Þjóðviljinn - 26.02.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.02.1958, Blaðsíða 3
Miðviikudagur 26. febrúar 1958 /lUn.JJVG.öM. — ÞJtoVIUlNN — (3 Trésmiðir mótmæla Gróusögum h\- ýðublaðsins og Morgunblaðslns Krefiast fiindar í Íilasiim um málið Á sunnudaginn var lét íhaldi'ð Alþýðublaðið flytja svo lubbalega Gróusögu um fyrrverandi stjórnir Trésmiða- félags Reykjavíkur að Mogginn treysti sér ekki til þess að birta hana fyrstur, heldur „endurprentaði“ hana í gær úr Alþýðublaöinu! Trésmiðir hafa nú mótmælt þessum einstæöa sögu- burði Alþýöublaðsins. Jafnframt hafa allmargir félags- menn Trésmiðafélagsins krafizt fundar í félaginu eigi síðar en á föstudaginn til að ræða þetta mál. Þjóðviijanum barst í gær svohljóðandi mótmælayfirlýsing frá fyrrverandi stjórnum Tré- smiðafélags Reykjavíkur, sem starfað hafa frá 1954: „Vegna greinar sem birtist í Alþýðublaðinu 23. þ.m. undir fyrirsögninni „Stjórn kommún- ista í Trésmiðafélaginu lánaði sjálfri sér 150 þús. úr félags- sjóði“, viljum við undirritaðir taka fram: Það er rangt að fyrrverandi stjórnir hafi lánað fé úr fé- lagssjóði. Þau lán sem veitt hafa verið, voru veitt úr Sjúkrástyrktarsjóði félagsins, samkvæmt reglugerð 'hans, en þar segir svo í 7. gr.: „Sjóður- inn skal ávaxtast í veðdeildar- bréfum, ríkis- og bæjarskulda- bréfum, svo og skuldabréfum, ef stjómin hefur samþykkt það og skulu félagsmenn ganga fyrir um sölu bréfanna að löðru jöfnu“. Samkvæmt þessu hefur verið lánað úr sjóðnum allt frá því hann tók til starfa og einnig af núverandi stjórn. Varðandi þau lán sem í áður- nefndri grein eru gerð að á- rásarefni á fyrrverandi stjórn- ir, og talin eru vera að upp- hæð 150 þúsund kr. viljum við upplýsa að einungis er um tvö lán að ræða að upphæð 54.000. 00 sem veitt em stjómarmeð- limum á umræddu tímabili. Bæði þessi lán voru veitt starfsmönnum félagsins vegna bifreiðakaupa, en það var ein- róma álit stjórnanna að störf þeirra yrðu ekki leyst af hendi á viðeigandi hátt án þess að viðkomandi starfsmenn hefðu yfir farartæki að ráða. Fyrra Iánið var veitt árið 1954 vegna eftirlitsstarfa fyrir félagið og er að upphæð kr. 23.000.00 með 7% vöxtum til 5 ára tryggt með fyrsta veð- rétti í nýiu tveggja íbúða húsi, af því láni standa nú eftir kr. 9.200.00. Síðara lánið var veitt árið 1957 vegna uppmælingarstarfa, sem félaginu er skylt að halda uppi samkvæmt málefnasamn- ingi við Meistarafélag húsa- smiða, og er það lán að upp- hæð kr. 31.000.00 með 7% vöxt- um til 10 ára, tryggt með löðr- um veðrétti í nýrri tveggja herbergja íbúð, næst .á eftir fyrsta veðréttarláni að upphæð kr. 6.750.00. Þá segir Alþýðublaðið: „Yfir þessum lánveitingum þagði Benedikt og félagar hans“. En hið. sanna er, að allar lánveit- ingar voru greinilega útskýrðar með hverjum reikningum fé- lagsins og í skýrslum stjórna og ennfremur á síðasta. félags- fundi af þeim sem hlut eiga að máli. Að lokum viljum við harð- lega mótmæla þeim rangfærsl- um og þeirri málsmeðferð sem viðhöfð er í áðurnefndri blaða- grein, sem virðist vera rituð í áróðursskyni og til framdrátt- ar öðrum aðilanum við í hönd farandi stjórnarkosningu í fé- laginu. Enda þótt innan okkar fé- lags séu uppi andstæðar skoð- úr og meiningamunur um ýmislegt er varðar framkvæmd félagsmála, þá teljum við eng- um málstað stéttarinnar betur borgið þótt slíkum máttarstoð- um rangfærslna og blekkinga sé undir hann skotið. Reykjavík, 24. febrúar 1958. Benedikt Davíðsson (sign), for- maður 1954—1957, Magnús Ingimundarson (sign), varafor- maður, 1954—1956, Hákon Kristjánsson (sign), varaform., 1956—1957 og vararitari 1955- 1956, Bergsteinn Sigurðsson (sign), ritari 1954—1955, Jón Sn. Þorleifsson (sign), ritari 1955—1957, Sigurður Péturs- son (sign), vararitari 1954— 1955, Sturla H. Sæmundsson (sign), vararitari 1956—1957, Ólafur Ásmundsson (sign), gjaldkeri 1954—1956, Hallgeir Elíasson (sign), gjaldkeri 1956- 1957. “ Runólfur Þórðarson verksmiðju- stjóri Aburðarverksmiðjunnar lóhannes Bjamason verkfræðingur ! fveggja verksntiðja. j Runólfur Þórðarson hefur veriö ráðinn verksmiðju- stjóri Áburðarverksmiðjunnar. Jóhannes Bjarnason verkfræðingur hefur verið ráðinn vélaverkfræðingur hjá bæði Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og Sementsverksmiðjunnar á Akranesi. Tvö fyrstu starfsár Áburðar- S. prófi í efnaverkfræði árið verksmiðjunnar h.f. skipuðu er- 1952. Hann hefur verið efna- verkfræðingur Áburðarverk- smiðjunnar frá upphafi. 6—7 lestir á bát frá Hafnarfirði bátar reru frá í fyrradag og var Fimmtán Sandgerði heildaraflinn 83 lestir. Muninn var aflahæstur, með 10,5 lestir, þá kom Magnús Marteinsson með 10 og þriðji var Munhm II. með 7 lestir. Aðrir höfðu yfirleitt 4-6 lestir. Allir Sand- gerðisbátar voru á sjó í gær. Áskorun um fund í Trésmiða- félagi Reykjavíkur Við undirritaðir félagar í Trésmiðafélagi Reykjavíkur krefjumst þess 'hér með að stjórn félagsins boði til al- menns félagsfundar í síð- asta lagi föstudaginn 28. þ.m. þar sem rætt verði um „hið alvarlega fjármála- ihneyksli“, sem Alþýðublað- ið segir frá 23. þ. m. og verði þess málefnis getið í fundarboði. Reykjavík 24. febrúar 1958. Benedikt Davíðsson (sign) Hallgeir Elíasson (sign) Sturla H. Sæmundsson (sign) Sigurður Pétursson (sign) Magnús Guðlaugsson (sign) Hafsteinn Sigurðsson (sign) Jón G. Kristjánsson (sign) Jón Sn. Þorleifsson (sign) Bergsteinn Sigurðsson (sign) Hákon Kristjánsson (sign) Gunnar Össurarson (sign) Hallvarður Guðlaugsson (sign) Gissur Guðmundsson (sign) Áskorun þessi var afhent stjórn Trésmiðafélags Rvík- ur á stjórnarfundi félagsins þann 24. þ.m., og var stjórn félagsins um leið bent á fundarhúsnæði, sem félagið gæti fengið til fundarhalds föstudaginn 28. þ.m. lendir verkfræðingar sess verk- smiðjustjóra hjá fyrirtækinu. Um næsta tveggja ára skeið var Jóhannesi Bjamasyni vél- fræðingi og Runólfi Þórðarsyni efnaverkfræðingi falið að ann- ast rekstur verksmiðjunnar, hvorum á sínu sviði. Runólfur Þórðarson hefur nú verið ráðinn verksmiðjustjóri Áburðarverksmiðjunnar. Jafn- framt hefur Jóhannes Bjarna- son verið ráðinn ráðgefandi vélaverkfræðingur Áburðar- verksmiðjunnar. Samtímis hef- ur stjórn Sementsverksmiðju rikisins ráðið Jóhannes sem ráðgefandi vélaverkfræðing við Sementsverksmiðjuna. Jóhannes Bjarriason er 37 ára að aldri. Hann lauk prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá MeGill háskólanum í Montreal Canada 1943 og stundaði fram- haldsnám við New York há- skólann 1950—1'51 og lauk prófi í verksmiðjurekstri. Hann hefur verið vélaverk- fræðingur Áburðarverksmiðj- unnar frá upphafi. Runólfur Þórðarson er 30 ára að aldri. Hann lauk prófi í efnaverkfræði frá Tækniháskóla Illinois ríkis í Bandaríkjunum árið 1951. Hann stundaði síð- an framhaldsnám við háskól- ann í Wisconsin og Iauk þar M. Mjólkurbáin í' Framhald af 12. síðu um gjaldeyris- og innflutnings- leyfi fyrir þeim. Fyrirhugað er að hafa fram- leiðsluna sem fjölbreyttasta, svo sem: Rjómaís, desertís, rjómaís- tertur, íspinna, mjólkurís og mjólkurísblöndu. Ætlunin er að senda ísinn út um allt land og verður hann til sölu í mat- vörubúðunj, mjölkurbúðum, á ' veit'ngastöðum og víðar. Varðandi starfsemi Mjólkur- samsölunnar í Reykjavík ságði Stefán Björnsson, að húsnæði hennar vseri orðið of lítið, þótt upphaflega hefði verið áætlað, að 'það my.ndi nægja til næstu; aldamóta. í athugun er að taka I mdtkufn pappaumbúðir uitan um mjólkina (síænska gerð). Taka vélarnar, er til framleiðslu þeirra þurfa, mun minna rúm en þær vélar, sem nú eru notað- ar. H'ns vegar eru þær umbúð- ir nokkru dýrari en glerið. Einn- ig sagði hann að athugað hefði verið um heimsendingu mjólkur hér í Reykjavík, en taldi, að það mundi reynast nærri óger- iegt að svo stöddu a. m. k. Vinstri menn, standið sam> an í Hreyfilskosningunum Það hefur oft verið um það rætt meðal bílstjóra hvort þeir ættu samleið með launþegasam- tökunum í þeirra hagsmunabar- áttu, og er vissulega eðlilegt að um það sé rætt þar sem bíl- stjóri sem á sinn bíl er ekki launþegi í venjulegri merkingu þess orðs. En um það verður ekki deilt að í þeirri jákvæðu hags- munabaráttu, sem verkalýðs- hreyfingin stendur nú í eiga bíl- stjórar fulla samleið með öðr- um vinnandi mönnum. Þegar öldur vaxandi dýrtíðar flæða yf- ir landið, þá koma verðhækkan- ir ekki aðeins á allar lífsnauð- synjar bílstjóra, eins og alls al- mennings, heldur einnig á þeirra atvinnutæki og allar rekstrar- vörur. Nákvæmlega það sama gjldir um uppáhaldsúrræði í- haldsins, gengislækkunina, hún Jeggst mun þyngra á bílstjóra- stéttina en almenna launþega. Þess ' végna er það augljóst að stefna núverandi ríkisstjórnar að stöðva verðbólguna, og hin ötúla barátta verklýðshreyfingar innar gegn gengislækkun, er al- veg sérstaklega í samræmi við hagsmuni atvinnubílstjóra. Þess vegna ber þeim frekar en nokkr- um öðrum að styðja núverandi rikisstjórn og gera henni fært að starfa með því að skipa sínu stéttarfélagj við hlið þeirra fé- laga sem styðja hana af alhug. Það geta þeir nú gert með því að fylkja sér um B-listann j stjórnarkosningunum í Hreyfli sem fram fara í dag og á morg- un. Ihaldið býður enn fram sinn þarfa þjón Bergstein Guðjóns- son, sem dfjnsað hefur eftir hverri bend.'ngu frá flokknum síðustu ár, og það svo dyggilega að á meðan íhaldið var i stjórn og taldi það glæp að liækka laun verkamanna þá lá Berg- steinn á hagsmunamálum bæði launþega og sjálfseignarbílstjóra svo að þeir voru langt á eftir öðrum stéttum með lagfær.ngu á kjörum sínum. Vorið 1956 sveikst hann um í marga mánuði að auglýsa hækk- aðan taxta þrátt fyrir ótvíræða samþykkt félagsfundar, en rauk svo til og auglýsti hækkun dag- inn eftir að verkalýðsfélögin samþykktu að fresta öllum kaup- hækkunum. En síðan vjnstri stjórnin var mynduð hefur hann beitt sér fyrir uppsögnum samn- inga og kauphækkunum einu sinni til tvisvar á ári, og þann- ig reynst þarfur þjónn og góð- ur liðsmaður í valdabaráttu í- haldsins, þó hann sé á fram- færi hjá bílstjórgstéttinni. Það verður að teljast eðlilegt þó að sanntrúaðir ihaldsmenri styðji slíkan fugl til valda í verkalýðsfélagi, en það er með öllu óskiljanlegt og óafsakanlegi þegar menn sem vilja láta telja sig vinstri menn láta nota sig til þess að taka sæti á sama lista, og gera þannig tilraun til að vilia um fyrir heiðarlegum vinstri mönnum, og hjálpa þann- ig valdasjúkum gengislækkunai’- bröskurum íhaldsins til valda í verkalýðshreyfingunni og síðan í rikisstjórn. Þessir hjálparkokkar íhaldsins bera ekki pólitíska ábyrgð gerða sinna, enda litlir mepn til þess. Ábyrgðina bera þeir skamm- sýnu og lítilsigldu stjórnmála- menn sem allan síðasta ái'atug hafa af glói'ulausu ofstæki rægt og svívirt alla foi-ustumenn þeirrar róttæku verkalýðshreyf- ingar sem nú er uppistaðan í núverandi stjórnarsamstarfi, Allir stéttvísir félagar í Hreyfli þurfa nú að taka höndum sam- an og fylkja liði með öðrum viimandi stéttum þessa lands, í þeirri baráttu sem nú stendur yfir gegn íhaldinu, og fyrir bjartari framtið og leggja höfuð- áherzlu á að verja helgustu vígi alþýðunnar, verkalýðsfélög- in, fyrir þeii'ri smán sem íhalds- stjói'nin er. — Bílst.jóri, UXái. -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.