Þjóðviljinn - 13.02.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.02.1958, Blaðsíða 6
ð)i — ÞTóÐmmíín& — mtámtuá&ga* ísi M&öxtu&om •r HlðÐVIUINN Útsefandl: SamelnlnBarflokkur alþýSu — Sósiaiistaflokkurmn. — RltstJórar Maenus KJartansson (áb.), Slgurður OuCmundsson. - Fréttaritstjórl: Jón BJamason. — Blaðamenn: Ásmunour Slgurjónsson, Ouðmundur Vlgfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- ingastjórl: Guðgelr Magnússon - Rltstjórn. afgreiðsla. auglýslngar, prent- amlðJa: Skólavörðustíg 19. — Slml: 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 25 á i Reykjavík ok nágrennl; kr. 22 annarsst. - Lausasöluverö kr- 1.50. PrentsmlðJa ÞJóðviljana. Óþægilegar staðreyndir Atlanzhaísbandalagið « ber ábyrgöina ~\ Sjálfstæðisflokknum er mein- illa við að á það sé minnt í ræðu eða riti hver gjörbreyt- ing varð á meðferð sjávarút- vegsmálanna og afstöðunni til írámleiðslunnar þegar Ólafur Thórs hrökklaðist úr sæti sjáv- arútvegsmálaráðherra. Þetta er eðlilegt og skiljanlegt. Sífelld- £f og endurteknar framleiðslu- stöðvanir og stórfellt gjaldeyr- istap fylgdi forustu Ólafs Thórs eins og skugginn. Báta- fiotinn stöðvaðist um lengri eða skemmri tíma um hver áramót og .allt árið um kring varð þjóðin fyrir meira eða minna tjóni vegna þess að binar ýmsu greinar sjávarút- vegsins voru vanræktar og svikizt um að ganga frá til- skildum samningum um af- 'urðaverð og kaupgjald. Þessi óhæfu vinnubrögð Ólafs Thórs og Sjálfstæðisflokksins voru því háskalegri sem þjóðin tyggir alla afkomu sína á sjávarafla, og ekki bætti það úr skák, að í stjórnartíð Ólafs var algjörlega vanrækt að efla fískiskipaflotann, enginn tog- ari var t.d. keyptur til lands- jns þau átta ár sem hann fór með sjávarútvegsmálin, en híns vegar var gjaldeyrinum sóað á báðar hendur og m.a. flutt- ir inn 5000 bílar! Það er ekki að ófyrirsynju að Sjálfstæðisílokknum sé það miður kærkomið að minnt sé á þessa óstjóm Ólafs Thórs á sjávarútvegsmálunum og al- gert skeytingarleysi um gengi íramleiðslunnar og gjaldeyris- oflunarinnar. Og þessi við- kvæmni verður enn skiljan- legri þegar þau miklu umskipti eru höfð í huga, er orðið hafa í þessum efnum undir dugmik- illi forustu Lúðvíks Jósepsson- ar og ráðamönnum Sjálfstæð- isflokksins er vel kunnugt um ekki síður en öðrum landsmönn- um. Gagnstætt því sem gerðist i tíð Ólafs Thórs hefur þess jafnan verið gætt síðan núver- andi ríkisstjórn tók við völd- um að gera í tíma nauðsyn- legar ráðstafanir til að tryggja rekstursgrundvöll fiskiflotans og semja við allar greinar framleiðslunnar og sjómanna- stéttina. Þetta hefur fært þjóð- inni þau umskipti að enginn veiðidagur hefur tapazt og gjaldeyrisframleiðslan því orð- ið eins mikil og‘ hugsast gat miðað við gæftír og aflamagn. Útgerðin hefur búið við ör- yggi sem áður var óþekkt og fiskimönnum verið tryggðar rnargháttaðar kjarabætur og 16 ukin réttindi. Jafnframt þessu er svo unnið af alefli að aukningu físki- skipastólsins. Tólf stór veiði- skip verða keypt frá Austur- Þýzkalandi og mikill fjöldi nýrra báta hefur verið eða er í smíðum innanlands og utan. Ríkisstjómin hefur undirbúið kaup og smíði þeirra 15 tog- ara sem heitið var í stefnu- yfirlýsingu hennar. Þannig er öfluglega að því unnið að byggja upp íslenzkan sjávar- útveg og treysta þann atvinnu- grundvöll sem afkoma fólksins í landinu er reistur á. Þetta eru mikil og eftirtektarverð umskipti og eðlilegt að Sjálf- stæðisflokkurinn sé úrillur þeg- ar á þau er minnt. Framtak og forusta Lúðvíks Jósepssonar stingur óneitanlega xækilega í stúf við uppgjöfina og úr- ræðaleysið og vanmatið á sjávarútveginum, sem einr kenndi alla meðferð Ólafs Thórs á þessum mikilsverða málaflokki . meðan hann hélt á stjórnartaumunum. Það er svo saga út af fyrir sig hvernig Sjálfstæðis- flokkurinn hefur brugðizt við þessum umskiptum. Forkólfar hans með Bjarna Benediktsson í fararbroddi hafa beinlínis unnið að því öllum árum að koma í veg fyrir eðlilegan rekstur framleiðslunnar. Eink- um varð þetta áberandi um s.l. áramót þegar þessi ofstæk- iskiíka flokksins taldi sig hafa von um árangur og lagði sig alla fram við að espa til sem mestra kröfugerða af hálfu út- gerðarmanna. Allt kom þó fyr- ir ekki. Þrátt fyrir augljóst samspil milli forustumanna Sjálfstæðisflokksins og hægri klíku Jóns Sigurðssonar, og Áka Jakobssonar í Alþýðu- flokknum tókst hvergi að efna til ejns dags stöðvunar. Útvegs- menn og sjómenn féllust hvar- vetna á og héldu það sam- komulag sem Lúðvík Jósepsson hafði við þá gert fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Stöðvunar- tilraunir Bjama Ben. og kump- ána fóru gjörsamlega út um þúfur. Skemmdarverkamenn- irnir sátu eftir með sárt enn- ið og skömmina eina. Þeir höfðu enn einu sinni verið staðnir að því að ætla að fórna þjóðarhagsmunum fyrir óraun- sæja valdadrauma. Það er kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn geri sér þá staðreynd ljósa, þótt hún kunni að vera óþægileg í meira lagi, að enginn sem kem- ur nálægt framleiðslustarf- seminni eða lætur sig framtíð sjávarútvegsins og þjóðarhags- muni einhverju varða, vill skipta á eymd íhaldsins og þróttmlkilli forustu Lúðvíks Jósepssonar í sjávarútvegsmál- um Íslendinga. Hin nýju tök voru sjávarútveginum og fram- leiðslustarfseminni allri svo brýn nauðsyn að án þeirra væri þjóðin fjær því en um langa hríð að geta haldið uppi núverandi lífskjörum og búið við fjárhagslegt sjálfstæði. „Úg veit að ég get aldrei gleymt þeim hörmungum, sem hvarvetna blöstu við aug- um mínum. Þetta var skelfi- leg sjón. Úr öllum áttum kváðu við vein limlestra og slasaðra bæjarbúa, Við ókum inn í Sakiet, meðan reykskýið grúfði enn yfir húsunum. Björgunar- starfið gat þó hafizt furðan- lega fljótt. Árásin stóð um það bjl í fimmtíu mínútur. Þegar við komum inn í bæinn, sáum við' að þrír af bílum okkar höfðu verið gereyðilagðir. Skil- ið hafði verið við þá á torginu, þeir voru allir vandlega merkt- ir Rauða krossinum. Þetta var allt svo hryllílegt, og við gát- um svo lítið gert til að líkna vesalings fólkinu. Mörgum kon- um og börnum hafði blætt út, áður en hægt var að veita þeim læknishjálp" lVannig lýsir sænski ofurstinn * Gösta Heuman aðkomunni í smábæinn Sakiet í Túnis eftír loftárás Frakka á laugar- daginn. Heuman var þarna staddur á vegum Rauða kross- ins, fylgdi ásamt Svisslend- ingi bílalest með fatnað til flóttafólks frá Alsír. Frétta- menn frá fjölda landa og full- trúar allra erlendra ríkja í Túnisborg nema Frakklands, sem boðið var að kynna -sér verksummerki af eigin raun, staðfesta allir frásögn sænska liðsforingjans, árásin á Sakiet var hreint hermdarverk, helzt sambærileg við árás nazista á Guernica í spönsku borgara- styrjöldinni. Tuttugu og fjmm flugvélar franska flughersins í Alsír flugu fram og aftur yfir bæinn í lítilli hæð um há- bjartan dag, létu sprengjum rigna yfir varnarlaust fólk og vélbyssuskothríð dynja á því. Morðvörgunum í frönsku her- stjórninni í Alsír mun hafa þótt bera vel í veiði, því að á laugardaginn var markaðsdag- ur í Sakiet og markaðstorgið Bandaríkjastjóin hef- ur gert sér niikið far um að vingast við stjórn Habibs Bourg- uiba í Túnis. Myndii sýnir Bourguiba tak; á móti Nixon, vara- foi-seta Bandaríkj anna, þegar hann heimsótti Túnis. Nú , segir „I’Aetion", mál- gagn Neo Destour flokks Bouguiba „Bourguiba á ekk lengur um neitt af velja. Þeir sem stjórna Frakklandi árið 195? og svívirða Frakkland ársins 1789 og valda menn Bandaríkjanna hafa kennt okkur aö skilja liatrið á Vest- urveldunum og and- stöðuna gegn stefnu þeirra, sem hingað til hefur verið sérkenni araba í löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafs. Óblíður veru- fullt af fólki. Árangurinn af árásinni var líka eftir því. Sjötíu og fimm af 1200 bæj- arbúum biðu bana þegar í stað, þar af níu konur og tólf böm. Auk þess hlutu 83 svo mikil sár, að leggja varð þá inn í Erlend tíðmdi sjúkrahús. Tvö hús af hverj- um þrem í bænum hrundu til grunna eða urðu fyrir veruleg- um skemmdum. í rásin á Sakiet sýnir að þau öfl í Frakklandi, sem hing- að til hafa ráðið stefnunni í Alsír, eru nú staðráðin í að láta skríða til skarar gegn Túnis.. Þrátt fyrir það að franska herstjórnin í Alsír ræður yfir hálfri milljón her- manna búnum nýjustu banda- rískum vopnum, hefur henni ekkert orðið ágengt að bæla niður skæruher sjálfstæðis- hreyfingar landsma-nna. Her- foringjarnir og samverkamenn þeirra meðal franskra stjórn- málamanna voru frá ö-ndverðu andvígir því að Túnis og Mar- okkó var veitt sjálfstæði. Nú hamra þeir á því, að eina leið- in út úr ógöngunum í Alsír sé að færa styrjöldína út til Tún- is. Á nokkrum mánuðum hef- ur franskt herlið frá Alsír í’áðizt fimmtíu sinnum yfir landamæri Túnis. Mikið veður var gert út af því, að fjórir fr.anskir hermenn, sem skæru- her Alsírbúa tók höndum, hefðu verið fluttir til Túnis, enda þótt Rauði krossinn gengi úr skugga um að þeir eru í haldj á yfirráðasvæði skæruhersins í Alsír. Daginn áður en árásin var gerð á Sakiet fór böðull Alsír, Alsír- málaráðherrann og sósíaldemó- krátinn Robert Lacoste, í eft- irlitsferð til landamæra Alsír og Túnis og lýsti yfir i ræðu, sem hann hélt yfir frönskum hermönnum; „Stríðið um landa- mærin er hafið“. C'tríðið í Alsír er búið að ^standa í 39 mánuði. Frétta- menn í Algeirsborg hafa eftir frönskum heimildum, að á þeim tíma hafi fallið af Frökk- um 5500 menn en 70.000 af AJsírbúum. Mestallur herafli Frakka í Alsír lýtur að nafn- inu til yfirstjórn herstjómar Atlanzhafsbandalagsins og mikið af vopnabúnaði hans er frá Bandaríkjunum. Af 25 flugvélum, sem árásjna gerðu á Sakiet, voru 17 bandariskar. Á fundi Túnisþings daginn eft- ir árásina voru menn ekki síð- ur þungorðir í garð Banda- ríkj.anna en Frakkalands. Þing- menn bentu á, að Bandaríkja- stjórn fullyrti að vopnunum sem hún lætur Frakklandi og öðrum A-bandalagsríkjum í té yrði einungis beitt í varnar- skyni, en nú hefðu þau verið notuð til að brytja niður konur og börn í Túnis. Þingmenn- irnir sögðu, að nú yrði Banda- ríkjastjórn að sýna lit, annað hvort yrði hún að sýna i verki friðarvilja sinn og hafa hemil á Frökkum, eða kasta endan- lega grímunni og leggja bléss- un sína yfir ranglátt nýlendu- stríð. Á tburðir síðustu daga sýna, að Bandaríkjastjórn mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að halda káp- unni á báðum öxlum. Dulles utanríkisráðherra sagði í fyrra- dag, að leitt væri að Frakkar skyldu hafa gert árásina á Sakiet, en jafnframt lét hann í ljós óánægju yfir ákvörðun Túnisstjórnar að skjóta málinu til Öryggisráðsins. í raun og Framhald á 8. síðu. leikinn kemiir okkur dag hvern, að við höfum ekkert annað en svívirðingar og lítillækkun upp ur því að lianga í pilsfaldi Vesturveldanna. Ö1 musum og sprengjum er hent í okkiw til skiptis“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.