Þjóðviljinn - 24.09.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.09.1958, Blaðsíða 9
47 — ÓSKASTUNDIN SKÓLINN Nú fer skólinn að byrja fyrir alvöru, eða þann 1. október. f september eru það aðeins litlu börn- in 7, 8 og 9 ára, sem sækja skóla. í>ótt skólinn sé byrjað- ur í alvöru, vilja stund- um verða slæmar heimt- ur, eins og sjá má á þessari mynd, sem tek- B Y R J A R in var þegar in'fluenzu- faraldurinn gekk í fyrra. Að vísu er myndin ekki úr skóla hér heldur frá Noregi, en ástandið var ekki betra hér — um sama leyti. — Ekki þarf influenzu til þess að hægt verði að taka svona mynd í sumum bekkjum hér i bæ í vetur. Aðeins venjulegt vetrarveður, því sum börn eiga svo langt að sækja skóla, að þau yngstu treysta sér ekki í slíka langferð, ef eitthvað er að veðri. Það er enginn smáspotti fyrir sjö ára mann að sækja Austurbæjarskóla alla Ieið ur Blesugróf. Einhver kennarinn ósk- aði hklega að skipta um skóla, ef hann flytti þangað inn eftir. Miðvikudagur 24. september — 4. árgangur — 30. tölublað. Ritstjóri: Vilborg Daobjartsdóttir — Útgefándi: ÞjóSviljinn Litla skáld Ég ætla að heilsa heim frá þéí Hlíðinni minni vænu; hún er nú að' saunia sér sumarklæðin. grænu. Niðri um eng.jar, uppi um lilíð yrkja á hörpur skærar sumarljóðin létt og blíð lindir silfurtærar. á grœnni grein bitla skáld á grænni greiu, gott er þi&" að finna; söm eru lögin sæt og hrein, sumarkvæða þinna. Þær verð ég að faðma fyrst fyrir margt eiílt gaman; við höfum sungið, við höfnm kysst, við Iiöfum dansað saman. Þar mun líka lifna á ný litur bleikra kinna hinum bláu augum í æskusystra mimia. KROSSGÁTAN Lárétt: 1 hátíðisdagurinn 6 gosdrykkur 7 guð 9 sætindin 13 keyrði 14 lögur 15 sunna 17 svalir. Lóðrétt: 1 borg í Gyðinga- landi 2 hljómar 3 samhljóðar 4 sér- hljóðar 5 ónefnd- j ur 8 æðstur guðanna 9 j irtálát 10 árminni 11 hluta 12 sérhljóði og samhljóði 16 tónn. Kæra Óskastund! Ég sendi þér þessa krossgátu. Vertu blessuð og sæl Björn Ámason, 11 ára, Reykjavík. Við þínii létta unaðsóð er svo Ijúft að dreyma; það eru sömu sumarljóð, sem ég vandist heima. Eg- ætla að íiða Iangt í dag laus úr öllum böndum, meðan þú syngur sumarlag Sjálands fögrru ströndum. Láttu hljóma liátt og skært hreina, mjúka strengi — svo mig dreymi, dreymi vært. dreymi rótt og Iengi. Vilji einhver vínur kær vísur mínar heyra, syng ég eins og sunnanblær sumarljóð í eyra. Sjái ég unga silkililín sitja fölva og hljóða, kannist hún við kvæðin mín kyssi ég hana rjóða. Syngdu, vinur, syngdu skært, syngdu á þýða strengi, svo mig dreymi, dreymi vært, dreymi rótt og lengi. Miðvikudagur 24. september 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (S # ÍÞRÓTTIR HTSTJCrji ntUíAMH HlLGASœ Haustmótið í knattspyrnu KH sigraði Val 1:0 Haustmót knattspyrnufélag- anna í Reykjavik hélt áfram á sunnudaginn og léku fyrst KR og Valur. KR náði í fyrri hálf- leik oft góðum leik, þar sem knattspyrna var í hávegum höfð. Var það hreinasta óheppni eða klaufaskapur upp við mark- ;ð að nota ekki þau tækifæri sem buðust á fyrsta stundarfjórðungi leiteins, en þaðl voitj. minnst þrír svokallaðir opnir möguleik- ar að skora. Allt var þetta þó misnotað, og hinn góði leikur gaf ekki í mörkum það sem hann verðskuldaði. Lá yfii'leitt meira á Val þennan hálfleik. Þó átti Valur við og við áhlaup, en þau voru illa uppbyggð og losaraleg og það var eins og Valsmenn ættu afar erfitt með að sameinast um neitt sem kallast má góð knattspyi-na. Hreyfan- leiki þeirra var lítill til þátttöku í samleik sem átti að skapa sam- felldan leik. Þeir þöfðu ekki skilning á því að hi'eyfa sig á þann stað sem bezt var að taka á móti knettinum eða vera mest til hjálpar við þann sem hefur knöttinn. Að þessu leyti stóð KR Val mun framar. Dugn- aður einstaklinga Vals var ef til vill ekkert minni en KR-inga, en þeir hafa ekki enn lært þá list að finna samleikinn í knatt- spyrnunni og á meðan er liðið illa á vegi statt. Lið Vals er allt skipað ungum mönnum og á þeim aldri að þeir geta lært, og fyrir þá er ekkert annað að gera en að lesa upp og læra betur. Ætti það ekki að vera erfitt fyrir menn á þessum aldri, nema ef þeir eru sannfærðir um að þeir kunni svo mikið að þeir geti ekki lært meira, þá er það tilgangslaust. Því miður er það alitof algengt að menn á þeirra aldri kunna svo mikið, að það er ekki hægt að kenna þeim meira, og að hlusta á eldri menn sem, hafa lagt knattspyrnuskóna á hilluna, er þeim tæpast samboð- ið, þeir leika í meistaraflokki, en þeir gömlu geta ekki neitt! Það er lika algengt að heyra að þeir’ sem gagnrýna kriatt- spyxnumenn h'ér hafi ekkerit vit á því sem þeir eru að skrifa um, og þeir eru ekki teknir alv- arlega nema þegar þeir hæla tliði eða einstaklingum. Þegpr þeir finna að, þá hafa þeir ekk- ert vit á þessu! Þetta er afar óheppilegt fyrir unga manninn og knattspyrn- una í heild og er i sannleika flótti frá staðreyndum, afar leið tilraun en árangursrík til þess að ofmeta sjálfan sig og forð- ast sjálfsgagnrýni sem öllum Afgreiðslumaður Samband ísl. samvinnufélaga óskar að ráða afgreiðslumann sem fyrst að verzlun í Reykjavík. Upplýsingar (ekki í síma) í starfsmannahaldi SÍS, Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu, III. hæð. og ekki sízt ungum mönnum tíma til að hugsa og horfa. Dómari var Bjai-ni Jenssori og er nauðsynlegt að hafa. Hörður Felixson var stex-kastimun það vera fyrsti leikur hans Lið Vals var nærri það sama maður öftustu varnarinnar.í meistaraflokki. Slapp hann og á móti Þrótti og lék í svipuð- Bjarni bróðir hans er stöðugtnokkuð sæmilega frá því, en um „dúr“. Matthías Hjartarson vaxandi maður í bakvarðarstöðu.sleppti fullmiklu. lék nú miðherja í stað Björg- vins sem var lasinn. Hann á<*>------------------------------------------------------—----------- margt gott til, en er heldur laus og vantar þá yfirvegun sem góður leiðtogi framlinunnar þai'f að hafa. Gunnar Gunnarsson er alltof órór og tilgangslaus í hlaupum sínum langs og þvers, og Jiýliðinn Bex’gsteinn virðist ekki skemmta sér í þessu en á ýmislegt gott til. Gunnlaugur er of þunglamalegur, mitt í ákafa sínum og dugnaði og skortir leikni til þess að verða jákvæð- ur. Hjálmar sýndi framför frá leiknum við Þrótt og lofar nokk- uð góðu. Bjöi’gvin í markinu varði oft vel, en markið sem Valur fékk átti hann að vei’ja. I KR-liðinu var framlínan oft vel leikandi. í síðari hálfleik náði liðið í heild ekki eins góð- um leik, en þó náði Valur ekki undirtökum þó þeir ættu meiri sókn en áður. KR skoraði seint í fyi’ri hálfleik þetta eina mark. Þeir Ifengu líkal dæmda víta- spyrnu á Val sem var strangt dæmt, en Gunnar Guðmannsson skaut framhjá. Valur fékk líka dæmda vítaspyrnu ó KR (einnig strangt dæmt), en Gunnar Gunn- arsson skaut svo nærri Heimi að hann varði. Voru þá aðeins 2 mín. til leiksloka. Gunnar Guðmannsson var oft skemirftilega' hreyfanlegur og raunar öll framlína KR-inga. Sverrir Jónsson lék í stað Helga sem framvörður, en hann nýtur sín þar ekki eins og í stöðu inn- herja, og var þó oft góður. Garð- ar hefur skemmtilega yfirsýn og þar af leiðandi gerir hann oftar rétt en þeir sem ekki gefa sér Auglýsing um sveinspróf Sveinspróf í þeim iðngreinum sem löggiltar eru fari fram í október/nóvemþer 1958. Meisturum og iðnfyrirtækjum ber að senda for- manni viðkomandi prófnefndar umsóknir um próf- töku nemenda sinna ásamt venjulegum gögnum og prófgjaldi fyrir 1. október n.k. Skrifstofa iðn- fræðsluráðs lætur í té upplýsingar um formenn prófnefnda. Reykjavík 23. september 1958 — Iðnfræðsluráð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.