Þjóðviljinn - 24.01.1958, Side 6

Þjóðviljinn - 24.01.1958, Side 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 2á. janúar 1958 Alfreð Gíslason Afstaða mítt til Alþýðuflokksins ÞlÓÐVIUINN ÖtKefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sóslallstaflokkurlnn. — Ritstjórar Magnús Kjartansson (áb.), Slgurður Ouðmundsson. — FréttarltstJórl: Jón BJarnason. - Blaðamenn: Ásmunóur Slgurjónsson, Guðmundur Vlgfússon, fvar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson, Slgurjón Jóhannsson. — Auglýs- ingastjórl: Ouðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsinear, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 25 & «i4d 1 Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. — Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmiffja ÞJóðvlljans. a------------------------------------------------------------------------------------y Loftvarnahneykslið /\reiðan, spillingin og vald- ^ niðslan eru sterk einkenni á flokkseinræði íhaldsins í Reykjavík. Þessi einkenni birt- ast glöggt í staðreyndunum um loft\rarnarnefndina, en frásögn- in um hana hefur vakið meiri athygli en nokkuð annað sem fram hefur komið í ko&ninga- baráttunni -að þessu sinni. Menn vissu að vísu að herfilega var farið með fé bæjarbúa, en þó urðu menn undrandi á því hversu langt ósóminn hefur verið látinn ganea, ekki sizt fólk sem fylgt hefur Sjálfstæð- isflokknum að málum. IVTefndin hefur þegar komið í ■*-" lóg tíu milljónum króna. Nokkur hluti upphæðarinnar hefur farið í tæki, sem gætu ■ verið þarfieg ef þau væru not- Við. en þau eru lokuð inni í bröggum engum til gagns og sú ■ geymsia ein hefur kostað hátt í eina milljón króna. En meg- ■ inþorri upphæðarinnar hefur farið í algera og óafsakanlega sólundun. Sjálfir forstöðumenn og starfsmenn nefndarinnar hafa stungið í eigin vasa í kaupgreiðslum meira en tíunda hluta upphæðarinnar. Þeir hafa keypt gömul og legin brekán af íhaidsfyrirtæki fyrir 800.000 kr. Þeir hafa keypt ó- seljanlegar birgðir af koddum og rúmfatnaði af öðru íhalds- fyrirtæki fyrir hálfa milljón króna. Þeir hafa borgað enn einu íhaldsfyrirtæki allt að 200.000 kr. fyrir að hugléiða hvemig hægt sé að hækka Am- arhól um eina hæð, eins og komizt er að orði í skýrslum nefndarinnar! Ráðslag nefnd- arinnar gæti minnt á hátterni geðbilaðra manna, ef maður vissi ekkl að þama eru það hagsmunir gæðlnganna sem skipa fyrir verkum og minna skeýtt um að fela sólundunin.a bak við frambærileg rök. Og svo er höfuðið bjtið af skömm- inni með því að gera sjálfan sukkstjórann, Hjálmar Blöndal, að hagsýslustjóra Reykjavíkur til viðbótar við þau tvö em- bætti sem hann hafði áður. Já, þar var sannarlega ráðdeildar- maður í lagi. /\geðslegast af öllu er þó að ” þessi sólundun skuli vera kennd við loftvamir. Það væru stranghejðarlegir menn sem stælu 10 milljónum úr ríkis- sjóði og bæjarsjóði í saman- burði við þessa embættismenn sem leyfa sér að hafa alvar- legustu vandamál nútímans að fíflskaparmálum til þess að réttlæta sóun sína. f kosningahita síðus’tu daga hafa nokkrar persónur úr hægra liði Alþýðuflokksins hreytt í mig ónotum og m. a. sakað mig um sviksemi. Að vísu tek ég ekki þessar persón- ur alvarlega nú og tel eðlilegt, að þær séu i uppnámi. Þó tel ég rétt í tilefni árása þeirra á mig að gera örstutta grein fyrir áfstöðu minni til Alþýðu- flokksins fyrr og síðar. Eg gekk í flokkinn 1953, með því að þá virtist sem um stefnubreytingu hjá honum væri að ræða. Nýr formaður hafði verið kjörinn, er víð- kunnur var að frjálslyndri, vinstri sinnaðri stefnu. En Ad- am var ekki lengi í paradís. Gömlu kyrrstöðuöflin náðu völdum á ný. Aftur var farið að nudda sér upp að íhaldinu og í smáu sem stóru að draga flokkinn yfir til hægri. Þetta gagnrýndi: ég, liklegá meira aí kappi en forsjá. Innan Alþýðuflokksins barð- ist ég gegn þvi að höfð væri samvinna'Við ihaldið í verka- lýðsfélögurium, enda taldi ég slíkt hrein svik við verkalýðs- hreyfinguna. Eg barðist einnig fyrir því, að flokkurinn tæki upp samstarf við aðra vinstri flokka. Eg fór aldrei dúlt með skoðamir minar í þessum efn- um og heldur ekki með það, að ég kenndi hinum þröngsýnu og kyrrstæðu forustumönnum flokksins um þá afturför og hnignun,, sem einkenndi hann á síðari tímum. : Fyrir þessa gagnrýni hlaut ég ekki aðeins andstöðu ráða- manna, heldur og óyild þeirra og hatar. Þegar ég í bæjarstjóm Reykjavíkur gekk 111 samvinnu við fulltrúa hinna vimstri flokkanna, þrátt fyrir bann ráðamanna Alþýðuflokksins, varð mælirinn fullur, Þá beittu þeir sér fyrir því af miklum vaskleik og dugnaði, að ég yrði rekinn úr flokknum. Þetta tókst þeim, þótt litlu munaði í átkvæðatölu. Það var tiitölulega fámenn kiíka í Alþýðuflokknum í Reykjavík, en valdsterk, sem rak ttúg' úr flökknum. Fjöldi flokksfélaga úti á landi mót- mæltl þeim brottrekstri. Eg fór nauðugur úr Alþýðu- fiokknurn. Þar ætlaði ég að haldá áfram baráttunni fyrir aukinni samvinnu vinstri flokk- anna, en féltk ekki tóm til þess. Eg hef áldreí dregið dul á, að ég 'er lýðra&ðisjafnað- armaður, og 'geri ekki enn. Eftir að ég var rekinn úr Al- þýðuflokknum, var ég útan flokka, þar til Alþýðubanda- lagið var stofnað. Eg hef unnið með öllum þeim vinetri mönn- um, sem í verkinu vilja 'áúka samstarf þeirrá á"mílli, áif fil- lits til þess 1 hvaðá1’ flokki þeir eru. Þannig stáifk ’ ég nú með Alþýðuflokksmönnum i Málfundafélagi jafnaðarrnanna og með Sósíalistaf2okksrnönn- um. Eg treýsti þv£ 7 éún, áð samstarf vinstri manna fari vaxandi og að sá timi muni koma, að allur Alþýðuflokkur- inn verði með. Sem stendur er hann klemmdur undir jámhæl annarlegs valds. Hann er í á- lögum. í útvarpsræðu fyrir .nokkr- um dögum ávarpaði ■ ég > míria gömlu félaga £ flokknum, þá mörgu menn, sem á 'tsínum tima greiddu atkvséði : gegn því, að ég yrði :'TekinrttÞetta á- varp fór fyrir brjóstið á járn- hælsmönnunum.' 'Þeim 'er ílla við þá staðreynd, að ég á marga skoðahabræðúr í 'flokki þeirra. Brigzlýrðí ' þéitra ' í minn garð eru spröfÆn áf taugaóstyrk frekar en mann- vonzku. Þeir kvíða kósríinguin. Eg skil þá mætaVel "ó'g' á þv! auðvelt með áð afsaka þá'. :: -------------—■—----tw.'i'-.. 'V stoðar þelm sem bua \í lier- skálum og verst eru settir sé hafizt lianda um byggihgu 200 íbúða,“ Bæjarstjórn Reykjavíkur hefur á síðastliðnu kjörtíma- bili samþykkt áætlanir um - byggingu 800 íbúða til þess að útrýmt yrði herskálum á kjör- timabilinu eða á árabilinu 19o4—59. . Hvernig hefur meirihluti bæjarstjórnarinnar staðið við þessar áætlanir? Ei-u braggahverfin horfin af bæjarlandinu? Eru barnafjöl- skyídurnar allár fluttar úr braggaskrifiunum og komnár í hús? Nei, því fér fjarri. I-aug- arneshverfið stendur óhreyft, Camp Knox hverfið, Bústaðá- vegsbraggamir og fleirí hverfi, jafnvel Þöroddsstaðahverfið, Skólavörðuholtið og Háteigs- hverfið, sem sæ'ra óg hrella sjón og sál betri borgaranná, eru enn í notkun. Hverju sæta þessi ösköp? þvi er auðsvarað: Þessar sam- þykktir hafa aldrei verið gerð- ar heils hugar. Þessar sam- þykktir vorti þvingaðar iium, hver einasta ein. Réttmætar kröfur , fólksinS. sem býr í herskálurri, studdar af almenningsálitinu i baeiuim hafa lirakið íhaldið .á undap- Framh.;á'll. SÍðu Agentinn T)æða Valdimars Jóhannsson- ar í útvarpsumræðunum í fyrrakvöld ætti að verða lærdómsrík fyrir alla her- námsandstæðinga. Hann vék ekki einu einasta orði að í- haldinu í Reykjavík, hann hafði ekkert um hernáms- flokkana að segja; allur mál- flutningur hans var samfellt nið um hernámsandstæðinga Alþýðubandaiagsins. Það duld- ist engum hverjum þessi svo- kallaði formaður Þjóðvamar- flokksins var að þjóna, enda er ferill hans ólýginn vottur um hlutverkið. lýegar Keflavíkursamningur- * inn var gerður sagði Valdimar Jóhannsson ekki aukatekið orð heldur þjónaði sínum hernámsflokki. Þegar Marshallsamningurinn var gerður þagði Valdimar Jó- hannsson sem fastast og sinnti gróðabralli sínu. Þegar ísland var flækt inn í Atlanz- hafsbandalagið varð þess í engu vart að Valdimar Jó- hannsson væri ekki hinn énægðasti með þau verk. Og þegar landið var hernumið steinþagði Valdimar enn og sat sem fastast í hemáms- flokki sínum. Sósíalistáflokk- urinn einn barðist gegn þess- i.tm þjóösvikum öllum og vakti' þá mótmælabaráttu með þjóð- inni sem skélfdi hemáms- flokkana. Þá -- en fyrr ekki —■ var Valdimar Jóhannsson sendur út af örkinni til þess að sundra hernámsandstæð- ingum, einmitt þegar öllu máli skipti að þeir væm samein- aðir. Og síðan hefur hann gegnt þessu hlutverki ósleiti- lega. Hann hefur neitað öllum tillögum um samvinnu her- námsandstæðinga. I síðustu alþingiskosningum hafnaði hann allri samstöðu og eyði- lagði með því atkvæði þús- unda heraámsandstæðinga en tryggði hermangsflokki í- haldsins tvo menn aukalega. Og i bæjarstjómarkosningun- um nú langar hann enn til að leika saraa leikinn, og við þá sundmngariðju bindur í- haldið fyrst og fremst vonir sjnar um að halda meirihlut- anum. í landsfundi Þjóðvamar- . floksins s.l. haust gerðust þau tíðindi að Valdimar Jó- hansson féll við formanns- kjör. Það þurfti að endurtaka atkvæðagreiðsluna til þess að leiðrétta ,,mistökin“! Valdi- mar Jóhannsson veit fullvel að útsendarar hans ittunu kolfalla á sama hátt á sunnu- daginn kemur — án þess að hægt sé að leiðrétta þá kosn- ingu — en það skiptir hann ekki máii: hann spjT um það eitt hversu veí honum hafi tekizt að sundra, hversu mörg atkvæði hernámsandstæðinga hann hafi eyðilagt. - Þónmn Magnúsdóitir: ■m Herskálabiiar munu ekki hygsi hlýff til íhaldsins nuna í harðindunum UndanfÍmar vikur hefur mikil sýning staðið yfir í Þjóð- minjasafnshúsinu. Sýning á því hvað gert hefur verið í byggingarmálum Reykjavikur og þó fyrst og fremst á því hvað ógert er í Reykjavík. Þarna er brugðið upp mynd af þVí sem æákilegt væri ,að koma i verk í framtíðinni. Þessi sýning leiðir huga manns að „bláu bókunum" sém Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið út fyrir tvennar síðustu bæjarstjórnarkosningar. En — bláu bækumar eru sjálfsagt dýrar í útgáfu fyrir kosninga- sjóð íhaldsins og sýning á veg- um skipulagsdeildar og á kostnað bæjarsjóðs gæti kann- ski gert sama gagn? Litla ánægju höfum við herskálabúar þó af þeim hús- um sem raðað er á líkön skipulagsdeildar og höfum þeirra álika mikil not og af samþykktum bæjarstjórnarinn- ar um útrýmingu heilsuspill- andi húsnæðis. Fyrir nær fjórum árum eða þann 13. apríl 1954 samþykkti bæjarstjórn Reykjavíkur á- ætlun um byggingu íbúðar- húsa: . . í því skyni að úfc- rýma um leið braggaibúðum“. Þessar rdðstafanir áttu að „. . . miða að því að útrýmt verði öHum braggaíbúðum á næstu 4—5 árum“, segir í sam- þykkt bæjarstjómar. Ári síðar þ. 17. nóv. 1955 'íf Þórunn Magnúsdóttir samþykkti bæjarstjóm enn býggingaráætlun . . um að útrýmt verði lierskáluni og að öðru leyti bætt nr húsnæðis- lnrrf þeirra sem vcrst eru sett- ir.“ Og enn girða íhaldsmenn- irnir í bæjarstjóm sig í brók og hefja — ekki kannski bygg- ingu — en áætlanir um bygg- ingar. Nýjasta sámþykktin hefst þannig: „Til viðbótar þessari áætlun um byggiugu 600 íbúða til að-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.