og jafnvel í aukasetningum þótzt fordæma verknað ofbeldismannanna, sem allir vissu þó að unnu verk sín eftir beinni fyrirskipun íhaldsforustunnar og lutu í einu og öllu fyrirmælum og forustu Péturs Bene- diktssonar bankastjóra og ýmissa fyrrverandi nazista sem nú hafa hreiðrað um sig innan Sjálfstæðisflokksins. En þegar dómsmálaráðherra fyrirskipar réttarrann- sókn út af atburðunum, sem ekki verður séð hvernig unnf var að komast hjá þar sem við sumum þáttum þeirra liggja hin þyngstu viðurlög, ætlar Morgunblaðið vitlaust að verða. 1 gær ríkur blaðið upp með offorsi og látum og ræðst af heift mikilli á dómsmálaráðherra fyr- ir það að láta rannsaka málið! Rennur nú málgagni Sjálfstæðisflokksins greinilega blóðið til skyldunnar þeg- ar skjólstæðingar hans og útsendarar eiga að standa fyrir máli sínu frammi fyrir dómstólunum. Með þessari afstöðu Morgunblaðsins hefur ihaldið raunverulega játað aðild sína að ofbeldisverkunum. Það gat ekki þagað þegar að því kom að kalla hvítliðana og Heimdallarlýðinn til ábyrgðar fyrir skrílsuppþotið og fólskuverkin. Það er þakkarverð hreinskilni þótt síðborin sé. verjaland beiningamaður í hópi þjóðanna. Skýrt var frá því í Búdapest í gær að 12 menn úr forustu ungverska Verkamannaflokksihs, sem leystur hefur verið upp, yrðu ævilangt útilokaðir frá því að gegna ábyrgðarstöðum í Sósí- alistiska verkamannaflokknum eða embættismannakerfinu. Var komizt svo að orði að þetta væru menn sem kunnir væru íyrir að hafa haft forustuhlutverk á hendi í framkvæmd lýðræðis- fjandsamlegrar stefnu Rakosí- klíkunnar. Meðal tólfmenning- anna eru Gerö, sem varð fram- kvæmdastjóri Verkamanna- flokksins í júli í sumar á eft- ir Rakosi, og Hegedus, sem var forsætisráðherra þgar upp- reisnin braust út um daginn. Skýrt var frá því í Prag í gær að sendinefnd frá tékkósló- vösku stjórninni undir forustu Siroky forsætisráðherra væri lögð af stað í vináttuheimsókn til Búdapest. Aðhyllast sjónamiið Stalíns í gær var hirt i Belgrad ræða sem Tító, forseti Júgóslavíu, hélt á fundi forustumanna júgó- slavneskra kommúnista á sunnu- daginn. Titó segir þar, að röng stefna sumra anna se sem verið hafi í Póllandi og Ungverjalandi. Þegar hann hafi farið til Krím í sumar á fund forustumanna Kommúnistaflokks Sovétríkj.anna hafi hann komizt að raun um að meðal þeirra hafi rikt rang.t viðhorf til Póllands, Ungverjalands og fleiri ríkja. Framhald á 11. síðu. Hversvegna stöðvaðist lagnmg hitaveitu í Hlíðahverfið? Á bæjarstjórnarfundi í gær að borgarstjóri dragnist til bar Petrína Jakobsson fram að svara þeim eftir 2 vikur. eftirfarandi fyrirspur)nir til Petrína ræddi nokkuð á- borgarstjóra: stæður til þess að f.vrirspum- 1. Hvað var áætlað að lagn- irnar eru fram bornar. í júli ing hitaveituiuiar í Hlíða- í sumar voru grafnir skurðir hverfi tæki langan tíma? fyrir hitaveitu i hverfinu, en 2. Hvað veldur þeim töfum síðán lá verkið niðri í ágúst sem orðið hafá á fram- og september, en er nú loks kvæmd verksins í sumar? eitthvað hafið aftur. 3. Hvað telur hitaveitustjóri Petrína kvað ýmsar sögu- að þessar tafir muni seinka sagnir ganga um bæinn um verkinu mikið? orsök þessa lítt skiljanlega Fyrirspumir þessar hafði dráttar á framkvæmdum, en Petrína áður borið fram skylt væri að upplýsa málið, munnlega, en íhaldinu orðið enda þeim sem hlut eiga að fátt um svör. Þar sem þær máli aðeins fyrir beztu að hafa nú verið fluttar skrif- sannleikurinn í málinu verði lega er þess kannski að vænta kunngerður. Sex bækur frá Setbergi koma í bókabúðir í dag Meðal þeirra eru sýnisbók íslenzkra smásagna á 20. öld og endurminningar níu Reykvíkinga Bókaútgáfan Setberg sendir í dag á markaðinn sex bækur, og heita þær svo: Við sem byggðum þessa borg, endurminningar níu Reykvíkinga; íslenzkir pennar, sýn- isbók íslenzkra smásagna á 20. öld; Kristín Lafranz- forustumanna Sovétríkj- '^óttir, 2. bindi; Kvenleg fegurð, bók um fegrun, snyrtingu undirrot þeirrar oigu Qg iíkamsrækt; og að lokum tvö hefti af myndskreyttum ævintýrum eftir H. C. Andersen. Forstjóri Setbergs, Arnbjörn Vilhjálmur S. Villijálmsson Kristinsson, kvaddfe fréttamenn1 hefur skrifað bókina Við sem á fund sinn í gær og skýrði byggðum þessa borg — viðtöl þeim frá útgáfu sinni á árinu. við níu aldraða Reykvíkinga. Alls gefur Setberg 9 bækur út Bókin er tileinkuð minningu í ár, og koma hinar þrjár út Guðmundar Snorrasonar, en af um mánaðamótin. Arabaríki heita Egyptum lið- sinni ef aftur skerst í odda Engin þörí fyrir sjálfboðaliða lengur Fjögur arabaríki hafa lýst yfir að þau muni skerast í leikinn ef aftur komi til vopnaviðskipta milli Egypta annarsvegar og Breta, Frakka og ísráelsmanna hins- vegar. I tilkynningu sem þjóðhöfð- ingjar Iraks, Jórdans, Líbanons og Sýrlands birtu í Beirut i gær er þess krafizt, að herir Bretland, Frakkland og Israels verði þegar í stað og skilyrðis- laust á brott úr Egyptalandi. Ef þeir verði kyrrir og vopna- viðskipti hefjist á ný muni rík- in fjögur grípa til þeirra sjálfs- varnaraðgerða sem heimilaðar séu í stofnskrá SÞ og sáttmála Arababandalagsins. 1 gær kölluðu sendiherrar allra arabaríkja í Bonn frétta- menn á sinn fund í tilefni af fregnum um að egypzka stjórn- in hafi beðið sovétstjórnina að heimila sjálfboðaliðum frá Sov- étríkjunum að fara til Egypta- lands. Sögðu sendiherrarnir, að lEgyptar hefðu heitið á allar þjóðir að senda sjálfboðaliða, en nú væri bardögum hætt og þvi engin þörf á slíkri aðstoð lengur. Alls engir sovézkir sjálfboðaliðar væru í arabarikj- unum. Liðið komið . I gær komu fyrstu liðsflokk- arnir á vegum SÞ til Ismaila i Egyptalandi. Voru það 45 Dan- ir og 50 Norðmenn. Hammar- skjöld, framkvæmdastjóri SÞ, er staddur í Róm á‘Ieið til Eg- yptalands. Búlganín, forsætisráðherra Sovétríkjanna, sendi stjórnum Bretland, Frakklands og Israels orðsendingu í gær. Lýsir hann Jðgnuði yfir að ríki þessi skuli hafa falizt á að hverfa með heri sína úr Egyptalandi og ræður þeim til að hafa hraðann á. I orðsendingunni til Edens minnir Búlganín á að þegar hann hafi verið í London i vor hafi hann varað við afleiðing- Framhald á 11. siðu. viðtölum við hann fékk höfund- ur hugmynd að bókinni. Hún er 258 bls. í stóru broti, með teikningum Halldórs Pétursson- ar af öllum sögumönnum, en þeir eru þessir: Steinunn Þórar- insdóttir, Sr. Bjarni Jónsson, Runólfur Stefánsson frá Holti, Pétur Björnsson skipstjóri, Jón Bjarnason trésmiður, Eiríkur Hjartarson raffnæðingur, Jónas Eyvindsson símaverkstjóri, Pét- ur Pétursson verkamaður og Þórarinn Jónsson á Melnum. 2. bindi Kristínar Lafranzdótt- ur heitir Húsfrúin, og er það 447 bls. að stærð. Þau Arnheið- ur Sigurðardóttir og Helgi Hjörvar hafa islenzkað þetta bindi sem hið fyrra; og er gert Framhald á 7. síðu. Norðfjarðartog- aranum seinkar Neskaupstað. Frá frétta- ritara Þ.ióðviljans. Afhending nýja Norðfjarðar- togarans seinkar nokkuð. Upp- haflega átti að afhenda hann 1. okt. s.l. en nú hefur skipasmíða- stöðin tilkynnt að skipið verði afhent 10. jan. n.k. Ástæðan fyrir þessari seink- un er sú, að mistök urðu við smíði á gír í aðalvél skipsins, og var hann dæmdur ónothæfur, svo smíða þurft annan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.