Þjóðviljinn - 05.03.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.03.1958, Blaðsíða 4
'4) — ÞJÓÐVILJINN Bi iirg£j>ujliyojMl — Miðvikudagur 5. marz 1958 ---------- I as Bader og h More leikara Tjarnarbíó líof á mánudaginn sýningar á ensku kvikmyndihni Hetjusaga Douglas Bader. Mynd' þessi • er gerð af hinu' fræga kvikmyndafélagi J. Arthur Rank á árinu 1956 og fjallar um ævi eins af kunn- ustu flugmönnum Breta. Kanadamaðurinn Paul Brickhill, fyrrum orustuflugmaður í brezka flug-' hernum, ritaði bók þá sem kvikmyndin er gerð eftir og nefnist á ensku Reach for the Sky, en Brickhill þessi sat um langt skeið á stríðsárunum í fanga- búðum Þjóðverja eins og Douglas Bader. •k Saga um karlmennsku og viljafestu Hetjusaga Douglas Bader er athyglisverð kvik- mynd fyrir margra hluta sakir óg þó fyrst og fremst vegna sögunnar, sem hún segir, sögunnar um mann sem hlýtur mik.'l örkuml í blóma lífsins en tekst með eindæma hörku, einurð og þolinmæði að yfirstíga mestu erf iðleikana sem varanlegri f ötlun • eru samfara og vnna þrekvirki meiri en alheilbrigð- ir leystu af hendi. ¦ Douglas'Badér fæddist í Englandi 21. febrúar 1910. Hann lét skrá sig í brezka flugherinn árið 1930 og hóf þá strax flugnám, sem hann lauk með prýði. Kenueth More sem Douglas Bader og Dor- othy Alison sem Brace hjúkrun- arkona í mynd- inni Hetjusaga Douglas Bader. Kenneth More og Joan Collins í kvikmynd, sem Gamla bíó sýndi fyrir nokkrum árum. Seint á árinu 1931 lenti-hann- í flugslysi og hlaut svo rriikil meiðsl að taka varð af honum báða íœt-j ur tim og fyrir ofan hné. fiader vár að sjálfsögðu mjög lengi að ná sér eftir slj'sið og þessa nr'klu aðgerð og á enn lengri tíma tókst honum með fádæma harðneskju og þraut- ¦ seigju áð læra að- ganga í annað sinn, nú. á gervilimum, og sanna flughæfni sina og getu. Þó var beiðnj hans um flugmannsstörf hjá flughernum hafnað og réðst hann þá í vinnu til olíufélags eins. í nóvember 1939 Jauk Douglas Bader enn flughæfnisprófi og nú var ekkert því til fyrirstöðu að hann fengi inngöngu í flugherinn, enda stríð skollið á. Hann tók síðan þátt í bardögum sem orustuflug- maður, þegar hinir miklu liðsflutn- ingar Breta frá Dunkirk fóru fram í maí og júnímánuðum 1940, en var því næst sk'paður yfirmaður kana- dískrar orustuflugsveitar. Jókst hróður Douglas Baders nú mjög og hann var sæmdur ýmsum heiðurs- merkjum. Hinn 9. ágúst 1941 stjórn- aði Douglas Bader flugsveit sinni sem oftar í loftorustu yfir Frakk- landi. ' Rakst þá flugvél Baders á þýzka: orustu- flugvél og varð hann að bjarga .sér, í fallhlíf. Þjóð- verjar tóku hann höndum og sat hann í fangabúðum þeirra víðsvegar íÆýízkalahdi fram á vor 1945, er Bandaríkjamenn leysíu hann úr haidi. Árið 1947 hvarf hann úr flughernum og hóf aftur störf hjá olíufélaglnu. •k Réttur maður á réttum stað í kvikmyndinni fer Kenneth More með hlutverk Douglas Bader og tekst prýðiiega, þar er áreiðan- lega réttur leikari á réttum stað. More er nú einn af vinsælustu kv.'kmyndaleikurum Breta. Hann fæddist í Buckingshamsh're 20. september 1918 og kom í fyrsta sinn fram á leiksviði 1937. Fyrsta kvik- myndahlutverkið fékk hann árið 1948, en síðan hef- ur hann leikið í fjölmörgum myndum og komið fram í sjónvarpi. Kenneth More vakti fyrst verulega athygli sem góður kvikmyndaieikari í gamansömum hlutverkum, t. d. í Genevieve og Læknastúdentar, en báðar þær kvikmyndir hafa verið sýndar hér á landi. Af öðrum kunnum .myndum, sem Kenneth More hefur leikið í má nefna Scott á Suðurpólnum, Hafið blá'tt (kvikmynd sem gerð var 1955 eftir sam- nefndu leikriti Terence Ratt'gan er sýnt var hér í Þjóðleikhúsinu á síðasta leikári). Nýjustu mynd- irnar með More nefnast á ensku The Adm'rable Crichton, The Enchanted Hour og Sheriff of Fract- ured Jaw, allar gerðar á síðasta ári. Börnin spyrja eítir „Síðasta bænum í dalnum" — Svört íöt og síðir kjólar — Margt fólk útilokað írá að sækja skemmtanir. KLÆÐLAUS skrifar: „Kæri Bæjarpóstur! Það er ekki frítt við að sum börnin séu farin að spyrja um það, hvenær ;,Síðasti bærinn í dalnum" muni verða sýndur og er í því sambandi oft spurt um það, hvort blái hesturinn fari nú ekki að koma í bíó. SUM EÉLÖG eða skemmti- nefndir félaga hafa þann leiða hátt á að auglýsa, þegar haldnar eru meiriháttar skemmtanir, að menn skuli vera í dökkum fötum. Leiðir þá af sjálfu sér að konur séu í síðum kjólum. En ég vil apyrja þá, sem þannig aug- lýsa. Hvort finnst ykkur skemmtilegra að sem flestir félagar mæti og hafi mögu- leika á að skemmta sér með ykkur i þeim fötum, sem þeir telja ^ómasamleg, eða að hafa það á samvizkunni, að með þessu skilyrði um klæðaburð, voruð þið vitandi vits að úti- loka marga félaea ykkar frá ! því að geta mætt? Að lokum vil ég geta þess, að mér líst alveg ágætlega á til- lögu Lárusar Rist um að flytja andans mennina og biskupsstólinn í Skálholt". NOKKRIR BOTNAR hafa bor- izt síðan á sunnudaginn, og læt ég þá flakka^ hér, þótt langt sé um liðið, síðan fyrri- partarnir voru birtir. Nú geri ég ráð fyrir, að menn séu búnir að læra fyrripartana og birti því aðeins botnana og eru þá fyrst tveir botnar um Þórólf Mostrarskegg. 1. Kneyfði hrosta knár sem jarl kunnur lostaseggur. 2. . . . Lifði á kosti líkt og jarl landnáms rostaseggur. (hrosti mun þýða hér áfengi). Um Helfja Sæm hafa þessir botnar bætzt við: 1. Hans er lyst og heilsa slæm, hrófið allt á.glóðum. 2. Aiþýðunnar eining dræm ýrkir þar á slóðum. Þessa vísu sendi og einn botn- arimi: „Heilakaka Helga Sæm. hefur súrnað óðum; afkoman er afar slæm í þeim sálarglóðum". Látum svo þessu gríni lokið í bili; en við megum aldeilis biðja fyrir okkur, ef Helga Sæm dytti nú í hug að svara í sömu mynt, því hann er hag- yrðingur mikill. SS?3 a Eggert Þorsteinsson er nú einn liprasti sendisveimi í- haldsins í kosningum í verka- lýðsfélögunum. Lætur haim sér ekki lengur nægja að ræða ýtarlega lánamöguleika frá húsnæðismálastjórn við menn í sínu eigin stéttarfélagi held- ur yfirfærir hann þessar um- ræður á félög sem honum eru ®r VINSÆLU Straubrettin sem má hækka og lækka. Ermabretti fylgir. Véla- & Baftækjaverzluniii Ei. Bankastræti 10 ^- Sími 12-852 Áuglýsið í Þjóðviljanuui þó persónulega óviðkomandi. Þessi vikalipri þjónn íhalds- ins vappaði öllum stundum á kosningaskrifstofu íhaldsins í Trésmiðafélaginu og bauð fram þjónustu sína. Sérstak- lega var honum annt um að fá sem gleggstar upplýsingar um lánaþörf manna í félaginu, Eru margar spaugilegar sög- ur í gangi meðal trésmiða um starfshætti Eggerts ekki síð- ur en meðal múrara og anri- arra sem hann hefur rætt við um fyrirgreiðslu í sambandi við stjórnarkjör í verkalýðs- félögunum. Allir vita að Eggert á for- mennsku sína í Múrarafélag- inu eingöngu íhaldinu að þakka, enda minnti Bjarni Ben. hann óþyrmilega á þá staðreynd á Seyðisfjarðar- fundinum forðum. Sýnir fram- ferði mannsins allt hve lágt þeir menn geta lagzt sem eru nógu „lítilla sanda og lít- illa sæva": Sjúkleg og barna- leg metnaðargirni leiða menn ótrúlega langt og er Eggert vesalingurinn eitt átakanleg- asta dæmið. Trú hans er sú að hann væri ckkert án atbeina íhaldsins og beri sér því að lisrg.ia sem flatastur og spara hvergi þjónustuna. En snurn- ingin er aðeins hvort Eggert sé nokkuð þegar allt kemur til Frairh. á. 10. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.