Þjóðviljinn - 12.04.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.04.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 12. apríl 1958 ÍSLENZK TUNGA 6. þáttur 12. apríl 1958. Ritstjóri: Árni Böðvarsson. Stundum verður ekki hjá því komizt að taka upp útlent orð i íslenzku, en ýmislegt verður þá að hafa í huga til að vel fari. Ekki verða þó settar neinar algildar reglur um meðferð tökuorða, heldur aðeins leið- beiningar. Fyrsta og seinasta kraía sem gera verður til töku- orðs í íslenzku máli er að það sé íslenzkað að formi og beyg- ingu, það er sett í íslenzkan beygingarflokk og hljóðasam- bönd þess gerð íslenzk. Um sérnöfn, svo sem landfræði- heiti, er þó nokkuð öðríl máli að gegna, Meiri háttar landfræðiieg fyr- írbæri (borgir, heil lönd og iandshlutar, fljót og fjallgarð- ar, o.þ.h.) sem telja verður að séu nægilega þekkt hérlendis eða íslendingum merkileg er sjálfsagt að stafsetja eins og íslenzk væru og beygja þau í samræmi við það, fara með þau eins og samnöfn væru. Það verður þó að gæta þess vandlega að velja helzt þá mynd orðsins sem hefur þeg- ar unnið sér þegnrétt í tung- unni. Hins vegar tel ég ekki er mér kunnugt hvaða staður það er. Hin leiðin er svo nefnd „eystri leið“, en hún lá um Þýzkaland. Hana fór Kári Söl- mundarson. Henni má eigin- lega skipta í þrjár leiðir; píla- grímarnir fóru annaðhvort um núverandi Þýzkaland vestan- vert, Sviss og þar til Ítalíu, eða sigldu til Fríslands (Norður- sjávarstrandar Þýzkalands), eftir Rínarfljóti og þar yfir Mundíufjöll, eða í þriðja lagi um Þýzkaland austanvert, Týr- ól og Austur-Ítalíu. Við fyrstgreindu leiðina sigldu menn venjulega fyrst frá Noregi til Álaborgar (Ál- borg) í Danmörku, þaðan var tveggja daga ferð til Vébjarga (Viborg), síðan viku ferð til Heiðabæjar í Slésvík. Næstu áfangástaðir voru Ægisdyr (áin Ejder á Suður-Jótlandi), Stöðuborg (Stade í Norður- Þýzkalandi) við Saxelfi (ána Elbe), Ferðuborg (Verden), Nýjaborg (NienbUrg), Mundíu- borg (Minden), Pöddubrunn- ar (Paderborn), Meginzuborg (Mainz), eða Hábrunniborg (Hannover), Hildisheimur, rétt að íslenzka á þennan hátt Gandurheimur (óþekktir stað- heiti minni háttar borga, lands- hluta og héraða sem stjórnar- farslegra fyrirbæra, svo sem Birmingham, Aipes-Maritimes, Meeklenburg, nema svo standi á að í íslenzku sé áður til heiti þeirra, en einkum er það al- gengt í Noregi og annars stað- ,ar þar sem forfeður okkar fórU'® um. Þeir gáfu heiti á sinni tungu flestum þeim stöðum sem þéir fóru um ' eða höfðu nokkur kynni af, og stundum verða slík forn staðarnöfn fyr- ir okkur, án þess að við vit- um hvað þeir staðir heita raunverulega nú. Hér og í næstu þáttum verða nú talin nokkur slík gömul ís- lenzk landfræðiheiti, en ekki getur sú talning orðið tæmandi á neinn veg. Um s'taðarnöfn í fornum rit- um ber það að athuga að þau eiga ekki saman nema nafn- ið. Til dæmis er fjöldi slíkra nafna í riddarasögum og ævin- týrum alger tilbúningur og á ekkert skylt við veruleikann, en önnur eru reist á raunveru- iegri staðþekkingu manna. Hér verður sneitt hjá hinum fyrr- töldu. Það var í eina tíð mjög í tízku að menn gengu suður til Róms, sem svo var kallað (þá var Róm hvorugkyns, en nú kunnum við betur við að segja ,,tii Rómar“), og einstaka menn héldu ir), Friðlar (Fritzlar), til Meg- inzuborgar. Er þá fljótlega komið á höfuðstöðvar Evrópu- ráðsins, því að nú er komið til Stransborgar, en hana kalla nútímamenn Strasborg eða Strassborg. Þaðan var köiluð tveggja daga ferð til Boslara- borgar; hún heitir á nútíma- máli Basel, og er þá komið til Svisslands og Mundíufjöll (Alpafjöll) tekin við. Hælið fræga í St. Bernhardsskarði (þar sem vitrir hundar leita nú uppi villta ferðamenn, grafa þá úr fönn og hressa úr kút- um sínum) kölluðu forfeður okkar Bjaraarðs spítala. Þar litlu sunnar er Þrælaþorp og heitir nú Estrouble, segja fróð- ir menn. Næstu staðir eru Augusta (Aosta) og Jöfurey (Ivrea), Friðsæla (Vercelli), enda er þá komið suður til Ítalíu. Þama suður frá er líka Papey og kallast nú Pavia, Domnaborg (Borgo a San Domnino), Tarsborg (Borgo di val di Taro). Fjallgarðurinn fram undan er Munbarð (Ap- enínafjöll), en sunnan þess er Hangandaborg (Acquapend- en'te). Rétt áður en kemur til sjálfrar hinnar helgu borgar páfans, heitir Feginsbrekka, og hefur sjálfsagt einhver verið feginn að vera kominn svo langt og sjá þar með fyrir end- ann á suðurgöngu sinni. Mér skilst að þessi leið sem hér hefur verið vörðuð sé sú er ís- lendingar fóru fremur en aðr- ar. Leiðin um Frísland lá um Kolnisborg (Köln) til Meginzu- borgar, en leiðin um Austur- Þýzkaland lá fyrst um Líbiku (Lúbeck), síðan um Austborg (Ágsborg eða Augsborg Trentudali í Tíról og svo suð- ur á Ítalíu. Þeir sem fóru alla leið til landsins helga voru kallaðir Jórsaláfarar eða pálmarar (þeir báru pálmagrein), og var það mikil þrekraun. Á þeirri leið voru mjög forvitnileg staðanöfn, en þau verða að bíða. Tunglið, tunglið taktu mig Revía eftir Guðmund Sigurðsson og Harald Á. Sigurðsson. Fyrir þrjátíu og fimm ár- um var nýr skopleikur eða revía frumsýndur hér í bæn- um hann hét „Spánskar næt- ur“ og náði nærri ótrúlegum vinsældum. Um leiki þá sem sigldu í kjölfarið á næstu ár- um er svipað að segja, ýms- dagskvöld fyrir þéttskipuðu Sjálfstæðishúsi virðulegra, glaðværra og þakklátra áhorf- enda. „Tunglið, tunglið taktu mig“ er tilkomulítil stæling reví- anna gömlu, persónurnar heita að fornum hætti Mör- ir söngvanng. komust á hvers mundur Kálfdánarson, Tann- manns varir um land allt, veig, Bílatus og þar fram eft- enda oft ísmeygilega skemmti- ir götunum. Þær láta móðann legir og fyndnir í bezta lagi, mása, tala ósköpin öll um Guðbergur Guðjónsson (Bílatus), Hulda Emilsdóttir ('Katalína) og Sigríður Guðmundsdóttir (Volga) og enn er þess að minnast að Islendingar áttu um skeið skopleikara á heimsmæli- kvarða, Alfreð Andrésson. En dapurleg örlög biðu revíunn- ar reykvísku, fyrst kyrrstaða og síðan úrkynjun og hrörn- un, og þó hefur borgin vax- ið hröðum skrefum og leiklist eflzt og þroskazt með marg- víslegum hætti. Um afturför þessa ber leikur sá Ijóst vitni sem frumsýndur var á þriðju- „Gummi rokkur"skrifar um blöð og móðurmálið Póstsamgöngur „hafa lamazt" GUMMI ROKKUR skrifar: „Kæri Bæjarpóstur. Eg var að lesa þáttinn um íslenzkt mál og var þar minnzt á dagblöðin. Var bent á vit- leysur þær, sem oft prýða þau. Vafalaust eru margar þeirra afleiðing hraðans, sem einkennir blaðamennskuna. Þó eru margar þannig, að sú afsökun stenzt ekki. Eru þar í flokki hreinar hugsanavill- ur, vitlausar þýðingar og fleira. Eitt blað er alveg í sérflokki hvað þetta snertir. Er það Sunnudagsblað krat- anna, ég á við fylgiritið. Það er, að því er virðist, þýtt úr dönsku að mestu eða öllu alla.. 'leið til landsinsj leyti. Virðist sem þýðandinn helga. Þessar pílagrímsferðir tóku venjulega þrjú ár báðar leiðir, og var frá Norðurlönd- um einkum um 'tvær leiðir að velja, að því er talið er. Önn- ur var sú leið er Njáluhöfund- ur kallar „hjna vestri leið“, um Frakkland (Norðmandí). Um Flosa er sagt að hann fór þá leið og lagði af stað frá Hvítsborg í Skotlandi, en ekki sé ekki ofsterkur í máli þess- arar frændþjóðar okkar, frek- ar en í móðurmálinu. Setn- ingar eins og þessi: ,, . . . var dóttir eins amerísks milljóna- mærings . . . “ skreyta blaðið eins og rósir gardínuefni. Er þessi setning þó valin af handahófi, margar eru verri. Svo eru aðrar enn skemmti- legri, þær fæðast, þegar þýð- andinn skilur ekki dönskuna en þýðir samt. Eg man eftir einni sérstaklega. Hún var í spakmæladálki - og hljóðar svo: „Hámark tækninnar verður það, þegar einn róðr- arbátur verður smiðaður af öðrum“. Þetta máttu hafa sem gestaþraut’ ef þú vilt, að finna íit, hvað stóð á dönsku. Að lokum má svo geta þess, að svo virðist, sem ritstjórinn hafi komizt yfir miklar birgðir af z-um og ý-um, þau eru nefnilega tveir algengustu bóikstafirn- ir í blaðinu, eða svo gott sem. Eitt er það, ‘sem blöð gætu gert til að verða þægilegri af- lestrar. Á ég þar við, að þau breyti erlendu máli og vog í íslenzkt. Það getur gert mann gráhærðan að lesa greinar, sem mora af mílum, fetum, pundum og únsum, svo maður tali nú ekki um, þeg- ar þessar einingar eru hafnar í veldi, eins og fermílur, ten- ingsfet. Það er auðvelt verk fyrir blaðamanninn að hafa töflur yfir þetta og nota svo íslenzkt mál og vog. Af blöð- unum held ég að Vísir sé einna verstur. Það kann að stafa af því, að hann birtir mikið af greinum um tækni og vísindi. Eitt enn, og svo skal ég hætta. Það er sú reginfirra að breyta. erlendri mynt í íslenzka á skráðu gengi, í fréttum. Eg vil síður vera talinn einhver sérstakur gengislækkunarpostuli, en þegar rætt er um verð á ein- hverjum framkvæmdum er- lendis, er miklu nær að reikna erlenda mj-nt á svartamark- að verði, það gefur sannari mynd. Þakka þér svo æfin- lega, þinn vinur Gummi rokk- ur.“ — Póstsamgöngurnar virðast 'heldur betur „hafa lamazt“ síðustu vikurnar. Rétt fyrir páskana fékk ég nefnilega bréf utan af landi, og voru í því tveir botnar við fvrripartinn um Helga Sæm; en sá fyrripartur kom í póst- inum einhvern tíma á önd- verðum þorra, ef ég man rétt. Eg læt þessa botna flakka hér, þótt síðbúnir séu. Fyrripartur: Hefurðu boðið Plelga Sæm. heila köku í Ijóðum? Botnar: Sé liomim dramnadísin slæm drepur hann þig á glóðmn. Varnar lionnm velgja slæm að velja úr stökum góðum. ríkisstjórn og ráðherra, Her- mann, Eystein og alla hina, eða býsnast yfir tómum landssjóði; þulin eru upp nöfn ótal borgara, þekktra og mið- ur þekktra, en orðaflaumur þessi tíðast næsta bragðdauf- ur, þótt smellnar setningar og vel gerða orðaleiki megi finna. Sú var tíðin að þjóðin hafði mikinn áhuga og yndi af stjórnmálum, en nú er öld- in önnur þótt höfundarnir virðist hvorki vita það né skilja; viðhorf þeirra eru und- arlega gamaldags þrátt fyrir allar ferðirnar til tunglsins. Söngtextarnir eru sléttir og felldir og sýna glögglega al- kunna hagmælsku Guðmund- ar Sigurðssonar, en sízt af öllu líklegir til mikilla vin- sælda; þar er ekki fyndninni fyrir að fara og skemmtilegri lög hefði eflaust mátt finna. Baldur Hólmgeirsson (Orðu- fús) og Steinunn Bjarnadóttir (Tannveig) Um listræna viðleitni er lítt að ræða, heldur reynt að komast eins auðveldlega og ó- dýrt frá öllu og kostur er á, „allt á floti alstaðar“ gætu verið kjörorð leiksins. Svo hroðvirknisleg er sýningin að Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.