Þjóðviljinn - 06.03.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.03.1958, Blaðsíða 4
4) ___ ÞJÓÐVILJINN — Firamtudagur 6. marz 195S Spurt og spjallað — Ójaín leikur — Fegurðarsam- keppni — Réttindabarátta Útvarpshlustandi skrifar: „KÆRI Bæjarpóstur. Útvarpsþátturinn ,,Spurt og spjallað" fór allvel af stað. Það getur verið bæði til gagns og skemmtunar að hlusta á menn leiða saman hesta sína og ræða ýmis konar málefni, hvem frá sínum sjónarhóli. En umræð- urnar um fegurðarsamkeppnir mánudagskvöldið 17. febr. misstu algjörlega marks, vegna þess að um ójafnan leik var að ræða, þar sem voru þrír eða jafnvel fjórir á móti einum, Stjórnandi þáttarins verður að velja fólk með sem ólíkust sjónarmið * á umræðuefninu hverju sinni, með því eina mótí geta umræðurnar orðið skemmtilegar og fróðlegar og aukið skilning hlustenda á við- kornandi málefni, hverjar svro sem hans eigin skoðanir kunna að vera. Þátturinn í heild verk- aði á menn eins og illa dulbúin auglýsing fyrir þann skrípa- leik, sem nefndur er fegurðar- samkeppni, cn er ekkert annað en fjárplógsstarfse.mi af léleg- asta tagi. — Og á íslenzka á- horfendur verka slíkar keppnir sem billegt grín. — Það kitlar nefnilega hiáturtaugarnaf í fólki að sjá 10—20 stúlkur, sem búið er ao smala saman sýna skrokkinn á sér, eina valda úr hópnum, dubbaða upp og senda til útlanda, segjandi: Sjá, hér höfum við fallegustu stúlku á íslandi. íslendingar hafa alltaf litið á laglegt fólk eins og hvern annan sjálfsagð- an hlut, sem þyrfti ekki að gera neitt veður út af, og þess vegna finnst þeim svona lagað skoplegt. Og það má segja ís- lenzkum stúlkum til hróss, að þær hafa ekki verið sérlega ginnkeyptar fyrir því að gera fólki þess háttar skemmtan. OG MIKLU fyndist mér þeim mönnum sæmra, sem að slík- um sýningum standa, fyrst þeir eru svona mik.ð upp á kven- höndina á annað borð, að venda nú sínu kvæði í kross, og fara. í þess stað að hjálpa konum I réttindabaráttu þeirra, og stuðla að því jxieð ráðum og dáðum að þær gætu' fer.gið mannsæmandi laun fyrir heið- arlega vjnnu sina á borð við karla, og gætu sjálfar keypt utan ú sig spjarirnar, en þurfi ekki að striplast upp á sýning- arpöllum til þess ,að fá fata- leppa á skrokkinn á sér. FRÚ Sigríður Magnúgson stóð sig vel í umræðunum og var hværgi smeyk við að láta álit sitt í Ijós, þó við ofureflj væri að etja. Og var hennar frammistaða til mjkils sóma. í gegnum réttindabaráttu kvenna veit hún manna bezt. að íslenzkum konum ber me.ri hauðsyn til að einbeita sér að öðru þarfara en fegurðarsam- keppnum. Haldlítil voru rökin hjá þeim þremenningunum, hvergi gerð tilraun til að kryfja málin til mergjar, og vel hefði átt við að hafa þarna sálfræð- jng svo hlustendum hefði gefizt kostur á að heyra hans álit. BURT séð frá því, að það eru aldrei fallegustu stúlkurnar, sem fyrir valinu verða í feg- urðarsamkeppnum, af þeirri einföldu ástæðu að þær gefa ekki kost á sér, og þar með far- inn sá grundvöllur, sem slíkar keppnir byggjast á, nefnilega sá, að fá bezta úrtakið, og það eitt út af fyrir sig kollvarpar algjörlega réttmæti fegurðar- samkeppna, eru þær ósmekk- legar, eins og frú Sigríður rétti- lega orðaði það. Og hvað við- kemur kvénlegum yndisþokka, held ég,’ áð mörgum finnist sá þokki fölna nokkuð þegar búið er að staðsetja hann upp á palii sem eins konar uppboðs- varning. Eða hvaða * stúlka myndj vilja sjá draumaprinsinn sinn spöka sig uppl,1áufeýhtnginí' palli veifandi skönkunum fram- an í áhorfendur til að dást að? ÞAÐ ER ekki nauðsynlegt að apa allt sem útlent er. Öll j’fjrborðs- og sýndarmennska er lágkúruleg hvaðan sem hún kemur. Auk þess að slíkar keppnir eða sýningar á mann- legu holdi eru hégómlegar og fram ór hófi ósmekklegar, eru þær siðspillandi í eðli sínu. Ef á að kenna börnum og ungling- um að meta fólk éftir útlitinu einu saman, er hætt við að smekkur þeirra og mannþekk- ing verði ærið yfirborðskennd og ekki upp á marga fiska, og þau e;gi eftir að reka sig all- óþyrmilega á síðar á lífsleið- inni. Það á ekki að kenna ungu fólki að miklast af út- liti sínu, eða að það þurfi að hafa af því einhverja minni- máttarkennd, heldur er það manngildið sjálft, sem á að leggja áherzlu á og kenna því að meta að verðleikum. Og það verður aldrei gert með feg- urðarsamkeppnum. Fyr.r ekki löngu kvartaði einhver móðir yfir því í einu af dagblöðum bæjarins, að farið væri að kjósa fegurðardrottningu kvölds.ins á dansleikjum hér í bænum, var hún því mótfallin og hafði af því slæma raun. Næst gæti ósóminn haldið inn- reið sína í skóla landsins, (og ekki örgrannt um að hann sé þegar farinn að skjóta upp kollinum) þannig að hver bekkur þyrfti að hafa sína fegurðardrottningu. Og er lítill vandi að geta sér til um þær afleiðingar, togstreytu og and- leg áföll, sem það gæti haft fyrir stúlkur ú viðkvæmasta aldursskeiði æfinnar. VIÐ skulum ekki láta segja okkur að hvítt sé svart eða svart hvítt. Meðan til er eitt- hvað sem heit. r mannleg reisn, mannhelgi og virðing mann- eskjunnar fyrir sjálfri sér, læt- ur hún ekki stilla sér upp á sýningarpall e;ns og kynbóta- skepnu, meðan einhverjir kaupahéðnar slá málbandi á bak hennar og brjóst og jafn- vel skoða upp í hana. Og lágt er fósturlandsins Freyja fallin, ef hún unir slíku, enda þótt hún fái sigl.ngu, úr eða dragt fyrir tiltækið.“ Útvarpshlusteiidi. Landsflokkagtímán S- 1958 Kandsflokkaglíman 1958 verður háð að Hálogalandi kl. 16.30 (4.30) sunnudaginn 16. marz n.k. Keppt verður í fjórum þyngdarflokkum, þreni þyngdai’flokkum kai'la og einum þjmgdarflokki drengja. Þátttökutilkynningum ber að skila til Guðmundar Ágústssonar, þjálfara, eða Harðar Gunnarssonar, form. Glímudeildarinnar, eigi síðar en 11. marz n.k. Glímufélagið Ármaiui. Nýkomið Hý íslenzk izaitileiðsla WIITON iraraleitl ús íslenzkri ull Mjög áíerðaíalleg — Lóast mjög lítið — Tvímæla- laust þéttasta og bezta teppaeíni, sem sézt hefur. — Athygli skal vakin á því/ fyrir þá sem eru að byggja, að óþarft er að clúkleggja undír teppin. — Klæðum horna á milli, — fyllum ganga og stiga. TEPPI tó. Aðalsíræli 9 Glæsilegt úrval af útlendum teppum. Ullarteppi í mörgum stærðum og gerðum. — Einnig ullar- hampsteppi í fjölbreyttu úrvali. — Gangadregill í 70 og 90 cm breiddum. Ný tegund af hrosshárstepp- um í mörgum stærðum og nýtízku mynstrum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.