Þjóðviljinn - 13.06.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.06.1958, Blaðsíða 9
Föstudagur 13. júní 1958 — ÞJÖÐVILJINN — ($ Frakkar komu mest á óvarf í fyrstu umferð úr- slifa heimsmeisfarakeppninnar í knaffspyrnu Gautaborg 9. júní. Fj'rsti leikur lokakeppniunar hér í Sviþjóð fór fram á Solna- Jeikvanginum í Stokkhólmi, sem er nýr leikvangur, en áður en hann hófst komu fram fulltrú- ar frá öllum þeim londum sem ]ið áttu í lokakeppninni og gengu undir fánum þjóðanna. Aðalsetningarræðuna flutti for- maður FIFA, Bretinn A. Drew- ery, en Gustaf konungur Svia lýsti síðan yfir að keppni þessi væri hafin. Hann heilsaði síðan liðunum sem áttu að leika en það voru sjálfir gestgjafarnir, og Mexikó. Svíþjóð - Mexíkó 3:2 Fyrirfram var því almennt haldið fram að Svíþjóð mundi í þessum fyrsta leik keppninn- ar vinna léttan' sigur, og það fór líka svo. Mexíkómenn voru ekki jákvæðir í leik sínum. Til að byrja með voru liðin mjög laugaóstyrk. Svíar þorðu ekki að leggja í spkn, því að þeir vissu að ef svo færi að Mexíkó kæmi marki gæti það haft al- varleg áhrif, en smátt og smátt komust þeir að raun um að það var óhætt -fyrir þá að leika frjálst og óhikandi. Þeir skoruðu ' aðeins, 'þrjú mörk en það hefðu eins getað verið 5:0, siíka yfirburði höfðu þeir. Sviar leika með 5 atvinnu- menn í liðinu sgm ■ þeír fengu heim frá Ítalíu, og ber þeim saman um að þeir styrki Uðið mikið. Þeir sem skoruðu fyrir Sví- ana voru Agne Simonsson og Liedholm, sem skoraðj úr víta- spyrnu. Svíarnir þykja nokkuð þungir og seinir og' eru menn hér smeykir um að þeir þoli ekkj þann hraða sem t. d. Ungverjar ráða yfir. Eftir leikinn sagði þjálfari mexíkanska flokksins að hann ætlaði ekkj að fara að afsaka tapið á nokkurn hátt, því að Svíar hefðu veríð betri, en hinir köldu áhorfendur frystu okkur, við þutfum að hafa örf- andi köll -frá áhorfendapöllum um. Gunnar Gren lék 50. landsleik sinn „Knattspyrnuprófessorinn" Gunnar Greh lék nú 50. landsleik sinn. í tilef-ni af því segir hann í viðtali við Dagens Nyheter, að lið Mexíkó væri ineikvæðasta landslið sem hann hefði leikið við. Hann sagði ennfremur að það skemmtileg- asta sem hefði fyrir sig komið . á knattspyrnuferli sínum væri það að hann hefði gftur fengjð að leika í sænska landsliðinu. Þrír skemmtilegustu leikirnir Sem ég hef leikið eru: Þegar við sigruðum England á Rá- sunda 3:1, þegar við unnum Sviss 7:1 og að sjálfsögðu úr- ílitaleikurinn í London er við Unnum olympískt gull, en það var sérstæður leikur. Beztu knattspymumenn sem ég hef séð eru: Matthews frá Blackpool, hann er ógleyman- jegur, og í sama flokki koma þrír aðrir en það eru: Argen- tínumaðúrinn dj Stefano, Nisse Liedholm og Gunnar Nordahl. Leikurinn við Mexíkó var einn íéttasti leikur, sem ég hef leik- ið, sagði Gunnar Gren að lok- Ungverjar og WaJe® 1:1 en Ungverjar vora mær því að vinna Leikuriim fór fram í Sand- viken og endaði með jafntefli og' sluppu Wales-menn vel með þau úrslit: 1:1. Ungverjar sýndu mun betri samleik og leikni, en Wales-lið- ið átti erfjtt með að ná saman og ná góðum flokksleik. Ein- staklingarnir sýndu margt gott, en sameinuð átök áttu þeir erf- jtt með, og var liðið engan veg- inn eins vel samleikjð og það ungverska. .Aðalstjórnandi ung- v.erska liðsins* var hinn 37 ára Hidegkuti sem einnig var með í hinu fræga ungve-rska liði. Sandor útherjinn hægri var ínjög hættulegúr og gerði hvert áhlaupið á fætur öðru, en Ung- verjana vantaði menn til að reka rembihnútinn á áhlaupin. Tveir aðrir frá „gullaldar- tíma“ ungverska landsliðsins áttu rnjög g;öðan leik, en það voru framvörðurinn Bozsik og markthaðurinn Grosics. Það var Bozsik, sem leikið hefur 86 sinnum i landsliðinu, og er ejnnig þingmaður, sem átti markið s'em gaf þeim for- ustuna á fimmtu mín. fyrri hálfleiks, með því að leggja frábærlega vel íyrir Sandor sem skoraði. Ungverjamír voru ákaflega smeykir við miðherja Wales, og var það ekki að undra, því að hann skoraði langflest rnörk í ítölsku keppninni á siðasta keppnistímabili. Miðvörðurinn Sipos hélt vakandi auga með honum allan leikinn. Wales- menn byggðu nærri einhliða á- hlaup sin á John Charles en svo* hejtir maðurinn.og talinn einn’ Frakkar komu mest á óvait, imnu Paraguay 7:3 Til að byrja með var leikur- inn jafn og mátti ekki á milli sjá. í hálfleik stóðu leikar 2:2 og riokkru eftir að siðari hálfleik- ur var byrjaður skoruðu Para- guay-menn eitt í viðbót. Fleiri mörk tókst þeim ekki að skora, en Frakkamir jöfnuðu einni mín. síðar. Það sem eftir var af leiknum voru Fransmennirn- ir einráðir, og voru það þre- menningarnir Fontanjne, Kopa og Piantoni sem rugluðu .svo Suður-Ameríkumennina að það vel og áttu miklu meira í fyrri hálfleik og höfðu forystuna í hálfleik 1:0. Skotarnir áttu aft- ,Ur . á móti ...beldur . meira í..sið- ari hálfleik. Miðherji Júgóslav- anna, Milutinovic, var fyrstu 10 mín. mjög. hættulegur og' þá settu Skotar hann undir strangt eftirlit. Öll framlína Júgóslav- anna var mjög góð og setti Skota í harða raun. 1 leik Skótanna kom ekki fram mikil hugkvæmni, og eng- inn framherjanna vakti á sér verulega athygli, nema þá helzt Murr'ay, sem átti nokkur skot, og skallaði inn maík Skotanna. hald og vörnin fylgdi sókninni ætíð fast eftir, og gerði það á sjaldgæfan hátt. Eftir gangi leiksins var sig- urinn of stór, sem mörkin telja. Eitt blaðið hér gat þess að Brasilíumenn hefðu lagt hart að sér í leiknum og væri það til sannindamerkis að einn leik- maðurinn, Dmo að nafni hefðí létzt um 3,4 kg. meðan á leikn- um stóð. De Santos hafði létzt um 2 kg. og Didas ■ sem er þeirra minnstur hafði létzt um 2 kg. Það þótti sérkennileg sjón að sjá Brasiliumennina þegar þeii1 " i m - Agne Simonsson skorar fyrsta mark Svíanna og' jafnframt fyrsta markið sem sett var í úrslituní Heimsmeist aramótsins. . Hidegkuti bezti miðherji í heimi. En þótt vel væri um hann hugsað tókst honum að jafna á 26. mín, Bakvörður Wales bjargaði á línu þegar 10 mín. voru eftir og oft munaði mjóu að Wales yrði að láta undan. Þegar liða tók á leikinn harðnaði hann nokkuð. var eins og það væri ekkert skipulag á vörninni. Fyrir síð- asta markið sem þeir skoruðú, fóru þeir Kopa og Fontaine með knöttinn á milli sín af sín- um vallarhelmingi án þess að það tækist að stöðva þá, og síðan sendu þeir knöttinn út- herjanum Vincent sern hafði komið sér fyrir á góðum stað og skoraði. Kopa þessi er talinn frábær 'knattspyrnumaður, og sagt er að það hafi verið hann sem hafi ferigið' fránska ^ándsliðið til þéss að léíká' éftir öðrum leikaðferðum, og árangurinn er sá að landsliðið -franska hefur átt marga góða leiki undanfar- ið. Það varð því næstum þjóð- arsorg þegar hann var kej'ptur til Spánar, fyrir gífurlega upp- hæð. Ilann leikur fj'rir Real Madrid, en mátti leika með landsliðinu franska þar sem : hann er franskur borgari. Verð- ið mun hafa verið nærri 2 millj. ísl. kr. og þótti vera allt, of lítið! Leiðtogar Frakkanna voru mjög glaðir og sögðu að allt hefði gengið samkvæmt áætlun og að sjaldan hefði franskt lið verið svo gott. Það var heldur daufara yfir Paraguay-mönnum sem voru mjög vonsviknir. Sögðu þeir að )ið þetta hefði aldrei leikið í Evrópu og að vætan sem kom vegna smáregns hefði eyðilagt fyrir þeim og breytt öllu, þvi þeir leika aldrei í rigningu i Paraguay. Júgóslavía - Skotland 1:1 Jiigóslavanair nser því að vinna, Júgóslavamir byrjuðu mjög En liðið breyttist mjög í síð- ari hálfleik og náði þá allgóð- urn leik á köflum. Sérstaklega bætti vörnin ráð sitt, og lék nú mun öruggar en í þeim fyrri. Mark Júgóslavanna kom á 6. mín. fyrri hálfleiks, og þá skor- aði hægri innhérjinn Petakovic og 5 mín. síðar munaði sára- litlu að hann skoraði aftur. Eftir gangi leiksins hefði Júgóslavía átt að vinna með 1—2 marka mun. Brasilía vann Austur- riki 3:0 Þegar í byrjun settu Brasil- íumenn upp þann hraða sem ógnaði Austurríkismönnum, og honurn héldu þeir allan leikinn út. Það merkilega var þó að þrátt fyrir þennan hraða Suð- ur-Anierikumanna náðu Aust- urríkismenn ótrúlega góðum tökum á leiknum og áttu oft góð áhlaup og mjög áferðargóð- an leik með samleik og skipt- ingum. Það sýnir líka að þeir áttu mikið i leiknum að þeir fengu 5:1 horn á Brasilíu í fyrri hálfleik, en 4:1 í þeim siðari. Þeir gerðu - Brasilíu- mönnum mjög erfitt fyrir vegna þess að þeir léku þá svo oft i rangstöðu, og kom þeim þetta á óvart til að byrja með. Hin ágætu áhlaup Austurríkismanna höfðu þann slæma galla að þeir gátu alls ekki skotið. Þegar upp að marki kom fór allt í smásendingar og þröng. í vörn- irini hjá Brasiliu lék maður að nafni De Santos er vakti mikla athygli fyrir frábæran leik, og er þess beðið með mikilli eft- irvæntingu að sjá hann í leik við Rússa og Breta. Brasilíumenn hafa mikið út- höfðu skorað mark. Sá »sem skoraði var beinlínis grafinn undir félögum sinum, því að allir þurftu að koma við hann, kyssa og faðma að sér og eng- inn gat beðið. Talið er líklegt að Brasilía verði framarlega í keppninni, og er beðið hér eftir leikjum þeirra við Rússa og Englending- ana með miklum spenningi. Argentína tapaði 3:1 fyrir heimsmeisturunum — Þýzkalandi Heimsmeistarárnir frá 1954 sluppu vel í gegn um fyrstu þolraunina að verja titilinn, og að sigra Argentínu var vel af sér vikið, því að Argentína á góða leikmenn. Herberger hafði horft'á þá í leik áður en þeir komu til Svíþjóðar, og lagði „taktikina" sámkvæmt því og hun hélt í einu og öllu. lletjan í þýzka liðinu að þessu sinni, eins og í Sviss 1954 var hinn 31 árs- garnli Helmuth Rahn sem skoraði markið sem þeir jöfnuðu úr og' eins þriðja markið. Það var Fritz Walter sem gaf honum knöttinn í þetta sinn, en þá var Walter kominn sem útherji þar sem hann hafði meitt sig í hné og óvíst að hann leiki með í næsta leik. Argentínumenn léku með miklum hraða og mikilli leikni og ef svo mætti segja skapofsa,. og mættu Þjóðverjunum með þegjandi þunga i öllum liindrunum, en Argentinumönn- um er illa við allar skrokk- hindranir og þær fara i taug- amar á þeim; höfðu þeir kviðið þeirn áður en þeir komu til Framhald á 11. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.