Þjóðviljinn - 23.05.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.05.1958, Blaðsíða 9
Föstudagur 23. mai J9&S ÞJÓÐVILJINN (9 Reykiðvíkunuólið: KR si«;raði Þrótt 1:0 o O’Brien varpar u 18,68 m • tírslit áttunda leiksins í Béykjavikurmótinu munu hafa ■orðið nokkuð öðruvísi en búizt var víð. Munu menn hafa reikn- . að með að KR myndi vinna með miklum markamun. Svo varð |)ó ekki og það einkenni- lega skeði að úrslit hefðu eins getað orðið jafntefli, því að Þróttur fékk ví.taspyrnu á KR en skotið fór í slá og út aft- tjr og stóðu leikar þá 0:0. Mark KR hefði heldur ekki þurft að koma, en það var eftir hornspymu, og skoraði Jón Sigurðsson það. KR hélt uppi sókn á vallar- helmingi Þróttar mikínn hluta leiksins en það var eins og allt færi í strapd þegar komið var upp að vítateig. Allt lok- aðist og þröng varð of mikil til þess að KR-íngar fengju mokkuð að gert, og þau skot Eem komu varði Alexander vel iOg hefðí ef til vill átt að verja markið -líka, sem KR-ingar Ékoruðu. Þróttur gerði við og við á- Ihlaup sem ekki voru sériega hættuleg, og þó kom fyrír að þurð skali nærri hælum. Yfir- leitt var þetta varnarleikur hjá Þrótti, sem tókst þó það vel að það setti KR útaf lag- Inu. Náðu KRingar yfirleitt lé- legum leik á borð við það sem þei-r hafa sýnt áður. Ðómarar o«f línuverðir i vikuiuú í lið KR vantaði Gunnar Guðmannsson og munaði það sennilega meiru en menn grtm- ar. Knattspyrnulega séð var þetta enginn stórleikur, en úr- slit hans komu á óvart. Dómari var Guðmundur Sig'- urðsson. Á móti sem haldið var ný- Jega í. Fresno í Bandarikjun- um varpaði O’Brien kiilu 18.68 m, sem er 'bezti árangur sem náðzt hefur í heiminum í ár. BÍÖkkum'aðurinn Roy Norton vann 19;- sigur sinn. í ár með því að vinna 100 jarda hlaupið á 9.4 sek. Langstökk- ið vann 19 ára piltur og stökk 7.85 m. Hann heitir Bill Jack- son. CharJes Dumas vann há- stökkið, 2.05 m. Grikkinn Roubanos sem tók þátt í móti þessu stökk á stöng '4.58 sem er bezti árangur Ev- rópumanns. Hluniiindamenn og <a 22. inal Melavöllur. Kl. 20.30 meistaraflokkur Valur—Fram. Dómari Halldór Sigurðsson. Dínuverður Haraldur Gíslason og Hörður Óskarsson. 27. maí. Háskólavöllur kl 20. 2. flokkur KR — Fram. Ðómari Frímann Helgason. linuverðir: Sigurður Helgason og Sigmundur Eiriksson. 27. maí. Há.skólavöllur kl. 21. '2. flokkur Valur — Þróttur. Dómari Sigurgeir Guðmanns- son. Línuverðir Baldvin Ái*sæls- son og Friðbiörn Guðmundsson. 29. maí. Melavöllur kl. 20.30. Meistaraflokkui’ KR — Valur. Dómari Þorlákur Þórðarsson. Dínuverðir: Biami Jensson og Valur Benediktsson. Dómarar! Vinsamlega tilknn- ' iS forföll eigi síðar en tveim dögum fyrir bann leik sem bið eigið að starfa m'ð og forðizt að lenda í straffi félagsins vegna vanrækslu. um leið létt- ið þið starfið fvrir stjórnina. Spnming \dkwmar: Haraldur tekur vítasovrnu en knötturinn hittir þverslá og fer út á völl, hann nær knett- Inum og skorar sitt glæsileg- asta mark til bessa, en hvað skeður begar dómarinn flautar? Spursmál vikuimar: Má hom- llagg vera undir einum metra & hæð. Svar viS spurningu síðustu viku: Mark. Ath. Sækið aðgöngumiða að Heik ÍA og unglingalandsliðs- ins fvrir kl. 17 Iaugardag 24. maí til vallarvarðar. Mynd af sundbhattleiksmeisturum Ármanns. Frá vinstri: Guð- jón Ólafsson, Ólafiir Diðriksson, Ragnar Vignir, Sigurgeir Sig- urgeirsson, Ólafur Guðmundsson, Pétur Kristjánsson, og Ein- ar Iljartarson. Ármann sundknaftleiksmeist- ari íslands í 18. sinn í röð Nýlega. var keppt um íslands- meistaratitilinn í sundknatt- leik og var þátttaka. lítil, að- eins 2 félög sem sendu Jið til mótsins. Vöru, það Ármann og Ægir. Er það mjög alvarlegt fyrir sundknattleikinn að ekltí skulu fleiri taka þátt í faoxi- um. en raun ber vitni. Virðist sem hér sé mál fyrir Sundráð Reykjavíkur og Sundsamband íslands að taka til athugun- ar. Ármann vann Ægi í þessum eina. leik með 6 mörkuni gegn engu. (3:0). Þetta er í 18. sinn í, röð sem Ármann vínnur titil þenna, en alls hefur Ármann unnnið titilinn 19 sinnum.. Áusturríki varni Eire nicð 3:1 í síðustu viku kepptu Aust urriki og Eire í knattsþymu og fóru leikar þannig að Aust- urriki vann 3:1. Austurrikis- mennirnir höfðu leikinn að mestu í sínum höndum. Aust- urríki keppir á HM í Sviþjóð í sama hópi og England, Sov- étrikin og Brasilía, en ]>essi lönd eru oft nefnd sem líkleg til að vinna titilinn í þeirri keppni. Enskum knatfspyrnumönnum gengur iíla á meginlandinu Bolton, , sigurvegarinn úr | Wolverhampton sem verið bikarkeppninni ensku tapaði i hefur á ferðalagi um Sviss og Frakklandi fyrir franska liðinu háð þar nokkra leiki, fór það- Sochaux, í samnefndum bæ, með 2 mörkum gegn engu. Finnar andvígir NM í frjálsum íþróttum an til Italíu og keppti viö Juv- entus sem er ítalíumeistari í ár. Leikar fóru þannig að Juv- entus vann með miklum yfir- burðum. í hálfleik stóðu leik- ar 1:0 fyrir Juventus. Bumley sem leikur í fyrstu deild i ensku keppninni tap- aði nýlega fyrir tékkneska Iið- irni Bmo með 3:0. Manc-hester United lék f\*rir Á sínum tíma. kom fram sú gkömmu við ítalslca liðið Milan tillaga frá íþróttasambandi og var þetta síðari leikur þess- Noregs að Norðmenn sæju um ara, Jiöa um Evrópubikarinn. Norðurlandameistai'amót í Fóru leikar þannig að M.U. frjálsum iþróttum í sumar, Xú tapaði með 4:0. M.U. vann hafa Finnar tilkynnt að þeir fyrri Jeikinn sem fram fór í vilji ekki vera með í slíku Manchester með 2:1 og þar móti. Þeir telja að keppnisáætl- sem mörkin ráða er það Milan un þeirra sé þegar ofhlaðin og sem fer { úrslitaleikinn við ekki sé rúm fyrir þessa keppni. | Real Madrid 28. maí, en sá ísland og Danmörk eru með- mælt, en Svíar hafa. ekki tekið afetöðu til málsins. leikur fer fram í Briissel. Real hefur unnið keppni þessa tvisv- ar í röð. Þjóðviljanum hefur borizt eftirfarandi grein: Ég las í eihu daglaðanna hér frásögn af tilkomu frumvarps nokkurs, framkomnu sam- kvæmt beiðni ríkisstjórnar vorrar, gengur það meðal ann- ars og þó öllu helzt út á það að þæf giftar konur sem tæki- færi. hafa til að vinna sér inn peninga utan heimilis síns, fái ívihíanir í skattgreiðslum um- fram það sem þegar er heimíl- að í lögUm. Mér hefur skilizl að úísvör og tekjuskatlur séu nokkum- veginn fyrirfram ákvarðaðir tekjustofnar og breytingar slíkar sem þessar, verki inn á við þannig að lækkun. á eín- um þýði hækkun á öðrum. ^ Þess mun þvi áreiðanlega þörf, að slíkar ráðstafanir séu vandlega athugaðar fyrr en lögleiddar eru, og þá hverjir séu helzt þurfandi ásjár lög- gjafans, Eins og kunnugt er hafa nú verið á lágðir nýir neyzluskatt- ar svo miklir að segja má að landsfólkið allt sé undrun og ótta slegið af þeim sökum Nú mun það a'Jmennt viðurkenn't að slikir skattar korni harðast niður á barnmörgum fjölskyld- um og því verr sem fyrirvinn- an er minni. Það vekur að vonum eftir- tekt að mitt í öllu þessu hækk- ana flóði skuli fram koma frumvárp sem hljóðar upp á lækkun, og úr því slíkt er skeð mætti ætla, enda skylt, að það miðaði eindregið að því að létta þeim lífsbarátt- tma sem örðugast að henni standa. Eg leyfi mér að staðhæfa, og svo munu fleiri mæla. að þetta frumvarp er ekki tiL orðið af umhyggju fyrir hinum smáu. Sá greinargerðarstúfur sem þarna fylgdi með, og ætla má að sé uppistaða vamarræðu flytjenda, er allundai’leg rit- smíð og meinfýsin á köflum. Það mun fleirum en ínér hafa orðið allhei-mt við þá lesningu sem hér kkal tilfærð: „Nefndin telur augljóst, að að mikið ósamræmi er hér á landi milli skattgreiðslu hjóna og einstaklinga og ennfremur milli skattgreiðslu hjóna, sem bæði afla skattskyidra tekna, þar sem vinna konunnar geng- ur öll til heimilishalds og er því skattfrjáls, þótt hún jafn- gildi oft til búdrýginda mikilli tekjuöflun“. Enda þótt tilfærð ritning sé lítt til fyrirmyndai um hvemig orða skuli hugsun, fær meiningin engum dúlizt. Hér er þvl aí litilli háttvísi slengt framan . i okkur aö við séum þegar fullvel haldnir af. því að geta látið konur okkar gæta heimilanna, og séum í-ejmdar með því að svikja undan skatti. Samkvæmt tilfærðum skyn- semdum frumvarpsmanna gæti það hugsazt að næst þegar ríkissjóði verður þörf fjár, skuli þau hlunníndi skattlögð sem börn okkar njóta i því að fá að vera samvistum við móð- ur sína. Allt skal metið til peningaverðs, móðurleg um- - hyggja sem annað Þá er í greinargerð frum- varpsins kvartað yfir því .að engin hliðstæða, þess finnist hér í heimj, en margur leitar lengra en þarf, því svo virð- ist sem þá er leitað hafði ver- ið um ólfur allar hafi lausnin fundizt rétt við túngarðinn heima. Hún fannst nefnilega hjá svokölluðu „sambúðar- fólki“. Þetta mun vera nýtt orð, en sjállsagt hæstmóðins, og muna vera lauslega þýtt: „maður og kona lifa saman sem hjón, en þó án vígslu.“ Annars mun hvergi svö fyrir -f mælt í lögum að fólk skuli búa saman ógift, en hvað með það? Á heimafenginni lögleysu skal fyrirhuguð lagasetning grundvallast ef..-ekki vill betur, hva'ö sem hver segir. Þá var til frekari áréttingar leitað til „samtaka hjóna“. Þar virðist hafa verið greiðlega undirvikizt og talnaskýrsla út gefin. Þar er nú eitthvað sem töggur er í: kr. 160.000.00 eitf hundrað og sextíu þusund króna hreinar árstekjur hjóna. Takið þið við því. Þetta kall- ar maður nú að vera sko, sam- íaka. Þarna hefur enginn verk-< smiðjulýður eða eyrarvinnu- karlar verið til kvaddir, það er heldrafólk með háar tekj- ur sem þar hefur um vélt, enda þjóðráð að leita þá jafnan til bezta fólks er ráða þarf miky ilvægum ráðum. Þegar ég leit , hinar myndarlegu upphæðir sem skráðar standa í nefndri skýrslu, lá við að ég yrði feiminn. Satf að segja hef ég á minum lífsferli fátt umgengizt þessa stórmenna sem talið geta hreinar árstekjur sínar í hundruðum þúsunda, en ég þekki þá marga hlunninda- mennina sem geta veitt sér það óhóf að láta konur sínar vera heima ,við barnagæzlu og önn- ur heimilisstörf til mikilla bú- drýginda og ég veit þess æði- mörg dæmi, að þessir hinir sömu verða, er veikindi ber að höndum, að hverfa frá vinnu sinni og annast heimilis- störfin sjálfir, það eru nú víst engn smáræðis búdrýgindi. Eg get ekki dæmt um það, hvort nú má teljast sanngjarnt að mælast til fríðinda einum eða öðrurn til handa, en hitt er víst að það er ekki rétt- að hlaupa þar fyrst undir bagga, sem brýn nauðsyn kallar ekki til. Eg held að aðstandendur þessa frumvarps. hefðu vel mátt reyna að finna máli sínu vöm án þess að fara með ögr- anir i annarra garð, og að hið þáa. Alþingi mundi ekki tapa virðingu sinni þótt það létí. önnur og þýðingarmeiri mál sitja. í fyrirrúmi, en hokri ekki að .samþykkt laga sem fáum gagna og sízt þeim sem skyldi, en rneir eru fallin til að vekja óánægju manna á meðal. En hvað er um að tala? Allt er um samið, ákvarðað, tryggt og fast. Þessir skulu vera með, þessir á móti. Allt eftir á- kveðnum flokkslínum. Sem sagt: samtaka menn. Matthías Björnsso»,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.