Þjóðviljinn - 09.04.1958, Side 7
Miðvikudagur 9. úpríl 1958 —. ÞJÓÐVILJINN — (7
I sjónleiknum nýja beinir
Agnar Þórðarson athj-gli sinni
að vandkvæðum hins reyk-
víska smáborgara á okkar
dögum — litla mannsins sem
unir ekki hlutskipti sínu, en
þráir eitthvað fullkomnara og
hærra: listsköpun og algert
frelsi. Stefán heitir hann og
tekst að verða fulltrúi í
banka, en segir upp stöðunni,
hleypur á brott frá konu og
kjörsyni, og hverfur niður í
Hafnarstræti í leit að sann-
ara, auðugra og frjálsara lífi.
En hann er engin hetja, held-
ur kvalinn af efasemdum og
samvizkubiti; honum þýðir
ekki að reyna að komast und-
an, situr rígfastur í snörunni
og getur enga björg sér veitt.
Sá er mestur ókostur leiks-
ins að söguhetja þessi er
næsta torkennileg og undar-
leg af hendi skáldsins, búin
svo andhverfum og gagn-
stæðum eiginleikum að á hana
er torvelt að tnia. Stefán
virðist gæflyndur og gegn
maður, starfshæfur og mjög
reglusamur, en er engu að
síður svo einkennilega barna-
legur og starblindur á allt
sitt umhverfi að gengur
sturlun næst. Hann er haldinn
þeirri óskiljanlegu firru að
inn lýst lítilmótiegu fólki, en
persónur „Gauksklukkunnar"
eru þó öllum öðrum auðvirði-
legri, sumar illa innrættar,
aðrar furðulega iítið gefnar.
Það er að sjálfsögðu lofsvert
og heilsusamlegt er skáld
sýna samtíðarmönnum galla
Þjóðleikhúsið:
Gauksklukkan
efthr AGNAR ÞÓRÐARSON
Leikstjóri: Lárus Pálsson
æskuvinur hans, auðnuleysing-
inn Ármann, sé frábært tón-
skáld og sannur snillingur, en
náungi þessi er alger kjáni,
ræfill og gortari og til einskis
nýtur. Stefán þráir það eitt
að þjóna undir hann og fóma
honum öllu, f jármunum, tíma,
stöðu og heimilisfriði, um það
snúast öll átök í leiknum. En
fyrir bragðið er hann í fáu
fulltrúi stéttar sinnar eða
neinnar þeirrar manngerðar
Sem við þekkjum, vandkvæði
hans snerta okkur ekki, við
fáum alls ekki þá samúð með
honum sem höfundurinn ætl-
ast til.
,,Gauksklukkan“ er í meg-
inatriðum alvarlegt leikrit
sem kallað er, en skáldið
gleymir þé alvöruhni þegar
svo ber undir, og áreiðanlega
vitandi vits. Margt af því fólki
sem fyrir augun ber á hvergi
betur heima en í ósviknum
grínleikjum, hnittilegar og
ýktar en lifandi persónur, og
um sumt svipaðar þeim sem
við höfum kynnzt í alkunnum
og vinsælum verkum Agnars,
bæði í útvarpi og á sviði. Um
sum atvikin gegnir líku máli,
og á stöku stað vitnar skáld-
ið í nýlega atburði úr bæjar-
lífinu að fornum hætti. Leik-
stjórinn fer rétta leið að mínu
viti, og lætur skopið njóta sín
sem bezt má verða, og því var
ekki ósjaldan hiegið á frum-
sýningunni á miðvikudags-
kvöldið var, þrátt fyrir sorg-
arsögu bankafulltrúans og
sálarkvalir; háð eða græsku-
laust gaman lætur Agnari
bezt, grínleikurinn er sérgrein
hans. — Oft hefur höfundur-
þeirra í spegli, en hóf samt
bezt í hverjum hlutj hér er
ekki einu sinni hlíft tengda-
föður söguhetjunnar sem þó
er látinn fyrir löngu.
Sjálft snið sjónleiksins er
athyglisvert og nýstárlegt á
íslenzkan mælikvarða, en hann
gerist á tvískiptu sviði. Fram-
sviðið er sóðaleg kaffistofa
niður við höfn, þar situr Stef-
í annan stað veldur fólkið á
knæpunni, róninn Natan og
ástandsstúlkan Finna, engu
um örlög og líf Stefáns, þau
skapa á sinn hátt hugblæinn
í leikritinu, en eru ekki
dramatísk í neinu. Og fyrir
kemur að tengslin milli svið-
anna tveggja séu í hæpnasta
lagi, þrátt fyrir mikla hug-
kvæmni leikstjórans; á einum
samskeytunum kallar kona
Stefáns nafn hans ekki sjaldn-
ar en fimmtán sinnum, svo
dæmi sé nefnt.
Ýmislegt er vel um „Gauks-
lsíukkuna“ þrátt fyrir allt,
hnittileg tilsvör, einstaka kát-
leg atvik og skarpskyggni á
bresti samtímans, og þeir
kostir munu engum á óvart
koma. Agnar Þórðarson er
sem fyr maður sins tíma, það
dylst hvergi.
Leikhúsið hefur gert „Gauks-
klukkuna“ vel úr garði. Leik-
stjórinn Lárus Pálsson hefur
sýnilega lagt mikla alúð við
starf sitt, heflað af sjónleikn-
um ýmsa agnúa, búið honum
af smekkvísi það reykvíska
andrúmsloft sem honum sæm-
ir. Sviðsmyndimar eru gerðar
af ærnum hagleik og Lothari
Herdís Þorvaldsdóttir, Kryndís Pétursdóttir, Ævar Kvaran.
án bankamaður, bíður vinar-
ins eina og þylur raunir sínar.
Á aftursviði er heimili þeirra
hjóna, og þar birtast ýmsar
myndir frá síðustu árum sögu-
hetjunnar, og em höfuðatriði
leiksins. Tvískipting þessi -
skapar tilbreytingu og hreyf- .
ingu, en virðist alls eigi
knýjandi listræn eða leikræn
nauðsyn. Allir gerast atburð-
irnir á sk"mmum tíma, og
hefði auðveldlega mátt skipa
þeim með venjulegum hætti;
*s«r«**- • *'
Grund til sóma, ltaffistofan
eins ömurleg og á verður
kosið, og vistarverur fulltrúa-
hjónanna skemmtilega ólíkar:
gamaldags leiguhúsnæði og
eigin ibúð í nýju bæjarhverfi.
Um ieikendurna get ég verið
fáorður — þeir leika allir trú-
lega og samvizkusamlega,
samtaka og jafnvígir í flestu;
sýningin ber góðan heildar-
svip. Við miklum leikafrekum
er ekki að búast, en .leikend-
urnir gerþekkja hlutyerk sín i
og umhverfi, veitist auðvelt
að lýsa hinu reykvíska hvers-
dagsfólki, Undantekning er
aðalpersónan sjálf, Stefán
bankamaður,' eins og áður er
sagt, það er ógerningur að
skapa heilsteypta mannlýs-
ingu úr slíku efni. Hélgi
Skúlason berst sánnarlega
hinni góðu'! baráttu, léikur
jafnan skýrt ög skilmérkilega,
reynir að hylja ■ þverbreatina
eftir föngum, gerir Stefán
eins geðfeldan og mannlegan
og efni standa framast til.
Hann er inni á sviðinu leikinn
á enda að heita rpá; túlkun
Helga er nýtt vitni um fjöl-
hæfni og þrótt hins unga leik-
ara.
Hlutur Herdísar Þorvalds-
dóttur er auðveldari, þótt
kona Stefáns sé að vísu ekki
heilbrigð í öllu. Hún er fram-
ar öllu smáborgaraleg, ráðrík
og eigingjörn, og þeim eigin-
leikum lýsir Herdís á eðli-
legan og lifandi hátt, og á-
gæta vel tekst hehni að túlka
yfirborðsauðmýlct hennar í
lokin. Ævar Kvaran dregur
upp hnittilega og skemmti-
lega mynd lakkrísframleiðand-
ans bróður hennar, við könn-
umst mætavel við þennan
glaðklakkalega, þriflega og
grunnfærna náunga; og vel
tekst Bryndísi Pétursdóttur að
gera konuna hans í senn
mjög laglega, hégómlega og
næstum ótrúlega hemska.
Hjú þessi eru kátbroslégustu
persónur leiksins ás'ámt
bankastjórahjónunum, Val
Gíslasyni og Önnu Guðmirids-
dóttur. Fornfálegt- útlit Vals,
látbragð og málfar hæfa
prýðilega þossum steini gerða
sérvitringi; frúin er ef til vill
of glannalega rauðliærð, en
Anna lýsir hinni hvimieiðu
manngerð af mikilli nákvæmni
og hlífir henni ekki i neinu.
Benedikt Árnason leikur
gervitónskáldið Ármann lát-
laust og skapfellilega og ýkir
favu r:, þ?5 cr écvihinn auðnu-
leysisbragur á honum, ekki
sízt í lokin. Og laglegur er
hann — ef til vill getur það
í emhverju skýrt fárániega
oftrú Stefáns á þessum manni.
Jón Aðils er róninn og ómenn-
ið Natan, og sannari fulltrúa
Hafnarstrætis mun torveit að
skapa. Hann þarf ekki annað
en birtast á knæpunni, þá er
loftið mettað; og af ásjónu
hans, klæðaburði, svipbrigðum
og orðum leggur óþef út í
salinn. Lagskona Natans er
líka eðlileg og skýr í meðför-
um Helgu Bachmann, það érj
Finna, hin hálfsturlaða á-
standsstúlka sem dregizt hef-
ur niður í svaðið, en býr þó
yfir fomum þokka. Helga leik-
ur af tilfinningu og þrótti, en
óska vil ég hinni ungu og
gáfuðu leikkonu geðfeldari
hlutverka. Gömlu konuna
tengdamóður Stefáns leikur
Amdís Bjömsdóttir látlaust
og fallega; loks er Eiríkur
Öm Amarson barnið á heim-
ilinu og gerir ótvírætt skyldu
sína.
Frá hlýjum viðt"kum leik-
gesta er áður skýrt í blöðum
og verður að nægja. — Sagt
er að stundum dotti hinn góði
Hómer, og vart mun „Gauks-
klukkan“ verða til þiess að
auka hróður Agnars Þórðar-
sonar, en ekki mun hún held-
ur í neinu skerða rótgrónar
vinsældir hans. „Agnar hefur
bæði til að bera dirfsku og
aga, hugkvæmni og kunnáttu
til að skapa leikrit“, segir dr.
Steingrímur J. Þorsteinsson í
ágætri grein í leikskrá, við
bíðum með eftirvæntingu
nýrra leikrænna verka af
hendi hans.
A. Hj.
Iþróftir
Framhald af 9. síðu
glæsileg íþrótt og að þessu
sinni dró stökkið íil sín ekki
færri en 2500—3000 áhorf-
endur.
Úrslit í stökkinn urðu:
Skarphéðinn Guðnmndsson,
Siglufirði 39,5—41,0 233,0 st
Jón Þorsteinsson
Siglufirði .35',0 -.35.5 206,2 st
Jónas Ásgeirsson
Siglufirði 35.(1 36.0 205.2 st
Sveinn Sveinssoh
Siglufirði 33.5 -34.5 202.9 st
Guðmunaur Árnason
Siglufirði 34.0 -3 ',0 200.9 st
Einar Valur Kristjánsson
Ólafsfirði 34.5—36.0 183.7 st
Norræn tvíkeppni
Eftir gönguna í kepþni þess-
ari höfðu þeir Matihías Gests-
son og Haraldur Bálsson jafn-
an stigafjölda j þeirra er til
stökkkepþninnar koinu,: Sveinn
Sveinsson hafði 7.5 stigum
rninna, en hér voru það stökk-
in sem komu Sveini að góðu
haldi, og þar hafði hann yfir-
burði.
Úrslit urðu þessi:
Sveinn Sveinsson SSS
Ganga stökk stig
231,5 226.5 458.0
Haraldur Pálsson Rvk.
Ganga stökk stig
239.9 205.1 445.0
Matthías Gesísson SRA
Ganga st.ökk stig
239.9 194,0 433.9
Sveinn Jakobsson IBK
Ganga stökk stig
180,7 189,8 370,5
í aldursflokki 17—19 ára voru
aðeins 2 í tvíkeppninni annar
úr Rpykjavík og hinn frá Siglu-
firði. Úrslit í þessurn flokki
urðu:
Bogi Nilsson Rvk.
Ganga stökk stig
229.9 211,4 441,3
Örn Herbertsson SSS
.Ganga stökk stig
239,0 184.6 423.6