Þjóðviljinn - 24.09.1958, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 24.09.1958, Qupperneq 4
-4) — ÞJÓÐVILJINN -— Miðvikudagur 24. september 1958 Um rúmenskar kvikmyndir og fleira Frá kvikmyndaliátíðinni, sem haidin var í Karlovy Vary í Tékkóslóvakíu í sumar. Á myndinni sést (í miðið) Jiri Marek, forstjóri kvikmyndastofnunar rík- isins í Tékkóslóvakíu, ræða. við liina fögru, tyrknesku Ieildtomi Akmansov Sevim og Jaiu borgarstjóra í Bombay á Indlandi. Rúmenska kvikmyndastofn- unin hefur ákveðið að sýna mikinn fjölda heimildarkvik- mj'nda á þeim þjóðlegu kvik- myndamótum, sem efnt verð- ur til nú í haust. Á móti, sem eingöngu verður heigað sér- greinamymdum og háð í Rómaborg dagana 16. til 26 október n.k., verða sýndar nokkrar rúmenskar kvik- myndir um vísindaleg ra’nn- sóknarstörf, félagsleg málefni og menningarieg, m.a myndir um skurðlækningar, fínlega málmsteypu, akuryrkju, enn- fremur kvikmyndirnar „Leyf- ið börnunum að brosa“, „Söngvar frá Transylvan- íu‘“ „Brúðkaup hirðanna“ o. m. fl. Á morgun, fimmtudaginn 25 september, hefst í Briissel alþjóðlegt mót helgað ferða- kvikmyndum og myndum um þjóðleg fræði. Þetta er átt- unda mótið af þessu tagi en mót þessi standa jafnan yfir eina viku. Á rrtótínu í Briiss- él ‘munU Verða sýhdar all- margar rúmenskar kvikmynd- ir. sém lýsa náttúrufegurð og sérkennilegum stöðum í Rúmeníu. Af einstökum myndum má nefna „Á ferð um Ialomitsadalinn", „Tíu dagar í Rúmeníu”, „ Retezatfjallið“, „Baðstaðurinn Herculane“ o. fl, Nokkrar af þessum kvik- myndum munu verða sýndar á sjöundu ialþjóðlegu heimild- arkvikmyndahátíðinni, sem haldin verður í borginni Trent í Þýzkalandi dagana 6. til 12. næsta mánaðar. I þessum mánuði verða ýmsar rúmenskar heimildar- kvikmyndir sýndar í hinni svonefndu Alþjóðlegu æsku- lýðshöll í Brússel, meðal þeirra nokkrar sem getið var hér að ofan, eins og t.d. ,.Retezat-fjaIlið“, „Leyfið bömunum að brosa“. Enn- fremur voru sýndar þarna leiknar myndir rúmenskar, teiknimyndir og brúðumjmd- ir. -k Hjúkrunargögnin komu i góðar þarfir Hér í þættinum hefur áður verið drepið lítillega á eina af siðustu kvikmyndum sænska leikstjórans Ingmars Bergmans „Nara livet“, sem vakið hefur mikla athygli hvar vetna Þar sem hún hefur verið sýnd. Undanfarnar vik- ur hefur kvikmyndin verið sýnd í Metropol-bíóinu í Kaupmannahöfn við mjög mikla aðsókn. Sagt er að á hverja einustu sýningu mynd- arinnar þurfi fleiri eða færri af áhorfendum að bregða sér fram í andyrið til þess að jafna sig, svo áhrifamikil sé myndin, og hafi hjúkrunar- liðið, sem til staðar er í bíó- inu, oft ærið að starfa. Eitt kvöldið fengu t.d. milli tutt- ugu og þrjátíu fölir áhorf- endur kalt vatn og kamfóru- dropa til að hressa sig á meðan stóð á sýningu mynd- arinnar í Metropol. Meiri- hluti þeirra var — að sjálf- sögðu — karlmenn! ★ Ensk — vesturþýzk samviiuta Enska kvikmyndafélagið J. Arthur Rank og þýzka félag- ið UFA hafa nú ákveðið að vinna sameiginlega að gerð kvikmyndar eftir einni af skáldsögum rússneska liöf- undarins Alexanders Púskin. Myndin á að nefnast „Heín- andinn“ og verða útiatriði hennar tekin í Alexandríu, en sagan er látin gerast í Rússlandi á fjórða áratug nítjándu aldarinnar, Þýzk-bandariskj leikstjór- inn William Dieterle, sem gerði m. a. „Hringjarann frá Notre Dame“ árið 1939, á að stjórna gerð þessarar mjmd- ar. Gert er ráð fyrir að myndatakan taki um þrjá mánuði. Aðalhlutverkið í myndinni leikur baridarískj leikarinn John Forsyth, sem vinsælastur og kunnastur er fyrir leik sinn í sjónvarpi vestra. Noreen Crocoran heit- ir leikkonan, sem fer með að- alhlutverkið. ★ Enn ekki orðinn nóg'u gamall Sú saga er sögð, að hinn frægi bandaríski kvikmynda- framleiðandi Jerry Wald hafi reynt að fá Clark Gable til að taka að sér hlutverk föð- ur í nýrri mynd,, sem nefn- ist „Leikarinn“, en kvenna-.; gullið þvertekið fyrir það. Hann vill enn halda sig við hlutverk lifnna spengilegu elskhuga þó að kominn sé hátt á sextugsaldurinn! ★ Myndarlegur arfur Skiptaforstjóri í Hollywood i hefur nýlega skýrt frá því, að Harry Warner, einn af stofn- endum Warners Brothers Studios, hafi látið eftir sig á annað hundrað millj. kr. Ekkja hans fær meginhlut- ann af þessu fé í sinn hlut, en að öðru leyti skiptist arf- urinn villi dætra þeirra, barnabarna og fleiri ættingja. Warner lézt á heimili sínu í úthverfi Hollywoodborgar ‘25. júli s.l. ★ Sendiboði keisarans í síðasta kvikmyndaþætti var hinn frægi og mikilhæfi þýzki lejkari Curd Júrgens kynntur lítillega og þá um leið minnzt á fáeinar af þeim 100 kvikmyndum, sem hann hefur leikið í um dagana. Ein þessara kvikmynda var nefnd hér í þættinum „Mikha- el Strogóff“, en það var ein- mitt daginn eftir sem Tripólí- bíó byrjaði að sýna hana und- ir nafninu „Sendiboði keisar- ans“, Viljum vér aðeins i dág vekja athýgli á mýnd þessari með því að birta eft- irfarandi, '§.em prentað er í sýn.ingarskrá un^ töku og gerð myndarinnar: i „Carmine Gallone, sem fékk það hlutverk að sjá um mjmdtöku í litum og cinema- scope á hinni hejmsfrægu skáldsögu Jules Verne, valdi Júgóslavíu fyrir leiksviðið, þar sem landslagi svipaði mest til þess sem er í Síb- 1 eríu. Hann segir sjálfur svo frá: Þar fann ég hrörlega timburhjalla og fólk, sem lík- ist íbúum Síberíu. Stjórn Júgóslavíu lánaði 4000 ridd- araliða, sem létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna og riðu ósmeykir gegnum lógandi eld- haf. Einnig fékk ég aðstoð júgóslavneskra þjóðdansara og kórs . Þegar ég valdi Curd Júrgens í aðalhlutverk- ið, réði þar fyrst hæfileik- ar hans sem leikara, en einn- ig áræðni hans sem íþrótta- manns, Hann var hvergi smeykur að sigla yfir stór- fljót á timburflekum. Hann er þriðji leikarinn, sem leik- ur hlutverk Mikhael Strog- offs“. I • -----—J Þessi mynd var tekin, er tvær sovézkar leikkonur voru boðnar velkomuar til kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, Frakklandi, í vor. Til vinstri er Lily Uodína en á miðri myndinni Tatjana Semoilova, sem heimsfræg varð fyrir frábæran leik í sovézku gullverðlaunamyndinni „Trönurnar fljúga bjá“. Bygging fjölbýlishúsa — Strangt eftirlit þarf að vera með bygginunum — Spekúlantar í náðinni ÞAÐ er alkunna, að þegar Reykjavíkurbær úthlutar lóðum undir fjölbýlishús (blokkir), hreppa þær oft spekúlantar, sem byggja á þeim og selja í- búðirnar, ýmist fokheldar eða lengra komnar. Nú skyldi mað- ur ætla, að bærinn hefði strangt eftirlit með byggingum stór- hýsa, jafnvel þótt b.vggjendur ætli sér að selja íbúðirnar og græða á þeim, ekki er svo lítið í húfi, ef mistök eiga sér stað, þegar um stórar safnbygging- ar er að ræða. En eftirlit bæj- arins hygg ég að sé ekki strang- ara en svo, að menn eigi auð- j velt með að sleppa fram hjá því, ef vilji er fyrir hendi til þess. Mér þykir t.d. ótrúlegt, að það sé i samræmi við bygg- ingarsamþvkkt bæjarins, að steypa sökkla undir fjögurra hæða blokkir þannig að grafa raufar í móbergshellu og steypa í þær án þess að slá upp mótum. Það fer varla hjá því, að með slíku lagi gangi sokkl- arnir að sér að neðan, þveröf- ugt við það sem ég hefði hald- ið að ætti að vera, en vafa- laust er hægt að spara steyp- u.na eitthvað með þessu lagi og græða þeim mun meira á ibúðunum, þegar þar að kem- ur. Það er mjög mikið um það, að fjársterkir byggingamenn hefjast handa um að selja íbúð- irnar, og auðvitað ætla þeir sér að hagnast á þvi. Og það segir sig sjálft, að þeim mun meira sem þeim tekst . að lækka byggingakostnaðinn, þeim mun meiri líkur eru á ríflegum hagnaði af sölu íbúð- anna, en þar af leiðir aftur, að freistingin verður mikil fyr- ir menn að reyna að spara allt, sem mögulegt er, t.d. með því að hafa veggjaþykkt sökkl- anna minni en heimilað er, í trausti þess að geta fyllt upp að þeim, jafnað til i grunn- inum og falið svindlið, áður en eftirlit bæjarins kemur á vettvang. Hér er það sem sé siðalögmál peningsins sem gildir. — En hvers vegna er spekúlöntunum gefinn kostur á að græða fé með þessum hætti? Hvers vegna leggja bæj- aryfirvöldin þeim upp i hend- urnar tækifæri og aðstöðu til þess að hagnast á húsnæðis- vandræðunum? Því er fljót- svarað. Flestir þessara spekúl- anta eru í frændsemi við ein- hvevja „ sterka“? men'n úr innsta hring bæjarstiórnarí- haldsins, eða- í slagtogi við á- hrifamenn innan Sjálfstæðis- flokksins, og slíkt er nóg til að trj'ggja þeim góða aðstöðu til að koma fjáraflaplönum í framkvæmd. — EN HVAÐ mikið sem bjrggt er, þá er alltaf jafnerfitt að íá húsnæði; ef maður er ekki með ca. 200.000 krónur upp á vas- ann og getur þar .af leiðandi ekki keypt meðal íbúð, þá skal maður vera á götunni, því leiguíbúðir liggja ekki á lausu. Hefur það annars verið rann- sakað nokkuð, hve mörgum i- búðum er haldið auðum með það fyrir augum að selja þær? Mér er nær að halda að þaS íbúðarhúsnæði í bænum, sem látið er standa autt meðan ver- ið er að reyna að selja það, sé meira en flesta grunar. Bifreiðaeigendur og bifreiðastjórar Hefi opnað' aftur hjólbarðaviðgerðarverkstæði mitt i í Rauðarárhúsinu (gegnt gatnamótum Rauðarárstígs og Skúlagötu). Framkvæmi allskonar viðgerðir á hjólbörðum ' og slöngum. Fljót og góð afgreiðsla. Stórt ag gott athafnasvæði. i KAJ ANDERSEN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.