Þjóðviljinn - 08.05.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.05.1958, Blaðsíða 4
I) ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 8. mai 1958 ÆSK.ULYÐS Hitstjórn: -Loftur Guttormsson (áb), Hörður Bergmann og Sigurjón Jóhannsson, Hvert á að fara? Nokkur orð um ferðir og ferðalög Bílar, bílar Það hefur verið mikið um góðviðrasama frídaga undan- farið. Sá tími nálgast að. menn fer að langa til að bregða sér úr bœnum um helgai ,, ,og - sumarleyfi ekki. ýkjalangt undan með lengri og skemmri ferðum innan- iands og utan. Nú er víst hvert ár metár um utanlandsferðir, og ekki nema gott um það að segja. Aftur á mcti er gpurnjng, hvort ísienzkir ferðalangar leita ekki oft langt yfir skámmt. Að m'su höfum við ekki bjór eoa hvítvín í mjólk- ur stað jsé kvenfól’r. útí búð- argluggum eins og tíðkast ku í útlöndum, ert ætii allir þeir sem gána eftir nöfnum eins og Ka.prí og Rívera hafi lit- ið . þá staði íslenzka, scm indælast er að sækja heim um. sumur. Ot.þr'i cr eðlileg á afekekktu eylnndi, c:i þó ekki fyrr en rcenn hafa kynnzt því, sem hér er að hafa. Þess gætir oft, þegar fólk bollaleggur um surnarleyfi og ferðal"g, að því finnst það ,,ekki .komast neitt“ af því það eigi ekki bíl. Þetta er furðuleg bábilja. Allir vita að ekki er til leiðinlegra né and- lausara uppátæki en ferðalag, sem ekkí er annað en akstur i bíl og skiptir þá ekki máli hvernig bíllinn er. Að horfa á fja.ll eða fo.-s gegnum bíl- rúðu mætti líkja við það að tala við kærustuna í sima — kannski hetra en ekkert. Því skemmri tíma, sem ekið er í bíl, þeim mun akemmtilegra ferðalag. Það er mikill mis- minna og ódýrara að ferðast en í eigin bíl. Það getur ver- ið ágætt að eiga bíl til að fara á í vinnuna, eða til að bjástra við í tómstundum fyr- ir þá sem gaman hafa af slíku, en til að ferðast í — nei takk. Langar og leiðin- legar leiðir Önnur algeng firra er, að ekkert sé varið í að ferðast innanlands, nema farið sé yf- ir landið þvert eða endilangt, rétt eins og ekki sé annar skógur en Hallormsstaðaskóg- ur, né annað vatn en Mývatn. Að vísu eru þetta indælir staðir en óþarfi fyrir þá, sem njóta vilja náttúrufegurðar á íslandi að sitja heima, þótt ekki komist þeir þangað. Á Suðvesturlandi er fjöldi vatna og skógarlunda, sem jafngott er að dvelja við og þá frægu staði. Einnig er algengt að heyra, Nú fer menn að langa úr bænum um helgar og tími til kominn að fara að hugsa um hvernig eyða eigi sumarleyfinu. skilningur að halda að menn þurfi að eiga slíkt tæki til að geta farið góða sumarleyfis- ferð eða skroppið úr bænum um helgar. Áætlunarbílar ganga um flestar þær leiðir, sem menn fýsir að aka og með þeim er bæði áhyggju- ;>>r /*•- ( t ' Fjallgöngur oru erfíði sem borgar sig. ef menn langar að fara eitt- hvað út úr bænum einn dag eða dagsstund, að þeim dett- ur ekki annar möguleiki í hug en Gullfoss og Geysir, éða hringferðin austur fyrir f jall, einhverjar margþvældustu og. . leiðinlegustu leiðir, sem hægt er að fara á Suðurlandi. Hví að þeysa austur fyrir fjall hvað eftir annað, þegar hægt er að taka sér far með stræt- isvagni að engu síðri stöðum í nágrenni Reykjavíkur? Skemmtilegir staðir við bæjardyrnar Það getur verið mjög skemmtileg tiibreyting í að taka sér far með Hafnarfjarð- arVagninum og labba út á Álftanes eða upp með Vífils- felli. Staðir eins og Heiðmörk eru að vísu nokkuð heimsótt- ír en aðrir undarlega lítið. Meðal þeirrá ér svæðið austur af Kaldárseli. Á því svæði er einn fegursti staður á Suð- vesturlandi, Helgadalur, tæpa 20 km frá Reykjavík. Skammt austur af honuin er Valból, frumlegt sæluhús sem Far- fuglar hafa byggt í helli. Það- • an er tilvalið að fara i göngu- •ferðir á Valhnúka, Helgafell eða Húsfell. Ennþá fegurra er á svæðinu norður af sæluhús- inu, en þar er sérkennileg gos- sprunga, Búrfellsgjá, og skemmtilegar líamramyndanir. Állmargir eril nú farnir ð aka Krístlvíkurveginn, þegar vel viðrar, og hrífast af út- sýninu að svo miklu leyti sem það er hægt gegmun bílrúðu. Færri leggja leið sína út af veginum þótt þar séu ýmsir fagrir staðir svo sem hvamm- arnir og kjarrið vestur af veg- inum, þar sem gróna hraunið byrjar, Fjallið eina vestur af Vatnsskarði, þar sem vegur- inn beygir ofan að Kleifar- vatni, Trölladyngja og Græna- • dyngja, sem blasa við vest- ur af því, jarðhitasvæðin og eyðijörðin Vigdísaivellir þar suður af. Þangað má líka komast með því að ganga yfir Sveifluháls, en uppi á honum er fjölbreytilegt landslag, tindar, hnúkar og dalverpi með tjörnum. Aðra skemmti- lega en lengri og erfiðari leið að þessum stöðum er hægt að fara frá Reykjanesveginiun með því að halda með hraun- jaðrinum, ganga á Keili yfir Höskuldsvelli og á dyngjum- ar. Á alla þessa staði og marga fleiri í næsta nágrenni Reykjavíkur er auðvelt og ó- dýrt að komast, en allt of fáir hafa uppgötvað þá. Far- fuglar og Ferðafélagið hafa unnið gott starf við að kynna þá, en þó mun það rera að miklu leyti saraa fólkið, sem heimsækir þá ár eftir ár. En þeir geta tekið á móti miklu fleirum og bíða rólegir, ef þú vilt koma einhvern tíma í sumar. H.B. Bréf um vorprófin Æskulýðssíðunni hefur bor- izt bréf frá skólanemanda, sem ekki vill láta nafns síns getið og fjallar það um próf og próflestur. Síðan tekur enga .afstöðu. til þeirrar hug- myndar, sem bréfritari setur fram en telur sér skylt að koma þeim á framfæri. Bréfið er á þessa leið: „Enda þótt skólanemendur sem slíldr ihafi við mörig vp.ndamál að stríða, er eitt sém mér þykir bera hæst eftir 10 ára námsféril og það er sú staðreynd, sem blasir við að ætlazt er til að nemend- ur taki mest á þegar sól er hæst á lofti. Þegar sól fer að hækka hyrjar lokasprettur og ,,panik“ í skólunum og svo einn góðviðrisdag í byrj- un maí er maður kominn í upplestrarfrí með bókastafl- ann dottandi á borðinu og prófin yfir höfði sér. Og sólin brosir að þessum vesa- lingi gegnum gluggann. Vorin eru sá óhentugasti tími, sem hugsazt getur til próflesturs. Gróskan og góð- viðrið draga athyglina til sín, og eru dæmi þess að þetta hafi riðið samvizkusömum nemendum að fullu. Aftur á móti er eðlilegt að skólaári Ijúki með prófum og hér lýkur skólaárinu venju- lega í maí. Mér er sagt að Danir hafi leyst þennan vanda með þvi að láta skólaárinu Ijúka í marz og hfífa prófin þá. Síðan hefst nýtt skólaár og er þá kennt fram á sumar farið í sumarleyfi og byrjað svo aftur að hausti. Eg tel að þetta væri mjög athugandi fyrir okkur. Láta skólaárið byrja í apríl og halda áfram út maí, hafa síð- an sumarleyfi, taka þráðinn síðan aftur upp í október og hafa lokaurófin í marz. Að vísu hefur þetta vanda- mál í för með sér, þráðurinn siitnar yfir sumarið og hætt er við að lítið verði úr lestri vormánuðina, en ég held að þetta sé þó mun hetra en það sem við búum við núna“. ÆSKULÝÐSSlÐAN hvet- ur íesknfólk til að sentla bréf eða greinar um störf síu og áhugamál. — Efni sent síðunni sentlist Þjóð- viljanusn, Skólavörðustíg 19, merkt: Æskulýðssiðan. Afnám áfenals- veitínga ríkisins Framhald af 3. síðu. Jónson, stendur ekki að þessu áliti. Björn Ólafsson hafði fram- sögu fyrir meirihluta nefndar- innar, en að ræðu lians lokinni tók einn flutningsmanna, Al- freð Gíslason, til máls. Kvaðst hann vera hræddur um að meirihluti allsherjarnefndar hafi ekki gert sér ljóst hvað fyrir flutningsmönnum tillög- unnar vekt.i, en tilgangurinn með flutningi hennar væri fyrst og fremst sá að gefa gott for- dæmi í áfengismálunum. Minnt- ist ræðumaður á ummæli, sem Krústjoff forsætisi’áðherra Sov- étrikjanna viðhafði fyrir nokkm í ræðu um drykkjuskap og drykkjutíizku þar í landi og gat einnig greinar, sem eitt Reykja- víkurblaðanna birti nýlega um áfengisvandamálið í Bandaríkj- unum. Það væri snmeíginleg skoðun austanhafs sem vestan, að berjast yrði gegn drykkju- tízkunni af krafti. Einhver að- ili yrði að ríða á vaðið og færi bezt á bví að það gcrðu ráðamenn þjóðarinnar með sam- bvkkt t.illögunnar. Er Alfreð Gíslason hafði lokio ræðu sinni var liinn venju- legi fundatími þings liðtnn og frekari umræðum því frestað. ÚfbreiBJS ÞjóBviíjann SKEMMTUN halda vinafélög alþýðuríkjanna í Tjarnarkaffi föstudagskvöldið 9. maí kl. 8.30. Fjölbreytfc skemmtiskrá. Hapiidrætti lun listmuni. Dans. Hijómsvíáfc Gunnars Ormslev. SkeitimtÍReíndiii.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.