Þjóðviljinn - 06.03.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.03.1958, Blaðsíða 7
m Eins og skýrt var frá hér í blaðinu nýlega, hefur verið flutt á Alþingi, að beiðni dómsmálaráðuneytisins, frum- varp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum. Hegningarlaganefndin hefur samið frumvarp þetta, en í henni eiga sæti Þórður Eyj- ólfsson hæstaréttardómari, formaður, Ármann Snævarr prófessor og Jónatan Hall- varðsson hæstaréttardómari. Til grundvallar frumvarpinu liggur endurskoðun, sem hegningarlaganefndin hefur framkvæmt á ákvæðum 7. kafla hegningarlaganna að fráskilinni 69. gr. um eigna- upptöku, þ.e. ákvæðunum um öryggisráðstafanir og svipt- ingu borgararéttinda. Endur- skoðun nefndarinnar hefur einnig tekið til ákvæða sér- laga, sem standa í tengslum við ákvæði 7. kafla hegningar- laganna, og hafa verið lögð fram sérstök frumvrrp til breytinga á þeim lögum, 18 talsins. Efnisbreytingar á VII. kafla hegningarlaganna Samkvæmt 1. og 2. gr. frumvarpsins um breytingu á almennum hegningarlögum verða nú lögfestar reglur, sem áskilja að sett lög eða fullkomna lögjöfnun þurfi til þess að fella á menn önnur viðurlög við brotum en refs- ingu: öryggisráðstafanir, rétt- indasviptingu, eignaupptöku. Ákvæði 3. gr. frumvarpsins miðar hámark reynslutíma, þegar dómfelldur maður hefur afplánað nokkurn hluta refs- ingar og honum er veitt lausn til reynslu (,,paroIe“), við hinn dæmda refsitíma, þannig að reynslutíminn geti aldrei orðið lengri en refsitíma nem- ur. I 4. gr. frumvarpsins er lagt til að 64. gr. hegninga.r- laganna verði felld úr gildi, en samkvæmt henni er heimilt að leggia í dómi fvrir þá, sem fremia afbrot undir á- hrifum áfengds að kaupa ekki áfengi né nevta, þess í'm til- ’tekinn tíma. allt að 5 árurn, frá því refsinvn hefur verið ful'nægt. Ákvæðí þessi hefur ekki verið mikið beitt og alis ekki síðnstu árin. í 5. gr. frumvarpsins felst nokkur efnisbreyting á 65. gr. hegningarlaganna. í fyrsta lagi er þar nú greint sér- staklega, að viðurlögum verði ekki beitt við annan sakbom- ing en þann sem framið hefur brot það sem hann er ákærð- ur um undir áhrifum áfengis. 1 öðru lagi er lagt til að nið- ur sé fellt ákvæði, er horfir að því að unnt sé að dæma sökunaut til hælisvistar sam- fara því, að refsing sé dæmd skilorðsbundin. 6. gr. fmmvarpsins felur í sér breytingu á 68. gr. hegn- ingarlaga. Skv. 1. málsgrein er heimilt að svipta opirtbera starfsmenn starfi þeirra, ef þeir fremja brot og teljast ekki lengur verðir eða hæfir tíl þess að gegna starfinu. 1 2. málsgr. er veitt heimild til að svipta mann rétti, sem 'hann hefur hlotið til að stunda starfsemi, sem opin- bert leyfi, löggildingu, skipun eða próf þarf til að gegna. Fimmtudagur 6. marz 1958 — ÞJÖÐVILJINN, — (7 r Ekki er unnt að svipta menn fyrirfram rétti til að öðlast starfsheimild skv. þessu á- kvæði, svo sem nú er í gild- andi hengingarlögum. Þó er vert að veita því athygli, að gerlegt er skv. málsgreininni að svipta mann heimild til starfs, sem hann hefur öðlazt á grundvelli prófs, þ. e. án þess að opinbert leyfi þurfi að koma til. Almenna reglan verður sú, að ekki sé heimilt að svipta mann rétti sam- kvæmt 2. málsgrein vegna þess eins að sökunautur telj- Þórður Eyjólfsson ist ekki framar verður að njóta réttindanna. Þetta er því aðeins unnt, að brot sé stórfellt, og má því vænta þess að tiltölulega sjaldan komi til réttindasviptingar á þessum gi-undvelli einum sam- an. í 6. gr. frumvarpsins er ennfremur ákvæði í samræmi við núgildandi dómvenju þess efnis, að réttindasvipting telst í síðasta lagi frá birt- ingu fullnaðardóms í máli sakbomings. Einnig er þar kveðið á um að heimilt sé að svipta mann réttindum, ef hann hefur sætt refsidómi er- lendis sem verða myndi rétt- iudamissi eftir islenzkum lög- um. Samkvæmt 7. gr. frum- vamsins er nýrri grein bætt aftan við 68. pt. hegningar- laganna. svohl ióðandi: „Nú er manni synjað um opinbert starf eða opinbert leyfi til þess að stunda starf fvrir þá sök að hann hafi framið refsiverða.n verknað, og má þá. bera svnjun stjóm- valda undir dómstóla sam- kvæmt reglum um meðferð opinberra mála. Úrlausn hér- aðsdóms sætir kæru til Hæsta- réttar. Nú hefur maður verið svipt- ur réttindum ótímabundið með dómi í oninberu máli, og er þá he'mi’t. þegar 5 ár eru lið- in frá unnsösm dóms, að bera undir dómstóla samkvæmt reglum um meðferð opinberra mála, hvort fella skuli niður iréttindasviptingu. Úrlausn héraðsdóms sætir kæru til Hæstaréttar. Sérákvæði í l"g- um um brottfall réttindasvipt- ingar skulu halda gildi sínu“. Ákvæði sérlaga um óflekkað mannorð Sem áður er sagt voru, auk frumvarpsins um framan- greindar breytingar á hegn- ingarlögunum, samtímis lögð Ármann Snævarr fram 18 önnur frumvörp hlið- stæð. 1 þeim er fjallað um breytingar, sem lagt er til að gerðar verði á einstökum sér- lögum til samræmis við hið breytta efni 68. gr. hegning- arlaga. Ákvæði þau, sem hér er hreyft við, varða fremur skilyrði þess að fá réttindi í upphafi en sviptingu, en breytingum sem felast í frum- vörpunum má skipta í tvo flokka. Annars vegar eru breytingar, sem stefna að því að afnema með rllu óflekkað mannorð sem skilyrði þess að fá réttindi, án þess að nýtt ákvæði um þau efni sé sett í staðinn. Hinsvegar er stund- nm lagt til, að ákvæði um ó- flekkað maunorð sé að vísu numi.ð úr lögum, en í s+að þess sé lögfest regla um það, að heimilt sé að sym'a um levfi, löggildingu o. s. frv., ef á.kvæði 2. málsgr. 68. gr þgl., svo sem það er orðað í frum- varpinu sem áður var lýst, á við um hagi umsækjanda. Til fvrra flokkrins teljast. breyt- irte-ar á tilskipun frá 31. maí 1855 sem lösrlciðir á fslandi lög 5. jan. 1851 um efþrlaun. hrevting á lögum um skipnn sóknarnefnda og héraðs- nefnda. lögum um lífeyrissjóð ernhættismanna np ekkna beirra. l”erum um iðju og iðn- að og lögum um sveitar- stjórnarkosningar. og ; pð flestu, lerrti breytingar á lög- um um koshingar til Aiþingis. Til síðari flokksins teljast breytingar á eftirtöldum lög- um: lögum um heimild fyrir stjórnarráðið til þess að veita mönnum rétt til þess að vera dómtúlkar og skjalaþýðendur, lögum um tannlækningar, lrg- um um leiðsögu skipa, lögum um fasteignasölu, lögum um löggilta niðurjöfnunarmenn sjótjóna, lögum um löggilta endurskoðendur, lögum um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins og að nokkru leyti lögum um atvinnu við siglingar á íslenzkum skipum. Jónatan Hallvarðsson Ónefnd eru þá enn frumvörp til laga um breytingu á lög- um um hlutafélög, lögum um verzlunaratvinnu, lögum um veitingasölu, gistihúsahald o. fl., og lögum um lækninga- leyfi, um réttindi og skyldur lækna og annarra, er lækn- ingaleyfi hafa, og um skottu- lækningar. Kostir og gallar rétt- indasviptingar í athugasemdum við frum- varp til laga um breytingu á hegningarlögunum eru raktar ýtarlega ástæður fyrir þessum breytingum og fara hér á eft- ir helztu atriðin: Fyrst er gerð nokkur grein fvrir þeim reglum sem gilda hér á landi um sviptingu rétt- inda með refsidómi, og þau rök, r.om réttindasvipting styðst almennt við, þ.e. öryggis- og varuðarsjónármið, verðleika- mat o. s. frv. Síðan segir orð- rétt.: „Helztu kostirnir við rétt- indasviptingn sem hrotaviður- lög eru þau, að réttindasvipt- ing hefur oft mikil áhrif til vnmaðar. Atvinnubifreiðar- stjóra stendur ugglaust oft og einatt me?ri. stuggur af því að sæta sviptingu ökulevfis en að hljóta refsingu. og til eru þeir menn, sem óttast meir aö stctn svintingu kosningaréttar og kjörgengis með þeirri mannorðsflekkun, sem því er samfara, en að hljóta refs- ingu. Þá má einnig telja það kost á réttindasviptingu, að þau viðurV'g fela ekki í sér frjálsræðissviptingu, og að sjálfsögðu er réttindasvipting- in út af fyrir sig útgjalda- lítil viðurlög fyrir þjóðfé’ag- ið. Ókostirnir við réttinda- sviptingu eru hins vegar margir og þó nokkuð mismun- andi eftir réttarsamböndum. Sameiginlegur ágalli á rétt- indasviptingu er sá. að sak- borningur verður oft að þola hana ekki eingöngu meðan hann sætir refsingu, heldur r~ c.t -rhennar er lakið Ef sakborningur hefn’- verið svipt.ur atvinnu- réttindum eða dómur fe'ur það í sér, að manni er f.vrir- munuð tiltekin atvinnurétt- indi, þegar litið er til al- mennra ákvæða laga, svo sem er, þegar beitt er 3. mgr. 63. gr. hgl., er sýnilegt, að rétt- indasviptingin skapar honum mikla raunhæfa örðugleika um afkomu og þá jafnframt erfiðleika um að laga sig að háttum og kröfum þjóðfélags- ins. Svipting borgararéttinda varðar í reyndinni mjög at- vinnuréttindi, en svipting borgararéttinda ein sér árétt- ar það í huga almennings, að sakborningur hafi framið verk sem er svívirðilegt að laga- mati, og stuðlar að því að halda þessu broti i minnum. Vitund sakbomings um það, að hann er ekki að fullu hlutgengur i þjóðfélaginu, þótt hann hafi afplánað refs- ingu sína, svo sem er um þann, sem sætt hefur svipt- ingu horgararéttinda, er fallin til að kynda undir minnimátt- arkennd hans og skapa hon- um beiskju í garð þjóðfélags- ins. Er slíkt sízt vænlegt til árangurs, er laða skal mann til þess að gerast löghlýðinn og nýtur þegn. Hér má enn benda á, að svipting atvinnuréttinda getur bitnað mjög á vandamönnum. sakbornings og raunar þjóð- félaginu öllu. Atvinnubifreið- arstjóri er t. d. sviptur ðku- leyfi. Með því er honum fyrir- munað um langan tíma eða skamman að stunda atvinnu, sem hann hefur náð leikni í. Slíkt bitnar mjög á vanda- mönnum hans, því að oft geta verið miklir örðugleikar á þvi fyrir dómfellda að laga sig að ,fðrum störfum, ekki sizt þegar svo stendur á, að dóm- felldi er heilsuveill og getur ekki gengið að erfiðisvinnu. Því er heldur ekki að leyna að frá þjóðfélagslegu sjónar- miði er það skaði, að færir menn séu sviptir atvinnurétt- indum. Starfskraftar þeirra nýtast tíðum illa á öðrum starfsvangi, og örðugleik- ar geta oft verið því samfara, að menn afli sér nýrrar at- vinnu og lagi sig að nýjum aðstæðum. Enn má benda á það í þessu sambandi, að sá hængur er á réttindasviptingu, að hún er oft mismunandi þungbær fvrir menn. Ef at- vinnubifreiðarstjóri er sviptur ökuleyfi, kann allur grund- völlur undir afkomu hans aö riða. Ökulevfissvipting er hins vegar ekki líkt því eins baga- leg fyrir ýmsa aðra. merrrt. Þessi agnúi er raunar oft Framhald á 10 síðu Sviptíng borgararéttínda — óflekkað mannorð Lýst frumvörpum sem flutt hafa verið á Alþingi um breytingar á almennum hegningarlögum og og hliðstæðum ákvæðum sérlaga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.