Þjóðviljinn - 26.03.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.03.1958, Blaðsíða 6
6) — MÖÐVIIJINN — Miðvikudagur 26. marz 1958 Þióðviliinn Otíelandt: Samelnlnearflokkur alÞS’Su - Sóslallstaflokkurlnn. - Ritstjorar Maenús Kjartansson, Slgurður Guðmundsson (áb.). - Préttaritstjóri: Jón Bjarnason. - Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson. Guðmundur Vigfússon. ívar H. Jónsson. Magnús Torfl Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. - Auelýs- lngastjórl: Ouögeir Magnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prent- smlðja: Skólavörðustíg 19. - Siml: 17-500 (5 linur). - Áskrlftarverð kr. 25 á mán. I Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. - Lausasöluverð kr. 1.50. PrentsmlSja Þjóðviljana. .tesnitn i.istl ÍÖCI -iíflm i'U-. •?*&. ei,- Jóhann J. E. Kúld: nop L. Það, sem úrslitum ræður i f eðlilegum ástæðum á Al- ■**• þýðublaðið erfitt með að finna frambærileg rök fyrir þeim óhappaverkum hægri manna í Alþýðuflokknum að hafa lagt íhaldinu liðsinni við að leggja undir sig nokkur verkalýðsfélög hér í Reykja- vík. En á einu er tönlazt í tíma og ótíma: Vinstri menn á síðast Alþýðusambandsþingi voru vondir við Alþýðuflokk- ■inn og fyrir það skal verka- lýðshreyfinguimi grimmilega hegnt. Ekkertm inna en af- henda hana flokki atvinnurek- enda dugir til að friða hin reiðu goð í hægri armi Al- þýðuflpkksins. ¥Tér skal ekki ýtarlega um •*■■*■ það rætt sem fram fór á síðasta þingi Alþýðusambands ísiands. Það skal þó sagt af- öráttarlaust að æskilegt hefði verið að þar hefði tekizt giftu- samlegar til um samstarf. En að það varð ekki er varla ann- ars aðilans sök einvörðungu eins og, Alþýðublaðið lætur jaínan í veðri vaka. Er það og staðreynd að sósíalistar og vinstri jafnaðarmenn á þing- inu beittu sér eindregið fyrir þeirri samsetningu sambands- stjórnar er ætla mátti að allir hefðu, iþátt vel við una, er skapa vildu frið innan verka- iýðssamtakanna og samstarf allra vins.tri f'okkanna. Þessu var nei.tað af hægri mönnum Alþýðuflakksins, sem kusu heldur að slást í för með í- haldinu, stjórnarandstöðunni, og hafa síðan haldið áfram þeim Vandamál þorsknetaveiða ljóta leik að ýta undir áhrif þess og völd í verkalýðshreyf- ingunni. á lþýðublaðið boðar ný svo að **■ segja daglega áframhald þessarar þokkalegu iðju í næstu kosningum til Alþýðu- sambandsþings — og Morgun- blaðið endflrprentar ummæli : þess glaðhlakkalega og. þykir þjónustan góð. Hér skal engu um það spáð hvort hægri mönnum Alþýðuflokksins verð- ur að þeirri ósk sinni að sjá j heildarsamtök íslenzkrar al- þýðu lögð í herfjötra Vinnu- veitendasambands fslands og Sjálfstæðisflokksins, en heldur verður það þó að teljast ó- sennilegt. Um þetta atriði eiga þúsundir verkamanna, verka- kvenna, sjómanna og iðnaðar- manna, sem skipulagðir eru í verkalýðsfélögunum um land allt, eftir að segja sitt orð. Og það verður áfstaia þessá fólks sjálfs, sem úrslitúm ræðúr en ekki skrifstofusamningar Áka Jakobssonar og íhaldsbrodd- anna í Vinnúveitendasamband- inu, þótt Alþýðublaðið- og Morgunblaðið haldi þá nú gulli tryggári. Ög svb kynni að fara að sú afstaða hins stéttarþroskáða vérkamaiins, verkakoriúnnar, sjómánnSins og iðnaðarmannsins raskaði nokkuð áætlún þeirra ógæfu- manna í hægra liði Aiþýðu- flokksins sem nú dreymir um að afhenda íha’dinu og at- vinnurekendasamtökunum ís- lenzku verkalýðshreyfinguna til eignar og umráða. Ihaldið og olíuverðið k lllangur dráttúr hefur orð- á* ið á því að almenningur fái að njóta mögulegrar verð- lækkunar. á olíu til húsakynd- ingar. Verðlagsstjóri hefur gert rökstudda tillögu um slíka lækkun og byggir hana á Iækk- uðum flutningsgjöldum og lægra innkaupsverði á olíunni. ¥*að var þá sem olíufélögin ■* fóru á stúfana og kröfðust verulegrar hækkunar á „dreif- jngarkpstnaði.“ Meirihluti stjórnar Innflutningsskrifstof- unnar bognaði fyrir olíuhring- unum og vildi heimila þeim hækkun á „dreifingarkostnað- inum“. Fulltrúi Alþýðubanda- lagsins í Innflutningsskrifstof- unni greiddi atkvæði gegn hækkuninni og áfrýjaði síðan til ríkisstjórnarinnar. Þar hef- ur málið ekki verið útkljáð og á meðan fá olíufélögin að selja vöru sína á gamla verðinu og hirða óeðlilegan gróða af not- endum • olíunnar. Aþessar staðreyndir benti Alfreð Gislason á fundi í bæjarstjóm Reykjavíkur s.l fimmtudag og flutti þar tiilögu um að bæjarstjórnin skoraði á ríkisstjórnina að fara að til- lögu vérðlagsstjóra og lækka olíuverðið Ætla hefði mátt að öll bæ^rstjómin teldi skyldu sína ,að ljá málinu Hðsinni. Svo reyndist þó ekki, heldur vildu fulitrúar íhaldsins drepa mál- inu á dreif með því að draga óskyld efni inn í umræðurnar, eins og lækkun á olíu tii iðn- reksturs og nýtt verð á benz- íni, allt í venjulegum Morgun- blaðsstíl. Tókst íhaldinu að gera samþykkt baejarstjórnar í máiinu að markleysu enda til þess eins ætluð að aðstoða olíu- félögin við áð halda sem lengst | óskertum gróða, þvert ofan í | til'.ögu verðlagsstjóra. Hefur í-! haldið hér sannað einu sinni enn umhyggju sína fyrir hags- munum milliliðanna. Að áiiti íhaldsins skiptir það engu máli þótt almenningur verði að greiða óeðli'ega hátt verð fyrir olíuna. Gróði olíúhnnganna er áhugamál þess enda eru marg- ir helztu 'máttarstólpar flokks- ins ýmist í beinum eða óbein- um hágSfiúnátCTigsIúin' við þá. Það var talin mikil og góð framför þegar nælonnetin komu í stað hampgamsnet- anna, enda er það búið að sýna sig, að þau fyrmefndu eru marerfalt veiðnari. En það er líka ánnað búið að svna sig jafnfrámt, og það er leiðinlesrt að þurfa að segja frá þvi. Þannig er nefnilega mál með vexti, að við Islend- insrar höfum ekki ennþá lært að fiska með nælonþorskanet- um, og ætti þó að vera kom- inn tími til að læra það. Ennþá er r’ðill nælonþorska- netanna hafður of stór. Næl- ongamið tognar meira en hamngamið,’ og né riðill næi- onnetanna hafður upnundir það eins stór og á hamo- ga rnsnetum, þá þrengir þorsk- urinn hausnum í aepmnm möskvanh þar t.i1 kiálkabðrð- in breneria að tálknunum. en þetta veldur svo því. að fisk- urinn kafnar á skömmum^ tíma. Til þess að fyrirbyggia þetta verður að minnka riðilinn á nælonþorskanetunum. Ég las í blaði norsku fiskifélaganna í fvrravetur grein þar sem verið var að hvetja alla út- gerðarmenn til þess að minnka riðilinn á þorskanet- unum. Og það var að heyra á þessari grein. að þá þegar væri fjöldi útgerðarmanna búinn að taka upp miklu minni riðil, með góðum ár- angri. Nælonnetin em dýr veiðarfæri, sem skila mjög slæmum árangri, ef þau eru notuð bannig, eins og gert hefur verið hér siðan þau komu á markaðinn. Það er ekki bara það, að riðillinn sé hér hafður of stór, heldur er netanotkun svo gegndarlaus hiá fiölda báta, að ekki minnsti snefill af viti er þar haft með í ráðum. Það munu vera dæmi til þess nú á þess- ari vertíð, að einn bátur eigi allt upp í ellefu neta.trossur í sjó, og sjá þá allir sem vit hafa á þessum máium, hvað vitleysan er komin á hátt stig. Mjög hæfileg netaiiotkun verður undir flestum kring- umstæðum að teljast fimm trossur. Og þiá er netanotk- un orðin óhæfilega mikil, ef ekki vinnst tími til í sæmi- legu sjóveðri að draga Öll netin yfir daginn. Það verða nógar skemmdir á aflanum í netunum ]>egar ógæftir eru, þó menn liafi það ekki að leik, að spilla veiði og eyðileggja j verðmæti þegar gæftir eru, góðar. En það er einmitt þetta sem verið er að gera með hinni óhæfilegu netanotkun. j Bátarnir sem þannig haga, sér, koma með margra nátta fisk, stórskemmdan afla, að landi, dag eftir dag, í bezta j sjóveðri. I sumum tilfellum. fer máski knappúr helming- j ur aflans í frvstihús, eða til j söltunar, hitt er látið í beinar j mjölsvinnslu eða þá liengt upp í hjalla, í þeirri von að eitthvað fáist af Afríkuskreið, eða þá úrgangskre’ð, úr þessu stórskémmda hráefni. Á sama tíma sem þetta er látið gerast, og það alveg af- skiftalaust, þá er verið að kvarta um lítinn og lélegan afla á vertíðinni, og það með réttu. Það ætti alltaf að fara svo vel með sjávaráfla sem frekast er hægt hverju sinni, en aldrei er brýnni þörfin, en þegar tregfiski er. Og þeg- ar þ.jóð, sem lifir við sífellt gjaldeyrishungur, spillir og rýrir þannig þau verðmæti, sem er aðalgjaldmiðillinn á erlendum mörkuðum, þá er þjóðarvoði fyrir dyrum. Notkun nælonnetanna var dá- lítið vandamál í Noregi fyrst eftir að þau komu til sögunn- ar, en nælonnetin eru þar ekkert vandamál lengur. Norsku fiskifélögin tóku þetta mál þar föstum tökum, því norskum útgerðarmönnum var ekki nóg að fá aflamagn, þeir vildu verðmætan afia. Sama nauðsyn á verðmætum afla ætti að vera í gildi hér, ekki síður en þar. Og nú vil ég spyrja. Eru engin útgerð- arsamtök til hér, sem eru fær um að taka þetta mál föstum tökum og leysa það? Og að síðustu þetta: TJtgerðarmenn og sjómenn skulu gera sér ljóst, að skemmdimar sem verið er að vinna að með hinni óhæfilegu nælonnetanoktun við þorsk- veiðamar, felast ekki aðeins í skemmdum afia sem að landi kemur, heldur er veríð með þessu jafnhliða að eyðileggja veiðimöguleika á miðunum. Það er vitað mál, að ekki er hægt að finna unp öllu öfl- ugri fiskifæht heldnr en dauð- án, hálfmorkinn fisk, sem er fastur í netum. Og eftir þvi sem netatrossur I’ggja þétt- ara á miðunum eftir því veld- ur þetta meiri skaða. Eg vil segja, að þetta megi ekki ganga svona til öllu lengur. Vegna ritdóms Einais Braga í Þjóðviljanum sl. laugardag um bók Matthíasar Jóhannessen, Borgin hló Einn er sá garður sem kall- aður er jurtagarður íslenzkra bókmennta. Vinna menn þar óeigingj"rn nytjastörf frá ári til árs, og hefur svo verið um aldir. Þegar nýliðar birtast þar með vinnufúsar hendur, þá þykja þeir oft heldur litlir aufúsugestir, því að lundúrinn er helgur staður og þeir sem fyrir eru heimaríkir margir hverjir. Oftast er þó við ný- liðunum tekið með sæmilegri kurteisi og tíminn látinn skera úr um, hversu giftu- drjúg þjónusta þeirra reynist, en stundum kemur fyrir að móttakan einkennist af svipu- höggum og glósum. Veldur þessu þverbrestur sem stund- um vérður vart í lund lista- manna, sérstaklega þegar ald- urinn færist yfir þá, og verð- ur brestur þessi ekki skýrð- ur hér, en móttökur af þessu tagi eru með óhugnanlegri fyrirbærum, vegna þess fyrst og fremst að þolandanum er ókleift að bera hönd fyrir höfuð sér. Listamaðurinn hef- ur bundnar hendur gagnvart þeim sem dæmir verk hans, og hefur niargur listgagn- rýnandinn brugðizt þeirri augljósu drengskaparkröfu sem eðli málsins, friðhelgin, leggur honum á herðar. ^ Þeir Matthías og Einar Bragi eru ritstjórár tveggja ólíkra listtímarita, Stefnis og Birtings. Eins og hver maður veit, þá eru rit þessi á önd- verðum meið í viðhorfum til .þjóðmála og lista, og hefur Einar Bragi ekki farið dult méð andúð sína á þeim Stefn- ismönnum. Ég vil þó ekki bera Einari það á brýn, að honum liafi heldur en ekki þótt bera vel í veiði þegar bók Matthíasar kom út. Ein- ar Bragi er sjálfur ljóðasmið- ur og fjallar oft um bækur, ekki vil ég heldur væna hann um að andúð hans á Stefnis- mönnum hafi ráðið mati hans á ljóðum Matthíásar, en ándi ritdóms hans ber svo aug- ljós merki þeirrar andúðar, að ritsmíðin sem slík lýtur fyrir þær sakir sömu lögmál- um og kastvopn þau, sem villimenn hinum megin á hnettinum smíða með miklum hagleik, en þau eru þeirrar náttúru, að þegar skeytið missir marks, þá kemur það aftur í hendi þess sem kast- ar. Þess vegna, og eins vegna hins, að Matthías er fullvax- inn maður, þá stendur hann jafnréttur eftir. og mat Ein- ars Braga á skáldskap hans skiptir hér ekki máli, slíkt er alltaf persónubundíð, þess vegna væri líka út í hött þótt ég lýsti. því yfir að ég hefði haft fullt eins mikla ánægju af að lesa Ijóð Matthíasar eins og ljóð Einars Braga, en við lestur ritdómsins vakna tvær spurningar. í fyrsta lagi: Eru ritdómar af þessu tagi lík- legir til að örva unga menn til skáldskapariðkana, og hvers eiga nýliðamir að gjalda? í öðru lagi: Er rit- dómur Einars Braga, sér í lagi þiar sem hann er að fjalla um fvrstu bók unes manns, þannig bókmennt.aþjónústa, að hún sé samboðm v’rðingu manns sem er ritstjóri víð- kunns menningarrits, auk þess sem Ei.nar Bragi er sá maður sem um árabil hefur herklæðst manna skjótast þegar vegið hefur verið að ungu skátdakynslóðinni. Einar Bragi er beinskejút- ur og ékemmíilegur ádeilú- penni, en sá tónn sem hæfir ádeiluskrifum. þar sem vörn- um verður við komið, á ekki ^ramh. á 10. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.