Þjóðviljinn - 12.03.1957, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 12. marz 1957
(IIÓÐVILJINN
ÚtgefancU:
Sameiningarflokkur alpýðu — Sösíalistaflokkunnn
Nýj ar fa ernámsframkvæmdir
Pétur Hraunfjjörð
Minningarorð
Þegar vér fylgjum til graf-
ar í dag Jóhanni Pétri Hraun-
fjörð, fyrrverandi skipstjóra
og verkamanni, minnumst vér,
að horfinn er ágætur drengur,
sem ávinningur var að hitta
og kynnast á lifsleiðinni. Mað-
ur sem var í senn alvarlegur,
fastur fyrir og sérstæður, sem
og léttur í lund, kíminn og fé-
lagslyndur, því sjaldan var
svo þröngt um hag og heil-
brigði hjá Pétri Hraunfjörð,
að hann væri ekki logandi af
ýmiskonar áhuga fyrir hinum
margbreytilegu velferðarmál-
um sínum og samfélagsins.
Þessi áhugamál ræddi hann i
ljósi sterkrar trúar á hið góða
í manninum, þrátt fyrir það,
að honum dyldist ekki sú var-
mennska sem of víða kemur
fram í sambýli mannanna.
Réttlætiskennd hans og jafn-
réttishugsjón var afar rík;
var því mjög auðskilið að
hann var vinur og baráttu-
maður smælingjanna, skilyrð-
islaust, hvernig sem á stóð.
Pétur var Snæfellingur, og
hertur við hörð kjör og sjó-
sókn frá barnæsku. Fæddur
að Kalabjörgum í Helgafells-
sveit 14. maí 1885, og ólst að
Pétur Hraunf jörð
mestu leyti upp á bænum
Hraunfirði, en það nafn tók
hann sér að ættamafni. Um
þetta leyti voru mjög hörð ár
hér á landi; frosthörkur og
harðindi a vetnim, en ótið og
heybrestur á sumrin, fiskleysi
og samgönguörðugleikar. Svo
hefur hann þeim sagt, er þess-
ar línur ritar, að nær engin
spjör hafi verið til á heimil-
inu, er hann fæddist, til þess
að vefja hann í og ekkert til
að nærast á. Móðir hans var
svo grönn og lasburða, að hún
mjólkaði drengnum ekkert,
kúamjólk var ekki heldur til,
og fyrirfannst ekki, en svo
stóð á um vorið, að til þess
var flúið, að gefa snáðanum
kaplamjólk meðan þurfti. Alls-
leysið í þessum kotum var svo
óskaplegt, að vér nútíðar-
menn getum illa gert oss það
ljóst. Á 12. ári var Pétur
settur til sjóróðra á opnum
bátum, og voru honum höfuð-
skepnurnar allharðar í horn
að taka. Hann var aðgætinm og
séður sjósólcnarmaður ög tók
stýrimannspróf 1912. Eftir
það var hann skipstjóri á
ýmsum fiskiskipum, heppinn
og lánsamur.
Pétur kvæntist 1914, Áatu
Kristjá'nsdóttur, ættaðri úr
Eyrarsveit; fluttust þau til
Reykjavíkur 1924, þar sem
hún lifir mann sinn ásamt sex
börnum sem eru á lífi, og
Framhald á 10. síðu.
Björn Th. Björnsson ræddi ^
Ur útvarpsdagskránni
fjlíminn birtir einatt á sunnu-
dögum syrpu af fréttum,
sem snyrtar eni saman og
hver afgreidd í einni setningu.
Eru þetta fréttir sem rit-
stjórnin telur svo óm.erkar, að
ekki sé gerandi veður út af
hverri um sig, en séu þær
hnappaðar saman er talið vert
að eyða í þær allar svo sem
hálfum dálki. í þessum úr-
gangshaugi fréttaþjónustunnar
gat í fyrradag að líta eftir-
farandi: „Það heyrist nú að
með vordögiuium hefjist all-
miklar framkvæmdir á Kefla-
víkurflugvelli“. Þetta er allt
og sumt, það er rétt á tak-
mörkunum að Tíminn telji
þessa frétt frásagnarverða.
kvæmdir bak við tjöldin.
egar ráðherrar þeir sem
þátt tóku í viðræðunum
við Bandaríkjamenn, Hermann
Jónasson forsætisráðherra og
Guðmundur I. Guðmundsson
utanríkisráðherra, voru spurð-
ir um þetta atriði, svöruðu
þeir því til að ekki hefði ver-
ið minnzt einu orði á fram-
kvæmdir Bandaríkjahers; hins
vegar vöruðust þeir að segja
nokkuð um málið frá eigin
brjósti. Ráðherrar Alþýðu-
bandalagsins sögðu hins vegar
í yfirlýsingu sinni „að ekki
komi til mála að frestur þessi!
verði notaður til nýrra hern-
henaðarframkvæmda".
við systur í karmelítaklaustr-
inu í Hafnarfirði. Atvinna
þeirra er bæn,
ævi þeirra er
Bókstaf- söngur; og hefur
urinn ekki einusinni
lífgar séra Bjarni lagt
á sjg þvílíkan
kross fyrir Krist.
Það er hægt að hafa samúð
með slíkri fórn í sjálfri sér.
Hitt er lakara að doktor í
Njálu skuli ekki meea lesa
hana lengur, þótt hún telji á
hinn bóginn líklegt að Biskupa-
sögur séu sér ekki bannaðar.
Þó væri gaman að sjá framan
í þann mann, sem teldi Bisk-
upasögur uppbyggilegri rit en
Njálu. í augum karmelíta er
munurinn vitaskuld sá að
Njála er að mestu „heiðin“
bók, en biskupasögumar heita
Biskupasögur. Sem sé: bókstaf-
urinn lífgar, en andinn deyðir
í Hafnarfirði. Annars var á-
nægjulegt hvað nunnumar
voru frjálslegar í viðmóti við
karlmanninn.
Fiskifræðingar hafa að und-
anfömu flutt erindaflokk um
íslenzkar hafrannsóknir. Við
erum flest gerð
af fiski og lifum
Kynlíf af fiski; og vafa-
og laust eru engin
aldur erindi sjálfsagð-
ari í útvarpinu
en þessi, eða
önnur sem varða með svipuð-
um hætti afkomu okkar og
daglegt líf. En meður því að
það er meira af hafragraut
en ýsu í undirrituðum, þá
hefur hann ekki hlustað á þessi
erindi — unz hann lagði eyr-
un við frásögn dr. Jakobs
Magnússonar af karfanum;
það var ágætlega skýr og
greinargóður lestur. Eflaust
hefur mörgum að auki þótt
gaman að heyra um hið flotta
kynlíf karfans, en ekki eru
menn sammála um hvernig
beri að greina aldur hans. Erú
tvær höfuðkenningar uppi.
Eftir annarri þeirra verður
hann kynþroska 4—5 ára, en
15—18 ára eftir hinni; og er
það sýnu siðlegri aldur. Eftir
sömu kenningu getur karfinn
orðið allt að 60 ára gamall,
eða álíka og Jón Axel karfa-
veiðistjóri er núna.
V. Þ. G. flutti fréttaauka um
fund útvarpsstjóra á Norður-
löndum. Ræddi hann í upp-
hafi um útvarp, og fyrir
skemmstu fékk hann annan
fréttaauka um
það mál. En af
Húmanisti Því V. Þ. G. er
í frétta- sannur húmanisti
auka batt hann sig
ekki við þetta
mál, heldur skýrði
og frá því að Stokkhólmsbisk-
Up hefði nýlega mælt fyrir
minni guðsríkis í einum
stærsta danssal þar í borg —•
ísmeygileg ábending til dóm-
prófastsins að prédika yfir
rokkunum í Breiðfirðingabúð.
Þá sagði hann frá úlfaþyt út
af norskri klámsögu, garnan-
vísum um Sölku Völku í
sænskri veizlu, fjárlögum Nor-
egs, Ungver j alandskvöldi í
Danmörku — elckert mannlegt
er mér óviðkomandi. Það hlýt-
ur að vera mikil raun fyrir
leikna públíkmenn eins og t.d.
vinina V.Þ.G. og Hjörvar að
tala alltaf í mannlausum
skonsum; og biðjum við þess
öll að sjónvarpið komi, með-
an þeir á annað borð fást við
að láta ljós sitt skína.
Filippía Kristjánsdóttir er
einhver vinsælasta skáldkona
þjóðarinnar, og koma ekki aðr-
ir höfundar oftar í útvarpið.
Nú flutti hún
kvæði, og sagði
Vegapund að „ísgustur fer
skáldkon- um anda minn“
unnar með þeim afleið-
ingum að „líkam-
inn fer á flótta“.
Ágætavel lýsti skáldkonan ó-
geði sínu á hafinu með þessum
ljóðlínum: „Þú yfirgafst æsku
þína/ út við sjó“. Eitt sinn
hafði skáldkonan þurft að
ríma orðið veganesti við heim-
anmund. Það er ekki heiglum
hent, en skáldkonan lék sér að
því: hún bjó til orðið vega-
pund. Talið hefur verið að
dugnaður skálda mætti ekki
vera öllu meiri en 99 prósent
móti 1 prósent listgáfu. En
Filipía hefur sýnt, fram á að
reglan er ekki algild. Hlutfall-
ið má vera 100:0 í einstökum
tilfellum.
Höfuðsmaðurinn frá Köpen-
ikk er náttúrlega ekki sérstak-
lega kjörinn til útvarpsflutn-
ings — því valda
tíðar sviðskipt-
Van- ingar og mikill
rækt lög grúi hraðmæitra
mál persóna. Eftir
flutning þess í út-
varpinu á laugar-
dagskvöldið er sérstök ástæða
til að rifja upp það lögmál að
leikrit verður að flytja
með tempruðum hraða, rödd-
um ber að halda aðgreind-
um sem fremst má verða, máli
persónanna má ekki drekkja í
ærandi hávaða að baki. Það
var t:d. misskilin raunsæis-
stefna að halda áfram þessum
skelfilega glaumi í veitinga-
húsinu, eftir að þeir von Slett-
óf og drukkni hermaðurinn
voru farnir. Höfuðsmaðurinn
frá Köpenikk er miklu betra
leikrit en mörgum hlýtur að
hafa fundizt kl. 22 á laugar-
dagskvöldið. Brynjólfur Jó-
hannesson lék aðalpersónuna.
Hann var klár í gervi höfuðs-
mannsins; en hitt orkar frem-
ur tvímælis, hvort hann fann
réttan tón í rödd Vilhelms
Fúgts fyrir og eftir uppreistn-
ina miklu.
B. B.
En þótt Tímanum þyki lítið
fil koma, mun almenning-
ur í landinu telja þessa frétt
býsna stóra og athyglisverða.
■ Fréttin hlýtur að hafa við
■ full rök að styðjast, ritstjórn
Tímans hefur án efa fullgóð-
ar heimildir fyrir frásögn
‘ sinni, því ekki fer málgagn
1 forsætisráðherans að hlaupa
með óstaðfest fleipur um
mjög mikilvægt vandamál.
egar Alþingi íslendinga á-
kvaiT á s.l. vori að endiir-
skoða hernámssamninginn í
þeim tilgangi að herinn hyrfi
af landi brott, hætti her-
stjórnin á Keflavíkurflugvelli
þegar við áform sín um stór-
framkvæmdir þar syðra. Ekk-
ert varð úr hafnargerð í
Njarðvík, hætt var við stækk-
un flugbrautanna og síðan
hafa framkvæmdir stöðugt
dregizt saman eftir því sem
lokið hefur verið við það sem
í smíðum var. Var þetta. á-
kjósanleg og sjálfsögð afleið-
ing af ákvörðun Alþingis.
í s.l. hausti átti sem kunn-
ugt er að hef ja endur-
skoðun hemámssamningsins,
en Alþýðuflokkurinn ogFram-
sóknarflokkurinn voru þá
ekki reiðubúnir til að standa
við fyrirheit sín og semja um
brottför hersins. Var endur-
skoðuii.inni því frestað, en það
er á valdi íslendinga sjálfra
hVenær lnin verði tekin upp
að nýju. Þótt þessi frestun
væri ósigur fyrir íslendinga
átti hún þó ekki að geta
breytt viðhorfi herstjórnar-
innar til stórframkvæmda
sj'ðra; hún átti enn sem fyrr
að hafa uppsögnina vofandi
yíir sér. Engu að síður kom
þegar upp sá orðrómur að nú
yrði tekið til við stórfram-
kvæmdirnar á nýjan leik,
hafnargerð í Njarðvík og
stækkun flugbrautanna, eins
og Bandarikjastjórn teldi sig
hafa fengið einhverja trygg-
ingu fyrir því að herinn myndi
ekki þurfa að hypja sig í
náinni framtíð. Batnidarisk
blöð komust meira að segja
þannig að orði í frásögnum
sínuin að beinlinis hefði verið
samlð um þessar stórfram-
CJú skoðun kom fram í þess-
^ um umræðum að það væri
á valdi Bandarikjamanna
sjálfra, hvort þeir ráðist í
þessar framkvæmdir eða ekki,
meðan þeir hefðu ekki enn
verið reknir af landi brott.
Herstjórnin hafði gert samn-
ing um Njarðvikurhöfn og
stækun flugbrautanna við
ríkisstjórn Ólafs Thors og þeir
samningar væru enn í fullu
gildi; það væri Bandaríkja-
manna einna að ákveða hvort
úr framkvæmdum yrði. Þessi
kenning fær þó engan veginn
staðizt. Bandaríkjamenn geta
ekki ráðið íslendinga til
starfa án samþykkis utanrik-
isráðherra, og ekki geta þeir
heldur flutt inn erlent verka-'
fólk án slíks leyfis. Utanrík-
isráðherra hefur það því al-
gerlega á valdi sínu hvort
nokkuð verður úr framkvæmd-
um, og ákvörðun um svo mik-
ilvægt atriði tekur hann að
sjálfsögðu ekki án samráðs
við ríkisstjórnina alla.
Enn veit almenningur ekkert
um það hvenær ríkisstjórn-
in hyggst að nýju taka upp
samningana um brottför hers-
ins. Herstjórnin virðist hins
vegar vera æði miklu vissari
í sinni sök. Bandaríkjamenn
gera enga höfn í Njarðvík ef
þeir telja líkur á að þeir verði
að hverfa af landi brott á
næstu misserum, og ekki taka
þeir til við stórbreytingar á
flugvellinum upp á þau býti.
Einnig má minna á í þessu
sambandi að herstjórnin hefur
farið fram á að fá rafmagn
frá Soginu til herstöðvanna
eftir 1960, þannig að hún
reiknar auðsjáanlega með
landvist þangað til. Fróðlegt
væri að fá vitneskju um það
á hverju þeir útreikningar
eru byggðir, því þeir eru auð-
sjáanlega miðaðir við það að
svikið verði eitt veigamesta
og afdráttarlausasta atriði
stjórnarsáttmálans, fyrirheit-
ið um brottför hersins. Er
þess að vænta að málgagn
forsætisráðherrans skýri nán-
ar hvað býr á bak við hina
fáorðu fregn í fyrradag um
endurvaktar hernaðarfram-
kvæmdir á íslandi.