Þjóðviljinn - 13.06.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.06.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 13, júní 1958 lllÓÐViy !NN ÚtKefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Préttaritstjóri: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Asmundur Sígurjónsson. Guðmundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. \ Friðbjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- ereiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 linuri. — Askriftarverð kr. 25 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 ann- arsstaðar. — Lausasöluverð kr. 1.50. — PrentsmiðJa Þjóðviljans. ^______________________________________________J Hernáinstnálin ■piNS og skýrt var frá liér í blaðinu á sunnudaginn var, er hemámsliðið nú að færast í aukana á nýjan ledk. Eftir að Alþingi samþykkti á- lyktun sína um brottför hers- ins, hætti bandar. herstjómin við stórfyrirætlanir sínar, svo sem mikla hemámshöfn í Njarðvík og dró úr öllum umsvifum. Minnkuðu fram- kvæmdir á vegum hersins stig af stigi ■—- einnig eftir að samningum um brottför hers- ins var frestað í árslok 1956 — og um mitt ár í fyrra vom þær komnar niður í lágmark. Unnu þá 700 íslendingar á vegum hersins, þar af um 500 við rekstur herstöðvanna, en aðeins 200 við framkvæmdir — en um tíma höfðu á fjórða þúsund manns starfað á her- stöðvunum. Én eftir það hef- ur brugðið svo við að fram- kvæmdir hafa færzt í aukana á nýjan leik og hefur nú ís- lendingum í þjónustu hersins fjölgað um helming. Tala þeirra sem yinna að rekstrar- störfum hefur haldizt óbreytt að mestu, þannig að þessi aukning kemur öll fram í nýjum framkvæmdum; hefur tala íslendinga í þeim störf- um meira en fjórfaldazt. Her- námsliðið hefur látið fullgera radarstöðina í Hornafirði og vinnur kappsamlega að því að fullgera radarstöðvarnar á Langanesi og í Aðalví'k, auk þess sem unnið hefur verið að heljarstóru flugskýli á Kefla- víkurflugvelli, auk kvik- myndahúss, samkomuhúss og annarra þæginda fyrir dátana. Tj,KKI þarf að deila um það " hvað þessi þróun merkir. Hún sýnir og sannar að her- stjórnin. telur sig hafa feng- ið einhverja tryggingu fyrir því um mitt ár í fyrra að lof- orðið um brottför hersins yrði ekki efnt í náinni fram- tíð. Hún telur sig geta reikn- að með því í áformum sínum að Alþýðuflokkurinn og Fram. sóknarflokkurinn, annarhvor eða báðir, muni svíkja þá samþykkt sem þeir stóðu báð- ir að á Alþingi 28. marz 1956, hafa að engu það loforð sem var aðalmál þeirra um allt land í kosningunum 1956, bregðast gersamlega í því stórmáli sem var meginfor- senda þess að núverandi rík- jsstjórn var mynduð. Væri fróðlegt að vita á hvaða for- sendum herstjórnin byggir hið nýja mat sitt, og má varla minna vera en að hemáms- málaráðherrann, Guðm. í. Guðmundsson, skýri þjóðinni frá því, en hinar nýju fram- kvæmdir eru unnar á ábyrgð hans og hann hefur aldrei borið þær undir ríkisstjórn- ina í heild. A£> vom mjög alvarleg og örlagarik tíðindi þegar á- kveðið var að fresta ákvörðun Alþingis og þjóðarinnar um brottför hersins. Þó er sú þró- un sem nú er laafin enn al- varlegri. Samþykktin ein um brottför hersins hafði þó þau áhrif, að umsvif hins erlenda liðs minnkuðu til mikilla muna, herstöðin hér dróst stórlega aftur úr öðrum her- stöðvum, og að sama skapi hlaut að minnka áhugi banda- rísku herstjórnarinnar á því að halda kverkataki á íslend- ingum; með shku áframhaldi átti nýtt lokaáhlaup Islend- inga til þess að losna við herinn að fullu, að verða mun árangursríkara og auðveldara en fyrr. Það voru einnig mjög mikilvæg umskipti að hundruð og þús- undir Islendinga skyldu aftur hverfa að íslenzkum verkefn- um, því efnahagsáhrif her- námsvinnunnar voru mjög al- varleg meinsemd í íslenzku þjóðlífi. 3000 manna flutning- ur frg heimkynnum sínum til hemámsstarfa voru engin smáræðis umskipti í íslenzku atvinnulífi; sú tala jafngildir því til dæmis að þrjár miiljón- ir manna væru fluttar til í Bandaríkjunum sjálfum! Enda urðu áhrífin þau, auk bullandi verðbólgu og land- auðnar á sumum stöðum, að reynt var að 'halda þeirri skoðun að þjóðinni að íslend- ingar gætu ekki lifað í landi sínu af eigin rammleik, hluti þeirra yrði að gegna niður- lægjandi þjónustustörfum í þágu erlendra stríðsmanna, ef takast ætti að tryggja fulla atvinnu og sómasamlegar gjaldeyristekjur. Sú þróun, sem varð, eftir að ákveðið var að senda herinn af landi brott, afsannaði þessa staðhæfingu gersamlega, og það mun jafn- an verða talið til verðleika nú- verandi stjórnar hvernig henni tókst að leysa það vandamál að tryggja því fólki, sem hvarf frá hemaðar- vinnunni, atvinnu. En þeim mun alvarlegra er það að nú skuli aftur haldið út í ófær- una, mörg hundruð manna send í herleiðingu. á ný jan leik, og að enn skuli aukast áhugi bandarísku herstjómar- innar á vighreiðrunum hér. AÐ var andúð almennings á hernáminu sem olli því að tveir hemámsflokkanna®- gáfust upp við fyrri afstöðu sína 1956 og lofuðu öllu fögru, og það er ekkert annað en óttinn við dóm almennings sem getur knúið þessa flokka til að standa við fyrirheit sín. Þess vegna er það mikið á- nægjuefni að samtökin Frið- lýst land eru nú að hefja ef þér eruð í einlægni ánægSar með hár yðar Góð hárgreiðsla byggist á fallegum bylgjum. Er það ekki kostnaðarsamt? Ekki með TONI HEIMAPEŒtMANENTI. Hvaða kostt hefur TONI umfram önnur heimapermanent? TONI er endingargott, það er auðvelt ifljótlegt og skemmtilegt í notkun. TONI er með hinum nýja „Ferksa“ hárliðunarvökva (engin römm amoniak-lykt). Hárbindingin er nú jafn auðveld og venjuleg skolun. Getur TONI liðað mitt hár? Auðvitað. Þér veljið aðeins þá tegund hárliðunarvökvans, sem hentar hári yðar, fylgið leiðbeiningunum, sem fylgja hverjum pakka óg þér getið verið öruggar um árangurinn. Það er því engin furða, að TONI ep eftirsóttasta heimapermanentíð. • Super fyrir hár sem erfitt er að liðá. Regular fyrir venjulegt hár. Geiitle fyrir hár, sem tekur vel liðun. Austurstríeti 14 , r Sínú 11687 - HVOR TVÍBURANNA NOTAR TONI? Sú tll hægri er með TONI, en hin eystirin er með dýrt stofu-permanent. Það er ekki hægt að sjá neinn mun, — en miklir peningar sparaðir. Atvinnulífið á Norðurlandi Framháld af 12. síðu hentugir togbátar 150—250 lesta verði keyptir og ráðstafað til Norðurlands. 3. Að greitt verði fyrir því, með hagkvæmum lánum og á annan hátt, svo sem nauðsyn krefur, að komið verði upp a. m.k. á tveim til þrem stöðum norðanlands verksmiðjum til að leggja niður kryddsíld og sjóða niður sjávarafurðir og önnur matvæli. 4. Að unnið verði að því að fundahöld um land allt, til þess að ræða hernámsmálin og vekja nýja sókn gegn and- styggð hersetunnar. Afstöðu Islendinga almennt þarf ekki að draga í efa nú fremur en 'fyrr, aðeins þarf að vekja aft- ur þá trú og þann sóknarhug sem tryggja mun sigur. - á næsta ári verði allar fiski- mjölsverksmiðjur í sjávarþorp- unum á Norðurlandi, sem vel liggja við síldarmóttöku, búnar tækjum til að bræða síld. 5. Að gerðar verði ráðstaf- a.nir til þess, að öll saltfisk- framleiðsla verði fullverkuð og jafnframt gerð tilraun til að selja eitthvað af saltfiski í smápakkninguip. 6. Að stefnt verði að þvi, að allar síldarstöðvarnar verði yfirbyggðar og að öll verkun og geymsla síldar verði í húsi. Veitt verði nauðsynleg lán til þessara framkvæmda. 7. Að allar síldartunnur, sem notaðar eru, verði smíðaðar inn. anlands og verksmiðjumar reknar ekki skemur en 8 mán- uði ársins. Tunnugeymsluhús verði reist við verksmiðjuna á -Akureyri, 8. Greitt verði fyrir því með | lánum og nauðsynlegum leyf- u m, að togaradráttarbraut verði byggð á Norðurlandi. 9. Að stuðlað verði að því, að bátar, bæði úr tré og stáli, verði stöðugt í smíðum í skipa- smíðastöðvunum í landinu, svo fullnægi viðhaldi og aukningU bátaflotans. 10. Að útvegað verði hag- kvæmt lán til hitaveitufram- kvæmda þar sem skilyrði eru, góð til þess, svo sem í Höfða- kaupstað og víðar á Norður- landi. 11. Að iðnaðinum verði séð fyrir nauðsynlegu lánsfé til uppbyggingar og rekstura. Greitt verði fyrir nauðsynlegum innflutningi á hráefnum tíl hans og bannaður innflutningur á þeim iðnaðarvörum, sem inn- lendur iðnaður getur framleitt og fullnægt þörfum landsmanna og stenzt samanburð við ina- flutta vöru um vérð og gæði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.