Þjóðviljinn - 23.03.1958, Blaðsíða 6
rrmrr~*
6) — ÞJÓÐVllÍrÍNN — Sunmidagur 23. márz 1958 -
Bidstnip teiknaði
Engin afsökun er til
[vað hefur þurfti að gerast
til þess að iðkandi stak-
steinahoppsins í Morgunblað-
inu smjatti með velþóknun
á greinum Aiþýðubiaðsins um
niálefni verkalýðsfélaganna? í
málgagni auðbraskaranna í
Vinnuveitendasambandinu og
Sjálfstæðisflokknum er því nú
fagnað hvernig skrifað er um
verkalýðsmál í Alþýðublaðið,
prentaðir eru upp valdar setn-
ingar til að sanna hve ljúfleg
sé samstaða Alþýðublaðsins og
málgagns Vinnuveitendasam-
bandsins, og loks er þessi eink-
unn gefin: „Margt er réttilega
mælt í þessari forustugrein
Alþýðublaðsins,“ en hún fjall-
ar um innri mála verkalýðsfé-
iáganna.
'lTon er að spurt sé hvað hér
* hafi gerzt. Hefur Morgun-
blaðið breytzt svo, að það vilji
nú allt í einu velferð verka-
iýðsfélaganna? Var það ekki
Morgunblaðið og þeir sem að
því blaði standa sem barizt
hafa gegn íslenzku verkalýðs-
hreyfingunni, svívirt hana og
ófrægt í áratugi. Var það ekki
Morgunblaðið sem hamaðist
gegn Alþýðublaðinu meðan það
var eina verkalýðsblaðið og
verið var að koma verkalýðs-
hreyfingunni í Reykjavík á
legg? Var það ekki Morgun-
blaðið sem kallaði Jón Bald-
vinsson, Héðinn Valdimarsson,
Sigurjón Á. Ólafsson og Harald
Guðmundsson blóðrauða bolsé-
vika og bar á þá vammir og
skammir meðan þeir voru og
hétu forustumenn í alþýðu-
samtökum? Hefur allt þetta
breytzt? Er Morgunblaðinu og
vandamönnum þess snögglega
orðið hlýtt til verkalýðsfélag-
anna, vilja allt fyrir þau gera,
vilja hækka kaupið og auka
réttindi alþýðunnar? Og svarið
hlýtur að verða, sé öll reynsl-
an af framferði íhaldsins sem
harðsvíraðs ósvífins auðvalds-
flokks metin, að Morgunblaðið
og ihaldið í landinu hafi síð-
ur en svo breytt sinni ætlun.
I>ess ætlun er enn sem fyrr að
berja niður verklýðshreyfing-
una, eöa Iama liana svo innan
frá með því að laumast þar til
vaída, að hún verði ófær að
gegn ætlunarverki sinu sem
séfenarsamtök og brjóstvöm al-
þýðunnar í landinu.
*vað hefur þá breytzt? Er
það Alþýðublaðið og þeir
sem að því standa? Hvers
vegna eru nú skrif Alþýðu-
blaðsins um verkalýðsmál svo
velþóknanleg Morgunblaðdnu?
Þaraa liggur svarið opið fyrir.
Eon er í fersku minni það sem
gerðist í fyrravetur, þegar
hægri menn Alþýðuflökksins
afhentu íhaldinu tvö af stærstu
stéttarfélögum bæjarins, Iðju,
félag verksmiðjufólks og Tré-
smiðafélagið. Enn er í fersku
minni hvað gerðist fyrri hluta
vetrar. Hægri menn Alþýðu-
flokksins fengu því ráðið að
neitað var öllu samstarfi við
hina vinstri flokkana í verka-
lýðsfélögimum. Var þetta gert
á sama tíma og róttæki armur-
inn í verkalýðshreyfingunni
sýndi þá tilhliðrunarsemi að
bjóða ekki friam viðstjómarkjör
í Sjómannafélagi Reykjávíkur,
en einmitt á framboði þar hafði
Alþýðublaðið löngum hamrað
sem merki um vantandi sam-
starfsvilja. Hi'nsvegar 'tókusjt
víðtækir samningar milli hægri
manna Alþýðuflokksins og í-
haldsins um náið Samstarf í
öllum verkalýðsfélögUm í því
skyni að reyna að hrifsá völd-
in í Alþýðusambandi íslarids á
hausti komandi. ,
V/rnsir þeir Alþýðuflokks-
menn, sem horfðu með ótta
og ógeði á þessa samninga sem
gerðir voru í nafni Alþýðu-
flokksins við útsendara auð-
íF \
braskara Vinnuveitendasam-
bandsins, vonuðu, að reynslan
frá því í janúar yrði til þess
að koma vitinu fyrir þá of-
stækisklíku sem er að reyna
að afhenda íhaldinu verkalýðs-
félögin. Öll sú vitneskja sem
Alþýðuflokkurinn hafði aflað
sér á langrl ævi sem verka-
lýðsflokkur um Dagsbrúnar-
menn, meðal annars um stjórri-
málaskoðanir þeirra, var gerð
að séreign hans og „verka-
málafulltrúa“ Sjálfstæðis-
flokksins, á sameiginlegri kosn-
ingaskrifstofu við stjórnarkjör
í Dagsbrún. Er ekki að e*ri að
Vinnuveitendasambandið, , og
Sjálfstæðisflokkurinn hafa þar
talið sig fá dýnnæta viðbót á
þá „skoðanakannana“-spjald-
skrá, sem þessi samtök nota
til atvinnuofsókna og skoðana-
kúgunar. Þennan ljóta leik
hafa hægri menn A.lþýðu-
flokksins leikið í hverju vérka-
lýðsfélaginu af ööru. I jariúar
var líka kosningabárátta til
bæjarstjórnarkosninga. En
Alþýðublaðinu var einbeitt dag
eftir dag til að sannfæra reyk-
víska alþýðu um blessun þess
að ihaldið kæmist til úrslita-
valda í Verkalýðsfélaginu
Dagsbrún, Enda fór svo, að
fylgjendur Alþýðuflokksins
virtust hafa tekið meira mark
á þeim áróðri en því þegar Al-
þýðublaðið lézt vera að berj-
ast gegn íhaldinu. í bæjar-
stjórnarkosningunum hrundi
fylgi Alþýðúflokksins svo, að
hann á nú hvergi á landinu
von tU að koma að alþingis-
manni hjálparlaust.
Ritstjóri: Sveinbjöm Beinteinsson.
Langhend oddhenda —
Fiughenda
Kom til fundar hvíta hrundin,
heillastundin. fegurst var;
sæl við undum örmum bundin
ein í lundi. Manstu hvar ?
Drangalag
Langt er síðan svannann blíða
sá ég hlíðum fríðum á.
Enn skal bíða betri tíða,
bægja kvíða stríðum frá.
Streituþreyta
Hugur vildi að heiman
sveima;
hróður góðan fljóðið á,
hlýja skyldi hreima geyma.
Háttaþáttinn máttu sjá.
Snorri á Húsafelli kvað
fyrstur streituþreytu.
Álfaháttur
Blæja kuldans hauðrið huldi
hrein r einum lit að sjá,
líkt og hendur himinsendar
hafi vafið allt í snjá.
Sigurður Breiðfjörð er tal-
inn hafa ort fyrstur nýhendu.
Hringhend nýhenda er mjög
vinsæli háttur:
Nálæg svaia auðnin er
einum dal í veldi f jalla;
göfugt alist getur hér
gróðurval til efstu hjalla.
Algengast var að yrkja
samhendu hringhenda, hét sá
bragur hagkveðlingaháttur og
var mikið notaður af rímna-
skáldum, einkum þegar ort
var um orustur eða viðureign
við drauga.
Dagsins heiða himni frá
hlýir breiðast geislar á
skógarleið og hrikahá
hömrótt eyðifjöllin blá.
Listilag
Þjóðir háðar hörkuvist
hróður kváðu nyrst og yst,
Óðins dáða lifði list
ljóðum skráð og táknum rist.
Áttþættingur
Bæti fagur háttur hag,
hverfi gagurt ljóðajag;
tröllaslag og Ijúflingslag
ieiki bragasveit í dag.
Stikluvik var ort í mörgum
tilbrigðum, en algengast var
hringhent stikluviik:
Lífsins ki*afa krappan sið
kenndi vafalítið
þeim sem hafa vakað við
Vitaðsgjafa og Kvíarmið.
Þríhent stikluvik
Eftir stranga ferð um fjöll
fákar slarki lúðir
fagran ganga fram á völl,
fagnar langþreytt sveitin öll.
Algengast var að yrkja,
braghendu þannig að ljóðlím-
urnar allar rímuðu saman, en
stundum var þó fyrsta línan
sniðrímuð við hinar tvær, og
nefnist það baksneitt:
Hljótt er nú við heiðarsporð
og hprfinn dagur,
Kafaldsfjúk á fjöllin dregur;
ferðamanni týnist vegur.
Einnig var braghenda oft
þannig ort að frumlína rím-
aði ekki við síðlínur, það kall-
ast fi-árímað:
Hlákudagur heimanbúinn héit
í norður,
byrstur undir brún að líta, ,
"i ' '
burt að reka valdið hvita.
Fallegt afbrigði braghendu
er skjálfhenda:
Öxar þungar ófrið sungu
yfir hausa,
stríði þrungið stef má rauea
stálatungan blíðulausa.
Stuðlafall var ort; með
ýmsu móti, og verða hér teik-
in tvö tilbrigði alþekkt:
Mishent shtðlaiall
Annar morgunn okkar
sorgum dreifðí;
sterkum harmi stökkti
a braut;
starfs og bjarma fólkið naut.
Framhald á 10. síðu.
þlÓliVIUINM
Útkefandí: Sameiningarflokkur alþýðu — SósíallstBflokkurlnn. — Ritstjórar
Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.). — Fréttaritstjóri: Jón
Bjarnason. - Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon,
ÍvAr K. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs-
iiiKastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prent-
smiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). - Áskrift.arverð kr. 25 á
mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. - Lausasöluverð kr. 1.50.
Prentsmiðja ÞJóðviljans.
Snjór