Þjóðviljinn - 23.05.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.05.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 23. maí 1958 Þjóðviliinn Útgefandl: Sameinlngarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurtnn. — Ritstjórar Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. - Préttaritstjóri: Jón Bjamason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- lngastjórl: OuSgeír Magnússon. — Ritstjórn, afgrelðsla, auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustig 19. - Sími: 17-500 (5 linur). - Áskriftarverð kr. 25 6 mán. 1 Reykjavík og nágrennl: kr. 22 annarsst. - Lausasöluverð kr. 1.50. Prent8mlðja Þjóðviljans. V Um hvað er deilt? U ndanfarna daga hafa mikil átök verið innan ríkis- stjómarinnar og milli stjóm- málaflokkanna allra um land- helgismálið. Það var sem kunn- ugt er fastmælum bundið inn- an ríkisstjórnarinnar og form- lega staðfest að ný reglugerð um stækkun landhelginnar í 12 mílur skyldi gefin út, „þeg- ar að Genfarráðstefnunni lok- inni“ og nánar var tíminn til- kynntur í orðsendingu frá Her- manni Jónassyni forsætisráð- herra, sem hann samdi með vitund og samþykki Alþýðu- flokksins, en þar var tekið fram að þeir flokkar teldu ekk- ert því til fyrirstöðu að reglu- gerðin yrði gefin út 10.—20. maí. Það er sem kunnugt er sjávarútvegsmálaráðherra einn sem hefur stjómlagalegt vald til að gefa út nýja reglugerð, og s.l. laugardag tilkynnti hann hinum stjórnarflokkunum að hann teldi óhjákvæmilegt að reglugerðin yrði gefin út ekki síðar en 20. maí, í samræmi við fyrri fyrirheit um það efni. Síðan má heita að verið hafi stöðug átök og látlausar við- ræður um hina nýju reglugerð s j ávarútvegsmálaráðherr a, stundum bæði nótt og dag. ¥vótt sjávárútvegsmálaráð- herra hafi stjórnlagalegt vald til þess að birta reglu- gerðina upp á sitt eindæmi, skiptir að sjálfsögðu miklu máli að unnt sé að tryggja sem algerasta samstöðu um hana. Landhelgismálið er þvílíkt stór- mál, eitthvert örlagaríkasta mál sem fyrir íslenzku þjóðinni hefur legið, að þar verður að tryggja sem bezta samheldni þjóðarinnar allrar, helzt algera samstöðu stjórnmálaflokkanna. Þess hefur nú verið freistað til hins ýtrasta undanfama daga og nætur — og þótt hart sé að þurfa að segja það hefur það reynzt mun torsóttara en al- menningur gerði sér í hugar- lund, en einhugur þjóðarinnar er alger. Það hefur jafnvel ver- ið um það talað að stjórnar- samstarfið myndi rofna, vissir aðiiar neituðu að starfa áfram í ríkisstjórninni ef hún stæði við það fyrirheit sitt að gefa út reglugerð um stækkun fisk- veiðilandhelginnar í 12 mílur! Segir A!þýðublaðið í gær: „Er talin ríkja alger óvissa um framtíð stjórnarsamstarfsins" — af þessum ástæðum; þannig er hljóðið í þeim herbúðum. Þótt ekki hafi verið nákvæm- lega frá því skýrt veit öll þjóðin hvað hikinu veldur. Þegar Guðmundur í. Guð- mundsson mætti á fundi utan- ríkisráðherra Atlanzhafsbanda- lagsríkjanna í upphafi þessa mánaðar, var landhelgismálið tekið á dagskrá þar af Bretum. Öllum erlendum fréttariturum Minningarorð Guðmundur Ólafsson fyrrver- andi kennari á Laugarvatni ber saman um að á þeirri sam- kundu hafi geysilegt kapp ver- ið lagt á það að beygja íslend- inga, og hafi þar lagzt á eitt utanríkisráðherrar Breta, Frakka, Vesturþjóðverja, Bandaríkjamanna og fleiri, auk þess sem Spaak, framkvæmda- stjóri bandalagsins kom við sögu. Að þeim fundi loknum fór skrifstofustjóri Guðmund- ar, Hendrik Sv. Bjömsson, til Parísar og hefur síðan dvalizt í aðalstöðvum Atlanzhafs- bandalagsins. Það er ekkert leyndarmál að allan tímann síðan hefur hvers tækifæris verið neytt til þess að beygja íslenzka stjómmá'famenn og einskis svifizt í þvf efni. Hafa Bretar skýrt opinberlega frá því að þeir vilji fá íslendinga til að taka upp samningamakk um málið við þær þjóðir Atl- anzhafsbandalagsins sem hags- muna eiga að gæta á fiskimið- um fslendinga, og mun mikil á- herzla hafa verið lögð á þá til- lögu af bandalagsríkjunum öll- um. Jafnframt hafa þau efnis- atriði komið fram að tryggja þurfi hinum erlendu togurum aðstöðu til þess að veiða áfram í íslenzkri landhelgi, þótt lánd- helgin verði stækkuð í orði kveðnu — og hafa þau undur gerzt, eins og áður hefur verið getið hér í blaðinu. að íslenz.k- ir menn hafa orðið tíl þess að mæla með svo 1 smánarlegri uppgjöf. jketta eru þau atriði sem um *■ er deilt: duga eða drepast, þora að vera íslendrngur eða svigna fyrir erlendum hótun- um. Allar frásagnir Morgun- blaðsins og Alþýðublaðsins um það að deilt sé um efnisatriði reglugerðarinnar, grunnlínur, aðstöðu íslenzku togaranna, gildistöku og annað slíkt eru uppspuni frá rótum. Ef menn vilja stækka landhelgina nú í 12 mílur er hægt að ná sam- komulagi um öll slík atriði unisvifalaust. En á þeim vilja hefur staðið. Ólafur Thors, for- maður Sjálfstæðisflokksins, hefur meira að segja lýst yfir því formlega fyrir hönd flokks síns að hann sé á móti því að landhelgisreglugerð um stækk- un Iandhelginnar í 12 mílur sé gefin út nú; liann vilji taka upp sanvninga um lífshagsmuni íslendinga vtð erlend ríki umí> óákveðinn tíma. Þar með hefur Sjálfstæðisflokkurinn snúizt beint gegn brýnustu hagsmun- um þjóðar sinnar; hann hefur1 enn einu sinni tekið erlenda hagsmuni fram yfir þjóðarhag. Og þegar þetta er skrifað hafði Alþýðuflokkurinn enn ekki fengizt til þess að ákvcða að landhelgismálið yrði afgreitt í samræmi við hagsmuni íslend- inga einna, án samninga við er- lend ríki og erlenda togaraeig- endur sem hafa hag af að arð- ræna okkur. Guðmundur Ólafsson, fyrr- verar(di kennari á Laugar- vatni, andaðist 16. maí síðast- liðinn á Sjúkrahúsi Akraness eftir langvarandi veikindi. Hann var Þingeyingur að ætt og uppruna, fæddur að Fjósatungu í Fnjóskadal 11. febrúar 1885. Snemma bar á gáfum og námfýsi þessa unga sveins. Hann brýzt til náms af litlum efnum, en miklum dugnaði og lauk gagnfræða- prófi frá Akureyrarskóla 1904. 1 nemendahópnum þar var margt úrvalsmanna, sem flestir áttu eftir að koma mikið við sögu síðar meir. Það er eftirtektarvert, að margir okkar kunnust skóla- manna og kennara voru þar við nám, s.s. Jónas frá Hriflu, Snorri Sigfússon og Þorsteinn M. Jónsson. Hugur í^-Guðmundar mun fljótt ímfa hneigzt til kennslustarfa. Kjör kenaara á þeim tíiaum voru ákaflega bág, og þeir sem lögðu stund á kennslu gerðu það án efa meir vegna starfsins sjálfs, en þeirra launa, sem það veitti. Guðmundur kenndi heima í sveit sinni nokkur ár, fór svo í Kennaraskólann og tók þar kennarapróf 1910. Næsta áratug á eftir var hann ýmist við kennslu eða búskap í átthögum sínum. Árið 1920 'kom hann að Barnaskólanum á Akranesi og var þar L átta ár, en 1928, þegar Héraðsskólinn á Laug- arvatni rar stofnaður, réðst hann þan^að sem kennari og starfaði óslitið við þann skóla í 27 ár, er hann lét af störf- um 1955 : sökum aldurs. Þetta er í stórum dráttum ramminn um ævi þessa manns, Kennslan var aðallífsstarf hans, og hann stundaði hana í hartnær hálfa öld. Hann er þvi orðinn nokkuð stór hópur- inn, sem Guðmundur hefur haft undir höndum all- an þennan tíma. Hann var frábærlega vinsæll kennari, en það er ávallt vegna einhverra verðleika, enda var Guðmund- ur óvenju mannkostamaður. Hann var hlýr og glaður í viðmóti, prúður í framkomu, fremur seintekinn, en tröil tryggur vinum sínum og reyndist þeim trúr. Guðmund- ur var ekki einn þeirra manna sem vildi sýnast, allt prjál og tíldur lá honum viðsfjarri. Aðalkennslugreinar hans á Laugarvatni voru náttúru- fræði, enska og íslenzka. Var hann mjög vel að sér og rnikið lesinn, einkum var nátt- úrufræði yndi hans, aðallega þó grasáfræði, og naut sín þar vel hin frjóa eftirtektargáfa hans og gérhygli. Kenhslu sína kryddaði Guðmundur gamansemi, kennslan mátti ekki vera Ieiðinleg. Það hef- ur sagt mér gamall nemandi hans, áð ávalt hafi verið hlakkað til að fara í setninga. fræði til Guðmundar. Su náms. grein þykir allra námsgreina þurrust, en Guðmundur gæddi hana lifi. Það sem einkenndi manninn hvað mest var iðjusemi. Hon- um féll aldrei verk úr hendi. Honum var nautn í vinnunni, og hún veitti honum blessun sína. Bókband fékkst hann töluvert við og náði góðum árangri. Hann hafði mikla á- nægju af ættfræðiathugunum og samdi ættai-t.ölur. Guð- mundur var prýðilega hág- mæltur, og voru vísur hans í léttum tón og vöktu kátínu. Árið 1912 kvæntist Guðm. eftirlifandi konu sinni, Ólöfu Sigurðardóttur, Skaftfellingi að ætt, greindri konu og dug- mikilli, sem reyndist manni sínum örugg stoð á lífsleið- inni. Sú braut var ekki alltaf létt og greiðfær, að minnsta. kosti fyrstu árin. Þau hjón eignuðust fimm mannvænleg böm, sem öll eru uppkominn og búin að stofna heimili. Þau eru: Ólafur lögrégíu- þjónn Reykjavík, Guðný hús- frú Akranesi, Sigurður lög- regluþjónn Akranesi, Guð- björg gift í Bandaríkjunum, Karl verkfræðmgur, Reykja- vik, Bjöm klæðskeri Reykja- vík og Ingólfur kennari, við háskólanám erlendis. Árið 1955 fluttu þau hjon á Akranes og bjó Ölöf manni sínum þar vistlegt og indælt heimili í skjóli dóttúr þéirra. Vinir hans fögnuðu því, að hann ætti rólega og notalega daga í vændum eftir langt starf, og hann gæti þá sinnt ýmsum hugðarefmim sínum. En sú von féftk ektíi að ræt- ast. Eg kynritisi: Guðtóundi all-náið einn vétur austur á Laugarvatni og á honum margt að þakka, sem ég fæ vist aldrei fulllaunað. Eg þakka þér, góði vinur, tryggð og vináttu við mig og mitt fólk. Og ég veit. að hinn sí- ungi andi þinn Hfir áfram og starfar um guðs geima. Biart er yfir minningu góðs drengs. Jón Gunnlaugsson, VeizluhöfSing jar og skatf ¥ Tm þetta hefur verið deilt og D þetta eitt. Af hálfu Alþýðu- bandalagsins hefur ekki staðið á samkomulagi um nokkurt efnisatriði innan þess ramma að landhelgin yrði stækkuð upp í 12 mílur undanbragða- laust og undanþágulaust, að því er erlenda aðila snertir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur al- gerlega neitað að styðja slíka stækkun, og Alþýðuflokkurinn hefur ekki enn fengizt til að fallast á hana. í Tímanum ,17, þ.m. er m.a. fréttisem .sýnir, að ekki er íslendingum með öllu horf- in fom höfóingslund, þrátt , fyrir ofurlítið ^rf jðan efna- hag. r ;v. , , í téðu blaði er sem sagt frá því skýrt að, einum og sama útlendingahópnum, ítem tilsvarandi persónum íslenzk- um, hafi verið haldnar þrjár ,veizlur sama daginn. Fyrst af deild sambands þeiima sam- taka, er hér um ræðir. Það ; hóf var um, .hádegisbil. KI. 4 e.h., eða á að gizka tveim klst. eftir að því fyrsta lauk, var Iialdið í næsta hóf. Var það að Bessastöðum hjá forseta, og sennilega staðið yfir drjúga stund. Svo þetta sama kvöld voru hinir sömu gestir boðnir enn til dýrð- legrar veizlu að Hótel Borg, og nú í boði forsætisráðherra. Tíminn gat og þess, að er- lendir gestir muni vera á annað hundrað, en. tala ís- lenzkra veizlugesta ekki uppi látin. Sagt var þó frá þvi, að ekki hefði dugað minna en tvö veizluhús til hófsins. Þessar þrjár veizlur voru aðeins hinn fyrsta dag móts- ins, sem kvað standa nokkra ^ daga. En sem auðsætt má vera, hæfir illa íslenzkri höfð- ingslund að lina á um veizlu- höld, eftir því sem á mótið Iíður, heldur mætti hins vænta, að hinir miklu veizlu- bjóðendur muni ekki una færri hófum á dag en t. d. fimm, er að lokum líður. Finnst okkur bændum hér úti á landsbyggðinni mikið til um þvílíka rausn og því- líka smekkvísi, ekki sízt, er veizlubjóðendur neita sér — eins og viðbúið er, — um þá ánægju að greiða kostnaðinn. við þetta lítilræði sjálfir, held- ur gera okkur einskonar heið- ursþátttakendur hófanna, þótt f jarstaddir værum, með því að lofa okkur, alþýðufólkinu, að borga brúsann. * — Vitanlega ber ekki að skilja þetta svo, að nokkrum detti annað i hug en að taka fyllilega sómasamlega á móti gestum. Bóndi. Nú fer sumartími í hönd og þar með heimsóknartámi margvíslegra gesta. Og haldi veizluhöld hins opinbera svo fram sem horfir, og aukist fremur, sem framþróun öll, lofar byrjun þessi góðu. Hitt þætti okkur, almenn- ingi, hinum óbeinu þátttak- endum, ofurlítið fróðlegt að vita — svona áður en reikn- ingunum er jafnað niður á okkur, hvað svona dýrðar- dagar muni kosta. Eg veit að Tíminn upplýsir þetta á næstunili. En á meðan þessu heldur fram, er efnahagurinn ekki alveg á kúpunni. 1 Auglýsið í Þjóðvíl janum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.