Þjóðviljinn - 14.11.1957, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.11.1957, Blaðsíða 5
Fimmtúdagur 14. nóv. 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Nýtt lyf varð 102 mönnum að bana í Frakklandi Lyíjaíræðingurinn sem fann það sóttur til saka og ákærður um manndráp í París eru haldin réttarhöld í máli lyfjafræðings, Georges Feuillet, sem ákærður er fyrir að hafa valdið dauða 102 manna með óvarkárni sinni. * Fyrir nokkrum árum fann Feuillets voru seldar í Frakk- ' liessi lyfjafræðingur nýja efna- ■ blöridu, sem hann kallaði stal- : jnol og átti að hans sögn að ' vinna á kýlum. Lyfinu var dreift um ,allt Frakkland og mörg hundruð manna keyptu það. 102 af þeim biðu bana og um 150 menn hafa enn ekki náð sér eftir eiturverkanir lyfsins. Saksóknarinn heldur því fram að í þessu lyfi sé notað eitrið diodon, sem notað hefur verið við framleiðslu vissra eiturgas- tegunda. Forstjóri lyfjaverk- smiðjunnar sem framleiddi lyf- ið, Henrj Genet, hefur einnig verið ókaerður. Um 2000 öskjur með lyfi Launajafnrétti Framhald af 1. síðu. kræla kvaðst Adda Bára vilja ^vara henni með þeim orðum sem tilfærð eru í byrjun þess- arar fréttar. ★ Annarleg sjónannið úg íhaldsátt ,,Ég vænti þess fastlega, að engiri önnur annarleg sjónarmið komi til greina, þannig að þing- menn sjái sér fært að sarri- þykkja þessa tillögu og veita með því jafnlaunamálinu nokk- urn stuðning", sagði Adda Bára að lolium. En „annarleg sjónarmið“ létu ekki lengi á sér standa. Upp í ræðustólinn kom frú Ragnhildur Helgadóttjr, sem reynt hefur að tengja nafn sitt við þetta mál, þrátt fyrir algjört áhugaleysi og meira að segja ándstöðu flokks hennar við framgang jafnlauna- málsins. Kvaðst frúin telja tillögu Öddu Báru algjört vantraust á félagsmálaráðherra, og m'yndi hún fylgja henni af þeim sökum! -k Jafnlaunanefnd nýtt skref fram á við Adda Bára svaraði nokkrum orðum, og mótmælti því að í til- lögu sinni fælist nokkurt van- traust á Hannibal Valdimarsson félagsmálaráðherra. Segja mætti að æskilegt hefði verið að ráð- herra hefðj þegar skipað jafn- launanefnd svipaða þeirri sem tiliagan fjallaði um, en með samþykkt hennar væri Alþingi að stíga skref fram á við frá því sem gert var áður, er ákveð- ið var að fullgiída alþjóðlegu jafnlaunasamþykktina, en hún kvæði einnig svo á að stuðlað skuli að launajafnrétti að svo mikíú leyti sem það samrýmist þeim aðferðum, sem hafðar eru við ákvörðun launataxta.í hlut- aðeigandi landi. Adda Bára benti einntg á, að hin alþjóðlega jafnlaunasam- þykkt öðlist ekki gildi hér á landi fyrr en næsta sumar, en engu að síður væri full þörf þeirra framkvæmda sem þings- álýktunartillagan fjallar um. Málinu var vísað til síðari umræðu og allsherjamefndarj landi áður en eiturverkanir þess komu í ljós. Þegar læknir e.'nn komst að þeirri niðurstöðu árið 1954 að lyfið væri banvænt var útvarpað aðvörunum til allra sem kynnu að hafa það með höndum. Framleiðslan var stöðv- uð og hver einasti læknir og lyf- saii í Frakklandi var aðvaraður. Fjögur systldnl létust En þetta var um seinan. Tugir Framhald á 9. síðu. • / ffll Coty Frakklandsforseti kallaði vikugamla ríkisstjóm Felix Gaillards saman á skyndifund í gærkvöldi, til að reyna að afstýra yfir- vofandi stjómarkreppu. Hef- ur þingflokkur íhaldsmanna risið upp gegn fyrirætlun stjómarinnar um að leggja á 100.000 milljón franka nýja skatta. Spútnikkapphlaup Framhald af 1. síðu. fengin í hendur eldflaugadeild landhersins. Síðan sovézku gervitunglin vom send á loft hafa fomstumenn landhersins Flugskeyti með hraða sem nálg- ast Ijóshraðann Franska fréttastofan AFP hefur eftir sovézkum vísinda- manrii, prófessor Stanjúkó- vitsj, að þegar fram líða stund.r muni byggðar í Sov- étríkjunum eldflaugar, sem muni fara með hraða nálægt hraða Jjóssins. Stanjúkóvitsj hefur ritað greir, í blaðið Sovétskí Flot þar sem hann segir að vís- indamenn séu farnir að vinna að smíði nýrra eldflauga- hreyfla. Hann sagð.ist þar eiga við fotoneidflaugar sem úti í geimnum gætu farið með hraða sem nálgast ljóshrað- ann. Það mun auðvelda flug slíkra eldflauga að þær geta notað sólarorkuna, sem til- tölulega auðvelt er að breyta í aðra orku. Beinagrindur finnast í helli Hellakönnuðir hafa fundið þúsundjr beinagrinda í helli djúpt niðri í jörðu skammt frá Trieste. Talið er að þar kunni að vera um að ræða jarðneskar leifar 4000 ítalskra heimanna og óbreyttra borgara sem hurfu í lok síðasta stríðs. Það hefur að undanfömu hvað eftlr annað komið til átaka út af herstöðvum Bandaríkjamanna í Japan. Útifundir liafa ver- ið haldnir o,g kröfugöngur farnar til að krefjast þess að Bandaríkjamenn flytji her sinn burt. Myndin er af einni slíkri kröfugöngu í Tokíó. vV :á Dulles gengur illa ráðunaut í vísindum Bandaríska fréttastofan UP skýrir frá því að þrír- fjórir menn hafi hafnað boöi um að gerast vísindalegur ráðunautar Fosters Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Fréttastofan segir að ein af ástæðum þess að bandaríska ut- anríkisráðuneytið skortir vís- indalega menntaða ráðunauta sé hversu fjárveitmgar séú skomar við nögl. Bandarískt flugskeyti hrapaði niður við fjölfarinn þjóðveg Flugskeytið lét ekki að stjóm og öryggisútbúnaður þess reynd- ist bilaður þegar á reyndi. Flugskeytið beygði af ákveðinni Daginn eftir að Eisenhower forseti hélt ræðu sína í útvarp og sjónvarp til að fullvissa Bandaríkjamenn að haldið því fram, að þeir myndu, allt gengj ag óskum í smíöi flugskeyta, tilkynnti yfir- hafa staðið sig miklu betur en sti6rn fiughersins að enn ein tilraun með flugskeyti flotastjórnin i að koma gervi- ^ mistekizt tunglaaætlun Bandankjanna > framkvæmd. Tilraunakúlan, sem skjóta á upp 1. desember, hefur að s"gn engin mælitæki innanborðs og vegur innan við fimm kíló. ★ 1 grein í Moskvablaðinu Pravda í gær segir að spútnik fyrsti muni haldast á lofti fram á næsta ár og spútnik annar mun lengur. Gerð spútniks annars er lýst i greininni og fneðal annars skýrt frá þvi að ýmis athug- anatæki séu fest á grind utan á honum. 1 útvarpsþætti í Moskva var skýrt frá þvi að vísindamenn í Sovétríkjunum gerðu sér von- ir um að geta smíðað gervi- tungl, sem hægt væri að stýra með útvarpsbylgjum. Foringjar flokka á fundi í Moskva Vestrænar útvarpsstöðvar höfðu það í gær eftir útvarps- sendingu á ítölsku frá Búda- pest, að á f;:studag myndu koma saman á fund í Moskva foringjar kommúnistaflokka frá ýmsum löndum, sem þátt tóku í hátíðahöldunum á bylt- ingarafmælinu. Það fjdgdi fregninni að fundurinn myndi standa til mánudags og vænta mætti tilkynningar frá lionum J á þriðjudag. braut sinni og hrapaði til jarðar skammt frá þjóðvegi með mikilli umferð. Skeytið sprakk þó ekki, og ekkert manntjón varð. Sérstakur útbúnaður er í flugskeytunum sem á að gera kleift að láta þau springa, ef þau hætta að láta að stjórn. Það var þessi útbúnaður sem bilaðí og því féil skeytið til jarðar. í Washington velti menn því fyrir sér hvernig á því standi að ekki hafi verið hægt að fá hæfan ráðunaut handa Duiles í vísindalegum efnum. Talið sé að annaðhvort finnist þeim, sem boðin hefur verið staðan, launin of lág eða starfið ekki nógu fýsi- legt. Ákvörðun var tekin nýlega um að ráða visindaménn ,að sendiráðum Bandaríkjanna í öðr- um löndum, en nú þykir ekki horfa vel að hæfir menn fáist til að gegna þessum nýju emb- ættum. Nær 200 síSna dagblað Lesendur bandaríska dagblaðs- ins New York Da'ly News urðu að gæta þess á dögunum að þeir misstu ekki blaðið ofan á tærn- ar á sér. Blaðið sem er eitt útbrej'ddasta blað Bandaríkj- anna var þennan dag hvorki meira né minna en 188 síður. Flugvélar og flugskeyti í ratsjám? os Bandaríska fréttastofan UP skýrði á föstudaginn frá því, að í London væri talið, að sovézkir vísindamenn væru nú langt komnir á leið með að gera flugvélar og flugskeyti ósýnileg í ratsjám, Tækist Sovétríkjunum þetta, var sagt í skeytinu, mjm.di draga stórlega úr gildi allra vamarráðstafana vesturveldanna. Hin lang- drægu flugskeyti yrðu ósýnileg, og það myndi hafa í för með sér að vesturveldin yrðu að endurskoða og ger- breyta öllum hemaðaráætlunum sínum. Louis B. Mayer, einn helzti frömuður Hollywood, látinn Nýlega lézt í Los Angeles Louis B. Mayer, einn aðal- eigandi Metro-Goldwyn-Mayer kvikmyndafélagsins, sem skapaöi fleiri „hollywoodstjörnur“ en nokkur annar. Hann var fæddur í Rússlandi ] sinn þegar hann var á ferð um fyrir 72 árum. Foreldrar hans Evrópu. Glark Gable gerði hann voru gyðingar sem fluttust til Kanada þegar hann var þriggja ára gamall. Hann kom fljótt auga á möguleika kvikmynd- anna og hóf kvikmjmdasýningar þegar þær voru enn í bernsku. Hann varð hæstlaunaði fé- sýslumaður Bandaríkjanna, um tíma voru árslaun hans um 20 miiljónir króna. Hann var sá fyrs'ti sem notaði auglýsinga- tæknina til að skapa vinsældir einsíakra leikara og byggja alla kvjkmyndaframleiðsluna á þeim. •Hanii „fann“ Gretu Garbo eitt frægan eftir að annað kvik- myndafélag hafði sagt honum upp vegna þess að hann hefði of stór eyru. Af öðrum „stjörn- um“ hans má nefna: Hedy Lam- arr, Katharine Hepburn, Mynia Loy, Judy Garland, Mickey Rooney, Spencer Tracy, Lana Turner og Greer Garson. í grein á fimmtu síðu i blað- inu í gær slæddust inn nokkrar prentvillur. Mdinlegasta vilian var að á einum stað var ta’að um „lágmarkskjarna11, en átti að vera „lágmarksmassi".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.