Þjóðviljinn - 06.03.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.03.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞÍÓÐVILJINN — Fimmtudagur 6. marz Í958 ÐVIUINN Ötgefandi: Sameiningarflokkur alÞÝðu - Sósiallstaflokkurlnn. - Ritstjórar Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. - Fréttarltstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- ingastjóri: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn. afgreiðsla. auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. - Sími: 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 25 á mán. í Reykjavík og nágrenni: kr 22 annarsst - Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmiðja Þjóðviljans. Verðstöðvunarstefna getur ein forðað gengislækkun l^egar yf.'rstandandi Búnaðar- þing kom saman fyrir nokkru var þess getið í frétt- um af setningu þess, .að for- maður Búnaðarfélagsins, Þor- steinn bóndi á Vatnsleysu, hefði í setningarræðu s.'nni lát- jð þess getið, að offramleiðsla væri nú að verða eitt af helztu vandamálum landbúnaðarins. Þótt nokkrar fréttir hafi birzt síðan af störfum þingsins, hef- ur lítið verið minnzt á það, hvernig þingið munj taka á því máli. Éótt hér sé vissulega um nokkurt vandamál að ræða, einkum ef framleiðslan heldur áfram að vaxa svo ört, sem hún hefur vaxið hin síðustu ár, þá eru þar ýmsar hliðar sem athuga þarf, og nauðsynlegast af öllu er að bændastéttin geri sér fyllilega grein fyrir vand- anum. Er því nauðsynlegt að Búnaðarþing ræði þessi mál niður í kjölinn. ¥*éss ber að gæta, að nokkur *• vöxtur má verða í Land- búnaðarframleiðslunni til þess að mæta vaxandi innanlands- markaði. En svo virðist, sem vöxturinn ætli að verða all- miklu meirj og kemur þá til at- hugunar, hvernjg snúizt verði við því vandamáli. B er þá fyrst að gera sér grein fyrir þvi, hvort ekki sé nokkur hluti þessarar aukn ng- .ar til kominn fyrir óeðlilega þætti í framleiðslustarfseminni. Það er með kostnaði sem ekki borgar sig frá þjóðhagslegu sjónarmiði. "ITið nána athugun mun marg- * ur bóndinn viðurkenna að svo sé, að því er snertir notk- un hins erlenda skepnufóðurs, sem við flytjum nú inn í nokkrum mæli. Það orkar ekki tvímælis, að með því að fiytja inn erlent skepnufóður svo verulegu nemi og framleiða á því landbúnaðarvörur til út- flutnings erum við að reka ó- hagrænan þjóðarbúskap. Og þótt einstaklingur.nn kunni að telja sig hafa hagnað af þessu í svipinn, þá mun slíkt einnig vafasamt er til lengdar lætur. V^msir munu segja, að nauð- ■*• syn sé að nota allmikið af erlendu kjarnfóðri, til þess að búféð gefi fullan arð. En einn- ig þetta er byggt á misskiln- ingi. Það fóður sem hægt er að afla á Islandi er svo kjamgott, aðeins ef það er hirt á réttum tima, og vel tekst tjl um verk- un, að á því má láta allar teg- undir búfjár okkar að svínum og alifuglum undanskildum, gefa prýðllegan arð. Þáð er því innlend fóðuröflun og kapp lagt á sem bezta verkun þess, sem á að verða svo til eina stoðin undir búfjárrækt okkar í framtíðinni. Á þann hátt mundum við einnig bægja frá a. m. k. nokkrum hluta offram- leiðsluhættunnar þegar í stað. ¥7kki mun með öllu laust við að ýmsir hyggi að leysa megi betta vandamál með nýrri skrántngu krónunnar, eða geng- islækkun. Enda er allmjög alið á þeim hugsunarhætti af þeim, sem eru formælendur þeirrar aðferðar. Og víst ér það að við það mundu fleiri krónur fást fyrir þann hluta framleiðslunn- ar sem út er fluttur. WT'n fleiri munu þó þeir bænd- ur vera, sem ekki líta á geng'slækkun sem bjargráð út úr þessum vanda. Þeim er það fyllilega Ijóst, að þó!t krónum fjölgaði allmikið fyrir þann litla hluta framleiðslunnar, sem út er fluttur, þá mundi sú krónufjölgun ekki einu sinni vega upp á móti annarri krónu- fjölgun, sem einnig mundi leiða af gengislækkununni. En það er fjölgun þeirra króna, sem bónd'nn þarf aftur að láta af hendi fyrir nauðsynjar, sem hann þarf að kaupa til bús síns. Sennilegast yrði niður- staðan sú að bóndanum yrði það raunverulega hagkvæmara að sætta sig við það útflutn- ingsverð sem fæst núna með h'nu skráða gengi, sem nú er, vegna þess hve útflutnings- rnagnið er lítill hluti af heild- arframleiðslu landbúnaðarins. ■iraxandi verðbólga hér innan- * lands eykur þetta vandamál sem önnur vandamál í okkar efnahagskerfi. Og fáj verðbólg- an aftur að taka til að vera óhindruð, þá leiðir hún vitan- lega efnhagslifið út á þá glap- stigu að gengislækkun verður ekki forðað. En hún mun ekki koma, sem bjargráð, er eitt út ■af fyrir sig lagfæri efnahags- vandamál þjóðarinnar, heldur sem i'l afleiðing af undangeng- innj þróun. fT'Il þess að forðast það að slík afleiðing bitni á þjóð- innj er verðstöðvunarstefnan eina leiðin. Sú lejð hefur verið farin með góðum árangri, sið- an núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Andstæðingar stjórnarinnar hafa gert það sem þe.r hafa getað til þess að torvelda hana. Þrátt fyrir það hefur hún tekizt eins og beztu vonir stóðu til. Og það er hún ein, senv getur forðað þjóðinni frá því að fá yfir sig nýja geng’slækkun, með þeim a£- ieiðingum, sem henni fylgja. Forsetarnir Nasser (t.h.) og Kuwatli undirrita samning um sameiningu Egyptal. og Sýrlands Snndnrþykk sambandsríki takast á um hylli araba Stofnun Sambandslýðveldjs araba hefur valdið tölu- verðu róti í löndum araba. Varla var blekið orðið þurrt Ahmed Jemenskonungur á undirskrjftum forsetanna Nassers og Kuwatlis undir samninginn um sameiningu Egyptalands og Sýrlands, þeg- ar Feisal Irakskonungur og Hussein Jórdanskonungur komu saman á fund og ákváðu að stofna Sambandsríki araba af konungdæmum sínum. Ahm- ed konungur í Jemen hefur nú lagt drög að nánu bandalagi ríkis síns við Sambandslýð- veldi araba. Þá eru eftir tvö arabaríki, Líbanon og Saudi Arabía, sem enn sem komið er standa utan sambandsríkjanna. 17gyptaland og Irak hafa lengi ■-* togazt á um forustu fyrir aröbum. Egyptaland er lang- fjölmennasta rík. araba og Kairó hefur um langan. aldur verið helzta hámenningarsetur múhameðstrúarmanna. Irak hefur hinsvegar olíuna og auð- inn sem henni fylgir. Á síðari árum hefur togstreitan m.lli stjómenda þessara tveggja ríkja birzt í. ólíkri utanríkis- stefnu. Nuri el Said, sem hef- ur stjórnað Irak lengst af síð- an Bretar stofnuðu það eftii heimsstyrjöldina fyrrl, er full- trúi lénsks höfðingjavalds, sem leitar fulltingis hjá framandi stórveldum til að halda valda- aðstöðu sjnni yfir þorra lands- manna. Irak er eina arabarík- ið sem Bretar og Bandaríkja- menn gátu fengið til að ganga í Bagdadbandalagið. í Egypta- landi hófst Nasser til valda fyrir stuðnjng þjóðernissinn- ,aðrar millistéttar, sem hefur rótgróna andúð á ítökum hinna gömlu nýlenduhúsbænda, Breta. Svipuðu máli gegnir í Sýrlandi, nema hvað þar eru gömlu og jlla liðnu húsbænd- urnir Frakkar. Egyptaland og Sýrland hafa saman rekið ó- háða utanríkisstefnu, forðazt tengsl við hernaðarsamtök stórveldanna og lagt lið frels- iskröfum bræðraþjóða sinna í Norður-Afríku og annarra ný- lenduþjóða. HPogstreitan er þegar hafjn mill. sambandsríkjanna tveggja. Nasser, forseti Sam- sem fóru til Sauði Arabíu að reyna að fá Saud konung til að rugla saman reitum við h.ina konungana tvo. Nasser komst svo að orði, að utanríkisráð- herramir væru erindrekar heimsveldisstefnunnar, sem sí- fellt væri að reýna að læsa klónum um arabaþjóðina alla. Saud konungur hafnaði mála- leitun utanríkisráðherranna, hvern hátt sem orð Nassers Nuri el Said bandslýðveldis araba, hefur farið hörðum orðum um utan- ríkisráðherra Jórdans og Iraks, £rlend tidindi hafa átt í ákvörðun hans. Lík- legast er að mestu hafi ráðið að hann kæri sig ekki um að slaka hið mjnnst á alræðisvaldi yfir þegnum sínum og fjárfúlg- unum, sem berast í ríkissjóð-. inn frá bandarískum olíufélög- um. Frétzt hefur að Saud sé ekki fráhverfur því að mynda þriðja sambandsríki araba með furstadæmunum Kuwait, Bahr- ejn og Quatar, en í þeim fé- lagsskap yrðj hann tvímæla- laust mestu ráðandi. feðan utanríkisráðherrar Ir- aks og Jemens voru að bera víurnar í Saud, kom upp sú saga að Iraksstjórn hefði boðizt til að ganga úr Bagd- adbandalaginu, ef það mætti verða til að Arabíukonungi þætti félagsskapur.nn fýsilegri. Eftir að sendiför utanríkisráð- herranna fór út um þúfur sagði Iraksstjórri af sér, og Nuri gamli el Said tók við á ný. Engjnn vafi er á að hann mun þurfa við allrar sinnar ráð- kænsku til að halda sambands- ríkinu saman. Landfræðilega virðist sambándsríki Jórdans og Iraks mun lífvænlegra en sambandslýðveldi Egyþtalands og Sýrlands. Jórdan og 'Irak Framhald á 9. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.