Þjóðviljinn - 05.05.1957, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.05.1957, Blaðsíða 7
Sunnudagur 5. mai 1&57 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Við borgai-lilið á Innri múmum í Peking; t-eikning eftir Bidstrup. lííshætta. Kínverska móttökunefndin setur okkur upp í bandarísk- ar og rússneskar bifreiðir og við rennum af stað eftir egg- sléttum vegi á marflatri sléttu, einni af lífæðum kínverska jötunsins. Ósköp lilýtur þetta að vera rólyndur risi. í Evrópu þeytast alls konar vél- knúin farartæki eftir slíkum æðum af ofsahraða eins og þjóðfélagið sé haldið svæsinni hitasótt, og ökuþórar tútna út aá ákafa. Hér siluðust hins vegar áfram óralangar vagna- lestir, bændur á leið að eða frá borginni með varning sinn á kerrum sennilega frá tímum Han-keisaranna og Ágústus- ar, stéttarbróður þeirra í Eómaborg; gúmbarðar á kerruhjólum virtust hafa bor- izt með halastjörnum utan úr g'eimnum undir þessi fomald- artæki. Og ækið dró grann- holda hestur eða. múldýr og asnatetur, sem togar og tosar í kaðaltaugar, og það er taðpoki við taglið, tákn ýtr- nstu nýtni. 1 Þýzkalandi lief ■ég séð hest og kú fyrir sama aæki; möimum dettur margt furðulegt i hug í útlöndum. Með allri trossunni gengu smávaxnir bændur, margir litt kiæddir og skæddir með ■ferlega barðastóra stráhatta •á höfði, veðurbarðir og sól- hakaðir. Sumir voru svo dökk- ír á skrokk, að hörund þeirra iminnti Jón Helgason á velkt- ustu blöðin í Möðruvallabók. En iengra náði ekki líkingin; við vorum ólæsir á þær lífs- ins rúnir, sem þar voru mark- aðar, og enginn kvartslampi liefði hjálpað okkur. Þeir báru löng ke^-ri með dúsk í endarai, en við sáum Kínverja aldi'eí beita þeim og þótti merkilegt. Bílstjórar okkar virtust smitaðir af hraðasótt Vestur- íanöa. Þeír knúðu farartukin á- fram á hágírum innan um yagna- og fólksþvögu, farþeg- : um sínum til mikillar skelf- ingar. Sá, sem trúað var fyr- ir minni háttvirtri persónu, lenti utan í iiestvagni og skemmdi bifreiðina talsvert, en. vagniun sakaði ekki. Jón í Helgason skoi-ðaði sig hins vegar svo rækilega í sætinu, til þess að vera við öllu bú- inn, að hann ýtti vindlakveikj aranum iim úr mælaborðinu, ®n þar kveikti iimn í leiðsl- um, og bíllinn stóð von bráð- ar í björtu báli, En þetta gerð- Bjöm Þorsteinsson: 'Pehínq, Jzden oq peMlappan ist víst síðar á ökuferðum okkar um Kínaveldi. Þegar við nálgumst borg- ina, fjölgaði bifreiðiun á veg- f 1 1 n « 0 -'« • í > \ Fekingmaður. Þannig hugsa vísindamenn sér hann, en talið er, að hann hafl ver- ið á dögum fyrlr 500 þús. árum. Hann er talinn for- faðir Kínverja. inum, einkum vörubílum og strætisvögnum, sem margir voru gasknúðir. Einkabílar eru víst að mestu óþekktir í Kina eins og sakir standa. Við hittum síðar einn af sýn- ingarmilljónurum stjórnar- innar, en hann sagði, að Jap- anir hefðu rænt sig síðastá bílnum, sem hann átti. Kín- verjar eru teknir að fram- leiða vörubíla, því að flutn- ingaþörf er geysimikil, en samgöngur hafa verið í lamað- sessi óralengi. Okkur var sagt,að Kínverja skorti mjög olíu og benzín. Olíulindir eru þó stöðugt að finnast í land- inu, en framleiðslan fullnægir ekki þörf þjóðarinnar. Enduríundir. Það getur verið undariega heillandi í<ð finna það, sem maður leitar að. Flestir Is- lendingar hafa lesið mai'gs konar fróðleik um Kaup- mannahöfn og séð þaðan fjölda mynda, og ofboð var ég feginn, þegar mig bar þang- að fyrst og sá að borgin var eins og ég hifði gert mér hana í hugarlund. Sívalitum stendur við Strj-kið alveg eins og þegar Nonni gekk þar í gamla daga. Og það fæst enn tóbak og vín í húsinu hans Jónasar Hallgrímssonar við þrönga strætið í latínu- hverfinu, og dönsk kona hef- ur fest á það minningar- töflu um skáldið. Skelfing hafa danskar stúlkur oft ver- ið góðar við íslendinga. Ráð- ihústorgið, liáskólinn og Haf- meyjan litla var allt á sínum stað. Eg varð dáleiddur af regluseminni í heiminum. Nú hafði ég séð Múrinn mikla sperrna sig eins og veraldar- men um gnípur Norðurfjalla og Peking gamla rís framund- an á síéttunni, og það gróa puntstrá við vegbrúnina, eins og heima á íslandi. Mér sýnast þrestir hoppa í trján- um, en stélprúðir fasanar og akurhænsn eru að tína lengra undan. Hvemig skyldu menn fara að því að veiða fasana hér? Eitt sinn lenti ég á fas- anaveiðum i Englandi; við vorum 10 með byssur, en höfðum 20 þræla til þess að ekki skjóta hann nema á flugi; í því felst enskur drengskapur; en stundum bjargaði hann sér með því að nenna ekki að fljúga heldur hljóp á milli fóta okkar. Þetta var mjög gaman. Örneíni í Eden. Túlkur kynnir fyrir mér fjöllin í norðri: Hundrað- blómafjöll, Langlífstinda og Jaðlindarhæðir. Kinverkst landslag er þrungið skáld- skap. Hvað skyldu fjöllin liafa heitað í Eden, og hvað heita þau á astralplaninu ? Það væri skemmtilegt, ef Þórbergur og Bjöm Fransson vildu safna þar ömefnum; mér dettur í hug að spyrja félaga ’BrynjóIf, en hann er enn að glíma við Gátima miklu. Sennilega em nöfn þar um slóðir eitthvað skyld staðarheitum í Kína, þeim frumstöðvum mannkynsins. Einmitt á þessum slóðxun fundust árið 1918 steingerðar minjar fornlegustu mannveru, sem uppi hefur verið á jörð- inni. Þennan forföður vom nefndu vísindamenn Sinan- thropus Pekinensis eða Pek- ingmann og telja hann 500 þús. ára gamlan, en forn- fræðingar halda því fram, að mannkynið sem slíkt geti ekki verið öllu eldra. Bn þessi Ad- am reisti ekki borg í Paradís. Götur án húsa. Úthverfi Pekingborgar koma æðandi á móti okkur ósköp jarðbundin og kunnug- leg. Raðir af múrsteinshús- um þjóta fram hjá og gætu staðið hvar í heimi sem er. Furðulegar fleygrúnir á hús- veggjum, marglitum borðum og fánum em það eina, sem gefur horginni í fyrstu ævin- týrablæ. Hér geta læsir séð, hvað verzlanir hafa á boðstól- um, hvernig verjast skuli sjúkdómum, draga úr smit- hættu og hvað stjórnin hefur gert fyrir fólkið. En brátt lokast breiðstrætið og við okkur blasir gríðarhár og gildur múr, og það er kast- ali upp á honum. Þar bjuggu 1- "irmenn keisarans áður og iieilsuðu óvelkomnum gesti með örvadrífu. Við ókum um borgarhliðið, og umhverfið breytist að mun. Gamla Pek- ing er lágreist horg; hallir keisarans em aðeins ein hæð, og aðrir máttu ekki hreykja sér hærra. Óslitin röð af dálítið skrýtnum smáhýsum hmnar fram hjá okkur til Peðkappl í Feking; telkning eítir Bidstrup. beggja handa og umferð vex geysilega. Torfur hjólreiða- manna umlykja okkur öðrii hverju eins og síldarvöður, og mér verður liiið við til þess að sjá, hvort þeir kastí ekki sporðum um leið og þá ber fram hjá. Og þáð er þrot- laus straumur af gangandi fólki eins og á troðningsstund- um í Oxford Street í Lund- únum. Og þó, það er enginn troðningur. Fólkið er ekkert að fara; það á heima þama- Við emm vön þvi heima í Reykjavík, að götur séu til þess að .aka um þær og flýta sér eftir þeim eitthvað burt. En það er öldungis misskiln- ingur, að götur í Kína séu tií þeirra hluta. Þar lifif fóllc lífinu á götunni. 1 Peking; em hús í rauninni eins konar yfirbyggð viðbót við götúnaj þau em yfirleitt forskálálauð með opnum veggjúm í stað dyra, svo að hvarvetna séf inn á heimili manna, þar: sem konur standa við búverk, fjölskyldan matast eða sólar sig. Hér sér inn í verkstæði og vinnustofur, menn sitja, álútir við sauma, lýsla' eir, skera tré og fílabein, og eitti • sinn stóð ég inni á miðjií gólfi í hárgreiðslustofu, þai? sem hispursmeyjar vorit skrýddar eftir nýjustu týzk iu Eg hélt þetta væri ganýurl yfir í næstu götu. Kínverjar eru nýtin lúóð og nota götur miklu ræk; eg- ar en við gemm; þar rlilla, konur börnum sínum og ' ’faí þeim að sjúga, menn sl:. gg- ræða og spóka sig mak: da- lega, en þó má ekki l úka' # ]iær til þess að leiðast á ' nm og það er ekki heldur kið mjög um þær á vélknú um farartækjum. En þrátt i rir allt era þær hreinar; ég hef óvíða séð jafnþokkalegar 5t- ur og í Peking. Athygli o. ::ar beinist mjög að mönnu: i á heljarmiklum þríhjólum ý 'st með farþegaskýli eða v: n- ingsgrind að aftan. M ui þessir tróðu marvaða oft h f- strípaðir með fjallháa hlaða afi kössum og skrani fyrir aftan sig, makindalega farþega i aftursætinu eða fjölda smá- bama í húri. Þetta eru leigu- bifreiðar hins Nýja Kíná, og nefnast farartækin pedicábs á' kínvei'skri enskú, en: relð- mennirnir peðkappar k ía- lenzku. Fyrir byltinguna e'ia; frelsunina eins og Kínverjatf orða það, beittu menn náung- anum fyrir vagna í Miðríkimt og þeystú á þeim uiú strætí borga. Slík manneyki nefnd- ust jin-riki-sha eða rick-< shaw, sém mun tákna mann- knúinn vagn. Þau fárártækí komust í tízku í Japan ura 1870, en urðu mjög fræg i Kína, því að Kínverjar þóttu eiga það sammerkt við asn- ann að vera bæði fótl-vöt og þolin dráttardýr miðað viði stærð. Nýja stjórnin lagði lögbann við því, að msna •: ækju um á slíkum hk upa- gikkjum, og breytti manneýkj- um í peðkappa. Nú hofúr hún einnig bannað að framleiða þríhjól handa þeim; þeir eiga að hverfa að arðbærari vinnu, en strætisvaguar og leigúbif- reiðir að leysa þá af hólmi. Hjólin þeirra margra em orð- in býsna lasburða, spengd og reyrð saman og munu hrátt breytast í brotajárn. Framhald á 11. siðtt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.