Þjóðviljinn - 30.01.1957, Síða 1
Frakkar beita verkfallsmenn í Alsír
hervaldi til að neyða þá fil vinnu
Allsher'iarverkfalliS jbar og I Frakklandi magnasf,
verkfallsmenn dœmdir i fangelsisvist og sektir
Verkfallið sem Þjóðfrelsishreyfing Serkja í Alsír
hefur boðað til þar og í Frakklandi til að vekja at-
hygli á baráttu þeirra fyrir sjálfstæði magnaðist enn
í gær. í Algeirsborg voru verkamenn neyddir með
hervaldi til að taka upp vinnu, en aðrir voru dæmdir
í fangelsi.
Margir serkneskir verkamenn
sem búsettir eru í Frakklandi
bættust í hóp verkfailsmanna í
. g'ær. Um 3000 þeirra sem vinna
í tveim bifreiðaverksmið.ium í
París mættu ekki tii vinnu í gær
og um 70% serkneskra verka-
manna hjá Renaultverksmiðjun-
um sátu heima.
Braut ruður og
brauzt gegnum
mjölskemmuna
Siglufirði. Frá frétta-
ritara Þjóðviljans.
Aðfaranótt sl. mánud. gerði
ltér afspyrnuveður af norð
•orðaustri og olli það talsverð-
um skemmdum liér á hósiun,
reif plötur af þökum og næst-
um því alít þakið af einu Jiúsi
og braut níður víða.
Nokkrar skemmdir urðu
einnig á húsum vegna braks er
fauk á þau. Veðrið sprengdi
nokkrar járnplötur úr norður-
og suðurhliðum mjölskemmu
rikisverksmjðjanna, — fór
þvert í gegnum húsið. Nokkr-
ar bilanir urðtt einnig á raf-
leiðslukerfi bæjarins.
Sama og engin snjókoma
fylgdi veðri þessu, en í fyrra-
dag og nóttina eftir snjóaði
nokkuð, en var þó aðeins föl
í gærmorgun. I gærmorgun var
suðvestan hvassviðri með lítils-
háttar éljum.
Átök og mannvíg
í Frakklandi
í ýmsum borgum Frakklands
kom aftur til átaka í gær milli
serkneskra verkamanna og lög-
reglu og biðu nokkrir menn
bana en aðrir særðust.
í Bordeaux var serkneskur
veitingahúseigandi skotinn til
bana af tveim dulklæddum
mönnum, en hann hafði ekki
orðið við hvatningunni um að
loka veitingahúsi sínu.
Verkamenn
beittir bervaldi
Hert hefur verið á ritskoðun-
inni á öllum fréttaskeytum frá
Alsír og eru fréttir þaðan því af
skornum skammti.
Þó hefur frétzt að í gærmorg-
un hafi fjölmennar sveitir her-
manna haldið inn í serkueska
hverfið í Algeirsborg. Hermenn-
irnir brutnst inn í hús maiina
sem Iagt höfðu niður vinnu og
höfðu l»á á brott með sér í bif-
reiðum. Voru þeir fluttir á
vinnustaði og þeim skipað að
vinna. Þeir sem ekki lilýddu
voru íangelsaðir.
Serkneskir starfsmenn við al-
menningsfarartæki og í þjónustu
hins opinbera sem lögðu niður
vinnu í fyrradag voru í gær
dæmdir í háar fjársektir og
fimmtán daga fangelsisvist.
Frönsku stjórnarvöldin segja að
„ástandið hafi batnað“ við þess-
ar aðgerðir.
Yarsjárbandalagið verður eflt-
öryggiskerfi í Evrópu lausnín
Sameiginleg yfirlýsing Sovétríkjanna og
Tékkóslóvakíu gefin út í Moskva í gær
Ríki Austur-Evrópu munu gera allt til aö efla Varsjár-
bandalagið, en þau telja aö friöur yröi bezt tryggöur í
Evrópu ef komið yröi á fót öryggiskerfi allra ríkja álf-
unnar.
Þetta var meginefni sameig-
inlegrar tilkynningar stjórnar
Tékkósióvakíu og Sovétríkj-
anna sem gefin var út í gær
eftir þriggja da.ga viðræður
tékkneskra og sovézkra leið-
toga í Moskva.
1 tilkynningunni er sagt að
á meðan vesturveldin haldi á-
fram að efla Atlanzbandalagið
og hafni öllum tillögum um að
leysa upþ bæði hernaðarbanda-
lögin og semja í staðinn um
sameiginlegt öryggiskerfi ailra
Evrópuríkja, sé aðildarríkjum
Varsjárbandalagsins nauðsyn
að efla landvarnir sínar.
Tékkneska stjórnin lýsir sam-
þykki sínu við íhlutun sovét-
hersins i Ungverjalandi og báð-
ar stjórnirnar heita nngversku
stjórninni fullum stuðningi.
Aðeins hermemi
á götunum
Nær öll umferð hefur stöðv-
azt í Algeirsborg og fáir sem
engir Serkir eru þar á ferli. Hót-
un Frakka um að opna með her-
valdi serkneskar verzlanir hefur
engan árangur borið, eigendur
þeirra neita með öllu að selja
Framhald á 5. siðu
Leitað að Ternen á
30.000 lerkm svæði
Leit aö dönsku hersnekkjunni Ternen sem ekkert hef-
ur spurzt til síöan á föstudag var haldið áfram í gær.
Leitað er á stóru svæði.
Leitað er að Ternen á 30.000
ferkílómetra svæði milli Stóru
Hrafnseyjar og 60. breiddar-
baugs. Tvö Grænlandsför, þ. á.
m. Umanak, sem óttazt var um,
en nú er komið fram, taka þátt
í leitinni og auk þess tvær
danskar hersnekkjur, dönsk
Catalinaflugvél og tvær banda-
rískar flug'vétar.
Onnur Catalinaflugvél fór fró
Kaupmannahöfn í gær til að
taka þátt í leitinni.
emroma kjonn
Akureyri í gær.
Frá fréttaritara Þjóðviljans.
Aðalfundur Iðju félags verk-
smiðjufólks var haldinn s.l.
sumiudag í Alþýðuhúsinu. Stjórn
félagsins var einróma kjörin.
Stjórnin er skipuð þannig:
Formaður Jón Ingimarsson,
varaformaður Friðþjófur Guð-
laugsson, gjaldkeri Itjörleifur
Hafliðason, ritari Arnfinnur
Arnfinnsson og meðstjórnandi
Hallgrímur Jónsson.
I trúnaðarráð voru kjörnir
Eyþór Bollason, Ingiberg Jóhann-
esson, Jónas Jónsson og Jóhann
B. Hannesson. Félagatala er nú
eflir aðalfund 509 og er Iðja þá
arðin fjölmennasta stéttarfélag-
ið í bænum. Eignir fé’agsins við
áramót voru taldar kr. 111.505,
Þjóðyegimir frá Rvík lokaðir i pær-
morgun - lokuðust aftur síðdeg*
Reynt verSur að halda KrýsuvikurleiS opinni
Þjóðvegirnir frá Reykjavík voru enn lokaöir í gærmorg-
un, en ruöningsmenn Vegageröarinnar opnuöu bæöi
Keflavíkurleiöina og Hellisheiðarveginn, en í gærkvöld
voru þessir vegir orðnir illfærir eða ófærir, — og mun
hætt viö um sinn aö halda HellisheiÖarveginum opnum
og í þess staö ruddur Krýsuvíkurvegurinn.
Keflavíkurvegurinn var lok-
aður í gærmorgun, en Vega-
gerðin sendi 3 snjóplóga er
opnuðu hann. Þegar þeir voru
komnir suður fyrir Vatnsleysu
fóru bílar að koma eftir veg-
inum, því minna hafði snjóað
nú sunnar á strondinni. Um-
ferðin komst í eðlilegt lag upp-
úr kl. 2, en um kl. 4 kom fjúk
og skafrenningur og milli kl. 5
og 6 var bylur. Eitthvað af
bílum mun þá hafa teppzt á
leiðinni, en búizt við að þeir
myndu þó komast leiðar sinnar
síðar, en Keflavíkurleiðin var
talin lokuð aftur í gærkvöldi.
Hellisheiðin.
Vegagerðin sendi í gærmorg-
un 5 ýtur og 2 snjóplóga til að
ryðja veginn héðan austur á
Kambabrún. Sóttist það greiðar
en vænta mátti og höfðu þeir
lokið verki nokktu eftir kl. 11.
Hin daglega umferð var þá ekki
komin í fullan gang og notað-
ist því ekki eins vel að opnun
vegarins, þvi síðdegis var aft-
ur komín snjókoma og bylur.
Héðan frá Reykjavík fór mikil
bílalest, 13 mjólkurbílar og all-
margt annarra bíla austur, og
var milli Kolviðarhóls og Skíða
skálans kl. að ganga 8 í gær-
kvöldi. Þá voru einnig nokkrir
bílar að austan á leiðinni frá
Kolviðarhóli.
Nær 17 tíma írá Selfossi
til Reykjavíkur.
Mjólkurbílarnir sem
Krýsurvíkurleiðina í
fóru frá Selfossi kl
fóru
komust ekki til Reykjavíkur
fyrr en kl. að ganga 7 í gær-
morgun. Var snjóplógur send-
ur á móti þeim, en mjög mikl-
ir skaflar eru á veg'inum við
Kleifarvatn.
Þó er í ráði að reyna að
halda Krýsuvíkurleiðinni op-
inni nú, því aðaltorfærnn á
þeirri leið er meðfram Kleifar-
vatni.
Hvalfjörður lokaður.
Hvalfjarðarvegurinn var lok-
aður í gær. Snjóplógur var
fyrradag sendur héðan til að ryðja veg-
1.30, en Framhald á 11. síðu.
Uppbygging
atvinnulífsins
Annað erindi Einars í kvöld klukkan 9
í kvöld flytur Einar Olgeirsson annað erindi sitt um
helztu viðfangsefni Sósíalistaflokksins, og fjalla það um
uppbyggingu atvinnulífsins.
Erindið verður flutt að Tjarnargötu 20 og hefst kl. 9.
Aðgangur er heimill öllutu félögum Sósíalistaféiags
Reykjavíkur, Æskulýðsfylkingarinnar og Kvenfélags
sósíalista.
Reýkvískir sósíalistar ættu ekki að láta framhjá sér
fara þessi gagnmerku erindi Einars uni starf og stefnu
Sósíalistaflokksins.
Þriðja og síðasta þeirra verður flutt n.k. miðvikudags-
kvöld.