Þjóðviljinn - 24.04.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.04.1958, Blaðsíða 9
Akranes - Fram; íslandsmeistar- ar - Reykjavíkurmeistarar Fyrsti knattspyrnuleikur ársins hefst kl. í í dag — afmælisleikur Fram Eins og frá hefur verið sagt, fer fyrsti knattspymukappleik- urinn á þessu ári fram í dag á Melavellinum. Er það afmæl- isleikur Fram og keppir af- mælisbarnið við íslandsmeistar- ana frá Akranesi. Síðast mættust lið þessi í úr- slitunum á íslandsmótinu í fyrra og munaði þá einu marki, því að Akranes vann 2:1, og var það eina tap Fram á árinu í leikjum við innlend lið. Leikurinn hefst kl. 5 í dag. Síðai’ í vor er ætlunin að efná til léikja í öllum flokkum Fram við ýms önnur félög, en félagið sendir hvorki meira né minna en 11 flokka í mótin í sumar. Fram minntist 50 ára afmæl- is síns með veglegu hófi 8. marz, en sjálfur afmælisdagur- inn er 1. maí. Flutti Brynjólfur Jóhannesson aðalræðuna fyrir minni félagsins. Þá voru ýmsir félagsmenn heiðraðir. Lúðvík Þorgeirsson var gerður að heið- ursfélaga, og alls hafa þá heið- ursfélagar Fram orðið 9. Auk þess voru 4 menn sæmd- ir gullmerki félagsins, þeir Jón Jónsson, Jón Guðjónsson, Karl Guðmundsson og Sigurður E. Jónsson. Minnst var stofnunar hand- knattleiksdeildarinnar (hún var stofnuð 1944) og fengu fjórar konur silfurmerki félagsins: þær Guðný Þórðardóttir, Anny Ástráðsdóttir, Erla Sigurðar- dóttir og Ólína Jónsdóttir. Fulltrúar ýmissa heildarsam- taka innan íþróttahreyfingar- innar fluttu kveðjur: forseti ÍSÍ, formenn KSÍ, HSÍ og KRR, sem einnig afhentu fána sína. Formaður ÍBR, Gisii Hall- dórssson, afhenti félaginu frá bandalaginu, bikar sem keppa á um innan félagsins í hand- knattleik. Þráinn Sigurðsson afhenti fagra styttu og er ætlazt til þess að það félag fái hana sem fær flest stig útúr öllum flokkum samaniagt. Vinnst gripurinn eftir 3 ár í röð eða 5 ár alls. Borgarstjórinn í Reykjavík, Gunnar Thoroddsen, fhitti ræðu og skýrði frá því að fé- laginu hefði verið úthlutað at- hafnasvæði fyrir velli og önnur íþróttamannvirki og væri landið í Kringlumýri við Miklubraut. Lúðvík Þorgeirsson tilkynnti að eldri félagar hefðu gengizt fyrir fjársöfnun og væri ætlun- in að fé þetta gengi til fram- kvæmda á hinu nýja svæði fé- lagsins, en upphæðin var um 50 þús. Þá má geta þess að Fram fær danska gesti hingað 26. júní í sumar. Eru það annar flokkur frá Roskilde Boldklub 1906, en það félag tók á móti Fram í Danmörku 1956. Verður það lið hér til 5. júlí. j Fram fær svo aðra heimsókn 10. júlí, úrvalslið frá Sjálandi, og leikur það 4 leiki. Það lið fer héðan 20. júlí, en þá slæst meistaraflokkur Fram með í förina og verða þeir gestir Knattspyrnusambands Sjálands og leika þar 3 leiki, við Köge, Næstved og Helsingör, en uppi- ' staðan í því liði sem kemur hingað verður úr þeim liðum. GleMlegt siimar! Æskulýðsfylkingin Sameiningarflokkur alþýðu, Sósíalistaflokkurinn Sósíalistafélag Reykfavíkur Kvenfélag sósíalista Siiisiar Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík Gleðilegt si®siiar! Lakk- og málningarverk'smiðjan Harpa h.f. Rheinmetal! Framhald af 7. síðu RheinmefaU eru búnir að fá nóg af vopnasmíðum og hern- aði. Fyrirtækið. í Sömmerda er rneðal stærstu skrifstofuvéla- verksmiðja i, Evrópu. Fram- leiðslan er seld til tuga landa, í höndum verkafólksins og i birgðageymslúm getur að líta ritvélar handa fslendingum með ð og þ í. leturborðum, aðr- ar með kírilsku stafrofi ætl- aðar Rússuni, Búlgörum og Serb- um, enn aðrar með sértyrkn- eskum leturtáknum, og svo framvegis. Samkeppnin á rit- vélamarkaðinum er hörð, eink- um við fyrirtæki í Sviss, Sví- þjóð, Bandaríkjunum og á Ítalíu, og sífellt er vei’ið að endurbæta framleiðsluná. í framleiðslu reiknivéla eru meiri skilyrði fyrir fjölbreytni og þar hefur Rheinme'tall náð miklum árangri. f Sömmerdá eru framleiddar fjölmargar gerðir reiknivéla, þær stærstú sjálfvirkar faktúruvólar. Eftir- spurnin eftjr.þeim er Svo mik- il að framleiðslan er upppönt- uð langt frarn í tímann. M.T.Ó. Bæjarpósturinn Framhald af 4. síðu að gefa Sumargjafir, og um það segir svo í gamalli vísu: „Á sumardaginn fyrsta var mér gefin kista, traf og klútur og fallegur hrútur“. ÞAÐ ER stundum talað um að fólk sé í sólskinsskapi, og merkir það að vel liggi á fólki, það sé í léttu skapi. Ætli þetta sé ekki dregið af því, að fólk sé yfirleitt í léttara og betra skapi í sólskini heldur en í rigningu eða dimmviðri? Sömu- leiðis er talað um, að fólk sé í þungu skapi, jafnvel í myrku • skapi. Ætli sálfræðingar og heimspekingar hafi annars nokkurntíma rannsakað gaurn- gæfilega, hvaða áhrif veðurfar- ið hefur á skapgerð fólks, eða hvort það hefur nokkur áhrif á hana? Eitthvað á þessa leið hugsaði ég á mánudaginn, þeg- ar ég var á leið heim úr vinn- unni, hundblautur og í hræði- legu skapi. Eg veit auðvitað ekki, hvort skapsmunir ykkar eru á nokkurn hátt háðir tíð- arfarinu, en minna eigin skaps- muna vegna ætla ég að leyfa mér að vona, að þetfa sumar verði sólríkt og gctt sumar, veðurfarslega séð. Og að svo mæltu tekur Pósturinn undir þá ósk, sem hvarvetna er bor- in fram í dag, og býður ykk- ur öllum GLEÐILEGT SUMAR. Fimmtudagur 24. apríl 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (gf Gleðilegt snmar! Sindri Gleðiiegt sumai*! Brunabótafélag íslands Gleðllegt sumar! S. Árnason & Co. Gleðilegt sumar! Radíó-verkstœði Vilbergs og Þorsterns, Laugavegi 72. Gleðilegt sumar! Sláturfélag Suðurlands, Skúlagötu 20. Matardeildin, Hafnarstrœti 5 Matarbúðin, Laugaveg 42 Kjötbúðin, Grettisgötu 64 Kjötbúðin, Skólavörðustíg 22 Kjötbúð Vesturbœjar Kjötbúð Austurbœjar Kjötbúðin, Brekkulæk 1. Gleðilegt sumar! Happdrœtti DAS Gleðilegt sumstr! Bókabúð Máls og menningar GleðilegÉ sumar! Bifreiðastöðin Bœjarleiðir GleðilegÉ sumar! Prentsmiðja Þjóðviljans SíðasS va»,si Ikiaiíes ílú) Hv©r vinnur núna? — ? B1 M — Í9SS Fyrstí feappíeikir ktsms I dag klukkan 5 eítir hádegi heísí afmælisleikur félagsins á Melavellinum. — ÞÁ LEIKA: '■y-Ufér.>S F ( Reylijavíku nneistarar ) Dómari: Haukur Qskarsson Línuverð’ir: Einar Hjartarson og Grétar Norðfjörö. Miðasala hefst kl. 3 e.h. Verð: Stúka 35.00 kr. Sæti 25.00 kr. Stæði 20.00 — Börn 3.00 — Þetfa verð'ur skemmtílegur leikur og spenn- andi keppni. A K R A N E (Islanclsmai starar)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.