Þjóðviljinn - 23.03.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.03.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 23. marz 1958 — ÞJtí®VlLJINN — (3 Báturinn ber fimmtán tonn og er með June Munktell vél, smíðaár nítján hundruð þrjátíu og tvö, einn stimpill upp og nið- ur. í lúkarnum eru sex kojur, en aðeins þrjár nothæfar til svefns. Ein er undirlögð af talstöðinni, önnur af kaffi, keti, brauði, salt- kjöti og fleiru matarkyns. Sú þriðja er full af stígvélum, stökkum, snæri, strigapokum og fieira rusli. Eg var ráðinn á þennan litla bát, og þar fékk ég að reyna s'jó- veikina í fyrsta róðrinum, sem ég hef farið á ævinni, enda hafði ég svo gott sem aldrei komið á bát fyrr, en sloppið alveg við sjóveikina á togara. En auðvitað þurftum við að fá slæmt veður þennan fyrsta róð- ur minn. Öðru eins hopp og hí hef ég aldrei kynnzt á ævi minni. Um leið og við höfðum leyst bátinn, lagði ég mig í kojuna, í allt of stutta koj- una, sem þar að auki var svo mjó, að ég gat með engu móti legið nema á hlið- inni, og er nú hvorki lengd eða herða- breidd fyrir að fara í líkama mínum. Við vorum með línu þennan fyrsta róður og lögðum af stað um klukkan þrjú um nóttina Stímið tók um það bil hálfa aðra klukkustund og stefnan var vestur frá Vestmannaeyjum. Karlinn ræsir okkur strax og' komið er á miðin, því ekki er eftir neinu að bíða með að leggja línuna. Eg átti ekki von á því að verða sjóveikur, en um leið og ég steig fram úr kojunni, fann ég að örlög mín voru ráðin. Eg snaraðist í stígvélin, komst með naumindum í stakkinn og síðan þaut ég upp og lagðist fram á lunninguna. Það hefur margan hent að verða sjóveikur, liggja á borð- stokknum með innyflin á upp- leið, lifur og lungu, maga og milti og jafnvel sjálf sálin á uppleið. Jæja, örlítið var heilsan betri eftir fórnina, en togaramanns- stoltið var horfið með saltkjöt- inu og baununum frá kvöldinu áður. Skipsfélagarnir voru komnir afturá og skrönglaðist ég þangað niðurlútur og aumur og spurði, með óþekkjanlegri röddu, hvað mér vært ætlað að gera. Karlinn stóð í dyrunum með heimatilbúinn sígarettustubb í öðru munnvikinu og glotti breitt. ,,Ertu sjóveikur ræfillinn“, segir hann, og það á víst að vera samúð í röddinni. „O, ekki mjög“, svara ég dræmt og eins kuldalega og mér er unnt, þvj ekki vil ég vera aumur frammi fyrir þeim, sem réði mig á bát- inn. Auk þess hafði ég ekki dregið neitt úr hæfileikum mín- um til sjómannsstarfa, er ég tal- aði við hann um pláss. „Vanur á togara, karlinn", bætir hann við meinfýsinn. „Það er nú ekkert að miða við svona smádalla, sem hoppa og skoppa í smáróti,“ er andsvarið. Línan rennur þegar upp úr fyrsta dallinum og einstaka beita losnar af önglinum og þeitist út í loftið. Og þar sem karlinn stendur þarna glottandi i dyrunum, lendir beita í augað á honum og hann kipp- ist til. Eg rek upp hroka hlátur og Við erum fjórir á bátnum, einn hnýtir saman línuendana, en sá endinn, sem er í botni dallsins, liggur upp með, og er hnýtt í endann á honum, svo línan getur runnið stanzlaust út. Tæmdu dallamir eru síðan born- ir fram á. Mitt hlutverk er svo að hnýta annan enda bólfæris- ins í stjórann, en hinum í bauju- endann, sem maður hefur til- búna með belg í miðjunni og flaggi á endanum. Baujan er annars ekkert annað en bamb- usstöng. Lína í einum dalli kallast bjóð, og eru oftast sexhundruð önglar á hverju bjóði. Baujurn ar eru síðan látnar út með þriggja bjóða millibili, og að lokum er sett út ljósbauja, og þá er baujuvaktin sett. Karlinn tek- ur hana í þetta sinn, en við hin- ir förum í koju og ég verð feg- inn að sofna. Það er hin mesta smán að tapa af bauju, því oft- ast kostar það ærna fyrirhöfn að leita hesnnar, en þegar bjart er orðið sézt hún illa. Strax í birtingu erum við ræstir, það er auðvitað karlinn. Umandi kaffilyktin leggur fyr- ir vitin. Eg gægist fram úr kojunni þegar mér hefur tekizt að lyfta augnalokunum. Annað augað í karlinum er rautt og þrútið. Eg sezt á bekkinn og sama sag- an endurtekur sig, nema hvað nú kemst ég aðeins í stigvéíin. Furðulegt livað mikill matur rúmast í einum maga. Svo er byrjað að draga. Fyrst er Ijósbaujan" tekin inn, síðan er bólfærið gert upp, og svo kem- ur linan sjálf á eftir stjóranum. ... kveikti í pípunni Við hringum hana niður í dall- ana. Það kallast að draga, en í raun og veru er það hjól með rauf í, sem dregur línuna. A borðstokknum er svo rúlla, sem varnar þvi að línan liggi á sjálf- um stokknum. Einn marin þarf við að draga línuna, annan við að gogga og sá þriðji blóðgar og fleira. Sá fjórði andæfir (sér um að skip- ið haldi réttri leið á réttum hraða). Það mun vera töluverð- ur vandi að andæfa vel í vondu veðri, þegar hætt er við að línan slitni. Til að byrja með gengur mér illa að draga, því vett'ing- urinn er svo fyrir- ferðarmikill, og svo er ég á sífelldu ferðalagi milli lunn- , ingar og lestarlúgu vegna veltingsins. Klukkan hálf þrjú höfum við lokið við að draga og þá er sett á íulla ferð, 6—7 mílur heim. Við stingum okk- ur í koju á heimleið- inni, og ég er því allhress við löndun- ina. Aflinn er um þrjú tonn, allgott miðað við aðra. Afl- • • • anum köstum við í litla fjórhjólaða vagna, sem síðan eru sóttir af lítilli dráttarvél. Það er mikið að gera við bryggjuna. Margir bátar að landa, hróp og köll. Eg mæti kunningja mínum á bryggjunni og heilsa hoRium. „Ósköp ertu hvítur maður.“ „Eg þvoði mér í gær“, svara ég og geng í burtu frá honum um leið og ég kveiki í pípunni í fyrsta skipti frá i gær. Tekjur af verkfræðisíörfum Framhald af 12. síðu. og að því leyti ópersónuleg, að verkkaupanda skipti engu hver af starfsmönnum félagsins ynni það verk, sem hann keypti. Þessi tilhögun væri því á engan hátt sambærileg vjð starfsemi mál- flutningsmanna, þar væri um að ræða persónulega andlega vinnu þeirra sjálfra en ekki sölu þjón- ustunnar með álagningu. Seld virnia eða þjónusta annarra I héraði var Almenna bygg- huganum þakka ég síldarbitan- um fyrir hressilega hefnd. Karl- inn snýr bölvandi inn í stýris- húsið. Kvikmyndasýningar í dag i MÍR-salnum í Þingholtsstræti 27. — Barnasýning kl. 2: Hátíðahöld ,i lúmun nýja heimi 1 og smámyndir. — Myndimar eru í litúm. Sýning fyrir fullorðna kl. 4 ingafélagið talið skylt að greiða hinn umkrafða söluskatt, Segir svo um það í forsendum héraðs- dóms: „Ljóst (er) að umraeddur sölu- skattur hefur verið lagður á <r. © unnn er Starfsfræðsludagurinn svo- nefndi, sá þriðji í röðinni, er í dag. Verða þá liðlega 00 full- trúar allra lielztu starfsgreina tekjur stefnanda (þ. e. bygginga- j og stofnana hér á landi til við- félagið) af störfum verkfræð- • tals milli kl. 2 og 5 síðdegis í iuga i þjónustu hans. Þótt svo I Iðnskólanum á Skólavörðuholti. yrði talið að verkfræðingnr, er| Einnig eiga fagskólar fulltrúa ynni störf sem þau, er liér ræð-1 á starfsfræðsludeginum, t.d. ir um, ,væri ekki skyldur að greiða af þeim söluskatt, kæmi það ekki stefnanda að haldi, þar eð tclja verður að haim hafi hér verið að selja vinnu eða þ.ión- nstu annarra. Er því eigi unnt að telja heimilt að undanþiggja hann greiðslu söluskatts af þessum sökuni og ber því að: taka til greina sýknukröfu stefnda en eftir atvikum er rétt að málskostnaður - falli niður.“ Almenna byggingafélagið h.f. áfrýjaði dómi þessum til Hæsta- réttar, en þar var niðurstaða Stórmyndin Einvígi og frétta- héraðsdóms staðfest með skir- inyndir. skotun til forsendna. Samvinnuskólinn, Verzlunar- skólinn, Iðnskólinn, Matsveina- og veitingaþjónaskólinn, Stýri- mannaskólinn, Vélskólinn og Hjúkrunarkvennaskólinn. Starfsfræðsludagnrinn verð- ur settur í dag kl. 1.45 af Björgvin Frederiksen forseta Landssambands iðnaðarmanna, en kl. 2 verður húsið oj>nað al- menningi og leiðbeiningar veitt- ar til kl. 5 eins og áður segir. Á 2. síðu blaðsins í dag er birtur listi yfir þær starfs- greinar, sem fulltrúa eiga á þessum þriðja starfsfræðslu- degi. Grein og myndir: Ragnar Láruss.on

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.