Þjóðviljinn - 08.07.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.07.1958, Blaðsíða 6
6), — ÞJÓI)VILJINN — Þriðjudagur 8. julí 1958 VIUIN k ÚtKefandi: Samelnlngarflokkur alþíðu — Sóslallstaflokkurinn. — RltsUórar: MaBnús Kjartansson (áb.), SigurSur Ouðmundsson.' — Préttaritstlóri: Jón Bjarnason. — Bl'aðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guð'mundur Vigfásson. Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. Friðbjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnvisson. — RitstJfirn, af- ereiðsla. auglýslngar, prentsmiðja: Skólavö-ðustíg 19. >- Sími: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 30 á mán. i Reykjavík og nágrennl: kr. 27ann- arsstaðar. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmioja ÞJóSvtlians. Forsenda fullrar atvinnu npíminn herðir nú enn á lof- ¦*¦ söng sínum um efnahags- lögin nýju og flíkar mjögþeirri kenningu að með þeim sé hættu atvinnuleysisins bægt frá íslendingum. f fyrradag minnir blaðið á hið alvarlega atvinnuleysi í löndunum um- hverfis okkur og segir: „Þessar fréttir mættu vissulega verða íslendingum til nokkurrar umhugsunar. Hér hefur að vísu verjð mjög mikil atvinna á undanförnum árum, einkum þó suðvestan lands, en hún hefur að miklu leyti byggzt á hernaðarframkvæmdum, sem fyrr eða síðar (!) hljóta að hætta og mjög hefur nú dreg- ið úr, og á erlendum lánum, sem ekki verður hægt að fá endalaust og gæta verður hófs um. Þegar dregur úr þessu tvennu verður ekki á annað að treysta en framleiðsluna. Þess vegna skiptjr það höfuðmáli, að henni sé tryggður arðvæn- legur starfsgrundvöllur, svo að hún starfi af fullu fjöri og aukist á eðlilegan hátt." Efna- hágslögiri nýju vega sem sagt ekki aðeins upp hernámsvinnu og erlend lán heldur eru þau einnig vörn gegn þeirri alvar- legu kreppu og atvinnuleysi sem nú hrjáir Bandaríkin og ýms . lönd Vesturevrópu. Er helzt svo að sjá í Tímanum að hér sé fundið upp patent sem aðrar þjóðir geti mikið af lært; við gætum jafnvel farið að flytja út bjargráð, t. d. tll Bandaríkjanna, og nyti sá út- flutningur þá væntanlega styrks úr Útflutningssjóði. 17ins og margsinnis hefur ver- *-^ ið rakið og sannað hér í blaðinu felst því miður engin frambúðarlausn í efnahagslög- unum nýju, þau eru aðeins ný kollsteypa sem frestar vanda- málunum um skeið. Það er einnig alrangt að sú lausn ein sem í lögunum felst hafi megn- að að koma í veg fyrir að framleiðslan stöðvist; til þess voru ýmsar leiðir, 't. d. áfram- hald á verðstöðvunarstefnunni eins og Alþýðubandalagið lagði til. En í tilefni af skrifum Tím- ans um atvinnuleysi er rétt að ræða nokkuð hvernig á því stendur, að hér á íslandi er full atvinna á sama tíma og mjög alvarlegt atvinnuleysi og efnahagskreppa er í Bandaríkj- iinuiii og áhrifa þess ástands gætir í vaxandi mæli um alla Vesturevrópu. ¦ lyví miður myndi það ekki * næ»ja til þess að 'ftrSJSgJa,. fulla-atvinnu og göðá -afkomu á íslandi þótt efnahagskerfi okkar væri fullkomið svo að ekki fyndist á blettur eða hrukka. Við erum háðir milli- - ríkjaviðskiþtum öllum öðrum Jjjóðum fremur; við verðum að geta selt afurðir okkará góðu , verði og keypt nauðsynjar okk- ar í staðinn; ef þær forsendur skortir myndu allar efriahags- ráðstafanir okkar innanlands hrökkva skammt til að tryggja atvinnu og sómasamleg lífs- kjör. Það eru því ekki aðeins aðstæðurnar hér innan lands sem skipta máli, heldur og fjármálaástandið í viðskipta- löndum okkar. Ef aðalviðskipti okkar hefðu verið við Banda- ríkin er til að mynda engum efa bundið, að kreppan, sem hefur geisað þar allt þetta ár og sviptir enn fimm milljónir manna atvinnu, væri orðin al- varlegur vágestur á íslandi og birtist í söluerfiðleikum og verðhruni. Sama er að segja um Vesturevrópulöndin, þar sem kreppumerkin hafa vaxið ískyggilega að undanfömu. Ef viðskipti okkar væru bundin við þennan hluta heims, yrði allt efnahagslíf okkar leiksopp- ur erlendrar kreppu, í þeim mun ríkara mæli en efnahags- líf annarra þjóða sem við erum háðari milliríkjaviðskiptum en þær. Þá reynslu þekkja íslend- ingar í ríkum mæli frá kreppu- árunum fyrir styrjöldina. f*ess vegna er það mikilvæg- ¦¦• asta staðreyndin í efna- hagslífi okkar, að íslendingum hafa verið tryggðir miklir og góðir markaðir utan kreppu- svæðisins, í sósíalistísku lönd- unum, þar sem efnahagsþróun- in er stöðug og kreppumerki engin. Við höfum gert hina mikilvægustu samninga við Sovétríkin, Tékkóslóvakíu, Austurþýzkaland og Pólland, og við vitum að þar getum við selt enn meira magn af afurð- um okkar ef við þurfum á að halda. Okkur hefur verið tryggt gott verð fyrir framleiðslu okk- ar og í staðinn fáum við þær vörur sem okkur eru mikilvæg- astar. Það eru þessi viðskipti sem eru forsenda þess að at- vinna er næg í landnu og við getum framleitt eins mikið og við önnum sjálfir. Þess verður oft vart að fólk telji að framleiðsluvörur okkar seljist af sjálfu sér, en því fer víðs fjarri að svo sé. Þvert á móti hefur löngum ver- ið mikill ágreiningur um stefn- una í afurðasölumálum, og það er fyrst og fremst barátta Sós- íalistaflokksins og síðar Al- þýðubandalagsins sem tryggt hefur íslendingum það öryggi í markajSsmálum sem er for- senda fullrar atvinnu. En þess- um hagkvæmu viðskiptum okk- ar við sósíalistísku löndin hef- ur áður verið slitið af pólitísku ofstæki með afleiðingum sem allir muna þegar Bjami Bene- diktsson . settist í ráðherrastól 1947, og þeir atburðir gætu enn gerzt, eins. og marka má af of- stækisskrifum Morgunblaðsins síðustu dagana. XI. þing KomnánistafloSás Tékkó- slóvakíu var Míi 18,-21. júní s.L Þingið sátu 1400 fulltrúar oq auk þess 150 gest- ir frá 55 erl. kommúnista- og verkalýðsflokkum. Kommúnistaflokkur Tékkóslóvakíu hélt 11. þing sitt i Prag dagana 18.—21. júní s.l. Var þingið sótt af 1400 fulltrúum frá flokksdeildum víðsvegar um landið og auk þess um 150 erlendum gestum frá 55 kommúnista- flokkum og verkalýðsflokkum. Frá Sameiningarflokki alþýðu — Sósíalistaflokknum sátu þingið þeir Guö- mundur Vigfússon og Gísli Ásmundsson og komu þeir hejm s.l. föstudagskvöld. Flokksþingið var sett mið- vikudaginn 18. júni af Viliam Siroký forsætisráðherra. OBauð hann fulltrúana velkomna til þings og þá ekki sízt erlendu gestina, sem voru fleiri á þessu þingi flokksins en þeir liafa verið nokkru sinni áður. Aðaiframsöguræðu af Strokufangar Framhald af 3. síðu voru að koma úr réttum, og skýrðu þeir svo frá, að þeir hefðu séð jeppann sem hefði ekið með ofsalegum hraða og meira að segja ekið yfir hund, sem var í fylgd með þeim, og drepið hann. Eltingaleikurinn hélt nú á- fram, og er komið var niður að Lögbergi, var Ólafur búinn að draga hina það mikið uppi, að hann sá til ferða þeirra og óku þeir báðir ofsalega. Bjóst hann við að stórslys myndi henda á hverju andartaki. Hjá Árbæ er Ólafur búinn að ná báðum bíl- unum og fer framúr leigubif- reiðinni og kemst að hlið jepp- ans og sá þá hverjir voru þarna á ferð, en hann hafði hingað til haldið að hann væri að eltast við einhverja drukkna ökufanta búsetta austan heiðarl Enn heldur jeppinn áfram á fullri ferð, og þegar komið er niðw í bæinn aka fangarnir eftir Hörpugötu í Skerjafirði, en hún lokaðist af öflugri gadda- vírsgirðingu. Ekki létu þeir girð- inguna stoppa sig, heldur óku beint á hana og rifu með sér um 40—50 metra af henni ásamt staurum og hékk þetta lengi vel í bílnum. Áfram hélt jeppinn og lenti á ljóskeri og braut það, ók á hindrun hjá afgreíðslu Flug- félagsins, ók á járnhlið hjá Tívolí, en alltaf hélt hann á- fram á sama ofsahraðanum víða um bæinn, þar til hann komst í sjálfheldu í Hamrahlíðinni. Jó- hann Víglundsson stökk þá út og ætlaði að flýja, en Sigurður Jónsson lögreglumaður hafði hendur í hári hans. Himr fang- amir sátu kyrrir í jeppanum og virtust yfirbugaðir af skelfmgu. Farið var með fangana í Hegningarhúsið og fyrsta verk þeirra þar var að biðja um mat, því þeir kváðust ekkert hafa borðað síðan þeir lögðust út. Um hádegi á sunnudag var farið með þá austur að Litla-Hrauni. Jeppanum höfðu þeir stolið á Laugalandi á Flúðum á laugar- dagsnótt. Bíllinn er að sjálf- sögðu stórskemmdur eftir ferð- ina. hálfu miðstjórnar um starfið frá síðasta flokksþingi og framtíðaráætlanir flutti aðal- ritari flokksins Antonín Nov- otný, sem jafnframt er for- seti tékkóslóvakíska lýðveldis- ins. Að ræðu hans lokinni, en hún stóð í rúml. 5 kl., hófust almennar umræður og erlendir gestir flutt^j .^veðjur. Flutti Guðmundur "V*igfusson kveðju frá íslenzka Sosíalistaflokkn- um. 1 þingjqk, en; þingið stóð í 4 dagá, var sajn^ykkt einróma almenn stjórrtmaláályktun og kosið í miðstjórn flokksins. Var Antonin Novotný forseti endurkjöripn, aðalritari mið- stjórnar. i, '£¦. :?; '." Að kvöldi 21. júní sátu er- lendu gestirnir og fjöldi ann- arra þingfulltr^úa boð mið- Antonin Novotný', forseti Tékkóslóvakíu 6g ritari Kommúnistaflokksifis. stjórnar í forsetaliöllinru, Tóku; Novotný forseti og kona hans þar á móti gestum. Eftir þingið ferðuðust margir gestanna víðsvegar um landið. Fóru Islendingarnir þá ásamt ÁstralíumönnUm suður til Pilzen og skoðuðu m.a. Skodaverksmiðjurnar. Að því loknu var haldið austUr til Slóvakíu í 5 daga ferðalag og ýmsar borgir og merkisstáðir heimsóttir. Guðmundúr og Gísli lögðu af stað heim frá Prag 2. júlí og komu heim 4. júlí eins og fyrr segir. Róma þeir mjög alúðlegar og höfðinglegar móttökur Tékk- anna i sambandi við þing- haldið og ferðalagið um land- ið. Yfirlýslng ffrá AsgariH, fé- lagi raShúsaeigenda Vegna bláðaskrifa, sem orð- ið hafá um érindi okkar, sem liggur fýrir tií afgreiðslu hjá Reykjavíkurþæ, viljum við taka fram eftirfarandi til skýringá: 1) Lán þau, sem veitt eru til byggingar raðhúsanna í réttarholtshverfi eru skv. IV. kafla lága um íbúðarhúsa- byggingar og ætluð til út- rýmingar á heilsuspillandi húsnæði, énda á við úthlut- un þessara íbúða að taka fyrst og fremst tillit til fjöl- skyldustærðar og þeirra sem búa við versta húsnæðisað- stöðu. — Hafa verið byggðar hér í hverfinu 144 íbúðir í þessu skyni. Verð fokheldra íbúða í A-verki var ca 140 þús. kr., og nntu þæí- lána frá hálfu húsnæðismalastjórnar og þæj- arstjórnar, sem nam fokhelda verðinu. Ibúðir þessar eru 45 talsins. I B-vérkinu eru 99 í- búðir, og réýndist þar kostn- aðarverð fokheldra íbúða ca. 164 þús. kr. Lán til þeirra eru hins vegar kr. 140 þús. fram til þessa, éins og til hinna fyrri. I>ví var það að félagið fór fram á, að lán til B-verksins yrðu hækkuð um 24 þús., þannig að íbúðaeigendur þar nytu sömu' fyrirgreiðslu og í A-verkinu. Hefur húsnæðis- málastjórn fallist' á þetta fyr- ir sitt leyti, og er þess að væna, að svo yerði einnig í bæjarsjórn. 2) íbúðirnar voru afhent- ar eigendum fokheldar, og annast þeir innréttingu sjálfir að öllu leyti. Frá bæjarins hálfu var þeim gefinn kostur á að ganga inn í sameiginleg innkaup á tréstiga, eldhús- innréttingu, gólfdúk og hrein- lætistækjum. Ýmsir töldu sig þó hafa aðstöðu til að afla sér einhverra þessara hluta með hagkvæmari kjörum en þarna buðust, og önnuðust það því á eigin spýtur. Allar fullyrðingar um, að eigendur íbúða, hafi látið rífa þurt úr íbúðinni vaska, eld- húsinnréttingar og hurðir eru tilhæfulaus fjarstæða. Þess má t.d. geta, að íbúðaeigend- um hefur aldrei verið gefinn kostur á kaupum á. hurðum hjá bænum, og varðahdi áðra hluti, þá var það fýrirfrani ákveðið, hvað af þeim þeir kysu að kaupa hjá bænum. 3) Það er f jarri lagl, að« þarna sé um að ræða bygg- ingu á „lúxusíbúðum", og að. kröfur eigenda séu óhóflegar. Fyrir liggixr skýrsla, ¦þar sem nákvæmlega er greint frá á-. standi íbúða og aðstöðu hvers eigenda fyrir sig, þannig að bæjaryf irvöldunum -: er full- ( kunnugt um, að beiðni okkar á fullan rétt á.séE, og a.ð.hér, er um sanngirnismál að ræða. Stjúrw Ásgarðs — "félags raðhúsæigenda.—

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.