Þjóðviljinn - 13.06.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.06.1958, Blaðsíða 7
Föstudagur 13. júní 195S — ÞJÓÐVILJINN — (7 Ttmr Vilhjúlmsson: 2• fjrein Menningarvika í Osló Og svo hefst menningarvik- an. : . Framundan er heillar viku veizlugleði og hefði komið sér vel að hafa undirbúið sig mánuði fyrirfram með mull- ersæfingum sjóhnðum og há- karlalýsi til að standast gest- risni Norðmanna sem er svo kunn hér á landi af frásögn fyrri Noregsfara að ég þarf ekki mörgum orðum að út- mála þau býsn. Fulltrúarnir koma eaman til morgunverð- ar fimm frá hverju landi: myndlistarmenn og tónlistar, ritliöfundar, leikarar ogblaða- menn. Hótelstjórinn Grieg Martens stóð fyrir boðinu, en utanríkisráðuneytið norska mun hafa annazt val gest- anna, auk þess stóðu dag- blöðin norsku að þessu móti og hafði hvert blaðið ofan af fyrir gestunum einn dag og sá tjl þess að þeim leiddist ekki. Þessa viku var reynt að sýna gestunum sem flestar hliðar á norsku menningar- lífi, bregða upp myndum úr sögu þjóðarinnar, af menn- ingu hennar og veita hugboð um líf fólksins í dag. Þegar tíminn er svo stuttur til að fara jafn víða og hér var reynt um menningarsviðið hlýtur dagskráin að verða allströng og kannski hætt við að þátttakandinn þreytist. En hér var allt svo lipurlega framkvæmt og fas hinna norsku forsjármanna okkar létt og fjörugt og tímanum svo mátulega skipt milli al- vöru menningarlí.fsins ímynd- listarsölum, leikhúsi og hljóm- leikasölum og léttari kynna og leiksins í veizlusölum og samkvæmum við ríkulegar veitingar í mat og drykk og fjörlegar samræður svo að maður minnist ekki á þrjú hundruð og s.iötíu ræður um norræna samvinnu. Svo hug- vitsamlega var þetta sett á svið og- tímanum skipt þann- ig milli hinna tveggja skauta að þátttakandinn varð af hvorugu dasaður, veizlum eða menningunni. Hinsvegar gafst eriginn kostur þess að rísa í einrúmi undir sinni menn- ingarlegu ábyrgð því allar stundir var maður umkringd- ur af ljúfu og elskulegu fólki sem vant.aði að vita hvort ekki væri eitthvað hægt að gera fvrir mann. ^ Jú iakk, ég gat vel hugs- að mér að hitta einhverja norska rithöfunda og nefndi sérstáklega þá tvo sem ég held standi fremst í dag, Tar- . jei Vésaas sem skrifar eígin- lega sérstakt tungumál á grundvelli nýnorskunnar og Johan Borgen höfund þrí- bálksins Lillelord. En því miður var herra Vesaas á setri sinu á Þelamö'rk, semsagt . langt uppi í sveit og herra Borgen lá sjúkur í rúmi sínu alla vikuna. Og það fór svo að ég sá hvergi bóla á nein- um norskum höfundi þennan tímá nema einum eða tveim og frétti að ástæðan væri sú að þar í landi eru tvö rithöf- undafélög eins og hér. En í Noregi er skiptingin í tvö rit- höfundafélög frábrugðin okk- ar skiptingu þ\ú þar á hún sér forsendur en hér veit ég af öngum nema ef væri mikið framboð á höfundum sem óska eftir metorðum innan félaganna í stað þess að hafa fyrir því að skrifa bókmennt- ir. Og vejgna þess að það voru tvö rithöfundafélög i Noregi var ekki vogandi að bjóða rit- höfundum til fundar við okk- ur rithöfunda frá hinum lönd- unum því ekki mátti gera upp á milli þessara félaga og það var. heldur ekki hægt að láta annað félagið komast í færi við okkur og ná okkur í sitt net því þá hefði hitt félagið kannski sprengt upp Hótel Viking með öllum menn- ingarfulltrúum lyftusveinum servítrisum og þjónum og kannski einum tveim sendi- herrum frá Suður-Ameríku. Góð kynni tókust með hin- um ýmsu fulltrúum en sér- staklega greið var leiðin milli Finnanna og Islendinganna. Ég hef heyrt aðm íslendinga hafa orð á þvi fyrr að þeír hafi orðið varir skyldleika í geðslagi þessara tveggja þjóða. í sendinefnd Finna voru tvær konur Tuuli Reinonen-Vibo- poo þekktur rithöfundur sem fékk fyrstu verðlaun í smá- sagnakenpni Norðurlanda, en einn höfundur var valinn frá hverju landanna til verðlauna, frá Noregi var Johan Borgen verðlaunaður, ekki veit ég hver þar var sæmdur frá Is- landi. Þvi miður þekki ég að- eins nokkrar af smásögum frú Reinonen sem eru magn- aðar undarlegum geðhrifum þar sem mvrkir kraftar leika, þar eegir hvemig manneskjan lifir í greip náttúrunnar of- urseld nafnlausnm öflúm i náttúmnni og náttúrah stríð- ir inni í manneskjunni og í frásögninni tvinnast heiðinn vísdómur sem finnskar völvur hafa borið frá kvni til kyns og hinsvegar næstum súrreal- istiskir þættir í nútímahöf- undi. Þetta er roskin kona með svart hár slegið hvitu hrími tímans, skarpleitt andlit og augu sem hætta. aldrei að skoða manneskjumar í kring- um sig. Þessi kona kunni líka sitthvað fyrir sér sem ekki er krafizt af nútímalrífund- um því hún las mönnum ör- lög úr léyndri skríft í lófa þeirra og vár þá etundum ó- vægin í dómum undir því yf- irskyni að hún þjónaði þeim kröftum sem hafa skrifað ör- lagateiknin: þannig fékk einn glaðlyndur sendinefndarmað- ur sem var kominn til móts- ins sem fulltrúi dýrlegrar listgreinar að heyi'a. að liann væri meiri grósser en lista- maður. Hvad siger De? sagði mað- urinn og tók út úr sér vindil- inn. Nú ég íes bara þáð sem stendur skrifað þama, sagði konan og benti á hönd manns- ins sem hann hafði kippt að sér og horfði á eins og lim þar sem voðaleg sjúkdóms- merki liafa komið fram: hví eruð þér þá að koma og biðja mig að lesa í lófa ef þér þolið ekki að heyra það sem þar stendur. Andlit hennar var magurt og sérkenniíegt með þessum vigelandsgarðurinn: Allur 'sá garður orkar sem einhver ó.gur- Iegá hrikaleg skritla. dökku skoðandi og skyggnu augum. Hin konan frá Finnlandi er þekkt af málverkum sí.num, Eva Cederström, hjartahreín kona hispurslaus og skynsöm og sagði vel frá ferðum sín- um víða um heim og kynnum af margvíslegu fólki. Góð- mennska einkenndi allt henn- ar fas en þó veit ég til þess hún hafi framið eitt hryðju- verk: ég sat við borð ásamt finnsku fulltrúunum og ein- um sænskum málara af eldri skólanum, hann var form- fastur elskulegheitamaður og aðhylltist sjónarmið Helga Hjörvar um þéringar. Þessum manni býður hin finnska lista- kona að verða dús við alla sem sitja við borðið og taka allan flokkinn í einum slump í þúbræðralag við sig og vegna hinna norrænu frænd- skapar- og bræðralagshug- sjóna sem alltaf var verið að stagast á þessa dagana varð sænski málarinn að þekkjast boðið og rataði fyrir bragðið í miklar hugarraunir þegar við hittumst tveir á götu í Stokkhólmi nokkru síðar og stamaði á víxl við mig þú eða þér: eruð þér búnir að á- kveða hvort þú ætlar að vera lengi í borginni, jasá, tack- tack. Svona á ekki að fara með roskna heiðursmenn sem aðhyllast sjónarmið Helga Hjörvar. Frú Cederström málar ekki verk sem húii hafði séð á sýn- ingu í Stokkhólmi og teiknaði fyrir mig mynd af einu þeirra til skýringar og notaði blek úr býrópenna sem hún bar með fingurgómi á flötinn, brúnt fékk hún úr notaðri eldspýtu og ýmsa gráa tóna úr öskubakkanum fyrir fram- an sig og gerði með þessu fínlega og fallega mynd. Hún skálmaði með vakandi eftir- tekt og lífsþrótti á blárri peysu gegnum alla þessa menningarviku með glæsileg- an ullartrefil sem hún slöngv- aði um hálsinn í skarpri and- stæðu við ýmiskonar loðdýr sem hefðarfrúr legg.ja tilgerð- arleva um smn brothætta álft- arháls undir skrautljósum samkvæmissalanna. Einn Finninn var leikhús- stjóri Risto Veste frá Kemi, hlédrægur maður með skarp- leg augu bak við þykk gler- augir fínlegur með hina öguðu greind sem var kannski að einliverju leyti af frönsku blóði eem hann hafði í æðun- um. Og leikliús hans var ein* mitt að sýna Anhouilh sem hann hafði gaman af að tala' um. Og hinh fjorði Finninn var eiris” og 'dansandi skógarpúki æviiilegá tilbúinn að rjúfa þunglamaleg samnorræn há- tiðlegheit með hröðum og ó- undirbúnum ærslum og heitir Bergmann, þekkt tónskáld í landi sínu. Harm er fremur lágvaxinn maður, grannur en ólgandi lífskvika í hverri taugý augun eins og rifur leitandi að tilefni að leiftursókn svo aldrei verði kvrrðardrungí. Oft söng hann við ráust til- brigði eftir Jón Leifs við ís- lenzk rímnalög og í stuttu samkvæmi Finna og íslend- inga í O'sló flutti hann sjö ræður, og sagði í öllum ræð- unum að íslendingar hefðu hjartað í augunum og þegar hann liti í kringum sig væri hann alveg hættur áð geta séð hver væri Finni og hver íslenzkur og hann héti héðan í frá gamli Jarpúr. Frá Svíþjóð voru ágætustu fulltrúar þar á meðal tóri- ekáldið Moses Pergament með rafmagn í hárinu og eina ar- istókratiskustu pípu sem ég hef séð gæddur fasi sem hæfði hvorutveggja, skáldið Johann- es Edfeld sem margir þekkja hér sem eitt af beztu skáld- um Svía af þeirri kynslóð sem kallast Trettitalistar og ekki síður kunnur af snjöllum þýðingum sínum, Svíar segja. að hann sé einn af þrem beztu þýðendum sem þeir eiga. Edfeld er gáfaður og viðfeldinn maður gæddur mik- illi hlýju sem hann leynir dulbýr og temprar méð afar háttvísri en nákvæmri hæðni, hvithærður maður með gríðar- stórt höfuð og skýr blá augu. En sá fulltrúi sem vakti öll- um öðrum freimir athygli var sænski leikarinn Anders Ek. Hann er talirin einn sérkenni- legástur riieðal yngri leikara Svía, mikill hæfileikamaður sém hefur agað sig af mesta hlífðarleysi við sig sjálfan og lætur sér ekki í neinu næg.ia hið auðkeýpta og ódýra. Öll framkoma þessa fræga leikara var mörkuð af tilgerðarlausu lítillæti og einlægri forvitni leitandi listamanne um annað fólk. Fyrir 10 árum vann Ek mikinn sigur í hlutverki Cali- gula eftir Camus, en það verk held ég sé eitthvert það bezta sem Camus hefur skrifað. f Svíþjóð verður maður var við að sá leikur er enn i vakandi minni. Þetta leikrit er ó- hemju sterkt, þegar ég sá það á lokaæfingu í Det Nye Te- a.ter í Ósló að menningarvik- \vhrii Iokiimi spurði sesstmaut- ur minn hvernig niér þætti. Þá bótti mér líkt og hafa komið' þar að sem b\i hefð' ekið yfir mann, séð atburð;nn og væri spurður: hvern’.g finnst þér. Þá lék norskur leikari Espen Skjönberg hlutvcrk Caligulu. Mér skilst hann liafi túlkað það að mörgu leyti talsvert öðruvísi en Anders Ek en ég held ég megi segja að sú leiksýning hafi verið mér mest virði af því sem ég sá í Ösló. Það var auðfundið að Norð- mennirnir þekktu vel nr.fn Anders Ek og frægð lians dró jafnan blaðafólkið að honum én pérsónuleikinn lað- aði flesta að þessum látlausa manni. En frá honum ætla ég að segja meira síðar. Einn Dananna var mynd- höggvarinn Hans Olsen, hæg- látur og gariiansamur, fátal- aður en einlægur og handrtin ættu að vera á leiðinni hoim af dönsku söfnunum því þesei menningai'fulltrúi Danmer' ur hefur lofað mér þeim til fs- lands og fullyrti að þan-úg liti meirihluti Dana á máHð: það væri sjálfsagt að fsleud- ingar fengju þau, annað væri Dönum til skammar. Ég æt.ti kannski að ne'na Kelvin Líndeman sem ýmsir þekkja hér áTandi, hann bef- ur gefið mikla peninga í ým- iskonar sjóði til styrktar ung- um í'ithöfundum, skrifaði citt sinn hók undir dulnefni sem ýmsir eignuðu Karen B'b-.en. og var fulltrúi á þingi P :n- klúbbanna í Tokyo, ásamt Tómasi Guðmundssyni sem fór þangað fyrir hönd hínsi lokaðá vinafélags Gunnars Gunnarssonar sem ér kallað PEN-klúbbur en er deí'd úr Landsmálafélaginu Verði. — Lindeman óttaðist aðáfs’a ídi væru allir hlutir amerískir og spurði mig eitt sinn við morg- unborðið: hvemig brauð haf- ið þið á íslandi, er það ekki - amerískt? Ég sagði honum að við nenntum ekki að standa. í bví að baka brauð sjálfir svo við hefðum flutt inn danska bak- ara til þess. Ja, men ærlig talt ber T rugbröd deroppe paa Island? Jájá. Nákvæmlega eins og voru bökuð áríð 1000 en bá tóku nokkrir fslendins-ar rng til og sigldu á svoleiðís rig- brauði yfir til Ameríku. Og Framhald á 10 síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.