Þjóðviljinn - 26.02.1958, Qupperneq 9
■Miðvikudagur 26. fébrúar 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (9
A- ÍÞRÓTTIR
RlTSTJORl: FRIMANN HELCASO0
Frá enskri knattspyrmi
Matt Busby á batavegi — Ekki vitað hvort
Puskas, Kocsis og Csibor haía boðið sig
íram til að leika íyrir Manchester United
1 síðustu viku háði Manc.h- minnismerki sem þeir settu á
éster United fyrsta leik sinn gröf hinna látnu félaga, og
eftir flugslysið mikla í Miinch-
en, þar sem liðið missti 7 leik-
menn, en sá áttundi hefur lát-
izt af sárum fyrir fáum dögum.
Mikill áhugi var fyrir. leik
þessum og leikvangurinn var
alveg fulskipaður áhorfendum,
eða um 62 þúsund. Fagnaðar-
lætin ætluðu aldrei að hætta
þegar hinn. ungf 19 ára. út-
herji, Seamus Brennan, sem lék
í fyrsta sinn með liði sínu,
skoraði fyrsta mark leiksins
beint úr horni.
M.U. hafði. með í liði sínu
þá Harry Gregg og Bill Foulk-
es, en þeir voru báðir með er
flugvélin fórst. Þrír menn léku
með sem aldrei höfðu áður leik-
ið með í liðinu, og nokkrir
það mundi gleðja þá sem liggja
særðir. Einmitt slíkur sigur
mun færa bros yfir andlit
Matts Busby þar sem hann
liggur særður á sjúkrahúsi í
Miinchen:
Leikurinn var við Sheffield
Wednesday.
Yonln sem brást
í vikunni sem leið kom frétt-
in um það að Dunchan Ed-
wands væri látinn af sárum
sem hann fékk er flugvélin
fórst. Nokkur von hafði verið
um það að hann myndi lifa
þetta af. Hann var kominn til
meðvitundar og hinn enski
læknir sem stundaði hann gaf
leiðtogunum í Manchester þær
höfðu Utla reynslu., Innherjinn Uppiýsingar að Edward væri
kominn til meðvitundar og að
það væri von um hann.
Ernie Taylor var nýkominn frá
Blackpool, og bindur liðið mikl-
ar vonir við að hann fylli
nokkuð sk'arð hins fræga Tayl-
or sem fórst.
Brennan skoraði annað mark
.til á 70. mínútu leiksins, og
hinn ungi og lítt reyndi Alex
Dawson, miðherji, skoraði
þriðja markið, en gert er ráð
fyrir að hann verði verðugur
arftaki Tommy Taylor.
Eftir leikinn sagði markvörð-
urinn Gregg, að þetta væri
Á miðvikudag í fyrri viku
var þó sagt að líðan hans væri
verri og tvísýnt um líf. hans.
Var þess óskað að foreldrar
hans kæmu sem allra fyrst til
sjúkrahiissins. Var brugðið
fljótt við og varð áætlunar-
flugvélin að bíða dálítið eftir
bifreiðinni sem flutti þau til
flugvallarins.
Um sama leyti var bifreið á
Frá íslandsmótinu í körfuknattleik:
Í.R. vcrnn K.R. 48:28 ©g Í.S.
vann K.F.R. 83:24
S.l. mánudagskvöld voru leikn-
ir 2 leikir í- m. fl. karla.
ÍR : KR 48:28. Þessi leikur
var jafnari lengst af en niður-
stpðutölurnar sýna. Bæði liðin
sýndu ágætan leik og tilþrifarík-
an og áttu KR-ingar þar ekki
síður hlut að máli. í síðari hálf-
leik dapraðist þeim flugið og
undir lokin voru ÍR-ingarnir
allsráðandi á vellinum. Hjó ÍR
var Lárus beztur. Hann hefur jjgj; ^ afttiælÍS SÍttS á þeSSU áfí
m]og gott ,auga fyrir samleik og
er einnig markheppinn. Næstix
honum komu Helgarnir.
KR-liðið var nokkuð jafngott,
en marksæknastur var Gunnar
Jónsson. Dómarar voru Guðm.
Georgsson og Geir Kristjánsson.
ÍS : KFR — b-lið 83:24. Eins
og úrslitin gefa til kynna liöfðu
stúdentar mikla yfirburði í-
leiknum. Bæði liðin byrjuðu illa
með lélegum sendingum og skot-
um', dn stúddntar höfðu sig
fljótlega upp úr því, en KFR
ekki fyrr en undir lokin að þeir
náðu góðum leikkafla. Stúdent-
arnir hæfðu mjög vel eftir að
þeir komust í gang og má þar
til nefna Hilmar, Þórir (32 sk.),
óg Kristinn, annars var liðið
nokkuð jafnt. Nokkur byrjenda-
bragur var á leik KFR, enda
margt um nýliða í liðinu, en
samleikurinn undir lok leiksins
gefur þó góðar vonir. Beztur var
Guðm. Árnason, þó að æfinga-
leysi háði honum töluvert.
Dómarar voru: Helgi Jóhanns-
son og Ingi Þór Stefánsson.
Mótið heldur áfram þriðjud.
4. marz.
fleygiferð á leiðinni frá Stutt-
gart til Munchen með gervi-
nýra meðferðis. Þetta áhald
rr talið það eina sem gæti
bjargað lífi þessa- unga -fram-
.varðar.
Unnusta Edwards, hin. 22
ara Molly Leach, sat við
sjúkrabeð hans og þegar fór-
eldrar hans komu til Múnchen
voru þeim sögð gleðitíðindin
um bata sonarins. En það stóð
ekki lengi, því miður, því fregn-
in um. dauða. Edwards barst
fyrir þessa helgi.
Mátts Busby á batavegi
I viðtali sem blað eitt átti
við aðstoðarframkvæmdastjóra
M.U., Jimmy Murphy, lét hann
þess getið að vel liti út' með
heilsu Matts Busby og að það
væri ekki ástæða til að ótt-
ast um líf hans. Hann væri að
því er bezt væri vitað á- bata-
vegi.
Murphy vissi ekki um
Puskas og Co.
Þegar Murphy var spurður
um það hvort Puskas, Kocsis og
Csibor hefðu boðizt til að koma
til félagsins, sagðist hann ekk-
ert um það vita, og sér væri.ó-
kunnugt um það, en hann upp-
lýsti að félagið hefði ákveðið
að kaupa nokkra leikmenn, og
hefði það þegar augastað á
nokkrum mönnum.
Hann sagðf éinnig að sam-
bandið hefði veitt undanþágu
frá reglunni um það að menn
yrðu að vera 14 daga í nýja
félaginu, og rétt fyrir leikinn
við Sheffield Wednesday var
gerður samningur við leikmemi.
Hann sagði ennfremur að
stjórnin ynni að fullum krafti
að þvi að skapa nýtt úrvals-
lið. En engar stórar ákvarð-
anir verða teknar fyrr en Matt
Busby. er kominn heim aftur,
en gerður verður samningur við
nokkra leikmenn til að komast
áfram í keppninni þangað til.
Meðal þeirra sem hann bindur
vonir við er Ernie Taylor frá
Blackpool og Mel Charles frá
Swansea, en Taylor var mjög
fús að fara til M.U.
Liðið hefur þegar fengið til-
boð um að koma til Suður-
Kóreu og Noregs og fleiri
staða, en að svo stöddu verður
ekki gengið frá neinum slíkum
samningum.
Murphy lét þess þka getið að
enginn þeirra leikmanna sem
komust af og fengu meira eða
minna taugaáfall, mundu verða
beðnir um að lei'ka fyrr en þeir
vildu það sjálfir, og teldu sig
færa til þess.
Atli Steinarsson kosinn formaður
Samtaka íþróttafréttaritara
Á laugardaginn var, héidu í-
þróttafréttaritarar, sém starfa
við blöð og útvarp aðalfund
sinn, en sem kunnugt er. hafa
þessir menn samtök með sér
sem heita Samtök íþróttafrétta-
ritara. Eru samtökin tæpra
tVeggja ára en þau eru sniðin
eftir hliðstæðum félögum á
Norðuílöndum.
Atli Steinarsson flutti skýrslu,
sem var mjög ýtarleg. Rakti
hann aðdragandann að stofn-
un samtakanna og eins til-
gang þeirra, bæði fyrir félaga
sjálfa og eins fyrir íþrótta-
líreýfinguna í heild. Þá gat
liann ýmissa mála sem félagið
hefur látið til sín taka frá
stofnun þess.
Þá voru upp lesnir reikning-
ar félagsins, og samþykktir.
í stjórn samtakanna voru
þessir kosnir: Atlj Steinarsson
formaður, Frímann Helgason
og Örn Eiðsson meöstjómend-
ur.
Ýms mál voru rædd á fund-
inum sem snerta starf og fram-
tíðaráætlanir. Var þar eitt að-
almálanna hvemig bezt mætti
takast að halda norrænt í-
þróttablaðamannaþing hér 1960,
svipað og haldið hefur verið
á hinum Norðurlöndunum á
undanförnum ámm til skiptis.
Þá var rætt um að efna til
umræðufunda með ýmsum aðil-
um um íþróttamál, þar sem
þátttakendur væru stjórnendur
úr íþróttahreyfingunni og
virkir iþróttamenn. Ýms önnur
mál voru rædd á fundinum. •
Þeir sem hafa rétt til að
vera aðilar að Samtökum í-
þróttafréttaritara eru allir sem
skrifa að staðaldri um íþrótt-
ir í blöð, um einstakar greinar
eða fleiri. í augnablikinu eru
léöigsmenn 9 talsins.
Skaotafélag Reykjavíkur mun miun-
Lárus Salómonsson endurkjörinn íormaður
Aðálfundur Skautafélags
Reykjavíkur var haldinn s.l.
sunnudag, 23. þ. m. Fundarstjóri
var kjörln frú Katrín Viðar.
Á fundinum voru rædd ýms
félagsmál og framtíðarverkefni
félagsins. Komu þar fram öskir
félagsmanna um að nú þegar
verði hafin bygging skautasal-
ar, því að þá fengist öruggur
starfsgrundvöllur fyrir félagið.
Félagið 20 ára. á þessu ári
Skautafélag Reykjavíkur var
stofnað 31. okt. 1938. Áður hafði
annað félag með sama nafni
starfað hér um 30 ára skeið, en
það var stofnað um 1891 og
starfaði um skeið af krafti og
setti svip á bæjarlífið. Á aðal-
daginn var félagsstjórninni falið
að minnast afmælisins á þessu
ári.
Ungiingadcild stofnuð
Félagsstjórnin hefur unnið að
stofnun unglingadeildar innan
félags'ns og var hún stofnuð á
aðalfundinum. Formaður henn-
ar er Jóhann Guðmundsson
Þinghoitsstræti 26. Unglinga-
deildin á að starfa í samráði við
stjómina.
Stjórn Skautafélags Rejrkja-
vikur var endurkjörin en hana
skipa: Lárus Salómonsson for-
maður, Ólafur M. Pálsson gjald-
keri og Ólafur Jóhannesson rit-
ari. í varastjórn eru Áslaug
fundi Skautafélagsins á sunnu- Axelsdóttjr bg Kristján Árnason.
Skákmótið
Framhald af 12. síðu •
Jakobsson með 8J/2 vinning og
74,5 stig. 3. Guðjón Sigurðsson
8Y2 v. og 73,5 stig. 4. Jón Hálf-
dánarson 7 v. og 73 stig. 5.
Steinar Karlsson 7 v. og 72 st.
6. Kári Eysteinsson 7 v. og 70,5
stig og 7. Bergsveinn Jóhannes
7 v. og 61,5 stig.
Sex efstu í 2. flokki flytjast
upp í 1. flokk. Jón Hálfdánar-
son sem var í 4. sæti, er að-
eins 10 ára gamall og mjög
efnilegur skákmaður.
Eins og áður hefur verið
getið voru keppendur í drengja-
flokki 19 og flytjast 4 þeirra
upp í 2. flokk, og eru það
þeir Guðmundur Þórðarson,
Pétur B. Pétursson, Alexander
Árnason og Jóhann L. Helgac
son.
Að venju verður Hraðskák-
mót Reykjavíkur haldið að
Reykjavíkurmótinu loknu og
verður það í næstu viku. Teflt
verður í riðlum, en síðan tefla
efstu menn úr hverjum riðli til
úrslita. Nánar verður sagt frá
því síðar.
Ingi R. Jóhannsson, hhrn ný-
bakaði Skákmeistari Reykjavík-
ur mun bráðlega tefla klukku-
fjöltefli við 10 meðlimi T. R.,
sem eru í meistara- og 1. fl.
Þeir, sem hug hefðu á þátt-
töku, eru vinsamlega beðnir að
tilkynna það einhverjum stjóm-
armanni T.R. fyrir næstu helgi.
SÓSfALISTAR
KÓPAV0GI
Fundur verður haldinn í Sósíalistaiélagi
Kópavogs annað kvöld, íimmtudaginn 27.
þessa mánaðar kl. 8.30 e.h. í barnaskól-
anum við Digranesveg.
Nánar auglyst á morgun.
Stjórnin
Glæsilegt úrval
MARKAÐURINN
Haínarstræti 5.