Þjóðviljinn - 08.01.1957, Qupperneq 9
AÐ GRÆDA A SLYSIIM
Þriðjudagm' 8. jar.Úar 1957 — ÞJÓÐVILJIKN — C@>
% ÍÞRÖTT
RITSTJÓRh FRtMANN HELGASON
Landsmótið í innaxihússhand-
knattleik helst 29. janúar
Bœjakeppni milli HafnarfjarSar og ]
Reykjavíkur há3 18. og 20. janúar n.k.
Framhald af 7. síðu
** g rif jaði áðan upp hinn
ægilega dag þegar frétt-
irnar af Egilsslysinu voru að
berast hingað austur. Sú upp-
rifjun átti að vera áminning
til blaðamanna og annarra
þeirra sem við fréttaflutning
fást, en sérstaklega átti hún
að vera áminning til ritstjóra
Morgunblaðsins, að gefnu til-
efni. Hún átti að minna þá á
það, að sjóslys er ekki bara
frétt; sjóslys er ekki bara upp-
sláttur; sjóslys er ekki bara
eitthvað sem hægt er að láta
strákana hrópa á Lækjartorgi
til þess að viðkomandi blað
seljist betur og eigendur þess
græði meiri peninga. Það far-
ast oftast einhverjir menn í
sjóslysum, einhver heimili
missa fyrirvinnur sínar, ein-
hver börn missa pabba sinn,
einhverjar mæður missa son
sinn, einhverjar konur missa
mann sinn, einhver systkini
missa bróður sinn. Og á með-
an fréttir af slysinu eru það ó-
ljósar að ekkert er vitað um
afdrif þeirra sem í því hafa
lent, hlýtur hver sá ritstjóri
sem setur mannúð og tillits-
semi við harmisleginn náunga
sinn ofar sölumöguleikum
blaðs síns, ofar sjónarmiði
peningagróðans, að bíða með
birtingu þeirra. Og ritstjóri
sem birtir slíkar fréttir, áður
en hann hefur fengið örugga
vissu fyrir því að búið sé að
tilkynna slysið öllum aðstand-
endum þeirra sem í því hafa
lent, hann gerist sekur um þá
tegund ómannúðar sem ekki
verður nefnd öðru nafni en
glæpur, og ætti raunar hvert
siðað þjóðfélag að búa við lög
er tækju til hans sem slíks.
Eins og á stóð hlutu ritstjór-
ar Morgunblaðsins að gera sér
ljóst, að æsifregn þeirra um
Goðanesslysið gat orðið fyrsta
vitneskja sem að minnsta
kosti einhverjir af aðstand-
endum áhafnarinnar fengju
um það. Þegar þeir létu af-
greiðsluna senda strákana
með blaðið út á Lækjartorg í
morgun til að hrópa þar fram-
an í fólk að Goðanesið hefði
strandað, þá hlutu þeir um
leið að gera sér það ljóst, að
í hópi þessa fólks kunni að
vera einhver sem átti ástvin
um borð í skipinu, og vissi
ekki fyrr en þetta hvað fyrir
hann hafði komið. En það er
ekki sama hvernig fólki er
sagt að ástvinir þess hafi lent
í slysi. Það er að minnsta
kosti ekki háttur siðaðra
manna að tilkynna slíkt með
æsingi, hrópum og köllum.
Allt þetta hafa ritstjórar
Morgunblaðsins gert sér ljóst.
En þeir gerðu sér líka Ijóst,
að blað þeirra, sem þeir eru
flestir ef ekki allir hluthafar
í, gat grætt á því að verða
fyrst með fréttina, og sjónar-
mið peningagróðans sigraði
sjónarmið mannúðarinnar.
Þeir ákváðu að gera hörmung-
ar náungans að krónum í
höndum sjálfra sín.
En það er sannarlega skrítið
að maður skuli þurfa að
áminna ritstjóra Morgunblaðs-
ins um að sýna mannúð. Því
að hvei’jir tala meira um
mannúð en einmitt þeir?
Hverjir hafa hampað sinni
eigin mannúð meira en þeir,
til dæmis núna síðustu vik-
urnar í sambandi við hörm-
ungar Ungverja? Engir. Og
er þá nokkur furða þó manni
verði að spyrja: Hverskon-
ar fyrirbrigði er eiginlega
mannúð þessara manna? Er
hún kannski eitt af þeim fyr-
irbrigðum sem tilheyra verzl-
unarlífinu og reiknað er með
þegar fært er inn á bókhalds-
dálka, debet eða kredit? Já,
hversvegna er hún allt í einu
horfin, strax og þessum mönn-
um gefst tækifæri til að
græða peninga á andstæðu
hennar, ómannúð ? Hvers-
vegna er sú mikla mannúð
sem þessir menn hampa fram-
an í Ungverja, hversvegna er
hún skyndilega orðin að engu
þegar þeir eygja möguleika til
að gera Goðanessslysið að
gróðafyrirtæki sínu?
¥>itstjórar Morgunblaðsins
reyna kannski að afsaka
sig með því að þeir hafi tal-
ið víst að aðstandendur Goða-
nessmanna væru allir staddir
hér austur á Norðfirði, og
því væri hættulaust að selja
fréttina á götum Reykjavíkur.
Sú afsökun er að vísu hald-
laus með öllu, enda máttu
þeir vita, að það sem kemst í
almæli í höfuðstaðnum er
fljótt að fréttast út um land-
ið. En ef ské kynni þeir þætt-
úst samt sem áður ekkert illt
hafa gert af sér með þessu,
þá ætla ég að nefna þeim eitt
dæmi, aðeins eitt dæmi, sem
sannar hið gagnstæða:
Eg þekki unga norðfirzka
konu sem er stödd suður í
Reykjavik. Maður hennar var
á Agli rauða þegar hann fórst
fyrir tveim árum, og þurfti
hún því að þola allar hörm-
ungar óvissunnar í sambandi
við fréttaflutninginn af því
slysi. Maður hennar var líka i
Goðanesinu þegar það fórst í
nótt. Hún vissi ekkert um það
hvernig komið var fyrir hon-
um, fyrr en í morgun þegar
hún var að búa sig af stað
upp á Landspítala til að
leggjast þar inn á fæðingar-
deildina, þá fékk hún í hend-
ur Morgunblaðið með æsifrétt-
inni um slysið. Eg veit ekki
hvað Morgunblaðið græddi
margar krónur á þessari frétt.
En ég er sannfærður um, að
ef kona þessi hefði átt þær
krónur, þá hefði hún viljað
gefa. þær allar, og miklu
meira, til að losna við þá
kveljandi óvissu og kvíða sem
hún varð að þola í morgun
þangað til hún frétti loks um
hádegið að maður hennar
hafði bjargazt en ekki
drukknað.
7V[ei, ég veit ekki hvað eig-
' endur Morgunblaðsins
græddu mikið á Goðanessslys-
inu. En sjálfsagt kemur sá
gróði þeim að góðu haldi þeg-
ar þeir hefjast handa um að
byggja nýja hæð ofan á höll
sína við endann á Austur-
stræfi. Og það verða kannski
fleiri sjóslys seinna, fleiri
tækifæri fyrir þá að verða
fyrstir með fréttina og græða
peninga. Og kannski verða.
sjóslysin einhverntíma orðin
svo mörg, að þeir geti byggt
sér 6 hæðir til viðbótar þeim
6 sem fyrir eru.
Samkvæmt upplýsingum sem
íþróttasíðan hefur fengið frá
formanni HKRR, Árna Árna-
syni, verða fslandsmótin í
handknattleik sett 29. janúar.
Gert er ráð fyrir að leikirnir
fari fram um helgar eftir því
sem hægt verður. Umsóknir um
þátttöku í mótinu eiga að vera
komnar til HKRR fyrir 14.
janúar. Leikir í yngri flokkun-
um hefjast um sama leyti og
verða einnig um helgar. Það
þarf ekki að taka það fram að
þetta fyrirkomulag er haft
fyrst og fremst til þess að æf-
ingar nýtist betur hjá félögun-
um og að æft sé markvissara
en þegar leikirnir voru dag
eftir dag og allt slitnaði sund-
ur.
Það vill svo skemmtilega til
að setningardagur mótsins er
afmælisdagur Handknattleiks-
ráðsins og verður það 15 ára
þann dag. Þetta er 17. lands-
mótið sem haldið er hér inni.
Það fyrsta fór fram 1940.
Reykjavík — Haínar-
fjörður 18. til 20. janúar.
Þá upplýsti Árni að HKRR
hefði lagt til að hin árlega
bæjakeppni milli Hafnarfjarð-
ar og Reykjavíkur færi fram
18. og 20. janúar. Ekki væri þó
endanlega frá því gengið enn-
þá. í því sambandi má benda á
að þegar tillögur voru gerðar
um uppbyggingu keppnistíma-
bilsins hér, var ráð fyrir gert
að> þessi keppni væri í lok
keppnistímabilsins og voru færð
að því ýms rök, en vera má að
eitthvað hafi komið fram sem
geri þá áætlun óframkvæman-
lega.
Taka íslendingar þátt í
heimsmeistarakeppninni
1958?
í sambandi við framtíðarmál
handknattleiksmanna hér, var
Árni spurður um hvort ísland
mundi taka þátt í heimsmeist-
Heimsmethafi
í sleggjukasti
vœntanlegur
Bandaríski frjálsíþróttamað-
urinn 0‘Connolly, heimsmethafi
og olympíusigurvegari í sleggju
kasti, er væntanlegur hingað
til Reykjavíkur n.k. þriðjudag.
Kemur hann hingað á vegum
útbreiðslunefndar Frjálsíþrótta-
sambands Íslands og mun
dveljast hér í nokkra daga,
halda fyrirlestra, sýna skugga-
myndir og kvikmyndir og hafa
rabbfundi með íslenzkum í-
þróttamönnum.
arakeppninni sem fram fer í
Austur-Þýzkalandi 1958. Árni
kvað það vera mál íþróttasam-
bands íslands og ekki vita hvað
því liði. Hann kvaðst hafa
heyrt að lönd þau sem tækju
þátt í heimsmeistarakeppninni
fengju ferðir og uppihald frítt,
og væru það út af fyrir sig
kostakjör, en það er stjórn ÍSl
sem tekur ákvörðun um þetta,
sagði Árni að lokum.
Sé það rétt að kjörin séu svo
hagstæð um þátttöku í heims-
meistaramótinu, eins og heyrzt
hefur, þá er sjálfsagt að at-
huga þetta mál nánar. Sérsam«
bandið (ÍSl) þarf að taka á-
kvörðun um þetta mál og hafa
samráð við þau sérráð sem
þetta mál varðar sérstaklega,
og þetta þolir enga bið. Ef að
þessu yrði horfið, yrði nú þegar
að byggja upp þjálfun og æf«
ingar handknattleiksmanna.
Þessa tvo vetur og eina sum-
ar yrði að tengja í eina heild
með þetta markmið fyrir aug-
um. Að láta þennan vetur líða,
og e.t.v. sumar líka, væri mikil
skyssa. Vonandi heyrum við
bráðlega frá ISÍ um þetta mál.
Bandaríska stúlkan Pat McCormick, tvöfaldur sigurvegari
í listdýfingum kvenna á olymphdeikunum í Melbourne•,
sýnir báða gullpeningana sína.
.......................
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 38., 40., og 41. tbl. Lögbirtinga-
blaðsins 1956, á skúr í Ingólfsstræti 2, talinn eign Guðna
Jónssonar, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans i
Reykjavík og Þorvaldar Þórarinssonar hdl., á eigninni
sjálfri laugardaginn 12. janúar 1957, kl. 2.30 síðdegia
BorgarfégeSíim í Beykjavík
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 86., 87., og 88. tbl. Lögbirtinga-
blaðsins 1956, á hluta í eigninni Efstasund 37, hér í
bæ, talin eign Arnar Steingrímssonar, fer fram eftir
kröfu tollstjórans í Reykjavík á eigninni sjálfri föstu-
daginn 11. janúar 1957 kl. 2 síðdegis,
Borgarfógetinn í Reykjavík
^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■«»»»*«»»»»»»*»*»»»»»»»»"»»»»»»»»»»M»»»»»»»»,,MMMM,,,*",,*M,,,,*B*