Þjóðviljinn - 13.06.1958, Síða 11

Þjóðviljinn - 13.06.1958, Síða 11
Föstudagnr 13. júní 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (11 DOUGLASRUTHERFORD: 33. dagur. Ferodo maöurinn lofaöi Martin endurbót á bremsun- um fyrir morgundaginn. „Ertu þá ánægöur meö bílinn?“ spuröi Nick. „Já, fyllilega, Ég held ég gæti stytt tímann um tíu sekúndur“. „Jæja, á morgun geturðu gengiö í skrokk á honum“. Þegar Martin sneri sér við, sá hann að Susan hafði staðið fyrir aftan þá og hlustað á samtal hans og Nicks. „Hæ, Susan. Ég var alveg búinn aö gefa þig upp á bátinn“. Hann undraðist þaö að nokkur gæti haft svo ferskan svip í öðrum eins hita. Hún vár í látlausum, hvítum kjól frá ítölsku tízkuhúsi. Fallegur og liðlegur vöxtur hennar naut sín til fulls og brúnt hörund hénrtar glóði viö hvítan litinn. Martin fann aö blóðið þaut um æðar hans. Hún tók dauflega undir bros hans og hann vissi að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. „Martin, ertu með bílinn hérna?“ „Já“. „Viltu aka mér heim í gistihúsið?“ „Auðvitað'*. Hún kallaði til Vyvians og sagðist ætla að verða samferða Martin. Hann var niðursokkinn í samræður við S. U. manninn og sneri sér aðeins við til að kinka kollj og veifa hendinni. „Ertu búin að segja honum það?“ spurði Martin þegar þau. geiigu í áttina aö bílastæðinu. „Nei“, sagöi Susan. „Ég ætlaði einmitt að tala um það við þig. En við skulum bíða þangað til við erum komin inn í bílinn“. Fas hennar var annarlegt og hann fékk sig ekki til að spyrja haiia ' fleiri spurninga fyrr en bíllinn var kominn af stað eftir strandveginum. Þá sagði hún: „Getum við ekki stanzað andartak?" Hann beygði inn að hægri brúninni og stöövaði bil- inn við breiða, tvílita gangstéttiná. Susán var enn þög- ul og horfði út á sjóinn. Fjarrænn svipurinn í tærum, brúnum augunum, minnti hana á bað þegar þau stóðu á ströndinni í San Paolo daginn áður. Hún virtist geta sér til um hugsanir hons. „Að sumu íeyti“, sagði hún hikandi, „vildi ég óska að tilveran hefði stöðvazt í gærmorgun. Ekki þegar við vorum komin að því að drukkna, heldur nokkru seinna, kannski þegar við vonim á leið heim á gistihúsið. Þá virtist allt svo fullkomið og einfalt“, „En ekki núna?“ „Nei. Það er engan veginn einfalt". „Gerir Vyvian þér erfitt fyrir?“ „Það er ekki það. Martin, þú ekur bílnum hans Richards, er ekki svo?“ „Jú, en liann er í fullkomnu lagi núna“. Hún vildi ekki enn horfa beint framan í. hann, heldur virti fyrir sér hóp af ungum Frökkum sem léku ein- hvern furðulegan boltaleik á sandinum af miklum á- kafa. „Þegar ég horfði á þig á æfingunni, vaið. mér ljóst að ég þyldi ekki að sagan endurtæki sig“. v - *- „En Susan, það er engin ástæða til að ætla að neitt komi fyrir — “ „Það er kannski engin ástæða til þess — en ég veit að eitthvað hræðilegt á eftir aö koma fyrir. Ég haföi hana líka á sunnudaginn var — þessa hræðilegu til- finningu. Um leið og ég heyröi að Richard væri oröinn á eftir áætlun, vissi ég aö hann hafði farizt. Og þú ekur sama bílnum. Vyvian sagöi mér að Nick vildi þaö. Martin, þaö er til of mikils mælzt. Allir vita aö þetta er hættuleg braut. Ég þoli það ekki“. Hún var gi'áti nær. Önnur brúna höndin hvíldi á mjöðm hennar og hún hreyfði fingurna eirðarlevsislega. Hann lagöi hönd sína yfir hennar hönd, fléttaði fing- ur þeirra saman. Hann fann þéttan, miúkan líkama hennar undir kjólnum. Hún sneri til höfðinu pg leit á hann. Vindurinn haföi feykt dálitlum, dökkum lokk nið- ur á ennið. „Susan — hvað ertu aö fai'a?“ Hún sagöi: „Er þessi kappakstur þér ákaflega mikils virði, Martin?“ „Áttu við að þú viliir að ég dragi mig í hlé?“ „Nick mundi skilja það. Ég segði honum að ég hefði beðiö þig þess“. „Susan. Ég get ekki svikið liðiö þannig. Einhver ann- ar yröi aö koma í minn stað. Allir héldu að ég hefði misst kjarkinn“. „Mér stendur á sama hvað þ^r halda“. Augu Susan urðu allt í einu reiðileg. „Þessir kappaksturssiðir eru svo sem ágætir. Það stendur rétt á sarna hversu marg- ir ökumenn farast, — allt verður að halda áfram eins og ekkert hafi 1 skorizt. Ég get það ekki. Ég gæti ekki afborið að þurfa að lifa síðasta sunnudaa' upp aftur. Ég verð áö vernda sjálfa mig, Martin. Sjáðu til, það er lítil ánægia að vera. ástfangin af einhverjum, þegar því fylgir eilíf þjáning og kvöl“. Hann starði fram fyrir sig á vélarhúsið á bílnum, sá hvít skýin speglast í gljáandi lakkinu. „Ég veit hvað þettá' hlýtur að taka á þig, Susan. En — ég get ekki svikið þá núna. Þú hlýtur að geta skilið þa'ð“. „Mér finnst þú verða að velja, Martin. Ef kappakst- urinn er þér meira virði —“ „Þaö er ekki þaö“. Rödd Martins varð næstum óbol- inmóðleg'. „Þú biður mig um þaö, sem mér finnst jítil- mótlegt og bera vott um ragmennsku“. Hann fann hvernig hún losaöi hönd sína. Skelfilegur tómleiki gagntók hann. Enn var hún svo nærri og' svo ómótstæðileg, en hann vissi nú þegar að hann yrði að sleppa henni. Hann sagði: „Er það vegna þessa sem þú hefur ekki sagt Vyvian fi'á neinu?“ „Að sumu leyti“. Hún horfði ekki á hann lengur. „Ég skil“. „Vyvian er að minnsta kosti traustur og öruggur og ég veit að hann verður alltaf vís“. „Já, þaö efast ég ekki um“. Martin reyndi að halda rödd sinni beizkjulausri. „Jæja, við höfum bæði þurft að taka ákvörðun og þetta virðist vera á hreinu. Þetta hefur veriö býsna stutt ástarævintýri hjá okkur, finnst þér ekki?“ Susan svaraði ekki. Hann laut áfram, kveikti á bíln- um pg ýtti á startarann. Þau óku þegjandi heim á gistihúsið. . . . r é 11 i r Framh. af 9. siðu Evrópu. Eítir fyrri hálfleik stóðu ieikar 2:1 f-yrir Þjóðverja og í næstu 35 mín. mátti ekki á milli sjá hvort Þjóðverjum tækist að halda þessu eða Suð- ur-Ameríkumönnum að jafna. Munaði stundum litlu að þeim tækist að j.afna. og , áttu þeir skot í stöngj en .þegar Helmuth skoraði þriðja rnarkið féii Argentínumönnum allur ketiil í e!d. í liði Argentinu leikur sem hægri útherji maður að nafni Corbatta og er af sumum tal- inn bezti útherji í heiminum og þá langt til jafnað. Og það er var hann sem skoraði eina mark þeirra. þetta • |||^HEIMIUSÞÁTTUkÍH1nÍ reint baðherbergi Hjartkær eiginmaður minn OUÐMUNDUR GISSURARSON bæjarMltrúi, sem andaðist 6. júní s. 1. verður jarðsunglnn frá Þjóð- kirkjunni í Hafnarfirði laugardaginn 14. júní kl. 2 eftir ihádegi. Athöfnin hefst með húskveðju heima að Tjamarbraut 15 kl. 1.15 eftir 'hádegi. Blóm vinsamlegast afbeðin en þeim sem vildu minnast hans er bent á sjóð þann, sem stofnaður hefur verið til minningar um hinn látna við Elli- og ihjúkrunarheimilið Sólvang. Minningarspjöldin fást í bókabúðum bæjarins og Blómaverzluninni Sóley. Athöfninni í kirkjunni verður útvanpað, Fyrir hönd vandamanna, Ingveldur Gfsladóttir. Baðherbergi á alltaf að vera hreint og vel útlítandi. Röndum og blettum er hægast aðí ná úr vaskinum með mjúku ræstidufti sem rispar ekki. Slíkt duft má búa til sjálfur úr jöfnu magni af syntetisku þvottaefni, tri-natriumfosfatdufti og hreins- uðu kaólíni. Það tekur ekki lang- an tíma að fara daglega yfir vaskinn með vatni og dufti og hann verður alltaf skínandi hreinn. Kalk við kranana má bleyta upp með ediksklút sem lagður er við kranana og látinn liggja þar um stund og þá er hægt að losa t kalkið með smáspýtu eða prjóni. Baðker er oft viðkvæmara en glerungurinn í vaskinum og því má aldrei nota á það sýru eða sterkt ræstiduft. Það rispar glei-- unginn og hann verður móttæki- legri fyrir óhreinindum. Ryð og kalkbletti má fjarlægja með mildu ræstidufti og óhreinindum og röndum er náð burt á sama hátt og úr vaskinum. Klósettskálin er hreinsuð með sérstöku WC-dufti eða súru natríum-sulfati. Geymið það ji niðursuðuglasi með loki, þvi að það drekkur í sig vatn, og geym- ið það þar sem böm ná ekki til, þvi að það brenuir. Norður-írland vann Tékkóslóvakin 1:0 Það kom á óvart að Tékkó- .. síóvateis“'‘skyldi tapa fyvir Norður-írlandi, og eftir tæki- færum og sókn liðanna hefði Tékkóslóvakía átt að vinna. En Norður-írland lagði „taktik- ina“ þannig að leggja átti mest upp úr vöminni en undirbúa síðan skvndiáhlaup. Leikurinn var mjög harður og mikið af góðri knattspyrnu, en hann var í harðasta lagi. Tíu af þessum 11 leikmönnum sem Norður-írland tefldi fram leika í Englandi, í atvinnulið- um þar, og þykir vel af sér vikið að hamra saman (SVO sterkt lið með.því að tína le.ik- mennina svona saman. Vörn þeirra er mjög sterk og i markinu er enginn annar en hinn snjalli Harry Gregg, en hann og Denny Blanchflower voru þeir sem mest hvíldi á. Gregg áttL .oft í vök að verjast og fórnaði sér hvað eftir annað þegar Tékkarnir komu í leikr andi og léttum áhlaupum, og bjargaði hvað eftir iannað snilldarlega, Beztir hjá Tékkum voru markmaðurinn Ðolejsi og vinstvi bakvörðurinn Novak. Þetta eina mark sem sett var i leiknuvn skoraði Cush á 21. min. Á 30. mín. áttu Tékkar skot af 30 m. færi en það ienti í stólpanum. í þessum leik sýndi Gregg hvílíkur afburðamarkmaður hann er og vakti harm gífur- lega hrifningu. Eftir leikinn sagði þjálfari Tékkann'a að úrslitin hefðu verið réttlát. í dag gátu okkar menn ekki skotið. Hann lýsti aðdáun sinni á Gregg og vörn Norður-írlands í heild. Hinsvegar sagði Denny Banchflower að Tékkarnir hefðu verið miklu betri en bætti því við. að lið Norður-ír- lands gæti miklu meira en það gerði í þessum leik. Áður en írlendingarnir fóru í leikinn gengu þeir 1 kirkju, en þeir leika sem kunnugt er í þessu móti með undanþágu að leika á sunnudögum! Framlialds keppninnar er béð- ið hér með mikilli eftirvænt- ingu, og eftir leikina á mið- vikudaginn fara linumar svo- lítið að skýrast. Friinaim,

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.