Þjóðviljinn - 23.05.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.05.1958, Blaðsíða 10
XO) — WÓÐVTLJINN — Ffetuda^ur 23.maí 1958 w w Heildarstjórn á þjóðarbúskapnum Framhald af 7. síðu. ina, til framleiðslunnar, þar sem það gerir mest gagn. Afleiðingar efna- hagsráðstafananna Ráðstafanir þær, sem í þessu frumvarpi felast, hafa þær af- leiðingar, að verðgildi pening- anna rýrnar og um leið trú manna á gildi þess að spara fé. Þessar ráðstafanir verða því til að ýta undir ýmis kon- ar fljótraeðiskennda „fjárfest- ingu“ einstaklinga i öllu mögu- iegu til þess að „bjarga“ fé sínu. Af þessum ráðstöfunum leið- ir verðhækkanir á flestum sviðum, og með þeim er því brotið í bága við þá verðstöðv- unarstefnu, sem verkalýðs- hreyfingín hafði fylkt'AÓr um og fagnað, er ríkisstjórnin var mynduð. Alþýðubandalagið og ráðherr- ar þess höfðu barizt fyrir þess- ari verðstöðvunarstefnu meðan mátti Það, sem hefur brotið hana niður, er gegndarlaus áróður annars vegar hinna stjórnar- flokkanna og svo hins vegar Sjáifstæðisflokksins fyrir nauð- syn gengislækkunar. Jafnvel einnig þeir menn í höfuðbönk- um iandsins, sem frekast hefðu átt að skoða það sem verkefni sitt að vemda gengi krónunn- ar, hafa látlaust grafið undan möguleikanum til þess að við- halda vei'ðstöðvunarstefnunni, sumpart með áróðri fyrir geng- isiækkun, sumpart með rangri fjárfestingar- og útiánapólitík. Það er að visu vitað mál, að hefðu a'lir þessir aðilar fengið að ráða, þá stæði þjóðin nú ekki frammi fyrir þessu frum- varpi, sem gerir þó ráð fyrir 5% launahækkun til að taka sárasta broddinn úr verðhækk- ununum og bæta þær upp fyrstu mánuðina, heldur væri þá hér á ferðinni frumvarp um gengisiækkun, er hækkaði er- lent gengi yfir 100% og lög- skipaði kaupbindingu, er þýddi a.m.k. 17% launalækkun. En það er þjóð vorri og sízt alþýðu íslands ekki nóg, að gert sé það, sem er skárra en hið versta. Alþýða íslands hefur nú möguleika meiri en alþýðu- stéttir nágrannalandánna til þess að tryggja lífskjör sín og bæta þau, meðan kreppa herj- ar í kringum okkur. Og alþýð- an vill, að þeir möguleikar séu notaðir: framleiðslan og út- flutningurinn aukin með stór- stígri öflun nýrra framleiðslu- tækja og rétt fjárfesting tryggð með heildarstjórn á þjóðarbú- skapnum Þess végna samþykkti Al- þýðusamband íslands á 25. þingi sínu svohljóðandi ákvörð- un einróma: „Til þess að tryggja, að fjár- festingu þjóðarinnar verði fyrst og fremst varið til þess, sem þjóðhagsíega séð er nauðsyn- legast, og til þess að hægt verði að bæta kjör alþýðunnar, telur þingið, að eftirfarandi sé nauð- synlegt: 1. Tekin verði upp heildar- stjórn á þjóðarbúskapnum, þannig að gerðar verði heildar- áætlanir um þróun þjóðarbú-. skaparins, bæði fyrir eitt ár í senn og 5—10 ára timabil. 2. Tekin verði stór ián er- lendis, enda fáist þau án ó- eðlilegra skilmála með hag- stæðum vaxtakjörum til langs tíma og helzt með tryggingu fyrir að hægt verði að greiða þau í íslenzkum afurðum. Þess sé vandlega gæt.t, að slíkum lánum verði fyrst og fremst varið þannig, að þau verði til að auka hagnýta framleiðslu þjóðarinnar og þó einkum gjaldeyrisframleiðslu hennar“. Og þess vegna lýsti 25. þing Alþýðusambands íslands því líka yfir, að það væri „algert lágmarksskilyrði verkalýðs- hreyfingarinnar, að ekkert <?erði gert, er hafi í för með sér skerðingu á kaupmætti vinnulauna, og að ekki komi til mála, að auknum kröfum útflutningsframleiðslunnar verði mætt með nýjum álög- um á- alþýðuna, svo sem með gengislækkun eða hliðstæð- um ráðstöfunum“. Afstaða verkalýðs- hreyfingarinnar Það er greinilegt, að ráðstaf- anir þær, sem i þessu frum- varpi felast, mundu, ef að lög- um yrðu, á mörgum sviðum hafa áhrif hliðstæð gengis- lækkun. Afstaða verkalýðs- hreyfingarinnar, einkum i Reykjavík, gagnvart slíkum ráðstöfunum er því ljós. For- ustumen verkalýðsfélaganna í Reykjavík mörkuðu afstöðu sína með því að bera fram svo- hljóðandi tillögu á fundi efna- hagsmálanefndar og miðstjórn- ar Alþýðusambandsins nýlega: „Efnahagsmálanefnd og mið- stjórn A. S. í. hafa á fundum sínum að uridanfömu kynnt sér og rætt tillögur þær í efnahagsmálum, sem ríkis- stjórnin nú hyggst leggja fyrir Alþingi. Áður hafði sérstakiega verið rætt við stjóm A. S. í. um það atriði tillagnanna, er varðar 5% grunnkaupshækkun- ina. Að loknum þessum athug- unum • ályktar efnahagsmála- nefndiii og rtiiðstjómiii eftir- farandi: 25. þing A. S. f. lýsti því yfir, að gengislækkun eða aðrar Jiliðstæðar ráðstafanir kæmu ekki til mála sem úrlausn efna- hagsmálanna. Þær ráðstafanir, sem nú' er hugsað að gera, hafa á ým£an hátt hliðstæð áhrif og gengislsékkun. Hins vegar virðist tryggt, að þær hafi ekki í för með sér almenna skerð- ingu á kaupmætti vinnulauna næstu mánuði. Greinilegt er, að þessar ráð- stafanir í efnahagsmálunum muni leiða til frekari verð- bóiguþróunar og eru því frá- hvarf frá þeiri stefnu, er 25. þing A. S. í. fagnaði og lýsti fylgi sinu við og efnahagsmála- nefnd og miðstjórn A. S. í síðair* . hafa ítrekað, þ.e. að stöðvá1 verðþensluna. Ráðstaf- anirnar brjóta því í bága við þá stöðvunarstefnu, er verka- lýðssamtökin og ríkisstjómin þá tóku höndum saman um. Efnahágsmálanefnd og mið- stjórn A.S.Í vísa því frá sér þeim tillögum um ráðstafanir í efnahagsmálunum, er nú liggja fyrir, þar sem þær eru ekki í samræmi við það, er síðasta Alþýðusambandsþing heimila þessum aðilum að semja um.“ Þá er það og greinilegl, að ráðstafanir þessar munu hækka allan byggingarkostnað og gera þanmg íbúðarhús dýr- ari. Hins vegar eru ekki sam- tímis gerðar ráðstafanir til þess að tryggja áfram fjármagn til íbúðahúsabygginga, a.m.k jafn- mikið og síðasta ár, né heldur gerðar ráðstafanir til þess að lækka vexti af lánum til íbúðarhúsa til þess að vinna þannig gegn hinni háu húsa- leigu. Þó hafa verið möguleik- ar að fá Ián með 2V6 vöxtum til slíks, en ekki fengizt not- aðir. Þá hefur það og úrslitagildi fyrir sjávarútveginn og aðrar atvinnugreinar, sem efla þarf, hvort gerðar yrðu ráðstafanir af hálfu Seðlabankans til aukn- ingar á rekstrarlánum til sjáv- arútvegsins og slíkra atvinnu- greina i réttu hlutfqlji við verðhækkun á rekstrarvörum og öðrum útgjöldum. Fjárhags- nefndir beggja deilda áttu tal við stjórn Seðlabankans, en fjarri 'fór því, að nokkur vissa fengist fyrir þvi, að slík hlut- fallsleg aukning myndi eiga sér stað. Hins vegar kom það ótvírætt fram af hálfu Lands- sambands ísl. útvegsmanna, að hætta væri á, að vélbátaútveg- urinn stöðvaðist, ef slík rekstr- arfjáraukning ætti sér ekki stað. — Það er því veruleg hætta á, verði ekki betur sam- ræmd stjórnin á lánsfjármál- unum og atvinnumálum þjóðar- Innar en hingað til, a5 ráð- stafanir þær, sem ríkisstjóminl ætlast til að efli atvinnulífið, verði til að draga úr því og skapa kreppu, af því að meiri- hluti stjórnar Seðlabankans geri annað en það sem nauð- synlegt er til að tryggja eflingu: sjávarútvegsins — Er þetta enn eitt dæmi um, hve óhjá- kvæmileg heildarstjóm á þjóð- arbúskap íslendinga er orðin. Ég hef hér fyrst og fremst rætt um frumvarp þetta í sam- bandi við efnahagslíf þjóðax'- innar og ráðstafanir til að efla. það og bæta, sökum þess að ég álít það aðalatriðið. Um ein- stakar greinar þess mun rætt í framsögu, og þyki sýnt, að frumvax-pið nái fram að ganga, mun ég flytja breytingatillög- ur við einstakar greinar þess. Með tilliti til þeirra rök- semda, sem ég hér hef sett fi'am, er það tillaga mín, að frumvarpið verði afgreitt með svohljóðandi Rökstuddri dag- 1 ’sftt'á'. ..... ' í trausti þéss, að rí'kisstjórn- in leggi hið bráðasta fyrir þingið frumvarp til laga um heildarstjóm á þjóðarbúskapn- um, er tryggi eflingu atvinnu- lífsins samkv. fyrirfram gerð- um áætlunum — og leggi fram tekjuöflunartillögur, er geri ráð fyrir að halda vei'ðstöðv- unai'stefnunni, eftir þvi sem unnt er, og valdi sem minnstri almennri verðhækkun, — tekur deildin fyrir næsta mál á dag- skrá. Alþingi, 20. maí 1958. Einar OIgeirsson“. Stassen komst ekki í framboð Harold Stassen, fyrrverandi ráðunautur Eisenliowers Banda- ríkjaforseta um afvopnunarmál, sem ætlaði að komast í framboð fyrir repúblikana í kosningum. til fylkisstjóraembættis í Pen- silvania, tapaði í prófkjöri fyr- ir flokksbróður sínum. sjoari Þórður „Þú varst skipstjóri á Hudson?“ spurði forseti réttar- ins. „Já, herra“, anzaði Jack Brighton. Forsetinn blaðaði í skipsskjölunum og athugaði einstök atriði í þeim, síðan leit hann á Jack. „Eg sé, að Hudson hefur verið í ágætu ásigkomulagi, þótt það væri gamalt skip.“ Jaek kinkaðí kolli. „11. febrúar kom það til hafnar í Djedda hlaðið ýmis konar varningi. Þaðan hafði það verið leigt til fei’ðar til Madagaskar, en þú vissir þá ekkert um, hvaða farm það ætti að flytja?“ „Nei, herra sagði Jack hörkulega, „ég hafði ekki hugmynd um það.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.