Þjóðviljinn - 01.02.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.02.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagnr 3, febrúar 1958 ÓÐVIUINII Qtgefandi: Samelnlngarflokkur alþýöu - SösiaUstaflokkurlnn. - EltstJórai Magnús Kjartansson (éb.), Siguröur Guðmundsson. - Fréttarltstjórl: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Slgurjónsson, Guðmundur Vigfússon, fyar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýo- lngastjóri: Guðgeir Magnússon. — Rltstjórn, afgrelðsla, auglýslngar, prent- •miðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). - Askriftarverð kr. 25 A ■iw 1 Reykjavik og nógrenni; kr. 22 annarsst. - Lausasöluverð kr- 1.50 PrentsmlðJa ÞJóðviljans. Sameining kraftanna k lþýðublaðið tekur í gær að **• nokkru leyti undir þær hugleiðingar, sem fram hafa komið hér í blaðinu um úr- slit bæjarstjómarkoSninganna og orsakir þeirra. Að sumu leyti slær þó út í fyrir grein- arhöfundi Alþýðublaðsins, um- mælí Þjóðviljans eru að nokkru rangtúlkuð og í lokin virðist ótrúlega lítið fara fyrir skyn- samlegum ályktunum en fas't haldið við þær kenningar sem orðið hafa mest vatn á myllu íhaldsins en skaðað báða verkalýðsflokkana. stæð. Alþýðuflokkurlnn hefur hins vegar orðið fyrir því stór- áfalli að hann kemur hvergi að mann; í þingkosningum án aðstoðar annarra. Hér í Reykja- vík bætti Alþýðubandalagið 591 atkvæði við atkvæðatölu Sósíalistaflokksins í bæjar- stjómarkosningunum 1954 og hélt sömu hlutfallstölu eða 19,3% greiddra atkvæða. Al- þýðuflokkurinn tapaði híns vegar 1414 atkvæðum í Reykja- vík frá bæjarstjómarkosning- unum 1954 og 'nlutfallstala hans lækkaði úr 13,5% í 8,2%. A Iþýðublaðið neitar því ekki **■ að samvinna hægri manna Alþýðuflokksins við íhaldið í verkalýðshreyfingunni eigi sinn þátt í ósigri flokksins. Og augljóst er að greinarhöfund- ur gerir sér ljós þau sannindi sem bent hefur verið á hér í blaðinu, að öðruvísi gat vart farið, svo náin sem sú sam- virma hefur verið og rekin af blindu ofstæki gegn Alþýðu- bandalaginu. Kjósendur hlutu að hætfa að greina muninn á krossförum beggja flokkanna og íhaldið að uppskera ávext- ina. Sú hefur líka orðið raun- in. T^að er hins vegar misskiln- V* ingur hjá Alþýðublaðinu að Þjóðviljinn hafi borið fram kröfu um fiokkshreinsun í Al- þýrðuflokknum. Það er eintóm- ur hugarburður og annað ekki. Hitt benti Þjóðviljinn á, og vill enn undirstrjka, að eigi ekki að afhenda íhaldinu verka- lýðshreyfinguna og öll völd í iandinu, er það nú hlutverk heiðarlegra Alþýðuflokks- manna að taka ráðin af þeim óheillaöflum sem knúið hafa fram samvinnuna við íhaldið og reka opinskátt erindi þess Önnan Albýðuflokksins. Auð- vitað er öllum ljóst að kenn- ingar sínar flytja þessir vand- xæðamenn undir því yfirskyni að vinna þurfi bug á Alþýðu- bandaiaginu. En er ekki nóg komið til þess að góðir verka- lýðssinnar og einlægir vinstri menn innan Alþýðuflokksins sjái til hvers kenningin og framkvæmd hennar leiðir? Þurfa fleiri verkalýðsfélög áð lenda í klóm íhaldsins og landsstjórnin að falla í hend- ur þess til þess að menn rumski? Það gæti vissulega orðið dýr lærdómur fyrir verkalýðsstéttina og alla vinstri hreyfingu í landinu. Ekki er ástæða til að métast um úrsiit kosninganna, en ekki verður þó með sanngirni borin saman hlutur Alþýðu- bandalagsins og Alþýðuflokks- ins. Aiþýðubandalagið kemur sterkt og öflugt út úr kosning- unum, þótt úrslitin í Reykja- vík hafi ekki orðið því hag- T^etta er eðlilegri samanburð- * ur en við úrslit þingkosn- inganna 1956. Því ráða önnur viðhorf í Alþingiskosningum en bæjarstjómarkosningum enda vitað að ýmsir studdu Alþýðubandalagið 1956 til þess að knýja fram aðra stjórn í landinu, en voru því ekki fylgj- andi að öðru leyti og kusu nú sína gömlu flokka við bæjar- stjórnarkosningamar. Hins er svo ekki að dylja að Alþýðu- bandalagið vænti betri árang- urs nú, þótt orsakir þess að hann náðist ekki liggi að mestu í augum uppi. íhaldinu var lögð glundroðagríman upp í hendur einu sinni enn af þeim hægri mönnum hinna ílokk- anna sem hindruðu það sam- starf í kosningunum sem Al- þýðubandalagið beitti sér fyr- ir. Árangur vinstra samstarfs liggur hins vegar fyrir úti um landið, þar sem íhaldið er lagt að velli með samstilltu og sameiginlegu átaki alþýðu og vinstri manna. Þjóðviljinn sér ekki ástæðu til að karpa um það við A])iýðublaðiðí, bve mikið af fylgistapi Alþýðuflokksins eigi rót sína að rekja til ótta við forustustöðu Alþýðubandalags- ins í bæjarmálum Reykjavík- ur. Séu þær orsakir raunveru- ieiki mætti Alþýðublaðið líta í eigin barm og spyrja hver hafi skapað hann með þeim óhuggulega árangri að hundr- uð gamalla Alþýðuflokkskjós- enda hlaupa beint yfir á iista íhaldsins og færa því stóran kosningasigur. Æti; það hafi ekki skapað aðra og sterkari aðstöðu fyrir verkalýðsflokk- ana hefði Alþýðublaðið og hægri menn Alþýðuflokksins ekki ræktað árum saman blint og ofstækisfullt hatur í hug- 'um fylgismanna sinna í garð þeirrar róttæku alþýðu, menntamanna og vinstri sinna sem eru grundvöllur Alþýðu- bandalagsins? Það var vissu- lega heimskulegur leikur og endir hans gat aldrei orðið annar gn sá sem nú blasir við. Þessi blindi hatursáróður hef- ur vafalaust skaðað Álþýðu- bandalagið nokkuð, en höfuð- Um daginn komu fréttarit- arar helztu fréttastofnana Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í Moskva þeirri frétt á kreik, að maður hefði verið sendur hundruð kíló- metra upp í loftið með sovézkri eldflaug og komizt lifandi aftur til jarðar. Frétt- in skartaði í tvo daga á fremstu síðum heimsblaðanna, en þá kom í Ijós að hún var úr lausu lofti gripin. Líklegast þykir að fréttaritararnir hafi misskilið orðræður manna um geiinferðakvikmynd, sem ver- ið var að byrja að sýna í Moskva um þessar mnndir, eða geimferðadagskrá í út- varpinu þar. Athyglin sem þessi óstað- festa kviksaga vakti, sýnir að menn víða um heim vænta nú á hverri stnndu stórra tíð- inda af viðleitni mannsins tíl að leggja undir sig geiminn. Þeir sem öllum hnútum eru kunnngastir telja þó, að enn mnni nokkur tími ljða áður en fyrstu mennimir komist út- fyrir aðdráttarsvið jarðarinn- ar. Áður verði áð senda marga spútnika á loft, til að kanna betur öll skilyrði útí í geimnum. Eins og kunnu.gt er vonast Bandaríkjamenn til að geta komið fyrstu spútnikum sínum á loft á næstunni, og sovézkir vísindamenn liafa skýrt frá því að þeir muni senda margvísleg. ný gcini- rannsóknartæki á loft áður en alþjóðlega jarðeélisfræðiárintt lýkur. Svo bollaleggja Værðir jnenn og leildr um, hvað í vændum sé. Til skamms tí'ma toldui flestir allar bollaleggingar nn® rannsóknarferðír út í geÍMiimt f jarstæðukenndan skáldskap. Nú hafa allir orðið áð viður- kenna, að mannlegt hng;it hefur fundið ráð sem öUga iniinu tiLað Ieysa böndin sena hingað tíl hafa rigbundið mennina við reikistjörhu sína. tJti í geimnum biðá óþrjót- andi verkefni fyrir mannlega ævintýralöngun og þekkingar- þrá. Fyrstu menn- irnir hafa ient heilu og höldnu á tunglinn og stjga nú fyrstu sporin út úr geimfari sínu. Þyngdaraflið er svo lítið á jþess- um litla hnetti, að þá numar ekkert um að ganga í geim- I búningum, sein ! væru níðþúngir ■ heinia á jörð- ! inni. | Ekkí diigir að láta tunglfar- ana skorta neitt sem þeir kwnna að þurfa með tii að leysa rannsóknarstarf sitt vel af hemli. Þeiisi eru því sendar birgðip eftir þörfuni með birgðaeldflaug- um, sem standa ♦ hér í röð búnar til flugtaks. Síðan gervitungl urðu næstum livers- dagslegur hlutur, hefur athyglin beinzt að næsta nágranna okkar í geimnum, tunglinu. Prófessor Térbotaéff í Lenín- grad hefur skýrt frá því, áð í Sovétríkj- unum sé nú unnið að undirbúningi að þvi að koma tvennskonar rannsóknar- eldflaugum til tunglsins. Báðar verða auðvitað mannlausar. Ætlunin er að láta aðra lenda á tunglinu en láta hina fara umhverfis það og snúa aft- ur til jarðar. Eldflaug þarf að ná 40 000 km hraða á khikkustund til að komast til tunglsins, en það er 11.000 km meiri liraði en þurfti til að koma spútnikunum á loft. Þegar þessi fjarstýrðu könnunartæki bafa unnið sitt starf, verður fyrst fyrir al- v'Vru liægt að byrja að undirbúa för fyrstu mannanna tíl tungMns. Mynd- irnar hér á síðunni eru úr sovézkri kvikmynd, „Leiðin til stjarnanna", þa.r sem sýnt er hvernig menn hugsa sér eldflaugarleiðangur tíl tunglsins. Á neðstu myndinni sést géinvfarið lent á tunglinu. Fraxnhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.