Þjóðviljinn - 06.03.1958, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.03.1958, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 6. marz 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (5 ccví>»ú Margar nýjar vatnsvirkjanir gerðar árlega í Tékkósióvakiu Á þeim tólf árum, sem liðin eru frá lokum heimstyrj- aldarinnar síðari, hafa verið gerðar í fallvötnum Tékkó- slóvakíu tólf meiriháttar rafvirkjunarstíflur, sem alls beizla 900 milljónir rúmmetra af vatni. Auk þessara vatnsvirkjana, sem þegar eru komnar i gagn- ið, eru á hverju ári annarrar fimm ára áætlunarinnar, árun- um 1956 til 1960, hafnar fram- kvæmdir við tólf til sextán mimii vatnsvirkjanir. Vatnsvirkjanir leggja til 11.5: af hundraði rafmagns, sem • framleitt er í Tékkóslóvakíu. i Vatn úr uppistöðum virkjan- anna fér ekki aðeins til orku- i framleiðslu, það er einnig hreinsað og notað til neyzlu og iðnaðar. Þreföld afköst Nýju virkjanimar eru maig- falt stærri í sniðum en þær sem gerðar voru á árunum milli 'heimsstyi’jaldanna. í stærstu uppistöðunni, þeirri við Orlik, er t.d. meira vatn en í öllum uppi- stöðunum samanlögðum, 31 að tölu, sem gerðar voru á tveim fyrstu áratugum lýðveldisins. 1 Tékkóslóvakíu liefur verið samin áætlun til langs tíma um 20 meiriháttar vatnsvirkjan- ir. Fyrir styrjöldina var meðal- framleiðsla vatnsknúinna raf- orkuvera 715 milljónir kílóvatta á ári, en 1956 var framleiðsl- an komin uop í 2000 milljónir kílóvatta og eykst jafnt og þétt. Yfirstandandi fimm ára áætl- un, sem lýkur 1960, gerir ráð fyrir að heildarframleiðsla ra-f- magns aukizt upp í 25.500 milljónir kílóvatta. Auk vatnsvirkjananna eru •reistar stórar kolakyntar raf- stöðvar. Ennfremur er verið að undirbúa fyrstu kjarnorku- rafstöðina. Vélarnar í rafstöðv- arnar eru smíðaðar í Tékkó- slóvakíu. Ný hverfiltegund Vélsmíðaiðnaður Tékkóslóv- akíu hefur smíðað 95 mega- vatta hverfil af Kaplan gerð fyrir Orlík virkjunina. Sá Kosxiingar í DanmörBiu Framhald af 12. síðu ista um 1.4 en íhaldsmanna hækkað um 1.7, vinstri manna um 0.8 og Retsforbundets um 0.2. Miðað við síðustu þing- kosningar hafa sósíaldemókrat- ar og kommúnistar haldið fylgi sínu en Retsforbundet tapað ventlega. hverfill á sér engan sinn líka í heiminum og verður hafður til sýnis á heimssýningunni í IRrussel á þessu ári. Véismíðaiðnaður Tékkósló- vakíu framleiðir einuig raf-; stöðvavélar til útflutnings. Ný- stárlegar eru rafstöðvar á hjól- um svo nefndar rafstöðvalestir, sem geta séð 10.000 manna- borg fyrir rafmagni og fiuttar hafa verið ti! Sovétríkjanna.! Unnið er að því af mildum krafti að fullljúka smíði íyrsta ofansjávarskipsins sem knúið er kjarnorku, sovézka ísbrjótsins Leníns, sem hlcypt var af stokkun- um fyrr á þessum vetri. IJú- izt er við að skipið fari fyrstu reynsluferð sína í iiæsta mánuði. ísbrjóturinn sem sést hér á myndinni í skipasmíðastöðinni í Lenín- grad er 16.000 lestir og af- kiist vclarinnar eru 44.000 hestöfl. Hann á að- geta ver- ið heilt ár á sjó án þess að leita hafnar og hann mun hæglega geta brotið tveggja metra þyklian ís. Hann mun veröa notaður í Norður-ís- hafinu sem á nú að verða fært skipum ailt árið. Sterk öfl vestan hafs vilja íindra fund æðstu manna segir Ollenhauer foringi vesturþýzkra sósí- aldeinókrata. — Eiserthower staðfestir álit Dullesar Eisenhower forseti Bandaríkjanna hefur lýst yfir fullu sarnþyklá sínu við ummæli Dullesar 1 gær, er hann hafn- aði tillögum Sovétríkjannna um undirbúning fundar æðstu manna. Þessi afstaða Eisenhowers fær misjafn- ar undirtektir í Vestur-Evrópu og mætir víða tor- tryggni. Á blaðamannafundinum sagði Eisenhower að leiðtogar Sovét- ríkjanna hefðu lýst sig re.ðu- búna til að koma til Washing- ton til fundar, með tilliti til á- kvæða stjóiiiarskrár Bandaríkj- anna, sem ger-a forsetanum erf- itt að dveija lengi erlendis. Eis- enliow kvaðst mundu geta far- ið úr landi til fundar æðstu manna, ef hann stæði ekki íengi. Ef hann stæði lengi kæmi t;l- boð Sovétríkjanna sér vel. Hins- vegar væri heppilegt að fund- ur utanrikisráðherra yrði hald- inn í Bandaríkjunum. Eisenhower sagði það álit sitt, að Dulles hefði ekki sett stólinn fyrir dyrnar varðandi allar frek- ari samningaumleitanir. í Bonn í V-Þýzkalandi er uppi hávær orðrómur um að Sovét- ríkin hafi í síðustu orðsendingu sinni til Bandaríkjanna !agt tii að á fundi æðstu manna verði rætt uppkast að friðarsamn.'ng- um við báða hluta Þýzkalands. Afstaða Eisenhowers fær mjög misjafnar viðtökur í Vestur- Evrópu. Ollenhauer, foringi vestur- þýzkra sósíaldemókrata, sagði t d. að menn kæmust ekki hjá því að álykta, uð sterk öft séu að verki vestan hafs. sem koma vilji í veg fyrlr •aðíunduræðstu manna verði haldinn. VÖEuskipi&iöfnuðui Fi'amhald af 12. síðu innflutningurinn nam 81,3 millj- í janúarmánuði í fyrra varð vöruskiptajöfnuðurinn hagstæð- ur um 23,5 millj. kr. Þá voru fluttar út íslenzkar afurðir fyr- ir 65.5 millj. kr. en innflutning- urinn nam 42 millj. Fregnir frá Pakistan herma að allmargir menn hafi beðið bana og margir særzt í óeirðum sem ‘urðu í einni af útborg- um Karachi, höfuðborg lands- ins. Það voru flóttamenn frá Indlandi og innfæddur þjóð- flokkur sem börðust. osfe.aát.í vefnaðarvörubúð í miðbænum. — Til mála kæmi yinna hálran daginn. Tilboð ásamt npplýsing- -um sendist til -afgreiðslu blaðsins fyrir Ióugardag merkt ,,Vön“ — 1001. Slarfsstulkm’ óskast Tvær góðar stúlkur óskast í eldhús Vífilsstaðahælis nú þegar eða 15. marz. Upplýsingar gefur ráðskonan í síma 50332 kl. 2—4 og eftir kl. 8. Skrifstofa ríkisspstalanna. Laus staða Starf verkfræðings við raffangaprófun rafmagns- eftirlits ríkisins er laust til umsóknar, Láun samkvæmt gildandi kjarasamningi verk- fræðinga. Umsóknarfrestur er til 22. marz 1958. Raforkumálastjóri, 5. marz 1958. Laus staða Starf eftirlitsmanns er laust til umsóknar. — Til starfsins óskast raffræðingur eða rafvirki með góðri þekkingu á rafvirkjastörfum og raflagnaefni. Laun samkvæmt launalögum. Umsóknarfrestur er til 22. marz 1958. Raforkumálastjóri, 5. marz 1958. Starfskonur vantar að bamaheimili Rauða Krossins að Laugar- ási á sumri komanda. Þessar starfskonur óskast: Forstöðukona heimilisins. Matráðskona. Forstöðukona þvottahússins. Talið sem fyrst við skrifstofu R.K.I. Thorvaldsenstræti 6. Y erzhmarstarf Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. Verzlun Haralar Kristínssonar, Mánagötu 18. Sínvi 1-0499. Hausingamenn vantar strax á fiskverkunarstöð Jóns Gíslasonar 5 Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 50-165.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.