Þjóðviljinn - 19.10.1958, Side 3

Þjóðviljinn - 19.10.1958, Side 3
Sunnudagur 19. október 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 íðgjaldatekjur Sjóvá á 40 árum um 355 millj. kr. Útborgaðar tjónabætur félagsins hafa numið tæplega 205 millj. kr. frá stofnun Á morgun, 20. október, eru liöin 40 ár frá stofnun Sjó- vátryggingafélags íslands, elzta og stærsta tryggingar- hlutafélags landsins. IÖgjaldatekjur félagsins á þessum 40 árum nema um 355 millj. króna, en útborgáöar tjóna- bætur tæplega 205 millj. Að stofnun Sjóvátrygginga- félags Islands stóðu 24 atvinnu- Tekendur, en aðalframkvæmda- störf við undirbúning félags- stofnunarinnar hvíldu á Sveini Björnssyni yfirdómslögmanni, síðar forseta Islands, og Lud- vig Kaaber stórkaupmanni, síð- ar bankastjóra. Stærsta tryggingalilutafélag landsins Fyrsti form'aður félagsstjórn- ar var Ludvig Kaaber, en aðr- Jr í stjórn: Sveinn Björnsson (formaður 1924—26), Jes Zim- sen konsúll (formaður 1926— 38), Hallgrímur Kristjánsson forstjóri og Halldór Kr. Þor- steinsson skipstjóri. Halldór hefur setið i stjórn Sjóvá frá stofnun, þ)ar af síðustu 20'arin sem formaður félagsstjórnar. Malbikunar- og muiningsstöð ríkis og bæjar Til athugunar er nú hjá rík- inu og Reykjjivíkurbæ að koma sér upp sameiginlegri malbik- unar- og mulningsstöð, með vélakosti og útbúnaði er nægi til þeirrar malbikunarfram- kvæmda sem báðir þessir að- ilar hafji með höndum. Bæjarráð tilnefndi á fundi sínum í fyrradag þá Rögnvald Þorkelsson verkfræðing og Gunnlaug Pétursson borgarrit- ara sem fulltrúa af sinni hálfu í viðræðum um þetta mál. Aðrir í núverandi stjórn eru þeir Lárus Fjeldsted hrl., Geir Hallgrímsson hrl., Sveinn (Bene- diktsson framkvæmdastjóri og Ingvar Vilhjálmsson fram- kvæmdastjóri. Axel V. Tulinius vlar fyrsti framkvæmdastjóri Sjóvá, en Brynjólfur Stefánsson tók við framkvæmdastjórastarfinu 1933 og gegndi því til 1. des. sl. Núverandi framkvæmdastjóri j er Stefán G. Björnsson. Sjóvátryggingafélag Islands tók í fyrstu eingöngu að sér sjóvátryggingar, en smám éam- an voru kvíarnar færðar út og nú rekur það flestar greinar tryggingastarfsemi, enda er það nú stæsta tryggingahluta- félag landsins og meðal stærstu fyrirtækja. Mesta tjón, er Fylkir fórst Samanlögð iðgjöld sjódeildar Sjóvá (þar með taldar jjarð- skjálfta-, ferða- og slysatrygg- ingar og ýmsar sértryggingar, svo og ábyrgðartryggingar) hafa í þau 39 ár sem reikning- ,ar ná yfir numið rúmlega 160 milljónum króna, iðgjöld bruna- deildar frá stofnun hennar 1925 hafa numið 58 millj., iðgjöld bifreiðadeildar í 21 ár 65 millj. og iðgjaldatekjur lífdeildar í tæplega 23 ár 40 millj. Sam- tals nemifi iðgjöld þessi um 323 millj. króna og ef iðgjalda-' tekjur þessa 40. starfsárs fé- lagsins eru áætlaðar svipaðar og s.l. ár, um 32 millj. kr. verða iðgjaldatekjur féllagsins Framhald á 10. síðu. Vetraráætlun Loftleiða Vetraráætlun Loftleiöa gekk í gildi 1. okt. s.l. og fækk- ar þá^feröum félagsins úr sex í viku niður í fjórar þar til sumaráætlun gengur í gildi aftur 1. maí n.k., og veröa flugvélar Loftleiöa því átta sinnum í viku á Reykjavíkurflugvelli á leiö milli Evrópu og Ameríku. Fjölbreytt listsýning Sýning Sigurjóns Ólafssonar, í Listamannaskálanum var opnuð í gærkvöld kl. 8 að við- stöddum mörgum gestum. Með- al gestanna var forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson. Sýningin er mjög fjölbreytt og gefur gott yfirlit yfir störf Sigurjóns. Ljúfa Maren Leikfélagið Mímir á Selfossi frumsýndi norska leikinn Ljúfa MJaren á föstudagskvöldið var. Leikstjóri er Gunnar R. Han- sen. i Húsið var fullskipað og leikn- Myndin er af Jóni Guðlan.gssyni, sem vann það afrek að um ágætlega tekið. I hlaupa frá Iíambabrún til Reykjavíkur s.l. sunnudag. Þóroddur Th. Signrðsson varkfræ ingur ráðinn vatnsveitusfjéri Á fundi bæjarráös í fyrradag var samþykkt að ráöa Þórodd Th. Sigurösson verkfræöing í starf vatnsveitu- stjóra. Auk Þórodds sóttu um starf- ið Einar Sigurðsson, deildar- verkfræðingur hjá Vatnsveitu Reykjavikur, Hilmar Lúthers- son, pípulagningameistari á ).J' Þóroddur Th. Sigurðsson Selfossi og Ólafur Jónsson, Keflavík. Þóroddur Th. Sigurðsson, hinn nýi vatnsveitustjóri, er Þýzkur náms- syrkur fæddur á Geirseyri við Pat- reksfjörð 11. okt. 1922. Hann varð stúdent á Akureyri 1943. Tók fyrrihlutapróf í verk- fræði frá Háskó’ia Islands 1946. Lauk prófi í véiaverkfræði við tekniska háskólann í Kaup- mannahöfn 1950. Starfaði við verkfræðistörf hjá Atlas A/S í Kaupmannahöfn 1950—1951 en hefur síðan unnið hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Undanfarin ár liefur Jón Sigurðsson slökkviliðsstjóri gegnt starfi vatnsveitustjóra rneð sínu aðalstarfi, en áður hafði Helgi Sigurðsson hita- veitustjóri starfið á hendi á- sjamt stjórn Hitaveitunnar. Fyrir löngu var þó ljóst að þessi skipan var óhugsandi til frambúðar vegna ástandsins í vatnsveitumálum bæjarins og þeirra mörgu óunnu verkefna sem þar eru fyrir hendi, Höfðu sósjalistar og s!ðar fulltrúar Alþýðubandalagsins í bæjar- stjórn tvisvar flutt tillögu um ráðningu sérstaks vatnsveitu- stjóra en íhaldið í bæði skiptin vísað henni frá. Borgarstjóri tók svo þessa tillögu upp i s.l. mánuði og var hún einrórría samþykkt í bæjarráði og bæjar- Tvær Ijóðabæk- ur frá IsafoH . Tvær nýjar ljóðabækur eru fyr'.r nokkm komnar út hjá forlagi Isafoldar; frumsamin ljóð eftir Árna G. Eylands og Ijóðaþýð'.ngar eftir Guðmund Frímann. Ljóðabók Árna nefnist Gróð- ur, um 140 blaðs:ður að stærð og skiptist i tvo kafla: Mold og gróður, Mál og menn. Kvæð- in í bókinni eru rúmlega 80 talsins, stcr og smá. Undir bergmálsfjrilum nefn- ir Guðmundur Frímann ljóða- þýðingar sínar I bókinni, sem. er um 110 blaðsíður i allstóru broti, eru 58 býdd kvæði eftir erlerd ljóðskáld, einkum 'sænsk en e;nnig norsk. dönsk, finnsk, brezk, irsk. austurrísk og bandarísk. Er gerð grein fvrir höfundum Ijóðanna í höfunda- tali, aftast í bókinni. Guðmundur Frimann hefur áður gefið út fimm bækur: Náttsólir. æskuljóð 1922, Ú’fa- blóð 1933. Störin syngur 1937, Svört verða sólskin 1951 og Söugvar frá sumarengjum 1957. stjórn, og nú befur nýr vatns- veitustjóri verið ráðinn. Bíða I hans mörg og mikilvæg verk- í efni í vatnsveHumálum Reykja- víkur sem vægast sagt eru í miklum ólestri. Bandaríkjaferðir Loftleiða hefjast í vetur klukkan 8 að kvöldi sunnudaga, miðvikudaga, fýnmtudaga og laugardaga, en þá koma flugvélarnar frá Ev- rópu, en ferðimar til Bret- lands og meginlands Evrópu liefjast kl. hálfniu að morgni þriðjudaga, miðvikudaga, laug- andaga og sunnudaga og verða þær í beinu framhaldi af flug- ferðunum frá New York. Það sem af er þessu ári hefur verið Loftleiðum mjög hagstætt. Þegar fyrstu 9 mán- uðir þessa áns em bornir sam- an við sama tímabil í fyrra kemur í ljós, að- farþegatalan ein, sem er nú tæpar 18 þús- undir, er ekki miklu hærri en á s.l. ári, en sé það haft í huga, að í sumar er leið vom ferðimar færri en í fyrra, eða sex í viku í stað sjö, þá gef- ur það visbending um miklu betri árangur, enda gefa nið- urstöðutölur til kynna, að sætanýtingin er 10 hundraðs- hlutum hærri en í fyrra. Nýt- ing flugvélanna varð einnig á- gæt, svo sem augljóst er af þvi, að í sumar er leið voru ekki nema þrjár flugvélar not- aðar til sex vikulegra ferða í stað fjögurra til ejö ferða í viku s.l. ár. Þessi árjangur hef- ur víða vakið talsverða athygli, því að’’ um hann hefur m.a. verið ritað í erlend flugmála- tímarit og þess jafnframt get- ið þar, að félagið stæði á ör- uggum f járhagsgrundvelli, enda þó það nyti ekkí neinna beinna fjárframlaga frá hinu opinbera eins og gerist um mörg önnur félög, er halda uppi áætlunar- ferðum yfir Norður-Atlanzhaf- ið. Fyrstu 9 mánuði þessa árs voru póstflutningar svipaðir ,og Framhald á 7. síðu. Sendiráð Sambandslýðveldis- ins Þýzkalands hér á landi hef- ur tjáð íslenzkum stjómarvöld- um, að Alexander von Hum- boltstofnunin muni á ný veita styrki til rannsóknárstarfa eða til háskólanáms í Þýzkalandi skólaárið 1959—1960. Styrk- imir eru ætlaðir háskólakandi- dötum, sem eru innan við þrí- tugt að aldri og nema þeir 450 þýzkum mörkum á mánuði. Styrkimir eru miðlaðir við 10 mánaða námsdvöl í Sambands- lýðveldinu. Hefst hún 1. októ- ber og lýkur 31. júlí. Nægileg þýzkukunnátta er áskilin. Eyðublöð undir umsóknir um styrki þessa fást í menntamála- ráðuneytinu, Stjórnarráðshús- inu við Lækjartorg. Umsóknir í þríriti skulu hafa borizt ráðu- neytinu fyrir 20. nóvember næstkoriaandi. (Frá menntamála- íáðuneytinu). Yetraráœtíun Fltigfélcgs íslands gengin ó gildi Vetraráætlun Flugfélags íslands í innanlands- og milli- landaflugi gekk í gildi 1. okt. og fækkaöi ferö’um frá því sem var í sumar. Innanlandsflug: Til Akureyrar og Vestmanna- eyja verður flogið alla daga, en auk þess em tvær ferðir til Akureyrar þriðjudaga og föstu- daga. Til Egilsstaða eru áætlaðar ferðir þriðjudaga, fimmtudagá og laugardaga. I þriðjudags- ferðinni er komið við á Akur- eyri í báðum leiðum. Til ísafjarðar eru ferðir alla dagta nema sunnudaga og þriðjudaga og til Blönduóss og Sauðárkróks eru ferðir á þriðjudögum og laugardögum. Siglufjarðarferðir eru á mánudögum, en ferðir til Kirkjubæjarklausturs og Fag- urhólsmýrar á föstudögum. Til Hornafjarðhr eru ferðir á mánudögum og föstudögum. Ferðir til Húsavíkur eru á miðvikudögum og til Kópa- skers á fimmtdögum. Ferðir til Patreksfjarðar og Bíldudals eru á fimmtudögum og til Þingeyrar og Flateyrar á þriðjudögum. Til Hólmavikur og Þórshafn- ar er flogið á föstudögum. Framhald á 9. síðin*^

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.