Þjóðviljinn - 17.02.1957, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.02.1957, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJIXX — Sunnudagur 17. febrúar 1957 EHOÐVIUINN Útgefandi: Sameininga^nickvr alþýOu — SósialistafloTckurinn Svört samfylking gegn sam- starfi uin ríkisstjórn ¥>að er reginmisskilningur, ef ■*■ sú klíka ábyrgðarlausra Efiekúlanta, sem nú stjórnar Kiameiginlegri herferð hægri ferata og íhaldsins í verklýðs- íamtökunum, heldur aó tak- ast megi að fela tilgang Jseirrar samvinnu. fThlgangur þeirrar samvinnu er opinbert mál. Hann er eá að sundra því samstarfi vinstri aflanna í ríkisstjórn á Alþingi, sem hefur ffryggt alþýðusamtökuuum verulega íhlutun uin aðgerðir lúkisialdsins á Islandi. Mátt- tiaus heift manna eins og Áka iJakobssonar, Þorsteins Pét- ■*rssonar, Stefáns Péturssonar, Jóns Sigurðssonar og annarra klíkubræðra, gegn sósíalistum og ríkisstjómarsamstarfinu íknýr þá til samstarfs við í- foaldið, og með gegndarlausri frekju gegn heiðarlegum Al- tþýðuflokksmönnum tekst þeim s.ð reka forystu Alþýðuflokks- ins út í hina smánarlegu sam- vinnu við íhaldið. Þessir aienn eru flestir aðskotadýr í Aiþýðuflokknum, flokkaflæk- ingar sem fyrr eða síðar dæma sig úr leik í hvaða flokki sem þeir leita hælis. Það eru þeir, sem nú telja það hlutverk sitt að sundra röð- írm alþýðusamtakanna, telja bað verkefni sitt að draga 5okur frá hurðum og hleypa inn í stjórnir verkalýðsfélag- s nna útsendurum frá íhaldinu. If þvi er dýrkeypt reynsla Jivernig fer ef íhaldið nær tökum á verkalýðsfélögum. Samfylking nazistans Birgis Kjarans og sérhyggjumann- anna Áka Jakobssonar og Jóns Sigurðssonar um sam- eiginlega „baráttu“ til valda í verkalýðsfélögum er ekki fyrsta tilraunin sem þessir flokkar hafa gert. Er furðu sjaldan minnst á það fordæmi þegar Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn tóku sameiginlega völd í Verka- mannafélaginu Dagsbrún. snemma á stríðsárunum. Mætti þó ætla að núverandi samherjar,íhald og hægri krat- ar, væru ekki feimnir að lýsa fyrir alþýðufólki í Reykjavík þeirri reynslu sem varð af samstjórninni á stærsta verka- lýðsfélagi landsins. ¥^eim er að vísu vorkunn þó þeir þegi um þá reynslu. En þannig mun víðar fara, og reykvískir alþýðumenn munu ekki reynast ginkeyptir að af- henda hinni svörtu samfylk- ingu íhalds og ábyrgða-lausra hægrikrata stjórnarvöld í verkalýðsfélögum. Tilgangur- inn er augljós. Að sundra vinstra samstarfi um rikis- stjórn, að afhenda íhalds- burgeisum lyklavöld alþýðu- samtakanna. Sá ljóti leikur mun ðkki takast og má ekki takast. Allt er þá þrennt er íhaldsblaðinu Vísi leiðist ekki •* að gera sig að fífli dag eftir dag í hverju málinu á fætur öðru. Fyrir nokkrum dögum fór hann með fleipur og vísvitandi ósannindi um verðhækkanir á sykri. — Kenndi hann efnahagsmálaað- gerðum ríkisstjórnarinnar um verðhækkanir, sem orðið liafa 1 á bili á sykri á heimsmarkaðn- ! riun, en vissi þó vel, að á syk- ^ 'dr og aðrar brýnustu neyzlu- vörur almennings, hafa engar aýjar álögur bætzt vegna að- gerða rikisstjórnarinnar. I \Fa það hjá Vísi, þegar hann léðst með skætingi og hróp- ; yrðum á ráðstéfnu þá, sem sjávarútvegsmálaráðherra kall aði saman til að ræða um laæstu aðgerðir í landhelgis- análunum. — Það á að ganga ‘iandráðum næst, að ráðgast við fulltrúa þeirra landshluta, eem mestra hagsmuna hafa að gæta í sambandi við i’ýmk- '<m landhelginnar. Samiáð við fólkið má ekki hafa! Það er '• eins og eitur í beinum íhalds- í áns. Þessi ráðstefna skartar ! i. forsíðu Vísis með risaletri ( sem „Blekldngarráðstefna ■ um landhelgina4*. í þessu birtist á eftirminnilegan hátt afstaða íhaldsins til landhelg- ismálsins, og mun lengi verða í minnum haft. Aumingja Vís- ir, að hafa ekki vit á að þegja. l^riðja málið á seinustu þrem- * ur dögum, sem Vísir not- ar til að auglýsa flónsku sína með, er launajafnréttismál kvenna. Hér er um að ræða þingsályktun, sem rikisstjórn- in flytur til fullgildingar al- þjóðasamþykkt um sömu laun kvenna og karla fyrir jafn verðmæt störf. ¥/isir segir: „Samþ.vkkt þessi * hefur áður verið til með- ferðar á Alþingi ...“ Hvenær var það nú Vísir sæll? Auð- vitað veit ritstjóri Vísis vel, að þetta er þvættingur einber. Tillaga til fullgildingar á sam- þykkt Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar liggur nú í fyrsta^. sinni fyrir Alþingi og hefur aldrei verðið borin þar fram áður. ■fTísir er þannig staðinn að ó- * sannindum dVn sykurverð- ið, staðinn að því að óvirða fulltrúa sjómanna og vitgerð- armanna í landhelgismálinu og ennfremur ber að ósann- Gaman og alvara - -/k- BIDSTBUP teibnaði, Opið bréf til Eins og kunnugt er hafa þeir, sem í strjálbýli búa, orð- ið að tengja heimili sín vega- kérfi landsins með svonefnd- um afleggjurum eða einka- vegum af aðalveginum. Hafa margir lagt mikið erfiði og kostnað I þetta, enda eru þess- ir heimakstursvegir eitt af brýnustu nauðsynjum heimil- anna, eins og samgöngum er nú háttað. Að vetrinum veitir náttúran þessum heimilum oft þungar búsifjar með fanna- lögum, og verða hlutaðeigend- ur, þegar svo ber undir, að leggja á sig að halda vegum þéssiim opnum af brýnni þörf. Eg hef ávalt haldið, og ekki heyrt annars getið, en að menn væru í fullum rétti með þessa heimilisvegi, og öðrum væri óheimilt að loka þeim með hverskonar hindrunum. Tilefni þess að ég sný máli mínu til yðar, herra vega- málastjóri, er að ég hef oft orðið þess var, að sumir starfsmenn vegagerðarinnar, sem sendir eru út til að ryðja snjó af aðalvegum, virðast næsta lítið tillit taka til indum um, að alþjóðasam- þykktin um sömu laun kvenna og karla hafi áður verið til fullgildingar á Alþingi. — Allt er þá þrénnt er, og kynni nú hinum hyggnari og gætnari íhaldsmönnum að finnast, sem flónska Vísis væri búin að verða þeim nóg til skammar. vegamálastjóra sumra þessara afleggjara. Þeim er fyrirvaralaust lokað, oft með háum illa gerðum snjóhryggjum. Þetta kemur sér oft illa fyrir viðkomandi heimili, sem nauðsynlega þurfa að fá ökutæki heim, t. d. með eldsneyti, í sjúkdóms- tilfellum 0. fl. Tilfinnanlegast er þetta þar sem svo stendur á, að konan er langdvölum ein heima með börn á unga aldri eða þá gamalmenni ein, sem enga orku hafa til þess að ryðja hindruninni úr vegi. Eg er einn þeirra mörgu, sem bý við afleggjara, sem tvö heimili standa að. Eigi alls fyrir löngu varð ég, til þess að fá olíu að heimili mínu, að moka olíubílnum leið gegn- um snjóruðning, sem snjó- rj’ðjur vegagerðarinnar höfðu lokað afleggjaranum með. Um sama leyti daginn eftir höfðu þessi tæki aftur lokað honum með mun meiri ruðn- ingi. Þann 2. febrúar síðastl. er starfsmenn vegagerðarinn- ar vom að bæta um hreins- un á aðalveginum, gekk ég til eins þeirra og bað hann að ýta skarð í ruðninginn, svo komist yrði inn á afleggj- arann. Tók hann máli mínu vel og kurteislega og lofaði að gera það áður en hann yfirgæfi þann kafla vegarins, er þarna var verið að vinna á, en efndir urðu engar. Enginn má taka orð mín svo, að ég ætlist til að unnt sé að taka mikið tillit til þess- ara einkavega, þegar verið er að greiða úr umferðaröng- þveiti og brjóta bifreiðiun leið í ófæru veðri, sem starfsmenn vegagerðarinnar sýna að jafn- aði mikinn dugnað í. En það mun vera venja að senda út á vegina, þegar um hægist og veður batnar, til að bæta um hreinsun þeirra, víkka traðim- ar, lækka hryggina o. s. frv. Mætti þá segja að tímabært væri að taka skarð í ruðning- inn fyrir þessum vegálmum, enda oft tiltölulega lítið fyrir því að hafa og tekur að jafn- aði örfáar mínútur í hverju tilfelli með stórvirkum tækj- um. En til þess að fyrirbyggja misskilning og fólk viti hið rétta í þessum efnum, lang- ar mig til að biðja yður að upplýsa eftirfarandi atriði: 1. Hafa starfsmenn vega- verðarinnar, er annast snjóhreinsun af vegum engin fyrirmæli um, hvernig þeim beri að haga sér gagnvart um- ræddum vegamálum? 2. Hverjum ber að nema burt umrædda hindrun, eftir tæki vegagerðar- innar, og kosta það, svo unt verði að koma öku- tæki út á afleggjara fyr- ir viðkomandi heimili? 3. Verði tjón eða slys af völdum snjóruðnings, er tæki vegagerðarinnar hafa lokað afleggjara •með, hver er þá bóta- skyldur? Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.