Þjóðviljinn - 26.02.1958, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.02.1958, Blaðsíða 12
Mjólkurbúm ráðgera að hefja i fjöibreytta mjólkurísgerð Vilja með auknum iðnaði nýta betur mjólkuríramleiðsluna í landinu. Nýlega hafa mjólkurbúin á SuÖvestur- og Norðurlandi , komið sér saman um að hefja framleiðslu og sölu á rjóma- og mjólkurís. í tilefni af þessu áttu Stefán Björ.nsson forstjóri Mjólkursam- sölunnar, Baldur Tryggvason fulltrú: mjólkurbúanna á Norð- urlandi og Oddur Magnússon forstöðumaður mjólkurísfram- leiðslunnar viðtal við frétta- ,me,nn og létu þeir í té eftirfar- ' andi upplýsingar. mjólkurafurða í landinu. Hefur Mjólkursamsalan á undanförn- um árum framleitt alla mjólk- urísblölndu í þann mjólkurís, sem hér hefur verið seldur. Hi.ns vegar hefur ófullkominn vélakostur mjög háð bæði fjöl- j breytni framleiðslunnar og gæð- um. Mjólkurbúin, sem að þessu standa c/ru: Mjólkurbú Flóa- manna, Mjó’kursamlag K.aupfé- lags Borgf.'rðinga, Mjólkurstöð- in í Reykjavík, Mjólkursamlag Húnvetninga, Mjólkursamlag K. E. A. og Mjólkursamlag Þijngíiy,- inga. Forráðamönnum mjólkuriðn- aðarins hefur lengi verið ljóst, lað framleiðsla og sala á rjóma- og mjólkurís felur í sér mikla möguleika á aukinni neyzlu Undanfarin ár hefur Mjólkur-1 samsalan unnið að undirbúningi ísgerðar sem væri búin íull- komnustu tækjum til þess að geta framleitt sambærilegan ís að gæðum við það, sem gerist bezt erlendis. Eru uppdrættir að ísgerðinni þegar tilbúnir og verður hún til húsa í Mjólkur- stöðinni í Reykjavík. Vélar á að kaupa frá Englandi og Dan- mörku og liggur fyrir tilboð í þær. Einnig hefur verið sólt Framhald á 3. síðu Þýzkir lagastúdentar dveljast hér í boði Orators, félags laganema í fyrradag komu þrír þýzkir laganemar hingað í boöi Orators, félags laganema við Háskóla íslands; munu þeir dveljast hér í þrjár vikur. Þýzku laganemarnir eru Man- j fred Illner frá Marburg, Jörn Lamprecht frá Hamborg og Det- lef Böckmann frá Múnchen. Gagnkvæm stúdentaskipti Koma Þjóðverjanna hingað er þáttur í stúdentaskjptum, sem fara fram milli landssambands háskólastúdenta í Þýzka sam- bandslýðveldinu og Orators. Munu fulltrúar félags laganema fara í maí eða júní n.k. til Þýzkalands og heimsækja m. a. Bonn og Hamborg. Þetta er í þriðja sinn sem Orator gengst fyrir stúdenta- skiptum. Ár'ð 1948 kom hingað inorskur laganemi frá Oslóarhá- skóla, en einn stúdent úr laga- deildinni fór til Oslóar og dvald- ist þar í sex vikur. Eft.r það Caledonian Clnb Skotlandsvinaíélag heldur hér hljómleika á vegum Tónlistarfélagsins Skotlandsvinafélag var stofn- að hér í bænuin 21. þ.m. og heitir það Caledonian Club, en |>að forna nafn Skotlands hafa Skotar á slíkuni félögum livar- vetna um lieim. Stofnendur eru Skotar, flest- ir búsettir hér í Reykjavík. Tilgangur félagsins er að vinna að hverjum þeim málum sem geta orðið til aukinna kynna og samskipta Skota og íslend- inga. Islendingar sem á ein- hvern hátt eru tengdir Skot- landi eða hafa dvalið þar, geta jgerzt félagsmenn. Forseti félagsins var kosinn er. Robert Jack. Formaður Samuel Stuart Ritchie, ritari frú Mabel Guðmundsson og gjaldkeri frú Margaret Steina- son. varð langt hlé á stúdentaskipt- um. Það várð ekki fyrr en vorið 1956, sem þriggja manna hóp- ur lagastúdenta frá New York háskóla kom til Reykjavíkur til hálfsmánaðar dvalar. Skömmu síðar fóru jafnmargir laganem- ar héðan t.l Bandaríkjanna og dvöldust þeir í New York og Washington. Stúdentaskipti þau, sem nú standa yfir komust á fyrir milli- göngu þýzka sendiráðs'ns hér. Tilgangur þeirra er fyrst og fremst að stuðla að gagnkvæm- um kynnum háskólastúdenta af ýmsum þjóðum og veita þeim fræðslu um kennsiuháttu og nám í háskólum annarra landa. Þýzku lag'anemarnir munu kynna sér margt er snertir ís- ienzk lög, lagakennslu og félags- líf lagastúdenta, en einnig mun þe'm gefinn kostur á að ferðast um landið eftir því sem veður og fjárhagur leyfir. Enn ein eldflaug springur í USA Bandarískt flugskeyti af: gerðinni Navaho var reynt í til- ' raunastöðinni við Canaveral- j höfða á Flórida í gær. Tilraun- in mistókst. Skeytið lyftist að vísu frá jörðu og komst all- hátt, en lét ekki að stjórn og var sprengt með fjarstýrðum útbúnaði. Soyétríkin og Ceylon semja I gær var undirritaður samn- ingur milli Sovétríkjanna og Ceylons. Sovétríkin veita Ceylon 142 milljón rublna lán (um 500 millj. kr.) til vörukaupa. Lán- ið er með 2,5% vöxtum og end- urgreiðist á 12 árum. ðovuimii Miðvikudagur 26. febrúar 1958 — 23. árgangur •—• 48. tölublað Infii R. Jóliannsson varð skákmeislari Reykjavíkur Úrsiit í efsta flokki á Skákþingi Reykjavíkur urðu þau, að Ingi R. Jöhannsson sigraöi og hélt titli sínum Skákmeistari Reykjavíkur. mm Robert Mc Ferriu Kunnur baritón- söngvari frá Metropolitan- óperunni Hingað til lands er kominn einn af söngvurum hinnar heimskunnu Metrópólitanóperu í New York, baritónsöngvarinn Robert McFerrin, og mun 'hann halda þrjá tónleika hér í bæn- um á vegum Tónlistarfélagsins. Fyrstu tveir tónleikarnir verða haldnir fyrir styrktarmeðlimi félagsins í kvöld og annað kvöld, en þriðju tónleikarnir eru opinberir tónleikar og munu fara fram á haugardaginn kemur. Allir verða tónleikam- ir i Austurbæjarbíói. — Nánar verður sagt frá Robert Mc- Fen-in á morgun. Hlaut Ingi 9Vo vinning af 11 niögulegum. Hann vann 9 skákir, tapaði einni fyrir Stef- áni Biiem og gerðí eitt jafn- tefli, við Hauk Sveinsson. í öðru sæti varð Stefán Briem með 8*4 vinning. Hann tapaði fyrir Ölafi Magnússyni og Eggert Gilfer, en gerði jafn- tefli við Jónas Þorvaldsson. Stefán er aðeins 19 ára að aldri og er nemandi í 6. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Hann tefldi fyrst opinbei-lega á Skákþingi Reykjavíkur 1957 og vann sig þá upp í 1. flokk. Á síðasta Haustmóti T.R. vann hann sig upp i meistaraflokk og tefldi því nú í fyrsta sinn i þeim flokki og með þessum glæsilega árangri. I þriðja sæti varð Ólafur Magnússon með 8 vinninga. Hann tapaði fyrir Inga og Eggerti Gilfer og gerði jafn- tefli við Kára og Gunnar Ól- afsson. Ólafur er einnig aðeins 19 ára. Hatin vann sig upp í meistaraflokk á Skákþingi Reykjavikur 1957. Stóð sig vel á síðasta Haustmóti T.R. og náði nú 3. sæti á móti, sem margir sterkir og reyndir skák- menn tóku þátt í. I fjórða sæti varð Jón Þor- steinsson einnig með 8 vinn- inga; en aðeins lægti að stigum en Ólafur. Jón tapaði fyrir Inga, Stefáni og Ólafi. Keppendur úr 1. flokki voru 13 og af þeim flytjast tveir efstu upp í meistaraflokk. Það eru þeir Jón M. Guðmundsson er hlaut 6*/■> vinning og var í 10. sæti og Jónas Þorvaldsson er hlaut 6 viiminga og var í 12. sæti. Þriðji í 1. flokki Varð Bj"ra Þorsteinssön. Stefán Briem og Ólafur Magnússon öðlast nú rétt til þátttöku i næstu landsliðs- keppni, sem væntanlega verður , háð um páskána. 1 2. flokki urðu úrslit þau, að efstur varð Bragi Björns- son með 9V2 vinning. 2. Árni Framliald á 9. síðu Manna Egilsdóttir syngur á tónleikum í Berlin í marz Nanna Egilsdóttir söngkona hefur dvalizt hér. á landi um nokkurra vikna skeiö í orlofi sínu, en í dag heldur hún utan til Þýzkalands, þar sem hún hefur starfaö viö söngleikhús síöustu árin. Meðan söngkonan dvaldist hér að þessu sinni söng hún í útvarpið með útvarpshljóm- sveitinni undir stjórn Hans Joachims Wunderlich; einnig Nanna Egilsdóttir söng 'hún íslenzk lög inn á hljómplötur. Eins og fyrr segir hefur Nanna Egilsdóttir starfað í Þýzkalandi „ um þriggja ára skeið og einkum sungíð hjá út- varpinu í Hamborg og óper- ettuhúsinu þar. Síðan hún var hér síðast, fyrir hálfu öðru ári, hefur hún sungið víða í Þýzka- landi utan' Hambbrgar og einn- ig í Hollandi. Hefur frúin einkum lagt stund á óþerettu- söng og einnig sungið í óperam. Af helztu óperettuhlutverkum, sem Nanna Egilsdóttir hefur farið með, má nefna hlutverk í Vínarblóði, Sígaunabarónin- inum og Nótt í Feneyjum eftir Jóhann Strauss og Kátu ekkj- uirni eftir Lehár. Af einstökum óperum, sem frúin hefur sung- ið x, rná nefna Margarethe eft- ir Gounod og Brúðkaup Fígar- ós eftir Mozart. Naima Egilsdóttir mun í næsta mánuði koma fram á tónieikum í Berlín, bæði út- varps- og hljómsveitartónleik- um. Hljómsveitin, sem þá leik- ur, er Das Berliner Orkester og stjóraandi hennar góðkunningi útvarpshlustenda hér, Wunder- lich. Blindbylur lakar vegum í Englaiidi Blíndbylur var í Englandi og Waies i gær og fyrradag og olli miklum vandræðum. Allt að 5 metra djúpir skaflar lok- uðu vegum og jámbrautum og mörg héruð eru einangruð með öllu frá umheiminum. Mikil snjókoma hefur verið víða á meginlandinu, en ahnars stað- ar hláka og hætta á flóðum. Ó s a n 9i a r i vegnir •Eftirfarandi tilkynning barst blaðinu frá utanríkis- ráðuneytinú: Að gefnu tilefni lýsir ut- anríkisráðuneytið því hér með yfir að hvorki ráðu- neytið né sendiráð Islands í London hafa óskað þéss, að afturkölluð yrði grein í brezka tímaritinu „Fishing News“ eftir fréttaritai'a þess á Islandi. Ummæli þess efnis, að sendiráðið í London eða ut- anríkisráðuneytið hafi beitt þvingunum til að hindra birtingu umræddrar greinar, eru því með iöllu ósönn. U tanrí kisráðuneytið, Reykjavík, 25. febr. 1958. Flugferðir milli Loiidon og Moskva I dag verður undirritaður í London samningur milli brezka flugfélagsins BEA og sovézka félagsins Aeroflot um reglulegt áætlunarflug milli London og Moskva. Flugfélögin munu bæði hafa flugvélar á þessari leið, það brezka Viseountvélar, en það sovézka TU-104. Hollendingarná aftur kanpfari Hollenzkt herskip tók í gær hollenzkt kaupfar sem indónes- ís'ka stjórnin hafði lagt hald á og fór með það til hollenzku Nýju Guineu. Indónesískir her- menn voru um borð í kaupfar- inu og vörðust, en voru fljót- lega afvopnaðir. Argentínski ökukappinn Ju- an Fangio sem uppreisnarmenn á Kúbu rændu í Havana á fimmtudaginn var látinn laus í gær. Hann lét hið bezta af vist- inni hjá þeim.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.