Þjóðviljinn - 05.07.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.07.1958, Blaðsíða 9
Öskastundin ¦----- L&ugardagurinn 5. júl; 1958 — i. árgangur — 21. tölublað. Selma Lagérlöf læddist 20. nóv- ember 1858 á Vermalandi í Sví- þjóð og er því í ár liðin öld írá fæðingu hennar. Óskastundin vill heiðra minningu hennar með því að bir'ta nokkra kafla úr berrisku- minningum henn- ar sem fram- haldssögu. Oddný Guðmundsdótt- jr hefur þýtt þéssa kafla. . , Selma Lagerlöf er eitt af öndvegisskáldum Norð- urlá'nda og hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1909. GÁTA eftir Erlu Lausnin liggur víða, leynd og þoku skyggð, ýmist upp til fjalla eða niðrí byggð, út um al'la móa, ögur, hólma, sker. Maígra mílna vegu má hún sýna þér. — Áhrif ýmsa vega 1 auka mörgum frygð, sumum valda svima, sárúm, bana, hryggð. StíIIa stundum kvaliiv stöðva sultárkvein. — ýtar1 af þeim hafa ýmist gagn og mein. Gamansamur uppfirmmga- maður Edison notaði oft upp- finningar sínar sér • til gamans. Einu sinni vaknaði næt- urgestur hans við það, um leið og klukkan sló tólf, að kvell og annar- leg rödd sagði: „Stund- ii er komin. Vertu við- búinn að mæta drottni". Maðurinn sá engan í herberginu. Greip hann því mikill óhugur, svo hann hélzt ekki við inni. Fór hann og vakti' Edi- son. „Vertu óhræddur, það er bara klukkan", sagði Edison, þegar maðurinn ætlaði að hefja sögu sína. STÖRT HJARTA Hjartað " úr þrjátíu metra löngum hval er .sex hundruð " kiló á'ð þyngd, lungun sex hundr- Uö kiló, lifrin riííi h'undr- úð' kiío, hver hryggjar- liður. ítvö hundruð kíló pg tungan (með tungu- rót) þrjú þúsund kíló. SKRÍTLA Það var skömm hvað hann Jón hraut hátt í kirkjunni. Eg gat ekki sofið. nfc? Rrtstjóri: Vilborg Dagbjartsdóttir Utgefandi: Þjóðviljinn Það er getið um dans í Biblíunni, og það er getið um dans i Sturl- ungu, og sumir segja, að dansinn sé jafngamall mannkyninu. Vikivakar voru kallað- ir hringdansar, sem tíðk- uðust hér á landi en lcgðust niður nálægt aidamótunum 1800. Menn vita lítið annað um þessa dansa, en það, að fólkið söng með dansinum. Mörg viðlög dans- kvæðanna eru enn til og heil kvæði líka. Þau eru KUNWIB-ÞIÐ AD DANSA? mörg raunaleg. Þið kunnið öll viðlagið, sem síðasti Oddaverjinn söng: Mínar eru sorgirnar þungar sem blý. Brunnar eru borgirnar, böl er að því. Þessi vísa er lika dans- vísa: Hringaspöng með hýra brá hugur tregar löngum. Uti ert þú við eyjar blár, en ég er seztur að Dröng- um. Sólarkvæði heitir und- urfagurt danskvæði eft- ir séra Bjarna Gissurar- son. Þar er þetta erindi: Þegar fögur heims um hlíðir, heilög sólin loftið prýðir, lifna hauður, vötn og víðir, voldugleg er hennar sýn. Hún vermir, hún skín. Með hæstu gleði heríans lýðir horfa á glampa þann. Hún vermir, hún skín og hýr gleðtir mann. i Sólarkvæði er í Viki- vakakvæðum Ólafs Da- víðssonar. Það hlýtur að hafa verið faliegur dans, sem var svo nátengdur skáJd- Jist og söng. Sumir vilja að öll börn læri að dansa. Það er líka miklu ánægjulegra að sjá unglinga taka þátt í dansinum af lífi og sál, en að standa afsíðis með þrjózkusvip eða reykj- andi í skúmaskotum. Drengir eru oft feimnir við að læra að dansa fyrst í stað. En það viðr- ast af þeim. Einu sinni sá ég jóla- g^eði í barnaskóla í smá- þorpi og veitti því eftir- tcTí-t, hvað börnin voru frjálsmannleg og viljug að á'ánsa kringum treo, Þarna var ungur kennari, sem hafði kennt þeim öllum dans, jafnframt leikfiminni. jp O. G. TIL LESENDANNA. Sendið Óskastund- inni sögur, visur. myndir og frásagnir. Ski-ifið um áhuga- mál ykkar í EIGID blað. Laugardagur 5. júlí 1958 — ÞJÓÐVILJINN (9 % ÍMÍÓTTI mrsTJOKi; rMuAHH mic&soit Islandsmof 1. dbildi íslandsmótið í fyrstu deild hélt áfram á fimmtudags- kvöldið og kepptu þá íslands- rhéístarárnir og- Valur. Eftir fra.mmistöðu beggja liða und- anfarið var almennt búizt við að leikurinn yrði ,iafn, en það fór nú á aðra lund. 1 fyrri hálfleik léku Akra- nesingar sér að Val og skor- uðu 6 mörk en Valsmenn ekk- ert. Aftasta vörn Vals var galopin og þar smugu Akra- íiesingar í gegn eftir geðþótta og notuðu til þess oft vel upp- byggðan leik með stuttum eendingum frá manni til manns, sem endaði með skoti, eða þá að um hrein mistök hjá vöminni var að ræða. Má segja að þrjú síðustu mörkin í fyrri hálfleik hafi komið með hraði því þau komu á síðustu 5 mínútunum, og virtist sem Valsmenn lékju hlutverk „statistanna" í þess- vaa hálfleik. Síðari hálfleilcur- inn var jafnari hvað mörk enertir en yfirburðir Akraness voru eigi að siður miklir þann Mlfleik lika. Fyrri hálfleikur og mörkín 6 Það beið ekki lengi að marki. Vals væri ógnað með skothríð þeirra Skagamanna, því á 3. mín. á. Þórðuf Jóns- son hörkuskot rétt yfir þver- slá alveg út við stöng, og að- eins 2 mín. síðar er Rikarður fyrir opnu marki á markteig en spyrnir framhjá. Á 11. mín. kom svo fyrsta mark Akraness, og það er Helgi Björgvinsson sem það skorar eftir góða sendingu frá Þórði Jónssyni. Rikarður á litlu síð- ar gott skot á mark Vais, en markmaður ver vel. Nokkru síðar á Valur tæki- færi, er Björgvin Dan. er frír, en skotið er varið af Helga. A 25. mín. er það Helgi Björgvinsson sem skorar, fékk hann knöttinn mjög laglega frá Þórði Jóns., en Björgvin í markinu hleypur út til þess að loka markinu, en Helgi sér þetta og íyftir knettinum yfir höfuð Björgvins er hann hleypur fram. og dettur knött* urinn inn í markið. . . Nokkru síðar á Rikarður gott skot á mark Vals, sem Björgvin réði ekki við, og þar með var Akranes með 3:0. Á 35. mín á Vahir bezta tækifæri sitt í leiknum er Páll Aronsson var á markteig en . spyrnir fyrir ofan slá,' og nokkru síðar átti Matthías nokkuð góðan skalla að marki Akraness en haun fór rétt framhjá. Á 40. mín fær Akranes ó- dýrt mark, er Árni Njálsson reiknar rangt út svífandi knött sem fer yfir höfuð hans en Þórður Þórðarson er ekki lengi að notfæra sér þetta og hefur „frían sjó" beint í mark og skorar. Þrem min. síðar fá Akranes menn aukaspyrnu á Val, og spyrnir Sveinn Teitsson langt að marki þeirra, Þórður Þórð- arson nær knettinum og skor- ar, og það liður tæpast meira en rösk mínúta þar til Halldór Sigurbjörnsson skorar sjötta mark Akraness, eftir að hafa leikið á markmanninn. Síðari hálfleiknr 1:1 Siðari hálfleikur var ekki nema 3. mín. gamall þegar Björgvin Daníelsson skorar fyrir Val, og áður en 2 mín. eru liðnar er Þórður Þórðar- son búinn að skora 7. mark Akraness, og voru ekki fleiri mörk skoruð í leiknum. Eigi að síður var það Akranes sem skapaði tækifærin, og áttu Skagamenn tvö stangarskot og einu sinni bjargar Magnús á línu. Var satt að segja nokkur óheppni yfir Skagamönnum að skora ekki nokkur mörk í við- bót. Akranes Iék oft í gömlum góðum stíl I þessum leik náði Akra- nesliðið betri leik en það hef- ur náð um nokkurt skeið, sýndi oft skemmtilegan sam- leik, þar sem nokkur hraði var bæði í sendingum og mönnum. Var o*t" sem.Vals- menn stæðu kyrrir og 'vissu vart sitt rjúkandi rafS,'og gátu ekki fundið ráð til þess að hindra þá, og var það sér- staklega í fyrri háifleik."Vafa- laust á Halldór Sigurbjörns- son sinn þátt i þvi, að liðið féll betur saman en áður, en hann lék nú með í fyrsta sinn í sumar. Hann er þó ekki eins góður og hann var oft áður, en eigi að síður gerði hann margt vel og jákvætt fyrir liðið, og var hann virkur í samleiknum. Helgi Björgvins- son er að komast í hetri æf- ingu en hann var fyrr, og missir knettina ekki eins frá sér og fyrr í sumar. Þórður Þórðarson var mjög virkur, og var ekki nógu vel gætt, og var sem Árni næði aldrei tökum á honum í Ieikn- um. Rikarði tókst yfirleitt vel upp. Sama er að segja um þá framverðina, Guðjón og Svein. Jón Leósson var beztur bak- varðanna, en Helgi Hannesson sýnir að hann berst og gefst ekki upp og er það góður eiginleiki, og Helgi í mark- inu verður ekki sakaður fyrir markið sem kom. Meðan Akra- nes hafði þann hátt á að láta knöttinn ganga með jörðunni gekk allt vel. Hinsvegar voru sendingar þeirra ekki nógu - nákvæmar, en hugkvæmni um samleik var oft skemmtileg og jákvæð. „Þetta Iið Vals kann ekki A B C knattspyrnunnar" Gamall og fyrrum góður knattspyrnumaður úr Val sagði á áhorfendapalli þau orð, sem standa fyrir ofan kafla þennan, meðan á leikn- um stóð. Eins og lið Vals lék í þessum leik við Akranes er ekki annað hægt en að taka undir þessi orð. Þeir sýndu ekki, að þeir kynnu sjálfsögð- ustu atriði í knattspyrnunni, hvorki hvað leikni eða skipu- lag -snerti. Hver einstakur maður á sýnilega mikinn kraft til, og með krafti og hlaupum tókst þeim að halda knettin- um það frá markinu að aldrei var um að ræða, að Akranes „pressaði" af mikilli hörku, og leikurinn var jafhari en mörk- in henda til, ef meta á eftir því hve mikið hann lá á vall- arhelmingnum. Leikni þeirra var langt und- ir þvi sem kref jast verður af meistaraflokki, og voru send- ingar þeirra svo ónákvæmar að furðu sætti, og mest af þéim voru sendingar sem fóru loftleiðis og leikni þeirra veld- ur ekki. Þeir virðast ekki hafa auga fyrir samleik með stutt- um sendingum og munar þar Framhald á 11. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.