Þjóðviljinn - 12.03.1957, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.03.1957, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 12. marz 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Heimsmeistaramót stúdenta í skák iVth WORLD STUDENT CHESS CHAMPIONSHÍP " Y 11-26, 19 57 - R E Y Kj A V ÍK, IC E'L A N D ■C.ÍlXHiMC <MC»* (f!>U«TlðN • >». A K$ A M »A M»' :S L A >« C % > • ” *•<?</.» • . ’ t*»rÍKK*ric»*fci. uisíK o* íru.uJnh itust « < - • ~t < , <•»::»•< ' r •• • -'• n»>;c*a: :inion ot scjtittfs m^jkóu iux»to; tmt>.ttAt(c»*4 CHÓí ‘JiíKKftoti iítOf: Auglýsingaspjaldið, sem Alþjóðasamband stúdenta hefur sent út um allan heim. I»að er prentað í íslenzku fánalitunum. Heimsmeistaramót stúd- enta í skák verður sem kunnugt er háð hér í Reykjavík í sumar, dagafia 11.—26. júlí n.k. Er búizt við að um 20 þjóðir sendi þátttakendur og hingað komi um 100 erlendir skák- menn og aðstoðarmenn þeirra, þ.á.m. margir af snjöllustu yngri skákmönn- um heims. Undirbúningur mótsins er nú að hefjast hér heima af fullum krafti og vinnur að honum sérstök fram- kvæmdanefnd, skipuð fúll- trúum þeirra aðila, sem standa fyrir mótinu og lagt hafa fram fé til styrktar. Formaður framkvæmda- nefndarinnar er Pétur Sig- urðsson háskólaritari, full- trúi háskólaráðs, ritari Þór- ir Ólafsson stud oecon., til- nefndur af Skáksambandi íslands, og gjaldkeri Bjarni Felixson stud mag., til- nefndur af Stúdentaráði Háskóla íslands. Aðrir nefndarmenn eru: Baldur Möller stjórnarráðsfulltrúi, tilnefndur af ríkisstjórn- inni. Arni Snævarr verk- frœðingur, tilnefndur af bæjarstjórn Reykjavíkur, Friðrik Ólafsson tilnefndur af Skáksambandinu, og Jón Böðvarsson stud. mag., til- nefndur af stúdentaráði. ★ Manna kunnugastur öllum und- iibúningi heimsmeistaramóts- ins er Jón Böðvarsson. Hann fór á sl. vori á vegum stúdenta- ráðs til Uppsala í Svíþjóð og gerði þar frumdrög að samn- ifigum um að mótið yrði hald- ið hér i Reykjavík á sumri komanda, en síðan hafa fram- kvæmdastörf að verulegu leyti hvílt á honum. Ég leit því inn til Jóns á dögunum og bað hann um að segja lesendum Þjóðviljans frá væntanlegu skákmóti og undirbúningi þess, fyrsta heimsmeistaramótinu og alþjóðastúdentamótinu, sem haldið er hér á landi. • Fjórða mótið — Heimsmeistaramót stúd- enta í skák hefur verið háð þrisvar áður, svo að mótið hér í Reykjavík í sumar verður híð fjórða í röðinni; segir Jón í upphafi; það fyrsta var hald- ið í Osló 1954, annað í Lyon í Frakklandi 1955 og hið þriðja í Uppsölum, Svíþjóð, í fyrra- vor. Áður hafði Alþjóðasam- band stúdenta (IUS) að vísu gengizt fyrir tveim alþjóðleg- um skákmótum stúdenta með líku sniðí, í Birmingham á Englandi 1952 og í Brússel, Belgíu, árið eftir, en þau voru ekki viðurkennd sem heims- meistaramót af Alþjóðaskák- sambandinu (FIDE). Nú eru hin árlegu heimsmeistaramót stúdenta í skák hinsvegar jafn- an haldin í samvinnu við FIDE, alþjóðasambandið ákveður t.d. mótstímann svo að ekki rekist á önnur meiriháttar skákmót í heiminum. Þannig hefur júlí- mánuður verið valinn til móts- halds hér í sumar í samráði við FIDE, enda þótt fyrri stúdenta- skákmóf hafi verið háð fyrr á árinu. Þess má geta, að heims- meistaramót unglinga i skák fer fram í Kanada í ágúst n.k. og munu ýmsir þeir, sem taka þátt í stúdentamótinu hér, sennilega halda héðan til móts- ins vestra. • Aukin þátttaka — Hvemig hefur þátttakan í fyrri mótum verið? — Þátttökuþjóðir voru í upp- hafi fáar, en þeim hefur farið fjölgandi með hverju ári. í Osló voru þátttakendur frá 10 þjóðum, í Lyon 13, Uppsölum 16 og í sumar er búizt við meiri þátttöku en nokkru sinni fyrr. Um síðustu mánaðamót rann út bráðabirgðafrestur til skila á þátttökutilkynningum, en fullnaðarákvörðun um þátt- töku þarf þó ekki að senda fyrr en í síðasta lagi í byrjun næsta mánaðar. Alþjóðasamband stúdenta, sem hefur aðalstöðvar í Prag, sér um allar tilkynningar varð- andi mótið og sendir út boðs- bréf; m.a. hefur það látið út- búa stórt auglýsingaspjald um skákmótið sem sent hefur ver- ið út um allan heim og kom- ið fyrir í háskólum og æðri menntastofnunum. • Allt að 20 þjóðir — Hvaða þjóðir hafa til- kynnt þátttöku í mótinu hér? Spasskí, heimsmethafi unglinga í skák. — Endanleg vitneskja um þátttöku liggur- að sjálfsögðu enn ekki fyrir, en vitað er að bor zt hafa allmargar þátttöku- tilkynningar og fyrirspurnir um mótið, m.a. frá tveim fjar- lægum löndum, Mongólíu og Chile, en þau hafa ekki áður sent keppendur til mótsins. Ef Mongólarnir koma hingað í sumar, verða þeir fyrstu Asíu- búarnir, sem keppa á heims- meistaramóti stúdenta í skák. Upphaflega voru þátttakendur í mótinu eingöngu frá löndum innan endimarka Evrópu, en Bandaríkjamenn komu í fyrsta sinn til mótsins í 'fyrra. Þeir voru mjög hlynntir því, að mót- ið yrði haldið hér í Reykja- vík í ár, þar sem ferðakostnað- •ur þeirra og annarra Ameríku- búa, sem til mótsins kynnu að fara, yrði , þá mun lægri en ella. Annars búast forráðamenn Alþjóðasambands stúdenta við að þátttökuþjóðirnar í sumar verði allt að 20 talsins. Talið er nær fullvíst, að keppendur verði frá þessum löndum: Bandaríkjunum, Bretlandi, Búlgaríu, Finnlandi, Frakk- landi, Júgóslavíu, Noregi, Pól- landi, Rúmeníu, Sovétríkjun- um, Spáni, Svíþjóð, Tékkósló- vakíu og Ungverjalandi. Lík- legt er að Belgar og Hollending GuSmundur Pálmason (t.v.) og Þórir Ólafsson hafa alltaf teflt með íslen/,ku stúdentasveitiimi á fyrri mótum. ar sendi þátttakendur og jafn- vel Danir, en þeir hafa aldrei tekið þátt í mótinu. Auk þess eru svo Chilebúar og Mongól- ar, sem fyrr er getið. En full- kunnugt verður ekki um þátt- töku fyrr en í byrjun apríl- mánaðar. • Þátttaka íslendinga — Hvaða þjóðir hafa verið sigursælastar á fyrri mótum? — Tékkar hafa sigrað einu sinni en sovétsveitin tvisvar, síðast. í Uppsölum. Norðmenn Urðu efstir á öðru af tveim fyrstu skákmótum IUS. — Og hvað um þátttöku ís- lendinga? — íslenzkir stúdentar hafa tekið þátt í öllum þrem íyrri heimsmeistaramótum. Einnig sendu þeir keppendur til.móts- ins í Brússel 1953. Hafa þeir yfjrleitt staðið sig vel, enda margt góðra skákmanna í röð- um íslenzkra háskólastúdenta. Guðmundur Páímásön og Þórir Ólafsson hafa keppt með ísléhzku stúdentasveitunum í öll fjögur skiptin og þeir verða væntanlega báðir, með í sumar. Guðmundur hefur oftast verið fóringi isl. sveitarinnar og teflt á fyrsta borði, en hann stundar nú framhaldsnám í efnaverk- fræði í Bandaríkjunum. Þórir var fyrirliði sveitarinnar í Ly- on, Friðrik Ólafsson tefldi á 1. borði í Uppsölum. Annars hef- ur íslenzka sveitin enn ekki verið valin, en til greina koma allir þeir sömu og kepptu fyrir íslands hönd í Uppsölum á sl. vori: Friðrik Ólafsson, Guð- rnundur, Þórir og Ingvar Ás- mundsson, sem stundar nám í Svíþjóð. Varamaður var þá Jón Einarsson. Auk þeirra fimm, sem að ofan eru nefndir, hafa þeir Guðjón Sigurkarlsson og Sveinn Kristinsson teflt með íslenzku sveitinni á fyrri mót- um. * Frægir skákmenji — Er ekki búizt við mörgum kunnum erlendum skákmönn- um hingað í sumar? — Jú. Sennilegt er að um 100 erlendir skákmenn og að- stoðarmenn þeirra komi til mótsins og verða meðal þeirra margir af beztu skákmeistur- um yngri kynslóðarinnar. Frá Sovétríkjunum koma væntanlega Spasskí, núverandi heimsmeistari uhglihgá í skák, Kortsnoj, sem varð efstur á- samt Friðrik á næstsíðasta Hastingsmóti, og Mihail Tal, málvisindastúdentinn tvítugi, sem komizt hefur í fremstu röð skákmeistara heims á mjög skömmum tíma og vakti í síð- asta mánuði mesta athygli með sigri sínum á skákmeistaramóti Sovétríkjanna. Júgóslavar hafa alltaf sent sterka sveit til heimsmeistara- mótsins og nægir þar að nefna stórmeistarana Ivkoff og Mat- anovic. Frá Bandaríkjunum koma sennilega m.a. Mednis og Lombardý, en sá síðarnefndi þreytti hýlega einvígi við Samuel Reshevsky með góðum árangri, hlaut 2% vinning gegn 3 lá og vann eina skák, gerði þrjú jafntefli en tapaði tveim- ur. Af öðrum kunnum skák- mönnum má nefna Toran frá Spáni og Penrose og Persitz frá Bretlandi, en þeir eru allir gamlir kunningjar Friðriks frá Hastingsmótinu. Sendi Danir sveit til mótsins teflir Bent Larsen að sjálfsögðu á fyrsta borði þeirra. • Sveitakeppni — Hvað viltu segja um framkvæmd mótsins og fyrir- komulag? — Á mótinu er eingöngu keppt í fjögurra manna sveit- um, hér er ekki um einstak- lingskeppni að ræða. Hver þjóð hefur rétt til að senda eina sveit til mótsins, fjóra aðal- menn og tvo til vara. Hver þátt takandi verður bæði að vera félagsmaður í skáksambandi síns lands og stúdentasam- bandi, og ekki orðinn þrítugur 1. september 1957. Þá verður hann að leggja fram skilríki um að hann sé virkur nemandi við einhvern háskóla eða æðri menptastofnun (tækniháskóla — yerzlunarháskóla) eða hafa lokið námi á árinu. Taki 16 þjóðir eða færri þátt í mótinu verður keppt í ein- um . riðli, en verði þær fleiri mun.jþátítakendum skipt í riðla. og siðan teflt til úrslita í tveim flokkum eins og á mótinu í Uppsölum í fyrra. Yfirstjórn mótsins, dóm- nefnd, verður skipuð firiim mönnum, tvo kjósa þátttakend- ur, einn er fulltrúi Alþjóða- sambands stúdenta, einn full- trúi Skáksambands fslands og Stúdentaráðs, en formanninn skipar forseti Alþjóðaskáksam- bandsins. Skákstjórinn verður að vera viðurkenndur af FIDE. • Undirbúning- uvinn Eins og sagt var í upphafi, er undirbúningur að he'ms- meistaramótinu að hefjast hér Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.