Þjóðviljinn - 14.11.1957, Blaðsíða 12
Annadagur hjá slökkviliði HafnaríjarSar
og ibúðarhúsi
MlkíS t]ón á suSurálmu frystihússins —
Sfrandgafa 50 óhœf til íbúSar um sinn
Tveir brunar uröu samtímis í Hafnarfiröi í gær. KI.
12.03 var slökkviliöinu tillkynnt um eld í suöurálmu
nýja hraðfrystihússins og kl. 12.05 um eld 1 íbúðarhúsi
á Strandgötu 50.
Mikið tjón varð í frystigeymslu, fyrirhugaöri skrif-
stofubyggingu og á þaki frystihússálmunnar.
íbúðarhúsið brann allmikið innan, stendur þó uppi
en er óhæft til íbúðar, auk þess urðu tilfinnanlegar
skemmdir á húsgögnum.
Verið var að vinna við að
setja asfalt og pappa á veggi
frystigeymslunnar sem eldur-
inn kom upp í. Ménnirnir sem
að því unnu voru nýfarnir til
naatar þegar eldurinn kom upp.
Isgeymslan er á annarri hæð.
Einhverra orsaka vegna var
maður ófarinn af hæðinni fyr-
ir ofan. Fann hann einkenni-
lega lykt Ieggja upp um píp-
ur í gólfinu og leit niður, var
þá ísgeymslan fyrir neðan al-
elda.
Miklar skemmdir á ísgeymsl-
imni og þakinu
Þegar slökkviliðið kom á
vettvang stóðu eldtungur út
um gluggana á miðhæð suður-
álmu frystihússins. Var eldur-
inn geysimikill á tímabili.
: Slökkviliðinu tókst að koma
í veg fyrir að eldurinn breidd-
ist út til þess hluta frystihúss-
íns þar sem aðalstarfsemi þess
fer fram. Hinsvegar brann ís-
geymslusalurinn mjög að innan
Síldin
að koma?
í gær kom til Sandgerðis
fyrsta síldin sem þar berst á
land frá því 1. okt. s.l. eða um
7 vikna skeið.
V.b. Muninn kom með 45
tunnur og Muninn II. með 27.
Síldin var feit og falieg. Var
hún fryst.
og á hæðinni fyrir ofan, en þar
var fyrirhugað skrifstofupláss,
urðu miklar skemmdir, eink-
um á steinull er þar er geymd.
Auk þess komst eldurinn upp
i þakálmurnar og varð að rjúfa
það til þess að komast að því
að slökkva. Það tók slökkvi-
liðið klukkustund að ráða nið-
uriögjim eldsins.
Frystihúsið starfrækt
Þar sem eldurinn náði ekki
til þess hluta hússins þar sem
Um kl. 3 í gær bilaði raf-
magnið í Kamp Knox-hverf-
inu. Ibúarnir hringdu í bil-
anatilkynningasínia Raf-
magnsveitunnar, en án ár-
angurs. Eftir ítrekuð viðtöl
kom Ioks svar rafveitumann-
anna: þeim kæmi þetta ekk-
ert við!
Fj'rstu svörin sem her-
skálabúarnir fengu voru
raunar hin kurteisustu, og
á þá leið að þetta yrði at-
hugað við fyrstu hentug-
leika. '
Loks síðdegis í gær kom
— að því er virtist eiga að
vera lokasvar viðgerðar-
manna Rafmagnsveitunnar,
aðalstarfsemi þess fer fram,
mun starfsemi þess geta haldið
áfram. Hinsvegar er mikið og
tilfinnanlegt tjón af brunanum
auk ófyrirsjáanlegra tafa við
að fullgera húsið. Að sjálf-
sögðu verður ekki ísframleiðsla
fyrr en viðgerð hefur farið
fram.
Um upptök var ekki vitað í
gær, en sem fyrr segir var
unnið við einangrun isgeymsl-
unnar og munu hafa verið not-
aðir við það blússlampár. -—
Málið er í rannsókn.
Mikið tjón á Strandgötu 50
Tilkynningin um eld á
Strandgötu 50 barst slökkvilið-
inu um 2 mín. eftir að kviknað
var í hraðfrystihúsinu og var
þá einn slökkvibíllinn sendur
mjög kurteist og elskulegt,
að viðgerðannennirnir segðu
að þeim kæinu ekkert við
bilanir lijá herskálabúum,
það væri nafngreindur maður
látinn, sem ætti að sjá um
þær, og því væru þeir farnir
til annarra starfa.
Herskálabúarnir vestur
þar reyndu þá að ná sam-
bandi við rafmagnsstjóra,
og skýra honum frá hverni.g
komið væri, en hann var
öðrurn störfum að sinna ein-
hverstaðar og náðist ekki
símasamband við hann.
Skömmu fyrir kl. 7 var
þó loks gert við bilunina
í hverfinu.
þangað.
Framhald á 4. sfðu.
Herskálabúar látnir sitja í myrknnu
Sagt að látinn maður eigi að sjá um rafmagnsvið-
gerðir hjá þeim!
Fimmtudagur 14. nóv. 1957 — 22. árgangur — 257. tölublað
svffta fólkið í frystihúsunum
atvinnunni
Telur það í samræmi við „hagsmimi þjóðar-
heildarinnar’1 að fiytja fiskinn óunninn á
erlendan markað!
í gær var haldinn fundur í Útgerðarráði Reykjavik-
urbæjar. Var þar m.a. rædd ályktun Dagsbrúnar frá
27. okt s.l. og tillaga Einars Ögmundssonar á bæjar-
stjórnarfundi 31. okt. um að togarar Bæjarútgerðarinn-
ar sigli ekki með afla sinn óunninn til útlanda meðan
frystihúsin og fiskverkunarstöðvarnar vantar verk-
efni að meira eða minna leyti. Einnig fólst i báðum til-
lögunum áskorun á bæjaryfirvöldin um að beita sér
fyrir því að togarar í einkaeign leggi aflann einnig upp
hér heima, meðan átvinna er stopul í frystiliúsunum.
I sambandi við þetta mál, sem sent var til umsagnar
útgerðarráðs, bar Guðmundur Vigfússon, fulltrúi Sósíal-
istaflokksins í ráðinu, fram eítirfarandi tillögu:
„Ugerðarráð telur rétt að togarar Bæjarútgerðarinn-
ar sigli ekki með afla sinn meðan svo stendur á, að
atvinna er stopul í frystihúsum og öðrum ffskverkun-
arstöðvum vegna slcorts á liráefni, og beinir jafn-
framt þeim eindregnu tilinælum til annarra togaraeig-
enda að leggja afla skipa sinna hér upp meðan svo
stendur á, í stað þess að sigla með liann á erlendan
markað“.
Tillagan var felld með jöfnum atkvæðum, greiddu
atkvæði gegn henni íhaldsfulltrúarnir Kjartan Thors
og Sveinn Benediktsson, en með Guðmundur Vigfússon
og Sigurður Ingimundarson, fulltrúi Alþýðuflokksins.
Siðan samþykktu íhaldsfulltrúarnir þrir, gegn at-
kvæði Guðmundar Vigfússonar, tillögu um að sjálfsagt
væri að halda siglingum með afla áfram einkum „þegar
veiði væri treg“ (!), enda væri sigling togarannar með
óunninn fisk í samræmi við „hagsmuni sjómanna, út-
gerðarinnar, bæjarfélagsins og þjóðarheildarinnar" (!)..
Veittu þeir framkvæmdarstórunum fullt frelsi til að
ráðstafa afla skipanna, eins og þeim þætti heppilegast
hverju sinni.
Ekki væri að ófyrirsynju þótt verkalýðs.félögunum
og verkafólkinu sem unnið hefur í frystihúsunum, en
er nú að mestu atvinnulaust, þættu þetta nokkuð kaldr-
analegar kveðjur frá fulltrúum íhaldsins.
Dómar kveönir upp yíir Tibor Dery og
þrem öörum riihöfundum
Hæstiréttur Ungverjalands dæmdi í gær fjóra rithöf-
unda. í fangelsi frá níu árum niöur í átján mánuöi.
Tibor Dery, frægasta núlif-
andi skáld Ungverjalands, fékk
niu ára fangelsisdóm. Var hon-
um gefið að sök að hafa haft
forustu fyrir samt"kum, sem
stefnt hefðu að því að steypa
ríkisstjórninni af stóli. Dery,
sem er 63 ára gamall, gekk
í Kommúnistaflokk Ungverja-
lands fyrir 30 árum, þegar
flokkurinn var bannaður. Sat
hann í fangelsum fasistastjórn-
ar Hortys fyrir stjórnmála-
skoðanir sínar og var siðan
lengi landflótta.
Gyula Hay, sem dæmdur var
í sex ára fangelsi fyrir að taka
virkan þátt í rikisfjandsam-
legri breyfingu Derys, gekk
ungur í kommúnistaflokkinn og
var lengi landflótta í Moskva.
'Zoltan Zelk var dæmdur í
þriggja ára og Tibor Tardos
í 18 mánaða fangelsi. Þeim
\ar gefið að sök að hafa rekið
ríkisfjandsamlegan áróður. Zalk
gerðist kommúnisti á unglings-
árum og Tardos var landflótta
í Frakklandi fyrir heimsstyrj-
öldina síðari.
Rithöfundar þessir voru
handteknir eftir uppreisnina í
Ungverjalandi í fyrrahaust.
Ilöfðu þeir haft forgöngu um
að velcja mótmælahreyfingu
gegn stjórn Rakosis og Gerös
í samtökum \ingverskra ritliöf-
unda og Petöfi-klúbbnum. Rétt-
arhöldin yfir þeim fóru fram
fyrir luktum dyrum.
Fréttamenn höfðu i gær eftir
mönnum í Búdapest, að þar
þættu dómarnir yfir rithöfund-
unum mildari en búizt liafði
■verið við.