Þjóðviljinn - 26.02.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.02.1958, Blaðsíða 7
Miövikudagur 2<>. fehrúar 3958 — WÓÐVILJINN — (7 Yfirlýstum nazista gefiB úrslifaatkvœBi i bœjarstjórn Reykjavikur-og ÞjóSernishrevfing Islendinga innlimuS Rií.jað var upp hér í grein á þriðjudaginn var að Bjami Benediktsson hóf stjómmála- feril sinn með því, að bjóða sig fram á sameiginlegum lista Sjálfstæðisflokksins og „Þjóð- ernishreyfingar íslendinga" í bæjarstjórnarkosningunum í Reykjavík 1934. Var vitnað í blöð beggja flokkanna um þessa einingu, og bent á að með kosningasamstöðunni var úr því skorið að nazistahreyfing- in íslenzka skyldi renna inn í Sjálfstæðisflokkinn og menn hénnar fá þar fullt svigrúm til að móta stéfnu, starfsaðferðir og áróður flokksins. Það breytir engu um þessu ályktun að nýr nazistaflokkur var stofnaður þetta ár og hjarði að nafninu til næstu árin, enda hafa einnig foringjarnir þar skilað sér til föðurhúsanna. En annað kom ákaflega illa við Bjarna og aðra þá forsprakka Sjálfstæðisflokksins sem hugð- ist tryggja völd sin í Reykja- vík með sameiginlegu fram- boði með íslenzku nazistahreyf- ingunni: Samkomulagið hélt ekki til fullnustu, nokkur hluti nazistahreyfingarinnar vildi enn ekki selja sig Sjálfstæðis- flokknum, „Fánaliðið“ og „Fé- lag ungra þjóðernissinna“ re'is gegn „Aðalráðinu" og sagði því til syndanna. Þar voru fremst- ir í flokki dálitlir foringjar sem enn voru ekki reiðubúnir að falla í faðm Bjarna Bene- diktssonar, þó svo yrði siðar. Litli foringinn ætlaði að reyna sjálfur Hér höfðu gerzt þeir hlutir sem hvorki Sjálfstæðsflokkn- um né aðalráði nazistanna lík- uðu. íslenzki 'nazistaflokkur- inn átti að sjálfsögðu að vera byggður eftir þýzku fyrirmynd- inni, einn foringi í toppnum sem valdi sér hjálparmenn og svo hver af öðrum. En í Þjóð- ernishreyf'ngu íslendinga varð foringjahlutverkið ekki alveg' óumdeilt, eijikum reis'ti sig þar ungur maður sem taldi ekki öðrum bera fremur for- ingjahlutverk nazistanna á Is- landi. Sá hét Helgi S. Jónsson, núverandi áhrifamaður í Sjálf- stæðisflokknum. En fyrir 24 árum trúði Helgi S. Jónsson því að sigur nazistanna þyrfti ekki að verða með því móti að Sjálfstæðisflokkurinn yrði smám saman gegnsýrður af nazisma og þokaðist áfram í átt til algerra valda, heldur væri leið hins ómengaða náz- isma styttri. Og hann, ásamt nokkrum sanntrúuðum nazist- um, þar á meðal Þorbirni Jó- hannessyni kjötkaupmanni í Borg, ne.ituðu að hlýða ' for- sjá leiðtogans Gísla Sigur- b.jörnssonar um samruna. við Sjálfstæðisflokkinn og báru fram sinn eigin lista í Reykja- vík, með. nýja foringjann, Helga S. Jónsson, efstan. ^ Valdataka 1943 — eítir tíu ára „baráttu"! Þeim lá nefnilega á að kom- ast til valda á íslandi, og héldu þar við markið sem hreyfing- in setti sér upphaflega, en það var um valdatokii nazismans á íslandi árið 1943 — eftir tíu ára „baráttu". Því er harðlega neitað í blöð- um ,,aðalráðs:'ns“ eftir samn- ingana við Sjálfstæðisflokkinn að horfið sé frá þessari tíu ára áætlun. í langri grein í „Þórs- hamri“, 19. jan. 1934, „Myndun og þróun Þjóðernishreyflngar íslendinga“, er tíu ára áætlun- in enn áréttuð: ..Það skal tekið fram þeg- ar í stað, að Þ.H.Í. hefitr ekki gert neina sajniiínga við Sjálfstæðisflokkinn um samvinnu framvegis, og mun ckki halda áfram samvinnu við liann. tiema Sjálfstæðisflokkurinji vilji beita sér fyrir öllum aðalá- hugamálum Þ. H. í. Hins- vegar mun 1». H. í. starfa sent pólitískur viðreisnar1- flokkur íslenzkra Þjóðernis- jafnaðarmanna, hvenær sem er. Takniark flokksins er: Sigur Þjóðcrnisjafnaðar- stefnunnar á íslandi 1943. — Þ. H. f. er síofnuð 1933. — Það eru því eftir niu ár, — sem við niuiutm nota til að berjast fyrir þessu tak- marki okkar“. ^ Viðreisnarbanda- lag Reykjavíkur En foringjar aðalráðsins virð- ast hafa metið ástandíð svo um þetta leyti að fullar líkur væru á, að skilyrðinu fyrir framhaldandi samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn yrði full- nægt: ,uið Sjálfstæðisflokkux- inn vilji beita sér fyrir öllurn aðaláhugamálum“ nazistahreyf- ingarinnar. Þe:m mun sárgrætilegra þótti „foringjunum (á þessum árum voru meira að segja „foringjar" Varðarfélagsins opinberlega titlaðir svo) að nazistahjörð'n skyldi ekki strax fylgjast öll með: Þannig vítlr foringi Þjóð- ernishreyfingar íslendinga harðlega þá ungu menn, er ekki vildu strax þ'ggja náðarfaðm og vegtyllur Sjálfstæðisflokks- ins. Hann segir í „Þórshamri'* 16. jan. 1934: „Þeir vissu að viðreisnar- starfið var að feef jast, áhrifa Þ. H. í. var farið að gæta i hugsuiíum og verfcum stærstu síjórnmálaflofcka landsiitis, og þeir hlutu að vita, að nú reið á að halda saman, svo að takasl. tnætti að vinna bug á fcoimnún- isina og Marxisma“, í sama blaði er enn hnykkt á um samstarfið: „Eins og mönnum er kunn- ugt hefur Þ. H. í. að þessu sinni samninga við Sjálfstæð- ismenn við í hönd farandi bæj- arstjórnarkosningar, eða m. ö. o.: Þessir tveir flokkar hafa myndað eins konar Viðrelsnar- bandalag Reykjavíkur“. ■^r Ljúít og skylt að þakka — Jón Þor- láksson vitnar En í fylkingararmi Helga S. Jónssonar og Þorbjörns kjöt- kaupmanns var alið á því, að r- Helgi S. Jónsson litli foringinn sem nú er koniinn lieim, Morgunblaðið héldi lítt á loft aðild Þjóðernishreyfingar ís- lendinga að hinum sameiginlega lista, listinn var nefndur listi Sjálfstæðisflokksins og annað eftir því. En sú ásökun var borin til baka. Og nú dugði ekki að rit- stjórar Morgunblaðsins færu að þvæla um þetta. Sjálfur foringi Sjálfstæð'sflokksins, sjálfur borgarstjórinn í Reykja- vík, Jón Þorláksson, var látinn lýsa yfir aðild nazistahreyf- ingarinnar. Morgunblaðið birti 19. janúar 1934 áberandi grein: eftir Jón: „E-Iistinn sprengilisti“ „Því hefur ekki verið lialdið nægilega á lofti í blöðum Sjálfstæðisflokks- ins, að það eru fleiri en félög Sjálfstæðismanna, sem standa að C-Iistanum og styðja liann. Listinn nýtur einnig stuðnings félagsskap- arins „Þjóðernishreyfing ís- lendinga“. Aðalváð þess fé- lagsskapar birti yfirlýsingu uni stuðning þennán um það leyti sem C- listinn var til- búinn, og hefur síðan beitt sér öfluglega fyrir að afla listanum fylgis í sinn, lióp. Sama hefúr félag yngri manna, sem þátt taka í þess- ari hreyfingu, gjört, og sömuleiðis blöð Þjóðernis- hreyfingarinnar íslenzk end- urreisn og Þórsliamar. Tel / SjálfstœSisflokkinn ég mér og okkur öllum SjálfstæSismönnum ljúft og skylt að þakka stuðning þennan, sem sýnir það, a v Þjóðernislireyfingin lvefur ekki misst sjónar á því að- almarki sínu að berjast á móti rauðu flokkunum, kommúitistum, krötum og Tímabclsunum. Þeir gjöra þctta mcö því að vinna að kosningu Dr. Halldórs Han- sens, níunda mannsins á C- listanum“. Síðan ræðir Jón Þorláksson með mikilli vandlætingu „sprengilista“ Helga S. Jóns- sonar sem boðin sé fram í fullri óþökk Þjóðernishreyfing- arinnar. ^ Tveir íoringjar talast við íslenzki foringinn dregur ekki úr fordæmingunni á litla foringjanum, Helga S. Jóns- syni. Gísli Sigurbjörnsson skrif- ar undir nafni grein í Þórs- hamar 19. jan. 1934, og nefn- r hana „Liðhlaupinn afhjúpað- ur“. Þar sendir hann fyrrver- andi (og núverandi’.) sam- herja þessa kveðju: „Ef mér sýnist svo, mun síðar verða vikið nánar að viðskiptum mínum við þennan ódreng, sem ég eitt sinu glæptist á að trúa. Mun sú lýsing öll verða til þess, að menn, munu enn meir fyrirlíta þennan fram- hleypna angurgapa, sem kailar sig þjóðernissinna, en er ekkert annað en svikari og lieitrofi við menn og mál- efni Þ. H. í.“ En litli foringinn svarar í blaði sínu fullum hálsi, ræðst heiftarlega á foringjann og lýs- ir því nieðal annars hve sterk- leg'a hann (Gísli Sigurbjörns- son) hafi sótt eftir fjárstyrk hjá Sjálfstæðisflokknum — og fengið hann. Samt hafi litið gengið með framgang stefnunn- ar og mörgu um kennt: „Ekki nóg með það, að öll fjármál þessarar lneyf- ingar séu í stökustu óreiðu, heldur liefur hin uppliaf- Iega stefna, sem nú er marg- brotin, allir hinir gömlu fylgjendur, öll liugsjóna- og áhugamál þeirra, allt hef- ur verið boðið til kaups á hinn ruddalegasta liátt. Allt selt, en andvirðið liefui- Gísli á „guðsríkisbrautinni“ frá Ási liirt með gyðinglegri ró — og kaupandinn „Sjálf- stæðisflokkurinn“ prísað sig sælan að lneppa fenginn“. (Ákæran, 7. febrúar 1934). Og í svari við „yfirlýsingu“ aðalráðsins segir blaðið: „Allir sannir Þjóðernissinnar munu svara óþokkabragði „ráðsins“ á viðeigandi hátt — ekki með því að ganga á mála hjá óviðeigandi stjórn- málaflokki — lieldur með því að kjósa sinn eigin lista, sem er listi Þjóðernissinna“. (Ák.'arai, 7. fehrúar 1934). Kclludráp og Ilriílu-Jónas •— Moggi í nazista- ham Þannig var gengið til kosn- '.ín'gja, Tvær gular sögur voru ýmist tuggnar í kjósendur eða öskraðar í eyra þeirra. Morg- unblaðið, nazistabiöðin og Vísir þreyttust ekki að 'skrifa um „kolludráp“ Hermanns Jónas- sonar lögreglustjóra, ag hitt að Jónas frá Hriflu ætti að verða borgarstjóri ef „rauðu flokkarn:r“ fengju meirihluta! Sjálfan kosningadaginn er orðbragð Morgunblaðsins og nazistablaðanna orðið óþekkj- andi í sundur. Þá var þetta ó- einkennd ritstjórnargrein í Morgunblaðinu: „BURT MEÐ RAUÐA LIÐIÐ! Þjóðennislireyfing íslend- inga var í upphafi stofnuð með það fyrir augum að. vinna bug á óaldarlýð komm- únista. í dag er barizt um það, livort Sjálfstæðismenn eigi að fara með völdin í bten- um næstu 4 ár ellegar sam- fylking rauðliða. Þjóðernishreyfingin hefur að sjálfsögðu lagzt á sveif- ina með S.jálfstæðisflokkn- um og gegn rauða liðinu. Hún fylkir sér einhuga um lista Sjálfstæðisflokks- ins, C-listann. Allir samiir íslendingar fylkja sér um C-listann. Kjósið C-listann!“ (Mbl. 20. jan, 1934). ^ Morgunblaðið stimplar Helga S. og hans lið ,,naz- ista" í þessu sama blaði nefnir Morgunblaðið þó í hita bardag- ans Helga S. Jónsson og Jón Aðils nazista í frétt af æsku- lýðsfundi Heimdallar. Mega þeir, ásamt Þorbirni kjötkaup- manni og öðrum á lista Helga minnast þess, að sú nafngift var þó einu sinni höfð um þá í aðalmálgagni Sjálfstæðis- flokksins. En fordæmingin stóð ekki lengi. Þremur dögum síðar er faðmur Sjálfstæðisflokksins aftur breiddur mót hinum villu- ráfandi nazistasauðum. Morg- unblaðið gefur nýjar upplýs- ingar, bæði um E-Iistann og Sjálfstæðsflokkinn: „Eins og áður er sagt og öllum er kunn- ugt, var E-listinn klofningur úr Sjálfstæðisflokknum . . “ Frambald á 10. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.