Þjóðviljinn - 03.06.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.06.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 3. júni 1958 IUÓÐVIUINN Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurlnn. — Ritstjórar Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. -- Auglýs- ingastjóri: Guðgeir Magnússon. - Ritstjój^i, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 25 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. - Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmiðja Þjóðviljans. k. Veiiurnar eru einnig hér Atburðirnir í Frakklandi eru eftirminnilegt dæmi um það hversu úrkynjað hið borg- aralega lýðræði er orðið í ýms- um löndum og sönnun þess að þau margrómuðu lýðræðis- form, sem sumir telja öllu mikilvægari, eru harla gagns- lítil, ef inntakið skortir, hin virku, lifandi völd fólksins . sjálfs. í Frakklandi segir ný- mynduð ríkisstjórn af sér, eft- ir að hún hefur hlotið eitt- hvert mesta þingfylgi sem um getur í sögu þess lands, eftir að ljóst var að meginþorri þjóðarinnar var fús til að veita henni stuðning. Og ástæðan til afsagnarinnar átti sannarlega ekkert skylt við lýðræði eða þingræði; hinir hræddu menn gáfust aðeins upp fyrir her- foringjaklíku sem liafði með ofbeldi hrifsað völdin í Alsír og á Korsíku, fyrir mönnunum sem hafa myrt og pyndað Serki árum saman, fyrir mönnunum sem gerðu morð- árásina á Sakiet og hótuðu nú a.ð snúa sér að löndum sínum heima fyrir. Þingræðið guggn- aði fyrir ofbeldinu og lýð- ræðinu var stjakað til hliðar í landi þar sem saga aukins frelsis hefur oft verið skráð gullnum stöfum; það eru mik- 51 tíðíndi og ill. Hinir hræddu menn. sem sviku þingræðið og lýðræð- ið hafa nú komið uppgjöf sinni í kring þannig að þeir fullnægja formum þingræðis- ins, en sú aðferð hinna æfðu stjómmálamanna breytir engu. Með þeim atburðum sem nú hafa gerzt hafa völdin í rauninni verið tekin af hin- um þjóðkjörnu fulltrúum, enda verða þeir nú sendir heim. Fram á sjónarsviðið munu þokast liinir raunverulegu ráðamenn Frakklands, of- stækísfullir hershöfðingjar og peningamenn sem togað hafa í þræðina að tjaldabaki, og fljótlega kann að koma að því að De Gaulle verði talinn óþarfur milliliður; hann verði látinn þoka til hliðar eins og Hindenburg fyrir Hitler forð- um. Þá fer Franco aftur að kunna vel við sig í Vestur- evrópu. m.róunin í Frakklandi sýnir einkar ljóst að því fer fjarri að fasisminn í Evrópu hafi verið yfirunninn í síð- ustu styrjöld, og verði á- framhaldið eins og til er stofnað, er enginn efi á því að fasistar munu gerast upp- •itsdjarfari og ágengari í öðrum löndum einnig. Það er rík ástæða fyrir okkur ís- '.endinga að minnast þess að •tefna nazista náði ískyggi- cega miklu fylgi um skeið hér 28 með vínveitmgum rík isins en 13 á móti \ Á fundi sameinaðs þings í gær var þingsályktunar- tillögu þriggja þingmanna um afnám áfengisveitinga á kostnaö ríkis og ríkisstofnana vísaö frá meö rökstuddri dagskrá. Greiddu 28 þingmenn dagskrártillögunni at- kvæöi en 13 voru á móti. Dagskrártillagan var flutt af 1 mundsson, Sjálfstæðismennirnir meirihluta allsherjarnefndar og Magnús Jónsson og Pétur Otte- á landi og að forvígismenn þeirrar stefnu hafa nú marg- ir verið leiddir til öndvegis í stærsta flokki þjóðarinnar, Sjálfstæðisflokknum. Þessir menn hafa ekki skipt um skoðun og þeir munu hagnýta hvert tækifæri sem þeim býðst. Samúð þeirra með ein- ræðisöflunum í Frakklandi leynir sér ekki í Morgunblað- inu, og hér innanlands munu þessir menn nota allar veilur í stjórnarfari okkar til þess að vinna þeirri skoðun fylgi að hér þurfi „sterka forustu“. Veilumar eru nægar, bæði í störfum þings og stjómar, og það er brýn nauðsyn fyrir ,í,s- j lenzka lýðræðissinna að gera sér grein fyrir því hverjum hættum þeir bjóða heim með tvískinnungi og hiki og þreytu. Lógkúra T augardaginn 24. maí var undirritað formlega sam- komulag stjórnarflokkanna um landhelgismáhð, þar sem öll atriði stækkunarinnar vom ákveðin. Jafnframt var gert samkomulag um það að þjóð- inni skyldi skýrt tafarlaust frá þessum miklu tíðindum, sem menn höfðu lengi beðið með eftirvæntingu. En efnd- irnar urðu þær að Þjóðviljinn einn blaða stóð við samkomu- lagið, birti samninginn í heild og skýrði frá því hver áhrif hans yrðu. Tíminn birti samn- inginn degi seinna á mjög lítilmótlegan hátt. Forsætis- ráðherrá kom því loksins í verk að senda frá sér formlega tilkynningu um samninginn s. 1. sunnudag, og þá fyrst um kvöldið skýrði ríkisútvarpið í fréttatíma frá þvi sem gerzt hafði. Þá höfðu brezku bFðin skýrt frá samningnum mörg- um dögum áður, þannig að brezkur almenningur fékk fyrr að vita um þessi stórtíðindi en íslenzkir útvarpshlustendur! Þetta. eru vægast sagt lág- kúruleg vinnubrögð, og það er engin afsökun þótt sumir menn eigi erfitt með að sætta sig við málalokin. Landhelgismálið er þvílíkt stórmál að endanlega niður- stöðu bar að tilkynna af reisn og myndarskap. Það er eitt- hvert mikilvægasta mál sem nokkur ríkisstjórn hefur fjall- að um hér á landi, og forsæt- isráðherra og utanrí.kisráð- herra þurfa sannarlega að gera sér grein fyrir því, að einmitt í sambandi við það mál fá þeir færi á að tengja nafn sitt við íslenzka sögu. er svohljóðandi: „Um leið og Alþingi beinir því til ríkisstjórnarinnar, að fullrar hófsemi sé gætt í risnu ríkis- stjórnarinnar og ríkisstofnana, tekur þingið fyrir næsta mál á dagskrá." Gegn tillögu þessari greiddu atkvæði allir viðstaddir þing- menn Alþýðubandalagsins, Fram- sóknarmennirnir Gísli Guð- mundsson, Páll Þorsteinsson, Sig- urvin Einarsson og Skúli Guð- Ný frímerki meS blóma- myndum Þriðjudaginn 8. júlí n. k. verða gefin út tvö ný frímerki með blómamyndum. Verðgildi frímerkjanna er 1 kr. (eyrar- rós) og 2.50 kr. (fjóla). Merk- in eru teiknuð af Stefáni Jóns- syni og prentuð hjá Thomas de la Rue & Co., London. sen, og Eggert Þorsteinsson. Þrír þingmenn greiddu ekki atkvæði: Halldór Ásgrímsson, Jóhann Jós- efsson og Páll Zóphóníasson, 8 voru fjarstaddir, en allir aðrir greiddu tillögunni atkvæði. Erling leikur með Sinfóníu- hlgómsveifinni Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika í Austurbæjar- bíói í kvöld kl. 9.15. Stjórnandi er Paul Pamphichler og einleikari með hljómsveitinni Erling Blön- dal Bengtson. Meðal viðfangsefna er sellókonsert í D-dúr eftir Haydn, svonefnt Rokokkó-til- brigði fyrir selló og hljómsveit op. 33 eftir Tsjækofskí og sin- fónia nr. 40 í g-moll eftir Mozart. Þetta eru síðustu tónleikar hljómsveitarinnar hér í bænum á þessu vori. ÁœtEaS c£ bœt<s 40-50 gisfi- herbergjum við HéfeS Sorg Tvær þingsályktanir voru afgreiddar á fundi samein- aðs þings í gær, önnur um lieimild fyrir ríkisstjómina til að’ veita ríkisábyrgö á láni fyrir Síldarbræösluna h.f. á SeyÖisfirði til að 'ljúka endurbyggingu á verksmiðju félagsins, hin um heimild til aö veita ríkisábyrgð á láni til kaupa og stækkunar á Hótel Borg í Reykjavík. í umræðum um síðari þings- ályktunartillöguna var skýrt frá því, að Pétur Daníelsson hótel- stjóri hefði mætt á fundi fjárveit- inganefndar, er hún ræddi málið, og greint frá því að kaupverð hótekins væri 8,2 millj. kr. Greiðslukjör eru þau, að 6 millj. skulu greiðást strax, en eftir- stöðvarnar með árlegum afborg- unum á allt að 20 árum. Það er ætlun hinna nýju kaupenda að byggja ofan á gistihúsið og stækka það um 40—50 gistihér- bergi, en gistiherbergi hótelsins nú eru 41. Báðar þingsályktúnartillögurn- ar voru samþykktar samhljóða: jr Vélstjórar ■ Dtgerðarmeim 7fJtoi«ð lúna irábctru dUselvcla smurningsoltu ESTOR D-3 ESTOR D-3 (yrirbyqgir festingu þéttihringa. ESTOR D-3 kemur i veg fyrir sótmyndun i vélinni og þess vegna verður minna slit á fóðr- ingum og bullum. ESTOR D-3 inniheldur sýrueyðandi efni, sem varnar tæringu á slitflötum vélarinnar. ESTOR D-3 afreksolian stóreykur endingu vélanna og skápar marg aukið öryggi. E8T0R 13-3 OLÍUrÉLAQIB MF.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.