Þjóðviljinn - 05.07.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.07.1958, Blaðsíða 10
2) — öskastundin SKRÍTIN NÖFN Mannanöfn eru mis- jafnlega gömul í málinu. Á árunum 1855—1870 bættust 102 ný nöfn við. Þar á meðal voru nokkur nýstárleg karlmannsheiti: Abner Díomendes Garíbaldi HerníS Sigurlini Sigurrín Trjámann Vítalis. Þessi kvennaheiti bættust við: Andrésa Alpha Baldína Benedikta Bergsveinína Brynjólfína Ebbertsína Eirikka Eugenía Frimannina Gíslalina Gratína Guðbr^ndína Hersilía Híramina Ingfinna Klasína Mattíana Rósalía Septína Össurína Óvína Skuldfrí. SKOÐANAKÖNNUN Hvað ætlar þú að verða? öskaetundin (3 Öll börn gera sér ein- hverjar hugmyndir um það hvaða starf þau muni kjósa sér, þegar þau eru orðin stór. Vissu- lega skipta þau oft um o,; ræður ýmislegt því hvers vegna þetta og hitt starfið verður svo eftirsóknarvert í þeirra augum. Til dæmis þekki ég lítinn strák, sem ætl- aði að verða mamma og baka kökur, en nokkru seinna var rjómaís eftir- sóknarverðari og hann á- kvað að verða afgreiðslu- maður á ísbar, nú er þessi ungi maður stað- ráðinn í því að verða bílstjóri. Þau ykkar, sem eruð farin að nálgast ferm- ingaraldur gera sér frek- ari grein fyrir því hvað starf er, og sum eru jafn- vel farin að búa sig und- ir lífsstarfið. Það verður gaman að fá svör við spumingunni og komast að raun um hvaða staða er nú í dag vafin mest- um ljóma. Þð eigið helzt að gera nokkra grein fyrir því hvers vegna þið viljið verða það, sem þið tilgreinið. Við mun- um svo birta skemmti- legustu svörin. Hér er teikning eftir krakka og sýnir hún unga fólkið hittasf á götunni. „Gæjinn“ í bílnum blikk- ar „skvísuna" sem er að labba hjá ijósastaurnum. Kannski ætlar hann að bjóða henni í bíltúr upp í Mosfellssveit eða upp að Kolviðarhóli! — Einu sinni komu nckkrir ungir menn frá Sunne héraðinu á dans- leik á Mararbakka og til að horfa á leiksýn- ingu þar. Við höldum, að þeir hafi komið vegna þess, að þeir hafi frétt afi Hilda Wallroth í Garðsvatni og Anna Lag- erlöf á Mararbakka eru að frænku, hvernig þær eigi að búa sig til þess að verða ekki siðri en Sunne-fólkið. Lovísa frænka fer óð- ar að baka og hún er í sjöunda himni, því að svona nestispokadans- leikir voru stundum í Sunne, þegar hún var ung. Lovísu dettur ekki Selma Lagerlöf DANSLEIKURINN 1. dag verða fullorðnar stúlkur og fallegustu stúikurnar ) öllum Fryksdal. Og viti menn! Einn góðan veðurdag fær pabbi bréf frá tveimur ungum mönnum í Sunne, ■ ogi. þeir bjóða allri f jöl- skyldunni á Mararbakka . á dansleik. Þessi dansleikur átti að verða í húsi Nilssons kaupmanns á .annarri hæð. Hann léði húsnæð- ir- ókensis. Karlmennirn- ir lögðu til ölið, en kven- fólkið átti að koma með kaffi og brauð. Þetta átti að verða ákaflega ódýr skemmtun og ekki hafa nein útgjöld í för með sér. Fjölskyldan á Garðs- vatnj hefur líka fengið boðsbréf og nú kemur Ágústa frænka til að ráðgast um það við mömmu og Lovísu ur í hug að fara sjálfri. þvi að hún þykist of gömul til að dansa, en hún segir, að það sé gaman að vita til þess, að aðrir skemmti sér. Þetta finnst okkur GerðU'-líka. <i)kkur þyk- i.* gaman að það skuli eiga að verða skemmtun, þc að við séum of litlar til að fara þangað. Ánægja mín var þó skammvinn. Þegar við vorum að borða miðdeg- ismatinn — og auðvit- að að tala um dansleik- inn, segir pabbi, að Selma sé nú orðin svo stór, að hún ætti að fá að fara með. Pabbi heldur sjálfsagt, að ég verði glöð, en því fer fjarri. Eg hef verið í svo mörgum samkvæm- um hér í sveitinni, að ég veit svona hér um bií, hvemig það muhl verða á þessum dansleils á Sunne. Eg segi undir eins, að ég vilji ekki fara. „Hvers vegna viltui ekki fara á dansleik“?í spyr pabbi. Svo snýu hann sér að mömmu og spyr hana: „Á hún engant fallegan kjól?“ „O, jú“, svarar mamraa< „Hún getur verið í ljós»* gráa kjólnum. Hann er, laglegur“. „En á hún sokka og skó?“ „Nei, ekki skó. Elí gráu skórnir, sem Anna var á í brúðkaupintt hennar Júlíu systur, eru orðnir of litlir á hana, Selma getur fengið þá“e „Þá skil ég ekki, hvers vegna þú vilt ekki fara“, segir pabbi. Eg verð logandi hrædd, Reyndar veit ég ekki, j hvað það er, sem ég ei[ svona hrædd við, en ég ' get ekki hugsað mér neitt hræðilegra en þa3 j at' fara á þennan dans« leik. „Eg er of lítil til ad fara á dansleik“, segi ég. „Eg er ekki nema þrettn ár. ára“. „Emilía Wallroth faet) að fara“, segir frænka. „Og ekki er hún eldri“, Eg heyri að þau eru öll á móti mér, mamma, pabbi og Lovísa frænka. Þá hef ég engin önnua ráð en að fara að gráta. „Ertu ,að gráta út af þvi, blessað barn, að við skulum vilja lofa þér að skemmta þér?“, segii pabbi. 10) ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 5. júlí 1958 Framhald af 12. síðu. eins og áður er sagt. Mótið fer að þessu sinni fram í Þránd- heimi og stendur yfir frá 5.-10. júlí. Ármannsflokkurinn sýndi á íþróttavellinum 17. júní s.l. og nú aftur mánudaginn 30. júní í fimleikasal Gagnfræðaskóla Austurbæjar fyrir ýmsa boðs- gesti. Framkvæmdastjóórn ÍSl, Í.B.R., blaðamenn og fleiri. Fyrst sýndi flokkurinn staðæf- ingar með og án áhalda (gjarða), sí.ðan tvímenningsæf- ingar og akrobatiskar uppstill- ingar af mikilli list og að síð- ustu vandasamar jafnvægisæf- íngar á hárri slá. Sýningin tókst mjög vel og var stúlkun- Ármannsstulkur um fagnað innilega að henni lokinni. Benedikt G. Waage forseti I.S.I ávarpaði kennarann og stúlkurnar að sýningu lokinni, var hann viðstaddur Landsturn- stevnet fyrir fjórum árum, kvaðst hann þess fullviss að flokkur Ármanns myndi vekja hrifningu á mótinu nú svo framúrskarandi væri hann I samanburði við þá flokka, eem hann hefði séð. Frú Guðrún Nielsen fer nú utan í þriðja sinni með úrvalsflokk á Al- þjóðamót. Fyrst 1949 á Al- heimsmótið Lingiaden í Stokk- hólmi þá til Hollands 1955 á Alþjóðafimleikamótið Gymna- juventa í Rotterdam. Ávallt hafa flokkarnir getið sér hinn bezta orstír. Fyrir 20 árum sótti Glimuféiagið Ár- mann þetta mót, var kvenna- flokkur undir stjórn Jóns Þor- steinssonar, sem gat sér mikið hrós eins og Vilhjálmur Fin- sen skrifar um í Endurminn- ingum sínum: „Á heimleið“. Stúlkurnar sem skipa flokk- inn nú eru á aldrinum 15—22 ára. Flokknum hefur verið sýndur sá heiður nú að sýna við setningu mótsins. Að mótinu loknu héldu Fim- leikasamband Norðurlanda fim- leikanámskeið í Horten við Oslófjörð, í því munu taka þátt um 500 manns frá öllum Norð- urlöndunum og verða flestir þátttakendur úr flokknum þar einnig- Fararstjóri fimleikaflokksmundsson, íþróttakennari frá Ármanns verður Sigurður Guð-Hvanneyri. 15.000 tunnur af sí!d í gær Framhald af 1. síðu. Jökull 200, Hrafnkell 300, Jón Finnsson 250, Sæfaxi 250, Páll Pálsson 350, Ingjaldur SU 100, Smári 200, Hringur 150, Bjarmi EA 150, Völusteinn 150, Tjaldur 200, Guðfinnur 350, Ágúst Guð- mundsson 150, Kristján 300, Öðl- ingur 200, Ingjaldur 350, Gjafar 250, Helga RE 500, ísleifur II. 350, Sæhrímnir 200, Hrönn KE 100, 'Halkion 200, Guðbjörg NK 200, Ólafur Magnússon AK 400, Höfrungur 250, Reykjaröst 200, Rifsnes 300, Þráinn 40, Erlingur III. 200, Svala 80, Guðbjörg GK 350, Gunnvör ÍS 250, Frosti 100, „Vel gert kunningi” sagði Þórður glaður í bragði um leið og hann vék sér naumlega undan ránni. Þeir hlupu nú til og afvopnuðu eyjarskeggjann, en hann var svo furðu lostinn að honum kom ekki til hugar að veita minnsta viðnám. Allt í einu fölnaði Brighton upp. (rHeyrðu Þórður, þetta er næsta skrítið, ég sé ekki betur en að þetta sé byssan mín. Eg bar hana alltaf þegar ég var um borð í skipinu. Hvernig í ósköpunum hefur þessi náungi komizt yfir hana?“ Þórður leit á eyjarskeggjann sem lá titrandi af ótta. „Mér kemur nú til hugar að þessi sé í einhverjum tengsium við þá sem rændu skipið — við skulúm át- huga hvort hann vill ekki segja okkur. sögu. . .“ Stjarnan 200, Stígandi 600 og Ófeigur III. 600. Þá er vitað að Snæfugl, Snæ- fellið og Langanes hafi fengið afla og 1 þeirra a. m. k. Snæfell- ið fékk á 2. þús. tunnur í tveirrí köstum, en þessi skip hafa, ekki tilkynnt afla sinn hingað. Adamsmálið Framhald af 6. siðu hinn gjafmildi að bera vitni fyrir þingnefndinni sem rannsakar mál Adams. Hann bar ekki á móti því að hann hefði gefið Sherman Adams gjafir, en neit- aði að opinberar stofnanir hefðu mismunað fyrirtækjum hans vegna kunningsskapar þeifra Adams. Goldfine sagði um vitnisburð Fox, að maðurinn væri ekki heill á geðsmunum, hann gengi um og segði lygasögur „og hann mun vafalaust halda. því áfram.“ Adams játar að sér hafi orðið á „skyssa" í samskiptum síriumi við Goldfine, en neitar að hafa aðhafzt nokkuð ósaemilegt, Bandarískir stjórnmálamenn úr báðum flokkum og áhrifa-i mikil blöð bera fram æ hávær- ari kröfur um að Adams viki úr embætti, en Eisenhower segir ,að hann sé sér ómissandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.